Fréttablaðið - 02.10.2021, Page 54

Fréttablaðið - 02.10.2021, Page 54
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir styrki til félagasamtaka vegna verkefna á sviði heilbrigðismála lausa til umsóknar. Auglýst er eftir umsóknum um styrki af safnliðum fjárlaga frá íslenskum félagasamtökum vegna verkefna á sviði heilbrigðismála. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið. Einungis er tekið við rafrænum umsóknum. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um umsóknir á raf- rænum eyðublöðum er að finna á umsóknarvef Stjórnarráðsins (http://minarsidur.stjr.is) Úthlutun fer fram einu sinni á ári og eru veittir styrkir til verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Styrkir eru ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 1. nóvember 2021. Úthlutað verður eigi síðar en 1. febrúar 2022. Umsókn sem berst eftir að um- sóknarfresti lýkur verður ekki tekin til umfjöllunar. Styrkir vegna verkefna á sviði heilbrigðismála. Auglýst útboð Íþróttamannvirki – Borg í Grímsnesi, forval Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir þátttakendum í forvali til að taka þátt í lokuðu alútboði vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á íþróttamiðstöðinni á Borg í Grímsnesi. Farið verður yfir allar umsóknir og hæfi og geta umsækjanda metin út frá þeim upplýsingum sem þeir leggja fram með umsókn sinni. Fyrirhuguð er stækkun á núverandi íþróttamiðstöð að Borg í Grímsnesi. Nýbygging skal vera á tveimur hæðum, annarsvegar íþróttasalur á neðri hæð þar sem hægt verður að stunda líkamsrækt og hinsvegar skrifstofurými á efri hæð hússins. Heildarstærð íþróttamiðstöðvar verður um 590 m2. Verkkaupi hefur sett byggingunni og starfsemi hennar sjálfbærnimarkmið sem mikilvægt er að fylgja eftir. Lögð er megináhersla á að verkið verði unnið á sem hagkvæmastan hátt. Alútboð þetta nær yfir verkfræðihönnun og reisingu hússins. Verkkaupi mun ráða arkitekt til verksins. Heiti verkefnisins er: Íþróttamannvirki – Borg í Grímsnesi Helstu verkþættir eru: • Verkfræðihönnun húss • Byggingarleyfisumsókn • Jarðvinna • Undirstöður, burðarvirki og ytra byrði • Frágangur utanhúss, • Frágangur innanhúss, þ.m.t. íþróttagólfs og uppsetning á föstum búnaði • Uppsetning og fullnaðarfrágangur allra lagna- og rafkerfa • Frágangur lóðar Tengiliður verkkaupa mun afhenda forvalsgögn að ósk umsækjanda í gegnum tölvupóst, ragnar@gogg.is. Gögnin verða afhent þriðjudaginn 5. október 2021. Umsókn ásamt umbeðnum gögnum sem talin eru upp í forvalsgögnum skal skila með tölvupósti fyrir kl. 16:00, þriðjudaginn 19. október 2021. Ekki er hægt að skila inn umsókn eftir að uppgefinn umsóknarfrestur er útrunninn.GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPUR Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 28. september 2021 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipu- lagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Í breytingunni felst að efri hluta byggingarreits nýrrar stólalyftu Gosa við Suðurgil verði hliðrað um 60-70m til suðurs. Vegna færslu byggingarreits til suðurs færist rör- og rafdreifikerfi fyrir snjóframleiðslu samhliða. Neðri hluta byggingarreits nýrrar stólalyftu Drottningar við Kóngsgil verði hliðrað um 10m til suðurs. Staðsetning hættumatslínu C vegna snjóflóða neðan Suðurgils verði uppfærð í samræmi við nýja legu línunnar frá Veðurstofu Íslands. Byggingarreit aðstöðu- húss Ulls verði hliðrað til suðurs um 30 m auk þess sem hann lengist um 15 m til vesturs. Vegna færslu byggingarreits til suðurs lengist bílastæði til suðurs að nýrri legu byggingarreits. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 15. september 2021. Nánar er vísað til kynningargagna. Ofangreind tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 15. nóvember 2021. Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi. kopavogur.is Auglýsing um breytt deiliskipulag í Kópavogi. Innkaupaskrifstofa Sími 411 1111 ÚTBOÐ Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg: • Þróttur – Laugardal – Æfingavellir – Gervigras – Jarðvinna og lagnir, útboð nr. 15323 Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Styrkumsóknir vegna náms á skólaárinu 2021-2022. Stjórn Minnigarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir hér með eftir styrkumsóknum vegna náms á skólaárinu 2021-2022. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði- og raunvísindagrein- um og hafa þeir einkum verið veittir nemendum í framhaldsnámi. Umsókn og fylgigögnum skal skilað í einu pdf – skjali á póstfangið MinningHelguogSigurlida@gmail.com. Með umsókn skal skila ferilskrá, staðfestingu á skólavist og námsárangri, meðmælum og öðrum gögnum sem umsækjandi telur koma að gagni við mat umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. október 2021. Stefnt er að úthlutun í lok nóvember. Sjá nánar á vef sjóðsins http://MinningHelguogSigurlida.is/ 20 ATVINNUBLAÐIÐ 2. október 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.