Morgunblaðið - 24.04.2021, Page 41

Morgunblaðið - 24.04.2021, Page 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021 Getur HSÍ ekki gert fimm ára samning við Önnu Úrsúlu Guð- mundsdóttur um að leika áfram með íslenska landsliðinu í hand- knattleik? Og fengið hana til að halda sér í æfingu með Val eða þá einhverju öðru liði á meðan? Það var magnað að fylgjast með Önnu í leiknum við Slóveníu á miðvikudagskvöldið og hún átti drjúgan þátt í því að sá leikur end- aði með jafntefli en ekki með tíu marka tapi eins og fyrri viðureign liðanna. Ég held að hún hafi verið búin að fá tiltal frá dómurunum eftir um það bil tuttugu sekúndna leik og það segir sitt um hugarfarið og kraftinn sem hún kom með inn í liðið. Slóvenska liðið, með fullt af leikmönnum sem spila í Meist- aradeild Evrópu, rakst hreinlega á vegg og skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu, þar sem Anna var í lyk- ilhlutverki í miðri vörninni, með hina stórgóðu Elínu Jónu í mark- inu fyrir aftan sig. Auk þess var Anna í stóru hlutverki í sókn- arleiknum, skoraði nokkur mörk af línunni og krækti í vítaköst. Það er náttúrlega galið að ná í leikmann sem er hættur í handbolta, þriggja barna móður sem spilaði í febrúar og mars fyrstu tvo handboltaleiki sína í tvö ár og var síðast í landsliðinu fyrir sex árum, og stilla henni upp í þessum leik. En það átti heldur betur rétt á sér. Karakterar eins og Anna eru dýrmætir hverju íþróttaliði en ein- hverra hluta vegna hefur slíkum leikmönnum farið fækkandi á seinni árum. Þær voru fleiri svona í landsliðinu sem fóru með henni á stórmótin á árunum 2010 til 2012. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is daginn og líka fyrir fyrri leikinn. Ég held að það sé bara svolítið lýsandi fyrir þessa viðureign að alla langaði svo mikið að vinna og það var svo mikið stress. Tilfinning- arnar sveifluðust upp og niður og á alla kanta.“ Leikurinn á miðvikudag fór enda í oddahrinu og endaði með 3:2-sigri Hylte/Halmstad. „Já ég verð bara stressuð að hugsa um það, Guð minn góður! Þegar við töpuðum fjórðu hrinu hugsaði ég með mér: „Guð minn góður, við erum að fara að spila eina í viðbót, ókei!“ sagði Jóna Guðlaug sem er 32 ára Norð- firðingur og varð á sínum tíma Ís- landsmeistari með Þrótti úr Nes- kaupstað, árið 2008. Hún fór þó fyrst í atvinnu- mennsku sextán ára gömul hjá Racing Club de Cannes í Frakk- landi en lék síðan með Tromsö og Uis Volley í Noregi, Rote Raben í Þýskalandi og Kanti Schaffhausen í Sviss en í Svíþjóð lék hún fyrst í fjögur ár með Örebro. Þá lék hún á ný með Þrótti tímabilið 2013-14. Hefðu viljað fagna meira Spurð hvernig tilfinning það væri að verða Svíþjóðarmeistari á tímum kórónuveirufaraldursins þar sem áhorfendur eru til að mynda ekki leyfðir sagði hún: „Það er auðvitað öðruvísi. Við gátum ekki alveg fagnað eins og við hefðum viljað gera. Svo er auðvitað erfitt að það hafi engir áhorfendur fengið að vera á leikjunum. Ég veit ekki hvort gleðin er nákvæmlega jafn mikil og hún gæti verið en það er engu að síður mikil gleði.