Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021 Steinás 22, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Glæsilegt 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr. Heitur pottur, góð útiaðstaða. Fleiri myndir og lýsing á eignasala.is Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 84.000.000 247 m2 Í fréttaþætti var talað um „manneskjubein“ á Suðurnesjum. Ég hrökk við – en áttaði mig síðan á að þetta er auð- vitað beint framhald af orða- laginu „manneskja ársins“ sem var tekið upp eftir að „manni ársins“ var úthýst fyrir tveimur árum. Við erum orðin dauðhrædd við að taka okkur orðið „mað- ur“ í munn. Það er að verða eitt ferlegasta bannorðið. Ég tek t.d. eftir því að frétta- menn byrja stundum á „mað“ eða „me“, þagna síðan augnablik en segja svo: manneskja/ manneskjur, ein- staklingur/ einstaklingar eða aðili/ aðilar. Orðið kvenmaður heyrist jafnvel ekki lengur. Ekki er heldur talað um alþingismenn – nei, alþingisfólk skal það vera. Og lögreglufólk og hestafólk er á þeysireið inn í tungumálið. Karlkynsfornafnið „þeir“ er líka stórhættulegt eins og svo vel kom fram í orðum frétta- manns um daginn. Hann „mismælti“ sig og sagði „heil- brigðisstarfsmenn“ en bætti fyrir þau slæmu mistök með því að segja „þau“ í næstu setningu: „Þegar heilbrigðisstarfsmenn komu til vinnu í morgun sáu þau að “ Það á að afkynja íslenskuna. Þórarinn Eldjárn kallar þetta málvönun. Í bókinni Til í að vera til (2019) segir hann í vísunni Málvönun: Öll geta sagt það saman sem er afkynjað: Aðili er aðila gaman eins og Hávi kvað. Þessari vísu mætti bregða upp á töflu, nemendum sem „víti til varnaðar“. Hliðarávinningurinn yrði svo meðal annars fróðleikur um tvífarana Óðin og Háva og orðin frægu sem lögð eru þeim í munn í Hávamálum: „Maður er manns gaman.“ Það sem afkynjunarmenn virðast ekki eða vilja ekki heyra eða sjá er að þessi nýja íslenska er farin að valda málótta. Menn hiksta og ræskja sig og fara síðan að tala um manneskjubein af því að þeir þora ekki einu sinni að taka sér í munn eignarfall fleirtölu orðsins maður: manna-bein. Annað sem forsprakkar afkynjunar átta sig ekki á er að þeir eru sjálfum sér ósamkvæmir í eigin málnotkun. Þeir grípa t.d. óvart til orðsins maður/ menn í gömlu merkingunni [konur og karlar], sem þeir ólust upp við. En við sem hlustum og lesum hljótum að eiga að skilja þá á nýja mátann og ályktum þar með að þeir séu einungis að tala um karla. Útkoman verður hringavit- leysa. Að minnsta kosti einn fjölmiðill sker sig sem betur fer úr og lætur ekki glepjast. Ég hlýt að hvetja þá sem starfa við aðra miðla til að staldra aðeins við og athuga sinn gang. Kannski geta þeir haldið fund um málið og komist að heillavænlegri niðurstöðu. Og hugsanlega geta stjórnmálamenn gert það sama. Ég held að þeim áskotnist engin viðbótaratkvæði með auglýsingunni: Öll velkomin. Það er ekkert „líbó“ við svoleiðis orðalag; þetta er í besta falli sýndarmennska – eða öllu heldur hræsni. Afkynjun íslenskunnar Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Hestafólk er á þeysireið inn í tungumálið. Mynd/Pixabay, Parker West A uglýsing hér í Morgunblaðinu frá Sjálfstæð- isflokknum fyrir viku gæti bent til þess að flokkurinn ætli að heyja kosningabaráttuna á 50 ára gömlu baráttumáli ungra sjálf- stæðismanna um báknið burt. Það er jákvætt enda löngu tímabært en ekki alveg einfalt. Frá því að upp- reisnarmenn frjálshyggjunnar komust til valda í flokknum fyrir um fjórum áratugum hefur báknið þanizt út sem aldrei fyrr og Sjálfstæðisflokkurinn átt sinn hlut að því. Til þess að tekið verði mark á þessu