Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Sem þjóð getum skapað sjálfbær-
ara samfélag, verið til fyrirmyndar í
loftslagsmálum, jöfnuði og sjálfum
okkur næg. Ég er jafnréttis- og um-
hverfissinni, bullandi femínisti að
upplagi og brenn fyrir félagslegu
réttlæti,“ segir Hólmfríður Árna-
dóttir sem skipar efsta sætið á lista
Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í
alþingiskosningum haust. Segja má
að Hólmfríður hafi náð efsta sætinu
óvænt, sbr. að í forvali sóttist einnig
fólk, sem skapað hefur sér nafn í
umræðu og verið virkt í stjórn-
málum, eftir sæti.
„Jú, niðurstaðan kom að vissu
leyti á óvart. Það hve ég gleymdist í
upphafi varð samt til þess að ég fór
mikinn á miðlum og skrifum sem
gerði mig sýnilegri á eigin for-
sendum. Nú eru konur í fjórum efstu
sætum framboðslistans og við mynd-
um bæði landfræðilega og mál-
efnalega breidd sem er afar sterkt
fyrir kjördæmið,“ segir Hólmfríður
sem hefur búið í Sandgerði síðustu
ár. Hún er fædd 1973, Grenvíkingur
að upplagi og bjó þar, á Akureyri og
víðar nyrðra uns haldið var suður.
Hefur verið skólastjóri Sandgerð-
isskóla frá 2016.
Hálendisþjóðgarður
skapar ótal störf
Suðurkjördæmi er víðfeðmt og
ólíkar aðstæður, ef litið er á Suð-
urnesin og svo Suðurland austur á
Hornafjörð. Á Suðurnesjum segir
fólk að svæðið sé afskipt um op-
inbera þjónustu, svo sem heilbrigð-
ismál og fleira, og á Suðurlandi
finnst fólki sem Reyknesingar ráði
of miklu. Hólmfríður kveðst kannast
við þessa umræðu en bendir á þá
staðreynd að Suðurnesin fái minnst
framlög frá ríkinu á íbúa þegar kem-
ur að heilbrigðismálum. Í því og
fleiri atriðum þurfi meiri opinber
framlög.
„Hér á Suðurnesjum er lágt
menntunarstig og tiltölulega eins-
leitt atvinnulíf, því fjölmargir unnu á
flugvellinum eða við þjónustu
tengda ferðamönnum. Þetta þarf að
breytast, til dæmis með unga fólkinu
sem hefur sótt sér menntun og kem-
ur aftur heim. Hér þarf að byggja
upp fjölbreyttara atvinnulíf, þar er
hlutverk sveitarfélaga vissulega
stórt og íbúa sjálfra að sækja sér að-
stoð og styrki til að koma hug-
myndum og nýsköpun á framfæri,“
segir Hólmfríður.
„Frá Suðurnesjabæ til Hafnar er
mikil gróska, vissulega margir með
tengsl við ferðaþjónustu og sjávar-
útveg en svo ótalmargt annað; til að
mynda ylrækt, iðnaður og landbún-
aður. Hálendisþjóðgarður skapar
ótal störf þegar fram líða stundir.
Ég lít á mig sem fulltrúa alls kjör-
dæmisins og hef verið að kynna mér
málefni og staðhætti. Fjöldi innflytj-
enda býr einnig á svæðinu og á þann
hóp þarf að hlusta og finna leiðir
hvað varðar aðlögun og þjónustu.“
Á veirutímum að undanförnu hef-
ur allt að fjórðungur Suðurnesja-
manna verið án atvinnu og vegna
þess hafa stjórnvöld gripið til marg-
víslegra stuðningsaðgerða sem
Hólmfríður telur hafa virkað vel til
skemmri tíma. Nú þurfi að hugsa
málin í stóru samhengi. Fjölgun rík-
isstarfa í öllu kjördæminu og að
skapa störf án staðsetningar sé mik-
ilvægt og gerlegt. Fyrirtæki og
stofnanir geti verið hvar sem er.
Hægt að vinna með Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokknum
Hólmfríður segist hafa tengingar
víða í Suðurkjördæmi, svo sem á
Suðurnesjum og á Hornafirði. Verk-
efni sumarsins verði að heimsækja
sem flesta staði í kjördæminu, taka
fólk tali og kynna sér aðstæður. Til
þess hlakki hún mjög.
