Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2021 Jæja þá skilur leiðir. Þá er hún ástkæra amma mín búin að skilja við okkur. Við amma áttum einstakt samband og vor- um perluvinir, þótt við værum ekki alltaf sammála. Ég var alla tíð mikið á Mallandi hjá ömmu og afa, helst alltaf þegar frí var í skólanum, var ég mættur í Mal- land, þar sem ætíð var nóg um að vera. Það sem við áttum góð- ar stundir saman í sveitinni og ýmislegt brallað. Einnig bjó ég nokkur ár hjá þeim í Jöklat- úninu og síðan afi féll frá höfum við amma átt margar góðar stundir og ótal samtöl. Við gát- um talað um allt milli himins og jarðar og alltaf gat hún gefið góð ráð og stóð með manni. Hún stappaði í mann stálinu þegar þess þurfti og kom vitinu fyrir mann þegar maður fékk geggj- aðar hugmyndir. Hún sagði allt- af að maður ætti að vera já- kvæður og það myndi koma manni á leiðarenda. Við tókum reglulega góða umræðu um stjórnmálin og enduðum yfirleitt sátt. Mikið sem það er nú skrítið að geta ekki hringt og spjallað um daginn og veginn og fengið fregnir af Skaganum. Eða farið með börnin mín í heimsókn til langömmu. Hún tók þeim alltaf fagnandi og var til í að passa hvenær sem var. Ég er stoltur af að vera skírður í höfuðið á báðum ömmunum mínum og veit að Árnýju ömmu þótti vænt Árný Sigurlína Ragnarsdóttir ✝ Árný Sigurlína Ragnarsdóttir fæddist 13. október 1933. Hún lést 5. apríl 2021. Útförin fór fram 23. apríl 2021. um að ég bæri nafn- ið hennar. Minning- in lifir um ástkæra ömmu mína. Páll Árni. Mig langar að minnast hennar Ár- nýjar fóstru minnar með nokkrum orð- um. Sem barn dvaldi ég um árabil að stórum hluta á Mallandi hjá þeim heiðurshjónum Árnýju og Ásgrími. Þau bjuggu þar miklu myndarbúi og höfðu mikinn metnað fyrir hönd sinnar sveit- ar. Lífsbaráttan hefur eflaust ekki alltaf verið auðveld á Skag- anum, og þá sérstaklega fyrstu árin þeirra á Mallandi, þegar fátt var um nútímaþægindi. Árný var verðugur fulltrúi hverf- andi kynslóðar kvenna, sem lögðu metnað sinn í heimilið með því að gera nánast allt sjálfar frá grunni, fæði og klæði. Hún var m.a. framúrskarandi saumakona. Við Maja áttum það til að varpa fram óljósum hugmyndum um þau föt sem okkur langaði í og Árný einfaldlega saumaði þau á okkur, eins og ekkert væri. Mat- argerðin, ja maður minn! Það var kýr á Mallandi og eins og tíðkaðist í þá daga var það í verkahring húsmóðurinnar að mjólka kúna kvölds og morgna og ég fékk stundum að skilja mjólkina. Árný bjó svo til allt það sem hugsast getur úr mjólk- inni, allt saman frá grunni að góðum mat. Ég man enn eftir bragðinu af súrmjólkinni sem hún bjó til, nokkuð sem ekki er hægt að finna í fernum nú- tímans. Hjá Árnýju kynntist ég öllum þessum gömlu góðu verk- unaraðferðum á mat, eins og súrsun og reykingu, í kofanum við fjárhúsin. Dásamlegur ilm- urinn fyllir öll minningarvitin. Og við skulum ekki gleyma bakstrinum, heimabakað alla daga, þvílíkur snillingur sem hún var á því sviði. En Árný var meira en fyrirmyndarhúsmóðir. Það sem hún tók að sér var gert af mikilli elju og röggsemi. Hún stýrði m.a. kvenfélaginu um árabil og tók félagsheimilið Skagasel und- ir sinn