Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 3. M A Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 112. tölublað . 109. árgangur . NÁÐU Í APPIÐ OG BYRJAÐU AÐ SPARA GILDIR YFIR 60 VERSLUNUM UM LAND ALLT MEIRI AFSLÁTTUR OG FRÁBÆR TILBOÐ! KJARTAN HENRY SNÝR AFTUR Í VESTURBÆINN FAGNA 20 ÁRUM TÍU ÁR FRÁ VÍGSLU TÓNLISTAR- OG RÁÐ- STEFNUHÚSSINS SKÓLAVEFURINN 20 HARPA ER HJARTAÐ 56KEMUR FRÁ ESBJERG 55 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Eftir að þriðja leiguþyrla Land- helgisgæslunnar, TF-GNA, kom til landsins í síðustu viku er ekki lengur pláss fyrir öll loftför Gæslunnar í flug- skýli hennar á Reykjavíkurflugvelli. Gæslan er nú með þrjár þyrlur af gerðinni Airbus Helicopters og eina flugvél af gerðinni Dash-8 Q300. Dómsmálaráðuneytið sendi skipu- lagsfulltrúa Reykjavíkur bréf í júlí 2018 þar sem vakin var athygli á þeirri stöðu sem kæmi upp þegar Gæslan hefði endurnýjað flugflotann með nýjum þyrlum. Farið var fram á að skipulagsyfirvöld mótuðu tillögu til framtíðar um staðsetningu þyrlu- sveitarinnar til framtíðar. Tillögur hafa ekki komið enn frá borgaryfirvöldum. Ekki pláss fyrir allar - Flugskýli Gæslunnar dugar ekki fyrir þyrlur og flugvél MFlugskýlið rúmar... »6 Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæslan Nýjasta þyrlan í flotanum. Skrímslið, stærsti hoppukastali í heimi, er nú ris- ið við Perluna. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu Perlunnar var minna Skrímsli við Perluna í fyrrasumar. Það sem nú er risið er enn stærra eða heilir 2.000 fermetrar að stærð. Nýja Skrímslið hefur að geyma risastóra eld- fjallarennibraut, þrautabraut og barnaland. Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðgang- ur takmarkaður til að byrja með við gesti á grunnskólaaldri, það er 15 ára og yngri. Seldir verða að hámarki 50 miðar á klukkustund. Regl- ur verða aðlagaðar þegar fjöldatakmörkunum verður breytt. Tekið er fram að sé ekki hægt að hafa opið vegna veðurs, t.d. í mikilli rigningu eða vindi, þurfi að færa miðann yfir á annan dag. Aðgangur að sýningunni Undur íslenskrar nátt- úru í Perlunni er innifalinn og gildir sama dag og Skrímslið er heimsótt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skrímslið - stærsti hoppukastali í heimi Andrés Magnússon andres@mbl.is Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa samið Vegvísi um viðspyrnu ferðaþjónustu til ársins 2025. Þar eru dregnar saman helstu áherslur SAF um starfsum- hverfi grein- arinnar til fram- tíðar. „Endurreisn efnahagslífsins er stóra kosninga- málið í haust,“ segir Jóhannes Þór Skúlason hjá SAF. „Ferðaþjón- ustan er verulega löskuð þrátt fyrir góða hjálp undan- farna mánuði. Ef takast á að sigrast á atvinnuleysinu og auka verðmæta- sköpun samfélagsins nægilega hratt þarf að horfast í augu við gallana á rekstrarumhverfi fyrirtækjanna og lagfæra þá.“ Hann segir hraða viðspyrnu ekki koma af sjálfri sér verði rekstrar- umhverfi og samkeppnishæfni grein- arinnar látin reka á reiðanum. „En ef okkur tekst að búa hana til þá vinnur viðspyrnan fyrir allt samfélagið,“ seg- ir Jóhannes Þór. Vegvísinn og árangursmælaborðið er að finna á vidspyrnan.is en nánar er um málið fjallað í Morgublaðinu í dag. »22 SAF kynna vegvísi og mælaborð - Stefna, markmið og viðspyrna til 2025 Jóhannes Þór Skúlason Umsagnir við frumvarp umhverfis- ráðherra um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir hafa streymt til umhverfisnefndar Al- þingis að undanförnu. Þær eru al- mennt jákvæðar gagnvart því mark- miði sem breytingarnar miða að en fjölmargt er gagnrýnt, m.a. óljós áætlun um kostnað sem þær muni hafa í för með sér. Félag atvinnurek- enda segir t.a.m. að tilraun umhverf- is- og auðlindaráðuneytisins til að bæta við einhverju kostnaðarmati í greinargerð frumvarpsins sé mjög í skötulíki. Eingöngu sé horft á kostn- að sveitarfélaga, ekki fyrirtækja. „Þá er mat á verðlagsáhrifum eingöngu reiknað út frá (afar bjartsýnu) mati á áhrifum frumvarpsins á kostnað sveitarfélaga, sem þau eru líkleg til að velta út í verðlagið með hækkun þjónustugjalda. Engin tilraun er gerð til að meta verðlagsáhrif af úrvinnslu- gjaldi sem leggjast mun á nýja vöru- flokka eða hækkuðu úrvinnslugjaldi vegna aukinna kvaða í lögum sem frumvarpið hefur í för með sér,“ seg- ir í umsögn FA. »34 FA segir tilraun ráðu- neytisins í skötulíki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.