„VG hefur komið mörgum málum
á framfæri í núverandi stjórnarsam-
starfi, mun fleiru en ég taldi í upp-
hafi samstarfs að myndu verða,“
segir Hólmfríður að síðustu.
„Ég tel VG hafa í stjórnarsam-
starfi síðustu árin raunar sannað að
það er hægt að vinna með Sjálf-
stæðis- og Framsóknarflokknum
þótt vissulega séu mál þar sem ég
hef viljað meiri róttækni. Enginn
gerir hins vegar svo öllum líki, ekki
einu sinni guð í himnaríki. En á með-
an við höfum velferð og hag fjöldans
að leiðarljósi erum við að gera vel og
sú hefur verið raunin í núverandi
stjórnarsamstarfi.“
Meiri róttækni
- Hólmfríður efst á lista VG í Suður-
kjördæmi - Mikil gróska - Sjálfbært
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Málefni Verið til fyrirmyndar í loftslagsmálum, jöfnuði og sjálfum okkur
næg, segir Hólmfríður Árnadóttir frambjóðandi VG um áherslur og viðhorf.
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Þórshöfn gerir út á grásleppu.
Grásleppuútgerðin hefur jafnan
sett svip á lífið við höfnina á vorin
þar sem kör með þessum bústna
vorboða prýddu bryggjuna en nú
sjást bara bláar hrognatunnur því
einungis er komið með hrognin að
landi. Grásleppan er skorin úti á
sjó því enginn markaður er fyrir
hana. Verð á hrognum er einnig
sögulega lágt en veiðin hefur þó
sjaldan verið betri en einmitt þetta
vor.
Strandveiðibátarnir fara svo af
stað í byrjun maí og lifnar þá alltaf
yfir höfninni. Útlit er þó fyrir að þó
nokkrir bátar stundi þær veiðar frá
Þórshöfn.
- - -
Undirbúningur sauðburðar
stendur sem hæst í sveitunum. Al-
mennt er betra hljóð í bændum en í
fyrra þegar tún komu stórskemmd
eða ónýt eftir kal. Þetta vor virðist
lítið sem ekkert kal enn sem komið
er, því tíðarfar í vetur hefur verið
hagstæðara en í fyrra.
Mikið tjón var hjá bændum
vegna kals í fyrra og stór hluti síð-
asta sumars fór í að vinna upp
skemmdu túnin, auk þess að keyra
heim aðkeyptum heyrúllum. Mjög
snjólétt hefur verið í vetur en vonast
er þó eftir að vatnsbúskapur verði
nægur á heiðalöndum og bithögum.
Prjónað af miklu kappi úr ull af forystufé
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Nokkrar prjónakonur úr Langanesbyggð mættu í Fræðasetur um forystufé á sumardaginn fyrsta og
prjónuðu af miklu kappi úr ull. Að sjálfsögðu var það allt ull af forystufé. Fór keppnin vel fram.
ÚR BÆJARLÍFINU
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Prjónakeppni var haldin í Fræða-
setri um forustyfé á sumardaginn
fyrsta. Efniviðurinn var að sjálf-
sögðu ull af forystufé í boði setursins
en sú ull er sögð mýksta og besta ull-
in. Verkefni keppninnar var að
prjóna eyrnaband á tvo prjóna núm-
er fjögur en útfærsla og hönnun að
eigin vali prjónakvenna.
„Þetta er allt til gamans gert en
smá keppnisskap líka,“ sagði Daníel
Hansen, forstöðumaður setursins, en
matsskalinn í keppninni var hraði,
vandvirkni, frumleiki og frágangur.
Falleg og frumleg eyrnabönd urðu
til í keppninni en þessar hann-
yrðakonur hafa fleira í pokahorninu.
Eldgosið hefur gefið innblástur
í prjónaskapinn eins og sjá má á
skemmtilegum húfum með eldgosa-
munstri sem Vigdís Sigurðardóttir á
Borgum í Þistilfirði hannaði.
„Ég var að horfa á eldgosið í
sjónvarpinu og þá varð þetta munst-
ur bara til í huganum og þaðan í hú-
fuprjónið,“ sagði Vigdís en munstur
hennar hefur m.a. vakið athygli í
hópnum Handóðir prjónarar á Face-
book.
- - -
Dauft er yfir grásleppuvertíð
þetta vorið en aðeins einn bátur frá
Húfur Vigdís Sigurðardóttir hefur
hannað húfur með eldgosamunstri.