Morgunblaðið - 24.04.2021, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
Eldgosið Það styttist í að hraun úr gígunum í Geldingadölum renni niður í Meradali.
Kristinn Magnússon
Í nýendurskoðaðri
norðurslóðastefnu er
vikið að Akureyri sem
miðstöð norðurslóða-
mála á Ísland og efl-
ingu hennar. Fjöl-
margar stofnanir,
vinnuhópar og samtök
á sviði norðurslóða-
mála á Akureyri eru
virkir þátttakendur í
innlendu og alþjóðlegu
samstarfi. Stofnun Vil-
hjálms Stefánssonar hefur unnið
mikilvægt starf í áratugi sem lýtur
að sjálfbærri þróun á norð-
urslóðum. Háskólinn á Akureyri er
einn af stofnendum Háskóla norð-
urslóða og hefur sinnt málaflokkn-
um, m.a. með námsframboði í yfir
tvo áratugi, þ.m.t. meistaranámi í
heimskautarétti. Norðurslóðanet
Íslands hefur unnið náið með for-
mennskuteymi Íslands í norð-
urskautsráðinu og leiðir for-
mennskuverkefni um jafnréttismál
á norðurslóðum undir vinnuhóp
ráðsins um sjálfbæra þróun, jafn-
framt því að leiða sérfræðihóp um
samfélags-, efnahags- og menning-
armál. Enn fremur hefur norð-
urslóðanetið stuðlað að samstarfi á
milli aðila norðurslóða-
netsins og annarra
sérfræðinga í heims-
hlutanum. Heim-
skautaréttarstofnun á
Akureyri stendur fyrir
málþingum um allan
heim um heim-
skautarétt og gefur
árlega út Polar Law
Yearbook. Vinnuhópar
norðurskautsráðsins,
þ.e. vinnuhópur um líf-
ríkisvernd (CAFF) og
verndun hafsvæða
(PAME), eru með
starfsstöðvar sínar á Akureyri. Þá
hefur alþjóðlega norðurskautsvís-
indanefndin (IASC) verið með
skrifstofu á Akureyri síðan 2016.
Allir þessir aðilar hafa lengi unn-
ið að málefnum norðurslóða með
einum eða öðrum hætti og byggt
upp miðstöð þekkingar á sam-
félögum norðurslóða, t.a.m. með fé-
lagsvísindalegum rannsóknum á
sjálfbærni og sjálfsstjórn, jafnrétti,
félagslegri velferð, jöfnuði og að-
lögunarhæfni á tímum loftslags-
breytinga.
Fleira kemur við sögu
Sveitarfélagið Akureyri hefur
lengi tekið þátt í alþjóðlegu sam-
starfi á norðurslóðum, t.a.m. með
þátttöku í Northern Forum og Yo-
uth Eco Forum, og nú nýlega
gegnt lykilhlutverki í stofnun al-
þjóðlegs samráðsvettvangs bæjar-
og borgarstjóra á norðurslóðum.
Tvær rannsóknastöðvar hafa
verið í uppbyggingu á Norðaust-
urlandi, China-Iceland Arctic Ob-
servatory (CIAO) á Kárhóli í
Reykjadal og Rif Rannsóknastöð á
Raufarhöfn, sem er mjög ákjósan-
legur vettvangur til að fylgjast með
breytingum á vistkerfi norðurslóða
á Íslandi.
Samstarf um Grænlandsflug,
heilbrigðisþjónustu við íbúa á aust-
urströnd Grænlands og ýmiss kon-
ar atvinnurekstur tengdan Græn-
landi hefur einnig litað stöðu
Akureyrar.
Við Háskóla Íslands, Háskólann í
Reykjavík, Landbúnaðarháskólann
og aðrar stofnanir í höfuðborginni
og víðar um land fer fram ýmiss
konar öflug og mikilvæg starfsemi
að málefnum norðurslóða.
Allt þetta norðurslóðastarf
þarfnast yfirlits, almennrar og sér-
tækrar kynningar og frekara sam-
starfs. Það er við hæfi að haldið sé
utan um slíkt á Akureyri um leið
og fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið
leggja sín lóð á vogarskálar enn
öflugara norðurslóðastarfs þar á
bæ og annars staðar í landinu. Það
gerist með enn betri aðstöðu og
auknu fjármagni, eftir því sem við
á, til viðbótar við rannsóknasjóði,
og ekki síst með markáætlun rann-
sókna sem lögð er til í hinni nýju
norðurslóðastefnu. Fjölbreytni,
samhæfing, dreifing og upplýsinga-
miðlun eru allt lykilhugtök í norð-
urslóðastarfinu.
