Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Jónas Þórir orgelleikari halda tvenna tónleika í Hallgrímskirkju í dag, laugardag, kl. 14 og 16, og flytja þar fjölbreytta efnisskrá. Hjörleifur er í heimsókn á Íslandi þessa dagana en hann býr í Asker, skammt frá Ósló í Noregi, þar sem hann er sjálfstætt starfandi hljóð- færaleikari og kennir fiðluleik en Jónas er kantor í Bústaðakirkju, tónskáld og píanóleikari. Vinskapur Hjörleifs og Jónasar nær langt aftur og hendir Jónas gaman að því að Hjörleifur hafi gengið honum í föðurstað rétt fyrir aldamót en Hjörleifur er 14 árum yngri en Jónas. Skýringin er sú að faðir Jónasar, Jónas Þórir Dag- bjartsson, var fiðluleikari og lék með syni sínum við ýmis tækifæri þar til hann var orðinn 82 ára. Jónas segist þá hafa þurft að finna sér fiðluleik- ara og Hjörleifur tekið við af föðurnum. Stærsta og flottasta orgelið Jónas er spurður hvers vegna þeir Hjörleifur hafi valið Hallgríms- kirkju sem tónleikastað og segir hann ástæðuna meðal annars þá að Klais-orgelið í kirkjunni sé einstakt og stærsta og flottasta orgel lands- ins. Þá sé fallegt í Hallgrímskirkju sem sé helgidómur og húsið stórt. „Við svo sem vitum það að fólkið sem er að koma að heimsækja okkur er að mestu leyti eldra fólk og bólusett en við hlýðum auðvitað Víði til hins ýtrasta og reynum að haga okkur vel þannig að Hallgrímskirkju verður skipt niður í tvö 75 manna hólf. Í þessari þúsund manna kirkju mega vera 150 manns,“ segir Jónas. Efnisskráin verður afar fjöl- breytt. „Við byrjum á því að spila Bach og þar á eftir tökum við það sem við köllum sálma á atómöld og erum svolítið að hugsa um mentor- inn minn, Þorkel Sigurbjörnsson, ég var nemandi hans og vinur. Þar verður meðal annars „Heyr, himna smiður“ sem allir halda upp á. Þar á eftir tökum við íslensk þjóð- lög sem hafa einhverja innri stemn- ingu og ekki bara það heldur líka sterka tengingu við okkur. Við erum að spila þar ýmislegt, bæði þjóðlaga- sálma eins og „Nú vil ég enn í nafni þínu“ og svo tökum við líka „Lyst- húsakvæði“ og endum á „Sofðu unga ástin mín“ sem er auðvitað alveg yndislegt og íslenskt þjóðlag,“ segir Jónas. Pínulítill galdur Frá vögguvísunni góðu verður haldið til Noregs og flutt verk eftir Grieg. „Þar á eftir ætlar Hjörleifur að ganga aðeins um og halda tveggja metra fjarlægð og flytja okkur pínu- lítinn galdur þar sem hann spilar einn. Síðan endum við á því sem við köllum „frá nýja heiminum“ og frá honum er auðvitað níunda sinfónía Dvoráks,“ segir Jónas og syngur nokkra tóna fyrir blaðamann úr verkinu til glöggvunar, „og endum á „Conquest of Paradise“ eftir Van- gelis.“ Verk Vangelis er frá 1992 og úr kvikmynd Ridleys Scotts, 1492: Conquest of Paradise sem fjallar um landafundi Kólumbusar í Ameríku. „Þetta verður bland og ég efast um að nokkur hafi heyrt Tokkötu og fúgu eftir Jóhann Sebastian Bach spilaða á orgel og fiðlu en við byrjum sumsé á því,“ segir Jónas og syngur fyrstu tónana úr því rómaða verki. Spurður út í lengd tónleikanna segir Jónas að þeir séu um 65 mín- útur að lengd og án hlés. Jónas segir að þeir Hjörleifur vilji nýta þetta flotta orgel og þessa glæsilegu byggingu, Hallgríms- kirkju. „Það er auðvitað bara yndis- legt og orgelið á eftir að vera bæði undurblítt og veikt og ærandi sterkt og flott, litirnir mismunandi,“ segir hann. Aðgöngumiða má nálgast í Hall- grímskirkju og er miðaverðið 5.000 kr. og greiðsluposi á staðnum. Öllum sóttvarnareglum og tilmælum verð- ur fylgt, sem áður segir. Samstilltir Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir á æfingu í gær fyrir tónleikana í Hallgrímskirkju. „Blítt og veikt og ærandi sterkt og flott“ - Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir halda tónleika í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Arnþór Birkisson H ið stutta bréf og hin langa kveðja, sem Árni Ósk- arsson hefur þýtt, er þriðja bókina eftir austurríska rithöfundinn Peter Handke sem bókaútgáfan Ugla send- ir frá sér á aðeinu ári. Í fyrra komu út Óskabarn ógæfunnar (1972), átakan- leg frásögn höf- undarins af örlög- um móður hans, einnig þýdd af Árna, og rómuð skáldsaga þýdd af Franz Gíslasyni, Ótti markmanns- ins við vítaspyrnu (1970), sem fjallar um fyrrverandi markmann sem segir söguna en gengur ekki heill til skógar andlega og fremur morð. Vert er að hrósa þýðendum og forlagi fyrir þá fram- úrskarandi þjónustu við áhugasama lesendur að færa okkur svona hverja bók þessa merka höfundar á fætur annarri en Handke, sem er áttræður í ár, hlaut Nóbelsverðlaunin árið 2019. Hið stutta bréf og hin langa kveðja er sögð af ungum Austurríkismanni sem leggur upp í ferðalag um Banda- ríkin til að jafna sig eftir erfiðan og heiftúðugan hjónaskilnað. Við upphaf sögunnar bíður hans á hóteli hið stutta bréf þar sem segir aðeins: „Ég er í New York. Vertu svo vænn að leita ekki að mér, það yrði ekki gam- an að finna mig.