verndarvæng. Hún var sannarlega vinur vina sinna, hjartahlý og velmeinandi mann- eskja. Alla tíð tók hún á móti mér eins og ég væri prinsessan af Íslandi, faðmlög, kossar og hlýjar kveðjur við hvert fótmál. Ég minnist Árnýjar með mik- illi hlýju, þakklæti, ást og sökn- uði. Kristín (Stína) frá Þorbjargarstöðum. Elsku Árný. Við fráfall þitt opnaðist djúpur dalur minninga sem allar gefa bros á vör og gott er að ylja sér við á kveðjustund. Þið Ásgrímur hafið alltaf átt stóran part í mér enda ekkert sem stóð upp úr öll sumur annað en að komast til ykkar á Mal- land. Njóta kyrrðarinnar, eiga skemmtilegt spjall við eldhús- borðið og rifja upp fyrri ferðir okkar stórfjölskyldunnar til ykk- ar og síðast en ekki síst fá að kíkja í vötnin, gleyma sér algjör- lega oftar en ekki fram á nótt og eltast við silung. Er við komum til baka á bæinn beið okkar hlað- borð sem þú varst búin að fram- reiða af mikilli natni og hlýju. Við vorum duglegar að rifja upp söguna af okkur er við „dreptuðum“ köttinn í hænsna- kofanum, ég ekki eldri en 3-4 ára en man þó eftir þessu enda gekk mikið á er minkurinn gerði vart við sig en hann átti ekki séns í okkur tvær! Þau eru ótal ævintýrin sem ég upplifði hjá ykkur. Mamma og pabbi hafa einnig alltaf átt hjá ykkur samastað á sumrin þegar veiðigleðin togaði í sem og annað sem ykkar dásamlega land og vötn hafa upp á að bjóða. Upp úr standa þó sögurnar er Angantýr frændi var með í för enda víst stórkostlegur karakter sem skildi mikla gleði eftir sig enda lifa sögurnar af honum enn þann dag í dag. Með árunum stækkaði fjöl- skyldan en sama hversu mörg við vorum; alltaf meira en nóg pláss hjá ykkur og allir velkomn- ir. Magni, Mikael og Anna Lára öll orðin vel smituð af Mallands- gleðinni og var aldrei farið af stað nema allir ættu þess kost að koma með, sem og mamma og pabbi. Missir þeirra er mikill enda hafa þau notið þess að vera hjá ykkur síðan löngu fyrir minn tíma. Malland mun alltaf vera á sínum stað, andi ykkar Ásgríms sveima þar um og minningarnar um ykkur heiðurshjón munu verma um ókomna tíð. Við stórfjölskyldan sendum kærar samúðarkveðjur norður. Og ég veit að þú kyssir Ásgrím frá okkur öllum. Petrea Ómarsdóttir og fjölskylda, Lára og Ómar. Nú hringir enginn um klukk- an 10 á kvöldin, en það var fast- ur símatími hjá okkur Árnýju og þá var spjallað og oft rifjaðar upp glaðar og góðar stundir. Við Árný vorum nágrannar í sveit- inni í 60 ár og það var ekki langt á milli okkar hér á Sauðárkróki. Minningarnar eru margar, stúss í kringum búskapinn, óteljandi kaffisopar og spjall í eldhúsinu hver hjá annarri, oft mikið hlegið og gert að gamni sínu, ekki má gleyma kvenfélaginu en við unn- um oft saman í allskonar fjáröfl- unum, kaffisölu við réttina og fleira. Svo voru það þorrablótin, en við vorum margoft saman í þorrablótsnefnd, það var mjög gott að vinna með Árnýju, aldrei neitt hik, hún vissi alltaf hvað hún vildi og var alveg ótrúlega dugleg og rösk fram á gamals aldur. Árný og Ásgrímur voru sann- kallaðir góðbændur, byggðu upp jörðina bæði hús og ræktun og áttu fallegan og afurðasaman bú- stofn, þau voru samhent og afar dugleg bæði tvö. Það eru ekki