Morgunblaðið - 24.04.2021, Síða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
Í Mori-samtímalistasafninu í Tókýó
hefur verið sett upp sýning með
verkum 16 kvenna frá 14 löndum sem
eiga það sameiginlegt að hafa allar
starfað markvisst og með eftir-
tektarverðum árangri að list sinni í
meira en hálfa öld. Á ensku er sýn-
ingin kölluð Another Energy: Power
to Continue Challenging og er
yngsta listakonan 71 árs en sú elsta
105 ára.
Sýningarstjórarnir segja að á síð-
ustu árum hafi mátt sjá í alþjóðlegri
list hvernig síaukin áhersla hefur
verið lögð á fjölbreytileika og það að
rétta kynjahallann. Listakonurnar
16 eru meðal listamanna sem hafa
eftir langan feril vakið sívaxandi eft-
irtekt á alþjóðlegum vettvangi en
þær byrjuðu allar að vinna að list
sinni af miklum metnaði upp úr miðri
síðustu öld og fram á 8. áratuginn.
Margbrotið Gestur gengur hjá innsetningunni „Silkiveginum“ sem er eftir Önnu Boghiguian. Fínlegt Sýningargestur við „Black Poppy“ eftir japönsku listakonuna Kazuko Miyamoto.
AFP
Dagblaðaverk Japanska listakonan Kimiyo Mishima stendur hér við nokkur verka sinna á sýningunni.
AFP
Í ljósaverki Innsetningin „Warp Trance“ er eftir Senga Nengudi.
Konur sem halda
áfram að ögra
Sýningin Waiting Room, sem er
þriggja rása vídeóverk eftir Berg-
þóru Snæbjörnsdóttur, Dögg Mós-
esdóttur og Rakel McMahon,
verður opnuð í sýningarsalnum
Harbinger á Freyjugötu 1 í dag,
laugardag, milli klukkan 14 og 18.
Waiting Room er þriggja rása
vídeóverk eftir Bergþóru Snæ-
björnsdóttur, Dögg Mósesdóttur
og Rakel McMahon. Verkið bygg-
ist lauslega á gjörningi sem var
sýndur árið 2015 á gjörningahátíð-
inni PAO í Osló. Í verkinu birtast
þrjár persónur sem eru innilok-
aðar á skjám. Í tilkynningu segir
að þær endurtaki kunnuglegar
stellingar og hreyfingar sem eiga
að sýna fegurð og kynþokka, horfa
og láta horfa: „Við fyrstu sýn
kann að virðast sem um sé að
ræða áhrif kláms og fjölmiðla en
þegar nánar er að gáð má sjá bein
tengsl þessara stellinga við grísk-
ar styttur og málverk á grískum
vösum,“ segir þar.
Höfundarnir koma úr ólíkum
áttum; Bergþóra er rithöfundur
og ljóðskáld en hún hefur áður
sett upp gjörninga í samstarfi við
Rakel. Dögg er kvikmyndagerð-
arkona sem hefur leikstýrt heim-
ildarmyndum, stuttmyndum, aug-
lýsingaherferðum og tónlistar-
myndböndum. Og Rakel
útskrifaðist árið 2008 úr myndlist
við LHÍ og hefur sett upp fjölda
einkasýninga og samsýninga.
Tengsl við grískar styttur
Úr gjörningi Persónur endurtaka kunnuglegar stellingar og hreyfingar
sem eiga að sýna fegurð og kynþokka, horfa og láta horfa.
- Þriggja rása vídeóverk, Waiting Room, sýnt í Harbinger
Uppplýst var um tilnefningar til
Bókaverðlauna barnanna 2021 á
sumardaginn fyrsta, en verðlaunin
verða afhent í 20. sinn á Sögur –
verðlaunahátíð barnanna sem sýnd
verður á RÚV í byrjun júní.
Íslensku barnabækurnar sem eru
tilnefndar eru (í stafrófsröð titla):
Hetja eftir Björk Jakobsdóttur;
Lára lærir að lesa eftir Birgittu
Haukdal; Orri óstöðvandi, bókin
hennar Möggu Messi eftir Bjarna
Fritzson; Þín eigin undirdjúp eftir
Ævar Þór Benediktsson og Öflugir
strákar eftir
Bjarna Fritzson.