“ Bréfið er augsýni- lega frá eiginkonunni fyrrverandi, Ju- dith, og þegar sögumaður bætir við eftir lestur bréfsins: „Svo lengi sem ég man var ég sem fæddur til ógnar og skelfingar,“ þá hefur dimmur tónn sögunnar verið sleginn, litaður af óræðri ógn og uppgjöri sem lesand- inn veit að muni eiga sér stað. Í frásögninni leikur Handke sér með að blanda saman sígildum bók- menntaformum. Fyrir það fyrsta má lesa þetta sem skáldaða ferðasögu, þar sem næmur en sérsinna og fé- lagsfælinn sögumaður flakkar milli staða innan Bandaríkjanna sem hann lýsir með sínum hætti. Þá er þetta spennusaga, þar sem lesandinn fær strax að kynnast yfirvofandi ógn af hendi fyrrverandi eiginkonunnar, en þótt Judith hafi varað sögumanninn við því að leita að sér þá fylgir hún honum ekki bara eftir heldur bæði sendir honum lítt dulbúnar hótanir, sem hefðbundnir spennusagnahöf- undar hefðu verið fullsáttir af setja inn í sögur, og lætur meira að segja ræna eiginmanninn fyrrverandi. For- boðum er lætt í frásögnina – ljós- mynd af byssu sem berst kallar vita- skuld á þá gömlu staðhæfingu Tsjekhofs að sé byssa sýnd á sviði verði að nota hana, og á hóteli fer sögumaður að lesa í biblíu og leitar strax að kaflanum um Júdit og Hóló- fernes – en Júdit sargaði hausinn af hershöfðingjanum í svefni. Það er því eins gott fyrir sögumann að hafa allan varann á. Þá er þetta vitaskuld ástarsaga – saga um ást sem breytist í ofbeldis- og hatursfullt samband, sem sögu- maður rifjar upp á flandri sínu. Hann er á flótta frá sjálfum sér og fortíðinni – um miðbik sögunnar dvelur hann um tíma með konu sem hann hafði kynnst nokkrum árum áður, og á í moðvolgu ástarsambandi við hana, en virðist samt alltaf vera fjarlægur. Ferð sem hann leggur síðan í til að hitta bróður sem starfar sem skógar- höggsmaður endar æði nöturlega. Eins og búast má við þegar jafn snjall höfundur og Handke á í hlut, þá eru óvæntar vendingar í sögunni. Ein helsta ástríða sögumannsins eru kvikmyndir, ekki síst myndir leikstjórans Johns Fords (sem ung- ur maður skrifaði Handke kvik- myndarýni og mun hafa dáð verk Fords) og frásögninni lýkur í draumkenndri en fallegri heimsókn til hins gamla leikstjóra, heimsókn þar sem þræðir fsrásagnar þessa snjalla höfundar eru dregnir saman með óvæntum og skemmtilega fal- legum hætti. Nóbelsverðlaunahafi „Eins og búast má við þegar jafn snjall höfundur og Handke á í hlut, þá eru óvæntar vendingar í sögunni,“ segir rýnir. Yrði ekki gaman að finna mig Skáldsaga Hið stutta bréf og hin langa kveðja bbbbn Eftir Peter Handke. Árni Óskarsson þýddi. Ugla, 2021. Kilja, 201 bls EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Sýning Karls Ómarssonar, Angi – Duration of my chemical, verður opnuð í galleríinu Ramskram í dag kl. 17. Um sýninguna skrifar Ómar meðal annars að honum hafi fyrir nokkru síðan verið boðið í heimsókn til Þýskalands þar sem hann hafi dvalið með öðrum listamönnum í glæsilegu húsi sem var á árum áður mikið höfðingjasetur og Wagner m.a. lokið þar við eina af óperum sínum. „Fyrstu dögum dvalarinnar eyddi ég með félögum mínum í hús- inu og heimsóknum á áhugaverða staði í nágrenni þess. Þar á meðal koparnámur sem höfðu nú lokið hlutverki sínu og stóðu auðar í hlíð- um fjallana í kringum litla bæinn. Kopar hefur ævinlega verið mér hugleikinn og ég hef áður unnið með þennan deiga og fallega málm fyrir sýningar,“ skrifar Karl m.a. en frek- ari upplýsingar má finna á face- book-síðu sýningarinnar. Angi Eitt af verkum Karls af sýningu hans í galleríinu Ramskram, Njálsgötu 49. Karl Ómarsson sýnir í Ramskram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.