allir svo heppnir að búa í 60 ár í nágrenni án stórárekstra og njóta hjálpsemi ef á þurfti að halda, en þannig var það ávallt á milli Mallands og Ketu. Og mikið saknaði ég þeirra hjóna þegar fluttu frá Mallandi. Árný mín missti mikið þegar Ásgrímur féll frá, síðustu árin bjó hún ein í húsinu sínu í Jöklatúninu og í öllu covid-inu hætti hún mikið að fara út og ég hafði oft á tilfinn- ingunni að henni hálfleiddist þó hún kvartaði aldrei. Kæra vin- kona, ég þakka samveruna í öll þessi ár, þau voru ánægjuleg. Elsku Leó, Gísli, Helga og Anna Mæja, innilegar samúðarkveðjur til ykkar og fjölskyldna ykkar. Hrefna frá Ketu. Það er ekki langt síðan við Röggi sátum í kaffi hjá henni Ár- nýju og ekki grunaði mann að það yrði í hinsta sinn. Hún var þrælbrött og eldhress og ætlaði sér að verða hundrað ára að eig- in sögn. Stundum gera áföllin ekki boð á undan sér og þannig fór fyrir Árnýju. Hún hafði svo sem marga hildina háð, yfirunnið bæði krabbamein og beinbrot á efri árum. Mann grunaði ekki að eitt stykki blóðtappi yrði eitt- hvað sem hún mundi ekki yf- irstíga, þessi kjarnakona. Velti því fyrir mér, hvort hún hafi hreinlega bara verið orðin södd lífdaga, og ákveðið að láta gott heita. Árný var einstök kona í alla staði, alltaf í góðu skapi, rögg- söm, dugleg og einstaklega hreinskiptin. Með nágrenni við hana í rúm fimmtíu ár í gegnum þrjár kynslóðir hefur aldrei bor- ið skugga á vinarþelið. Afa varð tíðrætt um dugnaðinn og sann- færður um að bóndi hennar mundi drepa hana úr þrældómi. Pabbi dáðist líka að dugnaðinum og hvað hún væri alltaf mikil skvísa alveg sama hvort hún væri í skítverkum eða á skemmt- unum. Sjálf hef ég annað viðhorf til útiverka, enda breyttir tímar. Ég hef samt dáðst að því hvernig hægt var að vinna svona mikið bæði úti og inni og hafa svo alltaf tíma aflögu ef með þurfti og allt í toppstandi. Mest hreifst ég samt að því hvað hún var hrein og bein, þú vissir hvað henni fannst. Sagði það við þig sem hún sagði um þig. Þetta er einstakur kost- ur sem er mjög fáum gefinn og vissulega ekki allir sem þola. Ef eitthvað stóð til innansveit- ar var Árný alltaf mikill drif- kraftur og taldi hvorki eftir sér tíma né peninga. Hún var t.d. húsvörður í Skagaseli og fékk ég það verk að hjálpa henni með bókhaldið, var aðalvandamálið að sjá til þess að hún borgaði ekki með sér. Hún greiddi hik- laust reikninga úr eigin vasa. Henni fannst svo sjálfsagt að hugsa um þetta eins og það væri hennar eigið. Það var var ekki kastað til þess höndunum frekar en til annarra verka. Þótt Árný væri flutt í Krókinn voru alltaf mikil samskipti. Þau hjónin báðu okkur að líta eftir Mallandi. Var það alfarið orðið Rögga hlutverk eftir að hann flutti í sveitina og voru þau oft í daglegum samskiptum eða rúm- lega það þegar mest var umleik- is í veiðivötnunum. Eftir að við fórum að nýta Malland til bú- skapar var varla rekinn niður staur án þess að um það væri rætt. Hún vildi fylgjast með og taugarnar voru sterkar til Mal- lands og Skagans. Við kveðjum því Árnýju með söknuði og vottum aðstandend- um samúð. