Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021
Stjórnarráð Íslands
Fjármála- og
efnahagsráðuneytið
Leiðtogi kjara- og
mannauðssýslu ríkisins
Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að öflugum stjórnanda í embætti skrifstofustjóra kjara- og mannauðssýslu
ríkisins til að þróa starfsumhverfi ríkisins til móts við nýja tíma. Viðkomandi þarf að hafa framtíðarsýn á þróun
ríkisins sem vinnuveitanda og frumkvæði, metnað og kraft til að hrinda verkefnum í framkvæmd.
Kjara- og mannauðssýsla ríkisins vinnur að stefnumörkun ríkisins á sviði mannauðsmála og styður við starf
samninganefndar ríkisins við gerð kjarasamninga. Kjara- og mannauðssýslan sinnir einnig stefnumarkandi ráðgjöf
til ráðuneyta og stofnana á sviði mannauðs- og kjaramála og hefur eftirfylgni með framkvæmd kjarasamninga.
Skrifstofan fer með málefni stjórnenda og forstöðumanna og sér um innleiðingu stjórnendastefnu ríkisins.
Hún annast samstarf við samtök launafólks og launagreiðanda um launa- og kjaramál sem og umbætur á
vinnumarkaði.
Hlutverk skrifstofustjóra er að leiða og bera ábyrgð á rekstri og faglegu starfi skrifstofunnar. Í því felst
stjórnun mannauðs og verkefna, stefnumótun, markmiðasetning og mat á árangri. Skrifstofustjóri er hluti af
stjórnendateymi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og heyrir undir ráðuneytisstjóra.
Við leitum að stjórnanda sem býr yfir:
» Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf æskilegt.
» Þekkingu og árangursríkri reynslu af stjórnun og stefnumótun.
» Leiðtogahæfileikum og framúrskarandi samskiptafærni.
» Jákvæðri reynslu af breytingarstjórnun.
» Skilningi á opinberri stjórnsýslu eða reynslu af störfum innan stórra skipulagseininga.
» Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Þekking og reynsla á sviði kjara- og mannauðsmála er æskileg.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf með rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna
embættinu. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins (KMR) er sérstök ráðuneytisstofnun, sbr. 17. gr. Stjórnarráðslaga og
er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Um embættið gilda lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög
nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Fjármála- og efnahagsráðherra skipar í embættið til fimm
ára í senn.
Um launakjör fer eftir kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og
efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs.
Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Valdimarsdóttir mannauðsstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir skrifstofustjóri.
Sótt er um starfið á starfatorg.is Umsóknarfrestur er til og með 10. maí nk.
******************************************************************************
Fjármála- og efnahagsráðuneytið samanstendur af sjö skrifstofum auk þess sem kjara- og mannauðssýsla ríkisins
og Stafrænt Ísland eru hluti af ráðuneytinu. Um 100 sérfræðingar skipa starfslið ráðuneytisins.
Meginhlutverk fjármála- og efnahagsráðuneytis felst í yfirstjórn opinberra fjármála og efnahagsmála. Ráðuneytið
fer með málefni fjármálamarkaðarins, ber ábyrgð á bættum stjórnunarháttum og áætlanagerð, hefur með höndum
virka stjórn mannauðsmála ríkisins og er leiðandi í umbótum og nýsköpun í rekstri ríkisins.
Upplýsingar um starfsemi ráðuneytisins er að finna á www.stjornarradid.is
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi
hagvangur.is