Morgunblaðið - 24.04.2021, Side 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
Um fátt hefur verið
meira fjallað síðustu
mánuði en bólusetn-
ingar og gagnsemi
þeirra. Með þeim er
reynt að koma í veg
fyrir að fólk fái sjúk-
dóma sem geta leitt til
alvarlegra veikinda eða
jafnvel dauða.
Upphaf bólusetninga
má rekja til Edwards
Jenner, sem hóf að
bólusetja gegn kúabólu 1796. Síðan
hefur vegur bólusetninga og bólu-
efna vaxið og gagnsemin að sama
skapi. Því fylgir gríðarlegur ávinn-
ingur að koma í veg fyrir sjúkdóma
sem hafa reynzt mannkyninu skeinu-
hættir frá ómunatíð.
Það er til mikils að vinna að hljóta
bólusetningu og halda þannig frá sér
hættulegum sjúkdómum eins og
bólusótt. Alþjóðleg bólusetningar-
vika stendur yfir 24.-30. apríl í ár.
Vart verður lögð á það of mikil
áherzla að bólusetning er nauðsyn-
leg, afar mikilvæg og bjargar manns-
lífum. Við eigum öll að þiggja bólu-
setningar sem bjóðast.
Það er við hæfi í dag, 24. apríl, að
vekja athygli á því að einn er sá sjúk-
dómur sem herjað hefur á mannkyn
lengi. Þar er um að ræða lömunar-
veiki, sem rekja má til Egyptalands
allt til 1342 fyrir Krists burð. Múmí-
ur frá þessum tíma báru með sér að
útlimir höfðu aflagast
og með vissu mátti
rekja það til löm-
unarveiki eða polio.
Sá merki austurríski
vísindamaður Karl
Landsteiner leiddi hóp
sem fann veiruna er
veldur lömunarveiki ár-
ið 1908. Þar með skap-
aðist grundvöllur til
þess að kanna með
hverjum hætti takast
mætti að sigra veiruna.
Á 5. og 6. áratug síð-
ustu aldar braust ár-
lega út faraldur lömunarveiki í Evr-
ópu og Norður-Ameríku, hvert
sumarið á fætur öðru. Á hátindi far-
aldursins í Bandaríkjunum 1952
greindust um 21.000 tilfelli eða 13,6
tilvik af hverjum 100.000 íbúum. Ís-
lendingar fóru ekki varhluta af löm-
unarveiki á síðustu öld. Til þess að
gera langa sögu stutta tókst vísinda-
mönnum að greina mótefni í blóði
sem leiddi til þess að Jonas Salk upp-
götvaði bóluefni sem varð til þess að í
lok 6. áratugarins voru 450 milljónir
barna bólusettar í Bandaríkjunum
og tíðnin féll úr 18 í 2 tilvik af hverj-
um 100.000. Albert Sabin fann aðferð
til þess að bóluefni væri unnt að gefa
um munn.
En lömunarveiki var og er alþjóð-
legt vandamál og viðfangsefni. Nái
vírusinn sér á strik má búast við far-
aldri, að minnsta kosti staðbundnum.
Um langt skeið hefur staðið her-
ferð gegn lömunarveiki sem Rótarý-
hreyfingin um allan heim hefur stað-
ið fyrir ásamt CDC í Bandaríkjunum
og WHO. Sú herferð hófst 1979 þeg-
ar ákveðið var að bólusetja 6 millj-
ónir barna á Filippseyjum og 1985
setti hreyfingin af stað 120 milljóna
dollara (15,1 milljarðs króna) átak.
Árið 1988 tóku Rótarýhreyfingin og
Alþjóðaheilbrigðisstofnun höndum
saman um Global Polio Eradication
Initiative, en þá greindust 350.000
tilvik í heiminum. Nú, árið 2021, eru
þau örfá, en á meðan enn finnast til-
felli er baráttan ekki unnin.
Þáttur Rotary International
og Rótarýfélaga
Á ensku er talað um átakið „The
Global Polio Eradication Iniative
(GPEI)“. Rótarý er einn þátttakenda
ásamt Unicef og Sjóði Bills Gates í
samstarfi við Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunina og Sóttvarnastofnun
Bandaríkjanna. Sá árangur hefur
náðst að nú eru aðeins tvö lönd sem
stríða við vírusinn (Wild Polio virus),
Afganistan og Pakistan. Þegar hafa
verið bólusettir þrír milljarðar barna
frá upphafi átaksins. En betur má ef
duga skal.
Verkefni Rotary International
gengur undir heitinu Polio Plus
En verkefninu er hvergi nærri lok-
ið og Rótarýhreyfingin í heiminum
hefur lofað að leggja til 50 milljónir
dollara, sem Bill og Melinda Gates
tvöfalda, þannig að úr verða 150
milljónir eða 19 milljarðar króna.