Hringborð norðurslóða
Í nýju norðurslóðastefnunni er
einnig vikið að Hringborði norð-
urslóða (Arctic Circle) sem mik-
ilvægum, alþjóðlegum samræðu- og
upplýsingavettvangi. Þar er lagt til
að skapa hringborðinu umgjörð
með stofnun norðurslóðaseturs á
Íslandi. Það hlýtur að gerast án
beinnar aðildar ríkisins að fjár-
mögnun og rekstri, í samræmi við
eðli hringborðsins, þ.e. það nýtur
sjálfstæðrar fjáröflunar án tilkomu
nokkurra stjórnvalda. Enn fremur
er ljóst, að mínu mati, að vönduð
umræða og þarfagreining þarf að
fara fram á því hvað slíkt setur
innifelur umfram að vera fast að-
setur stofnunar sem heldur árlega
stóra ráðstefnu í Hörpu en minni
ráðstefnur og fundi víðsvegar um
heiminn – og hvar slíkt aðsetur
skuli staðsett. Norðurslóðarann-
sóknir fara fram annars staðar en
tengdar hringborðinu og þar með
ljóst að aðsetur sérfræðinga sem
hingað koma er jafnan vítt og
breitt um land. Menntun í norð-
urslóðafræðum tengist mörgum
menntastofnunum hér og í öðrum
löndum. Ísland allt og margur vett-
vangur í sérhverju hinna landanna
sjö er í raun kjarninn í almenn-
ingsfræðslu og þekkingarleit á
norðurslóðum í allri sinni marg-
breytni. Þess vegna ber að vanda
vel allar ákvarðanir er varða Ak-
ureyri sem miðstöð norðurslóða-
mála annars vegar og hins vegar
Hringborð norðurslóða sem helsta
alþjóðlega samræðuvettvang allra
er áhuga hafa á málefnum norð-
urslóða.
Eftir Ara Trausta
Guðmundsson » Vanda verður vel all-
ar ákvarðanir er
varða Akureyri sem
miðstöð norðurslóða-
mála annars vegar og
hins vegar Hringborð
norðurslóða sem sam-
ræðuvettvang.
Ari Trausti
Guðmundsson
Höfundur er formaður hinnar ís-
lensku þingmannanefndar norð-
urslóða.
Staða Akureyrar og norðurslóðasetur í Reykjavík
Reykjavíkurborg á í samtali
við atvinnulíf og borgarbúa alla
til að undirbúa atvinnu- og ný-
sköpunarstefnu. Við ætlum okk-
ur að skilja betur þarfir og
væntingar atvinnulífsins í borg-
inni. Við viljum að atvinnulífið
fái, líkt og íbúar, eins skjóta,
skilvirka og hnökralausa þjón-
ustu og unnt er. Við viljum
snjallvæða þjónustu við at-
vinnulífið eins og aðra þjónustu.
Og við viljum að Reykjavík-
urborg laði til sín og haldi hjá sér þróttmiklum
fyrirtækjum.
Sterk skilaboð frá atvinnulífinu
Áður en vinna við atvinnustefnuna hófst stóð
ég fyrir samtali við atvinnulífið á allmörgum
vinnufundum í Höfða, þar sem rætt var við
fulltrúa frá ýmsum kimum atvinnulífsins, svo
sem þjónustu og verslun, klasasamfélaginu,
iðnaði og ferðaþjónustunni. Markmiðið var að
hlusta á atvinnulífið og kalla eftir hugmyndum
um hvernig Reykjavík bætir samtal og sam-
starf, upplýsingamiðlun og þjónustu.
Það sem við heyrðum voru sterk skilaboð
um að auka samtal og samvinnu, efla traust,
auka aðgengi og efla miðlun upplýsinga, fækka
skrefum og stytta boðleiðir. Einnig væri mik-
ilvægt að efla samkeppnishæfni Reykjavíkur
til að laða að borginni erlend fyrirtæki og Ís-
lendinga sem hafa kosið að vinna í erlendum
borgum. Því þyrfti borgin að bjóða upp á góða
þjónustu fyrir íbúa, góðar almennings-
samgöngur og mannlíf. Reykjavík þyrfti að
vera aðlaðandi kostur til að búa í og muna að
hún er líka í samkeppni um fólk og fyrirtæki
við erlendar borgir en ekki bara við nágranna-
sveitarfélögin.