“ Í haust voru áhorfendur leyfðir á leiki til að byrja með en eftir jól hafa engir áhorfendur verið leyfðir. Jóna Guðlaug sagði það vitanlega hafa verið allt öðruvísi að spila án áhorfenda og hún hefði þurft að venjast því. „Mér fannst það mjög erfitt í byrjun en svo einhvern veginn venst það eins og allt annað. Svo fann ég svo mikið fyrir því að fólk væri að horfa á leikina samt, þó svo það væri enginn á þeim. Sér- staklega eftir leiki, maður heyrði í svo mörgum eftir leiki sem voru að horfa á og fylgjast með.“ Það hafi gefið liðinu byr undir báða vængi. „Í byrjun veit maður náttúrlega ekkert hvernig þetta verður en svo eftir nokkra mánuði í þessu áttar maður sig á því að það eru allir að fylgjast með þótt þeir séu ekki á staðnum og það gaf okk- ur gífurlega mikið,“ sagði Jóna Guðlaug, þrefaldur meistari í blaki í Svíþjóð, að lokum í samtali við Morgunblaðið. Ekki var nóg með að Jóna yrði sænskur meistari heldur varð unn- usti hennar, Marcus Nilsson, sænskur meistari í karlaflokki með Hylte/Halmstad sólarhring síðar. Hylte/Halmstad varð þar með fyrsta félagið til að verða sænskur meistari í bæði kvenna- og karla- flokki í blaki í 33 ár. Svíþjóðargullið var sjö ár í vinnslu hjá Jónu - Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir vann þrefalt með sænska liðinu Hylte/Halmstad - Fimmtán ár í atvinnumennsku og meistaratitlar í þremur löndum Ljósmynd/Bildbyrån Meistari Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir lyftir bikarnum veglega eftir að hafa orðið sænskur meistari með Hylte/Halmstad á miðvikudagskvöldið. BLAK Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Síðastliðinn miðvikudag varð Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir Svíþjóðar- meistari í blaki þegar lið hennar Hylte/Halmstad vann Engelholm í öðrum úrslitaleik liðanna og vann einvígið 2:0. Þar með tryggði liðið sér sögulega þrennu, enda var Hylte/Halmstad þegar búið að tryggja sér deildarmeistara- og bik- armeistaratitlana í Svíþjóð. Óhætt er því að segja að liðið hafi átt frábært tímabil og sömu sögu er að segja af Jónu Guðlaugu, sem var í byrjun mánaðarins valin í lið árs- ins í sænsku úrvalsdeildinni. Hún er að vonum ánægð með árangurinn á tímabilinu og eftir 15 ára atvinnu- mannsferil, þar sem hún hefur með- al annars orðið Noregsmeistari í tví- gang, auk þess að verða Íslands- meistari, segir hún Svíþjóðar- meistaratitilinn líkast til standa upp úr. „Eins og staðan er núna er þetta náttúrlega toppurinn á tilverunni. Ef ég lít til baka þá veit ég ekki al- veg, ég er búin að vera í Svíþjóð svo svakalega lengi og alltaf verið ein- hvern veginn: „Ég verð að ná í alla- vega eitt gull áður en ég hætti hérna í Svíþjóð.“ Ég ílengdist hérna, ætl- aði ekki að vera svona lengi í Sví- þjóð,“ sagði Jóna Guðlaug í samtali við Morgunblaðið. Ætlunin hafi verið að söðla fyrr um og reyna fyrir sér áfram í at- vinnumennsku en í öðru landi. „Það var svona pælingin frá byrjun en þetta er búið að vera nokkurn veg- inn sjö ár í framkvæmd þetta helvít- is gull og ég grét eins og lítill krakki eftir þennan leik í gær, þvílíka gleðin! Þetta er stærsti titillinn í Svíþjóð, enda sá maður það á því hvernig leikmennirnir brugðust við. Okkur óx bara ásmegin. Það er svo mikið undir. Ef við hefðum tapað þessum titli og unnið hina tvo hefði okkur liðið eins og þeir hefðu bara núllast