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Halldóra Björnsdóttir (Dóra), Rögnvaldur Ottósson (Röggi) og Björn Halldór Rögnvaldsson. ✝ Óskar Sigurðs- son vélstjóri fæddist í Þingholti, Fáskrúðsfirði 4. maí 1931. Hann lést 17. apríl 2021 á Hjúkr- unarheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðs- firði. Foreldrar Óskars voru Sigurður Jóns- son vélstjóri, f. 8. janúar 1898, d. 28. janúar 1969, og Jónína Guðlaug Þórðardóttir húsfreyja, f. 2. mars 1909, d. 6. september 1984. Systkini Óskars eru: Sigrún Elísabet, f. 12. júní 1932, Nanna hans er Linda Ásbjörnsdóttir og eiga þau tvö börn og þrjú barna- börn. Fyrir átti Andrés tvær dæt- ur með Herdísi Pétursdóttur og eiga þær sex börn. 3) Jónína Guð- rún, f. 28. september 1963, mað- ur hennar er Halldór Unnar Snjólaugsson og eiga þau þrjú börn. 4) Elvar, f. 25. nóvember 1966, eiginkona hans er Borg- hildur Hlíf Stefánsdóttir og eiga þau einn son. Útför Óskars fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag 24. apríl 2021, klukkan 14. Útförinni verður streymt frá facebooksíðu Fáskrúðsfjarð- arkirkju, stytt slóð: https://tinyurl.com/t9d533pn Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Sigurbjörg, f. 8. jan- úar 1936, d. 9. júní 2016, og Jóhannes Þór, f. 16. maí 1943. Eiginkona Ósk- ars er Sonja Jó- hanna Andr- ésdóttir, fædd Jacobsen, f. 3. októ- ber 1933, frá Klakksvík í Fær- eyjum. Börn Óskars og Sonju eru: 1) Sigurður Jörgen, f. 22. janúar 1958. Eiginkona hans er Guðný Sigríður Ólafsdóttir og eiga þau þrjá syni. 2) Andrés Ing- ólfur, f. 28. júlí 1962, eiginkona Óskar í Þingholti er búinn að kveðja og okkur frændsystkini hans langar að þakka honum fyrir ljúfmennskuna og örlætið sem hann sýndi okkur alla tíð. Þing- holt er töfrahús, þar bjuggu Beta langamma, Jónína amma og Sig- urður afi, Ingi bróðir afa, Sonja og Óskar með börnin sín. Á vorin birtust svo Sigrún og Nanna syst- ur hans með barnahópana sína til sumardvalar meðan menn þeirra, Dúddi og Svenni, veiddu síldina úti fyrir Austfjörðum. Í Þingholti var pláss fyrir okkur öll, við kom- um þangað þess fullviss að hús- ráðendur væru eins spenntir að fá okkur og við vorum að koma. Í dag vitum við ekki hvernig þetta var hægt, segjum stundum eitt- hvað eins og bíddu hvar svafst þú, ég svaf fyrir ofan ömmu en þú? Höldum helst að það finnist leyni- herbergi í Þingholti sem opnast þegar börnum fjölgar í húsinu. Nú er garðurinn þeirra Óskars og Sonju við Þingholt fallegur blómagarður á sumrin og skjól fugla á vetrum. Þegar við vorum þar á síldarárunum var hann leik- svæði okkar krakkanna og hænsnanna hennar ömmu, þar var líka fjós fyrir kú heimilisins og köld geymsla fyrir mat. Í Þingholti tengdumst við mat á einhvern annan hátt en í borg- inni. Þar kom mjólkin úr kúnni og það var búið til skyr og stundum strokkað smjör. Frá hænunum komu eggin og þær átu mataraf- gangana. Það var stór kartöflu- og rabarbaragarður uppi í Holti og bláber og krækiber, sem notuð voru til að gera saft og sultu, uppi í fjalli. Kindurnar voru í fjárhúsi í Holtinu þegar þær voru ekki á fjalli og áttu allar nafn. Frá þeim fengum við sunnudagssteikina, kjötsúpu, slátur og svið án þess að hugsa mikið um að á borðum væru þessar vinkonur okkar eða