Þýddu barna-
bækurnar sem
tilnefndar eru
(einnig í stafrófs-
röð titla) eru:
Alls ekki opna
þessa bók eftir
Andy Lee í þýð-
ingu Hugins
Þórs Grétarssonar; Dagbók Kidda
klaufa – Snjóstríðið eftir Jeff Kin-
ney í þýðingu Helga Jónssonar;
Handbók fyrir ofurhetjur – Horfin
eftir Elias og Agnesi Våhlund í
þýðingu Ingunnar Snæland; Hund-
man – Taumlaus eftir Dav Pilkey í
þýðingu Bjarka Karlssonar og
Verstu kennarar í heimi eftir David
Walliams í þýðingu Guðna Kol-
beinssonar.
Það eru börn í skólum og bóka-
söfnum um allt land sem tilnefna
þær bækur sem þeim þykja
skemmtilegastar, áhugaverðastar
eða bestar. Valið stóð á milli 126
bóka þetta árið.
Tilnefnd til Bókaverðlauna barna
Bjarni Fritzson
Í Glugga Gallerís Úthverfu á Ísafirði
hefur verið opnuð sýning á sam-
starfsverkefni Jóns Sigurpálssonar
myndlistarmanns á Ísafirði og
Cristians Gallos vistfræðings hjá
Náttúrustofu Vestfjarða og ber sýn-
ingin heitið Handan við hafdjúpin
bláu/Beyond the blue oceans deep
and wide.
Þetta er sú fjórða í röð sjö örsýn-
inga undir yfirskriftinni CARBON-
KOLEFNI vísindi listanna – listin í
vísindunum í glugga Gallerís Út-
hverfu. Rannsóknastjóri Háskóla-
seturs Vestfjarða, Catherine P.
Chambers, og gestavinnustofur
ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu
hafa unnið saman um nokkurt skeið
að undirbúningi verkefnisins en
markmiðið er að leiða saman fólk á
vísinda- og listasviðinu til samvinnu
um ýmis rannsóknarverkefni og
miðla afrakstri samvinnunnar til al-
mennings með sýningum og marg-
víslegum öðrum miðlunarleiðum.
Tilgangurinn er meðal annars að
gefa vestfirsku listafólki fleiri tæki-
færi til að þróa og sýna verk sín og
gera vinnu þeirra sem starfa í vís-
indasamfélagi Vestfjarða sýnilegri
og styrkja með því vestfirskt rann-
sóknasamfélag. Gluggasýningarnar
í Úthverfu eru einungis fyrsti hluti
verkefnisins sem mun taka á sig
fleiri birtingarmyndir.
Jón og Cristian sýna í glugga Úthverfu
Sýnendur Jón Sigurpálsson og Cristian
Gallo við Gallerí Úthverfu á Ísafirði.
Les McKeown, forsöngvari skosku
hljómsveitarinnar Bay City Rollers,
er látinn 65 ára að aldri. Í frétt The
Guardian kemur fram að hann hafi
látist skyndilega á heimili sínu.
McKeown er þekktastur fyrir
flutning sinn á „Bye Bye Baby“,
sem rataði í toppsæti breska vin-
sældalistans, og „Shang-a-Lang“ og
„Summerlove Sensation“ sem nutu
mikilla vinsælda í Bandaríkjunum á
áttunda áratug síðustu aldar.
Hljómsveitin The Bay City Roll-
ers var stofnuð 1964, en McKeown
gekk ekki til liðs við hana fyrr en
1973. Hljómsveitin flaggaði ávallt
skoskum uppruna sínum með stolti
og klæddust iðulega fötum úr köfl-
óttu skotaefni. „Við vorum ungir
menn úr verkalýðsstétt. Okkur
dreymdi um frægð og frama á
heimsvísu og að bera út hróður tón-
listar okkar, Skotlands og skotaefn-
isins. Það var meginmarkmið okk-
ar,“ sagði McKeown 2013.
Söngvarinn Les McKeown látinn 65 ára
Fortíð Fyrsta platan sem hljómsveitin Bay
City Rollers sendi frá sér. Forsöngvarinn
Les McKeown er lengst til hægri.