markmiði nú þarf vilji til þess að sjást í verki fyrir kosningar. Og þar sem flokkurinn hefur fjármálaráðuneytið í sínum höndum ætti það að vera létt verk. Utanríkisráðuneytið er augljóst fyrsta verkefni. Þar er mesta tildrið og sýndarmennskan og hefur alltaf verið. Utanríkisþjónusta allra landa einkennist af því og þótt hún sé alls staðar hlægileg er hún hlægilegust hjá smáríkjunum. Snemma á þessari öld taldi ráðuneytið að það gæti haft milli- göngu um frið milli Ísraela og Palest- ínumanna. Nú telur það sig geta miðlað málum á milli Bandaríkjamanna og Rússa. Slíkt ofmat á sjálfu sér kostaði óheyrilegt fé þegar utanríkisráðuneytið ætlaði að kaupa sér sæti með stóru strákunum. Til að skipta máli í þeim leik þarf fjölmennar þjóð- ir, mikla fjármuni og öflugan her. Við höfum ekkert af því. Jafnframt er kominn tími til að fækka sendiráðum bæði á Norðurlöndum og annars staðar. Þau hafa einfaldlega litlum verkefnum að sinna. Eitt sendiráð í Osló dugar fyrir Norðurlöndin öll. Ríkið getur sparað sér kostnað við sendiherrabústaði annars staðar, sem í sumum tilvikum geta kostað um 600 milljónir. Sendiráð í sumum öðrum löndum eru algerlega óþörf. Fyrsta verkefnið hér heima er að ríkið efni til námskeiðs fyrir starfsmenn sína til að upplýsa þá um hvert hlutverk þeirra er. Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði einn ráðuneytisstjóri nánustu samstarfsmenn til fundar og óskaði eftir því að upplýsingar til nýs ráðherra yrðu takmarkaðar. Það eitt sýnir að ein- hver misskilningur er á ferð meðal starfsmanna í ráðuneytum um þeirra hlutverk. Hinir kjörnu fulltrúar eru valdir af fólkinu í land- inu til að ráða. En það er margra áratuga gamalt vandamál að embættismenn reyni að sölsa þau völd undir sig og sú árátta þeirra stuðlar að því að báknið þenst út. Hvers vegna ráðherrar úr öllum flokkum láta það viðgangast er óskiljanlegt. Að koma böndum á báknið er því verðugt verkefni en það er bæði flókið og víðtækt. Um skeið virtist Miðflokkurinn ætla að taka forystu í því en hann hef- ur ekki fylgt því eftir. Sjálfstæðisflokkurinn er vel til þess fallinn en þá verður hann líka að horfast í augu við eigin ábyrgð á bákninu. Í bákninu felst gífurleg sóun á almannafé. Þeir sem vinna hjá opinberum aðilum hafa engan skilning á því að sú staða getur komið upp að ekki sé til fyrir launum. Uppsagnir eru að mestu óþekkt fyrirbæri í opinbera kerfinu. Það er kominn tími til að það breytist. Í einu ráðuneyti gengur einn starfshópur undir nafninu „dauðadeildin“ af því að þeir starfs- menn hafa ekkert að gera. Auðvitað er hneyksli að þetta skuli vera svona en engu að síður staðreynd. Standi Sjálfstæðisflokkurinn við stóru orðin í þetta sinn verður það honum mikil lyftistöng í kosningabaráttunni. Það er þekkt í stærri einkafyrirtækjum að kostnaður við æðstu stjórnendur þeirra hefur tilhneigingu til að vaxa of mikið. En reynslan er sú að þau rétta sig af og skera þann umframkostnað niður. Það gerist ekki hjá opinberum aðilum, hvorki hjá ríki né sveitarfélögum. Þetta sjáum við mjög skýrt hjá stærri sveitarfélögum hér. Við þurfum að hefja mikið átak hér í þessum efn- um í opinbera kerfinu öllu. Þótt það kunni að þykja undarlegt á eyðslan á opinberu fé sér rætur í löngu liðnum tíma, þegar „yfirstéttin“ var í betri aðstöðu bæði hér og annars staðar til að lifa á kostnað al- mennings. Kóngafjölskyldur fyrri tíma eru enn til en eru tímaskekkja sem á að heyra sögunni til. Það væri fróðlegt að kannað yrði hversu mikið af siðum og venjum á Bessastöðum á rætur að rekja til dönsku hirðarinnar. Slík könnun ætti að fara fram og