út,“ sagði hún. Yfirleitt ekki mikið stressuð Leikurinn þegar Hylte/Halmstad tryggði sér sigurinn gegn Engel- holm var æsispennandi. „Ég er búin að heyra það frá mjög mörgum að leikurinn á miðvikudaginn sé örugg- lega besti eða með bestu úrslita- leikjum sem hafa farið fram í fjölda- mörg ár, enda eru bæði liðin mjög sterk. Ég er orðin það gömul að ég verð yfirleitt ekkert svakalega stressuð fyrir leiki en ég fann mikið fyrir fiðrildum í maganum og alls konar tilfinningum fyrir leikinn á miðviku- Sundkappinn Már Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og setti heims- met í 200 metra baksundi á Íslands- meistaramótinu í Laugardalslaug- inni í gær. Már keppir fyrir ÍRB í Reykja- nesbæ en hann er í flokki S11 (blindir). Hann hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir frábæran árangur og í dag synti hann 200 metrana á 2:32,31 mínútu. Gamla heimsmetið setti Bandaríkjamað- urinn John Morgan í Barcelona á Spáni árið 1992 eða fyrir tæpum 30 árum síðan. Setti heimsmet í Laugardalnum Ljósmynd/ÍF Heimsmet Már hefur vakið athygli fyrir frábæran árangur. Velska knattspyrnusambandið hef- ur rekið Ryan Giggs, fyrrverandi leikmann Manchester United, úr stöðu landsliðsþjálfara eftir að hann var ákærður fyrir líkams- árásir gegn tveimur konum. Giggs mun því ekki stýra liðinu á Evr- ópumeistaramótinu í sumar, heldur mun Rob Page vera á hliðarlínunni en hann hefur stýrt liðinu í und- anförnum leikjum, eða síðan lög- reglan hóf að rannsaka málið. Giggs tók við stöðu landsliðsþjálf- ara hjá Wales í janúar 2018 og stýrði liðinu í 30 leikjum. Ryan Giggs rek- inn eftir ákæru AFP Rekinn Ryan Giggs stýrir ekki liði Wales á Evrópumótinu í sumar. Dominos-deild karla Grindavík – Njarðvík ........................... 91:94 Keflavík – Stjarnan ............................ 100:81 Staðan: Keflavík 17 15 2 1593:1339 30 Þór Þ. 17 12 5 1661:1521 24 Stjarnan 17 11 6 1572:1503 22 KR 17 10 7 1528:1547 20 Valur 17 9 8 1430:1441 18 Tindastóll 17 8 9 1546:1530 16 Þór Ak. 17 8 9 1499:1586 16 Grindavík 17 8 9 1517:1579 16 ÍR 17 7 10 1516:1542 14 Njarðvík 17 6 11 1402:1463 12 Höttur 17 4 13 1489:1589 8 Haukar 17 4 13 1424:1537 8 1. deild karla Vestri – Skallagrímur ........................ 102:85 Selfoss – Álftanes ................................. 87:97 Hrunamenn – Breiðablik................... 69:108 Hamar – Fjölnir.................................. 102:94 Staðan: Breiðablik 13 10 3 1284:1124 20 Hamar 13 9 4 1280:1178 18 Álftanes 14 9 5 1320:1185 18 Sindri 13 8 5 1151:1136 16 Skallagrímur 14 8 6 1182:1158 16 Vestri 14 7 7 1201:1277 14 Fjölnir 13 3 10 1130:1200 6 Hrunamenn 13 3 10 1051:1280 6 Selfoss 13 3 10 1011:1072 6 Spánn B-deild: Real Canoe – Tizona Burgos.............. 90:82 - Sigtryggur Arnar Björnsson var ekki með Real Canoe. NBA-deildin Boston – Phoenix.................................. 99:86 Orlando – New Orleans.................... 100:135 Milwaukee – Philadelphia................ 124:117 San Antonio – Detroit ........................ 106:91 Chicago – Charlotte ........................... 108:91 Dallas – LA Lakers .......................... 115:110 4"5'*2)0-#

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.