nánir ættingjar þeirra. Óskar, sem var vélstjóri í frystihúsinu, kom með fiskinn með sér, nýjan úr bátunum eða úr frystigeymsl- unni sinni. Og það var bakað, eld- að og borðað allan daginn. Morg- unmatur, morgunkaffi, hádegismatur, miðdegiskaffi, kvöldmatur og kvöldkaffi. Mikill gestagangur og mikið spjallað, alltaf hlustað á fréttir og veður á einu útvarpsrásinni og vinsæl- ustu þættina sem voru óskalög sjómanna, óskalög sjúklinga, kvöldsagan og útvarpsleikrit vik- unnar. Uppi í Holti var heyjað, þar var slegið með orfi og ljá og við krakkarnir fengum litlar hrífur til að hjálpa til við að snúa. Svo trítl- uðum við niður í Þingholt, náðum í kaffibrúsa sem komið hafði verið fyrir í ullarsokk og nestisbox full af kleinum og pönnukökum með sykri. Hvíldum okkur síðan lengi, borðuðum nestið og horfðum á Óskar binda bagga og bera þá upp í hlöðu. Síldin hvarf og við systrabörn Óskars með henni, urðum fullorð- in fyrir sunnan og komum mörg hver ekki í Þingholt árum saman. Þegar við birtumst svo, á ættar- móti, Frönskum dögum eða hringferð um landið, var margt öðruvísi en áður, engar hænur, kindur, né kú eða steinhús, en það mikilvægasta hafði ekki breyst; gestrisni og ljúflyndi Óskars og Sonju. Óskar var gæfumaður að eign- ast Sonju fyrir konu. Sonju sem kom frá Færeyjum, sem prjónaði fallegustu peysurnar, bar fram ljúfustu veitingarnar, fylgdist spennt með öllum stórmótum í fótbolta og handbolta og tók hans fólki sem það væri hennar. Þau bjuggu í Þingholti þar til í fyrra að þau fluttu á hjúkrunarheimilið Uppsali, þar sem þau voru ánægð saman. Sonju og börnum þeirra Ósk- ars, Sigurði Jörgen, Andresi, Jón- ínu og Elvari, og þeirra fjölskyld- um, vottum við samúð okkar. Sigrún, Rannveig, Sigurður, Inga Jóna, Þorbergur og Elísabet. Óskar Sigurðsson Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR frá Flögu, Meistaravöllum 15, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 26. mars. Útförin fór fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 15. apríl, að viðstaddri allra nánustu fjölskyldu. Innilegar þakkir fær starfsfólk Múlabæjar og Grundar. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Vigdís Magnea Bjarnadóttir Sigurður Alfonsson Ágúst Bjarnason Erla Þorsteinsdóttir Kristín Bjarnadóttir Peter Ernst Petersen Árni Bjarnason Hjördís Björg Bjarnadóttir Jukka Antero Rautsola barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURGEIR INGIMARSSON, Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða Akranesi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða föstudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 27. apríl klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu óska aðstandendur eftir að þeir sem vilja koma hafi samband í síma 899-8423 eða ernao76@icloud.com. Streymt verður frá útförinni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða Akranesi. Ásbjörn Sigurgeirsson Kristín Siemsen Gústav Magnús Ásbjörnsson Guðný Indriðadóttir Dóra Erna Ásbjörnsdóttir Birna Kristín Ásbjörnsdóttir Erna Óðinsdóttir Helgi Kjartansson Ása Óðinsdóttir Geir Isak Aasengen Óðinsson langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.