Upphaflega átti átakið End Polio
Now að ljúka á hundrað ára afmæli
Rótarýhreyfingarinnar 2005. Til
þess að tryggja polio eða lömunar-
veiki verði útrýmt þarf að bólusetja
400 milljónir barna í 40 löndum á ári
næstu 10 árin. Það er hægt ef
Rótarýfélagar á Íslandi leggja einnig
fram sinn skerf.
Rótarýfélagar hafa unnið mikla
sjálfboðavinnu við bólusetningar og
það hefur tryggt að fjármunir sem
safnað hefur verið til þess að útrýma
lömunarveiki hafa nýtzt nánast að
fullu og lítill sem enginn kostnaður
hefur fylgt umsýslu. Sá sem fer og
bólusetur börn kostar sína ferð sjálf-
ur, auk þess að leggja fram vinnu.
Að þessu sögðu er rétt að rifja upp
mikilvægi bólusetninga eins og við
höfum öll verið rækilega minnt á í
Covid-19-faraldrinum. Aldrei er of
oft á það minnt að bólusetning bjarg-
ar bæði lífi og heilsu. Rótarý væntir
þess að við náum markinu enda kost-
ar bóluefni gegn polio aðeins 60 sent
eða 76 krónur og margar hendur, og
vasar, vinna létt verk.
Þáttur Rotary International og
Rótarýfélaga um víða veröld hefur
skipt gríðarlega miklu varðandi út-
rýmingu á lömunarveiki og því góða
starfi höldum við áfram með sam-
stilltu átaki. Skorað er á alla Rótarý-
félaga að leggja málinu myndarlega
lið og styðja Polio Plus.
Við bólusetjum til lífs og betra lífs.
Rótarý, Polio og bólusetningar
Eftir Ólaf Helga
Kjartansson » Bólusetningar eru
mikilvægar. Rótarý-
hreyfingin hefur frá
árinu 1979 unnið að því
að bólusetja börn gegn
lömunarveiki undir
merki Polio Plus.
Ólafur Helgi
Kjartansson
Höfundur er Rótarýfélagi og formað-
ur Polio Plus-nefndar Íslands.
olafur.helgi.kjartansson@outlook.com
Uppáhalds L’Occitane
vörurnar okkar
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
L’Occitane stelpurnar mæla með sínum uppáhalds vörum.
Kynntu þér vörurnar í versluninni okkar í Kringlunni eða á loccitane.is
Klukkan var rúmlega fimm. Enginn
tími var fyrir spjall ef hún átti að ná
strætó. Hún teygði sig upp, knúsaði
hann, kyssti á kinn og sagði: „Ég
elska þig afi.“ Á móti
kallaði hann á eftir
henni: „Bless elskan,
farðu varlega.“ Gunn-
ar hristi hausinn
brosandi og hugsaði
hvílíkur gimsteinn
þessi hnáta væri.
Nöfnurnar höfðu ver-
ið að bera saman
bækur sínar að
vanda. Rútínan er að
ömmustelpan spilar
eitthvað sem fyrir
hana var lagt í tón-
listarskólanum og svo
spilar amma það á ví-
óluna. Svo saman
þegar þær eru hvor
um sig búnar að sníða
agnúana af. Óborganleg samvinna
og áhugamál Jónu ömmu númer eitt.
Um þessar mundir er áhugamál
númer tvö ellilaunin og tekjuskerð-
ingin.
Gunnar sat við eldhúsborðið með
mjólkurglasið sitt og eina kleinu,
eins og hann er vanur að fá sér þeg-
ar hann kemur heim úr vinnunni.
Mogginn fyrir framan hann og um
leið og hann drekkur og nartar í
kleinuna reynir hann að finna breyt-
ingarnar fimm á myndunum tveimur
sem eru á þrautasíðunni. Oftast finn-
ur hann bara þrjár, en þegar hann er
búinn með kleinuna og úr mjólk-
urglasinu hættir hann að leita. Jóna
truflaði einbeitinguna
þegar hún fór að tala
um að hann Bjarni vin-
ur hans gæti auðvitað
ekki breytt ellilífeyr-
istekjuskerðingunni
með pennastriki því
prósentuskerðingin
væri lögfest. Hann
gæti hins vegar leik-
andi breytt með einu
pennastriki og leiðrétt
þá fásinnu hjá Trygg-
ingastofnun að mis-
muna gamlingjunum
sem fá eftirlaun frá
fyrirtækjum eða at-
vinnuleysisbætur og
þeim sem fá eftirlaun
frá lífeyrissjóðum.
„Það er eins og hann Bubbi sagði:
Engin lagaheimild fyrir því.“
Gunnar hugsaði með sér að stóra
málið væri í raun lögsókn Gráa hers-
ins á hendur Tryggingastofnun.
Þetta væri rétt hjá Jónu um þennan
lögfesta fáránleika. Þeir sem
greiddu mest bæði í lífeyrissjóði og
legðu mest til við greiðslu trygg-
ingagjalds með launavinnu sinni
væru sérstaklega hýrudregnir.
Tómas Láruson,
hliðarsjálf ellilaunaþega.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
… áhugamál númer tvö;
ellilaunin og tekjuskerðingin
Tómas Láruson