síðan ætti markvisst að þurrka þá háttsemi út. Og út af fyrir sig má segja það sama um orðu- glingrið sem hér er í gangi. Almennt má segja að í okkar samfélagi eigi að þurrka út sýndarmennsku og tildur hvar sem það er að finna. Við erum öll afkomendur sjómanna og bænda og eigum að vera stolt af því. Prjálið sem ein- kennir flest evrópsk samfélög á ekkert erindi hingað og hefur aldrei átt þótt reynt hafi verið að innleiða ósiði annarra þjóða hér. Sé Sjálfstæðisflokknum alvara með því að koma böndum á báknið og allan umbúnað þess er þetta réttur tími til þess, m.a. vegna þess að við þurfum með einhverjum hætti að borga kostnað við farald- urinn. Það er enginn vafi á því að slíku átaki verður fagn- að um allt land. Almennir borgarar sjá þá „blóðugu sóun“ sem hér er hjá hinu opinbera og þola hana illa. Þeir vita hverjir borga. En þetta má ekki verða enn ein sýndarmennskan. Því yrði illa tekið. Báknið burt? Sýndarmennska eða alvara. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ámeðan ég kenndi stjórn-málaheimspeki í Háskóla Ís- lands reyndi ég eftir megni að hugsa upp rök með og á móti ólíkum sjón- armiðum, reyna á þanþol hugmynda, rekja þær út í hörgul. Heimspekin á að vera frjó samræða, ekki einræða. Eitt sígilt umræðuefni var hversu langt ríkið mætti ganga í að lögbjóða það sem er á hverjum tíma talið gott siðferði. Ætti löstur að teljast glæp- ur? Eins og ég hafði kynnst, þegar ég nam stjórnmálaheimspeki í Reykjavík og Oxford, var þá nær- tækt að ræða rök með og á móti því að banna með lögum vændi og klám. Það varð að vísu erfiðara með ár- unum að ræða þau mál, því að öfga- femínistar í röðum nemenda urðu sí- fellt aðsópsmeiri og vildu ekki hlusta á nein rök með því að leyfa þetta hvort tveggja. Þetta væri niðurlæg- ing og kúgun kvenna, og með því væri málið útrætt. Þegar ég hreyfði því til dæmis, að hugsanlega mætti leyfa vændi af mannúðarástæðum, því að til væru hópar, sem gætu ekki vegna líkamslýta eða offitu útvegað sér rekkjunauta nema með því að greiða fyrir það, var ég sakaður um „fitusmánun“ og fordóma gegn fötl- uðum. Kúgunarrök bannkvenna áttu ef- laust stundum við áður fyrr, en þau hafa veikst, því að með netinu hafa milligöngumenn og hugsanlegir kúgarar að miklu leyti horfið, ekki síst þegar um klám er að ræða: Nú selja stúlkur beint aðgang áhorfenda sinna að lostugu athæfi, eins og fram hefur komið hér í blaðinu. Ég hafði hins vegar ekki ímyndunarafl til að smíða dæmi eins og það, sem ég rakst á nýlega um niðurlæging- arrökin. Nokkrar konur í Toronto í Kanada ráku stofnun, sem yfirvöld töldu vændishús. Þær mótmæltu harðlega og skutu málinu til dóm- stóla. Þær buðu í fyrirtæki sínu upp á kynlífsleiki, þar sem ekki var um neina beina líkamlega snertingu að ræða, heldur voru þær í hlutverki kvalara eða drottnara, iðulega leð- urklæddar, í netsokkabuxum og með svipu í hendi, og greiddu karlarnir, viðskiptavinir þeirra, fyrir að láta niðurlægja sig á ýmsan hátt. Kon- urnar unnu málið fyrir Hæstarétti Kanada árið 2013, og komust dóm- ararnir að þeirri almennu nið- urstöðu, að bann við vændi svipti konur, sem seldu blíðu sína, laga- vernd og neyddi þær niður í neð- anjarðarhagkerfið. Þegar ég las um þetta dómsmál velti ég því fyrir mér, hvernig kalla mætti það niðurlæg- ingu kvenna, að þær fengju sér- staklega greitt fyrir að niðurlægja karla. En eflaust myndu öfgafem- ínistar reyna að banna umræður um þá spurningu í stað þess að svara henni. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Vændi og klám í stjórnmálaheimspeki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.