Með þessi skilaboð í farteskinu hófst vinnan
við atvinnu- og nýsköpunarstefnu. Við völdum
að hafa með okkur í stýrihóp, auk borgarfull-
trúa, tvo góða fulltrúa sem hafa góða þekkingu
á atvinnu og nýsköpun. Markmiðið er að leggja
til framtíðarsýn og stefnu fyrir atvinnugreinar,
atvinnuhætti og nýsköpunarumhverfi Reykja-
víkurborgar.
Atvinnulíf á að dafna um alla borg
Áherslur okkar við mótun stefnunnar eru að
hún horfi til sjálfbærrar aukningar hagsældar
og lífsgæða, m.a. í gegnum nýsköpun. Skilvirk-
ir innviðir eigi að skapa forsendur fyrir lágum
viðskiptakostnaði og öflugri samkeppni í þjón-
ustu við íbúa. Hugað verði að því að fjölbreytt
atvinnulíf dafni um alla borg en einnig að til
verði þekkingar- og vaxtarsvæði. Þjónusta
borgarinnar við atvinnulífið sé skilvirk og
gagnsæ.
Við viljum að stefnan stuðli að
samstarfi aðila sem gegna lyk-
ilhlutverki í atvinnulífi og ný-
sköpun, svo sem klasasamtaka. Í
því verði horft bæði til innlendra
og erlendra aðila, til dæmis í
gegnum Evrópusamstarf.
Verum samkeppnishæf við
erlendar borgir
Stefnan er að horfa til þess
hvernig hægt sé að tryggja nægt
framboð af kraftmiklu fólki í
Reykjavík, sem hefur þekkingu
og reynslu til að leysa knýjandi
áskoranir samtímans og skapa
fleiri alþjóðleg vaxtarfyrirtæki. Við viljum
skapa aðstæður fyrir fleiri CCP, Marel og Öss-
ur til að verða til í Reykjavík og þroskast. Við
viljum líka að þessi fyrirtæki dafni í Reykjavík
en flytji ekki úr landi því vaxtarmöguleikarnir
séu betri annars staðar.
Nú stendur yfir frekara samráð við hagaðila
og borgarbúa alla. Það er fjölbreytt atvinnulíf í
borginni, með mismunandi þarfir og vænt-
ingar þegar kemur að samskiptum við Reykja-
víkurborg. Í samráðsgátt Reykjavíkurborgar,
betrireykjavik.is, geta allir komið að sinni
framtíðarsýn á atvinnu- og nýsköpunarstefnu
borgarinnar til 2030. Einnig höfum við áhuga á
að heyra hvaða borgir þið teljið vera alþjóð-
legar fyrirmyndir í málefnum atvinnulífs og
nýsköpunar og hvað það er sem gerir þessar
borgir að fyrirmyndarborgum. Reykjavík vill
vera framúrskarandi og læra af þeim bestu.
Við viljum heyra í þér
Með góðri atvinnustefnu náum við fram at-
vinnuþróun sem allir hagnast á. Atvinnuþróun
sem miðar að því að auka lífsgæði. Aukinni
framleiðni fyrirtækja sem geta þá greitt hærri
laun. Hærri laun bæta hag heimila. Þau gera
sveitarfélögum líka auðveldara fyrir að efla
innviði og þjónustu.
Nú eru víða erfiðir tímar þar sem 25 þúsund
einstaklingar eru skráðir atvinnulausir eða
með skert vinnuhlutfall. Ýmis fyrirtæki hafa
átt erfitt vegna heimsfaraldurs og sóttvarna.
Út úr þessum vanda þurfum við að vaxa. Ef þú
telur þig hafa lausnina um hvernig
Reykjavíkurborg getur stuðlað að betri
atvinnuþróun með góðri atvinnustefnu viljum
við heyra í þér á betrireykjavik.is.
Eftir Þórdísi Lóu
Þórhallsdóttur
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Tölum um
atvinnulífið í borginni
» Við viljum að Reykjavík-
urborg laði til sín og haldi
hjá sér þróttmiklum fyrir-
tækjum.
Höfundur er formaður borgarráðs og
oddviti Viðreisnar.