Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 3. M A Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 112. tölublað . 109. árgangur .
NÁÐU Í APPIÐ
OG BYRJAÐU
AÐ SPARA GILDIR
YFIR 60
VERSLUNUM
UM LAND
ALLT
MEIRI
AFSLÁTTUR
OG FRÁBÆR
TILBOÐ!
KJARTAN HENRY
SNÝR AFTUR Í
VESTURBÆINN FAGNA 20 ÁRUM
TÍU ÁR FRÁ VÍGSLU
TÓNLISTAR- OG RÁÐ-
STEFNUHÚSSINS
SKÓLAVEFURINN 20 HARPA ER HJARTAÐ 56KEMUR FRÁ ESBJERG 55
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Eftir að þriðja leiguþyrla Land-
helgisgæslunnar, TF-GNA, kom til
landsins í síðustu viku er ekki lengur
pláss fyrir öll loftför Gæslunnar í flug-
skýli hennar á Reykjavíkurflugvelli.
Gæslan er nú með þrjár þyrlur af
gerðinni Airbus Helicopters og eina
flugvél af gerðinni Dash-8 Q300.
Dómsmálaráðuneytið sendi skipu-
lagsfulltrúa Reykjavíkur bréf í júlí
2018 þar sem vakin var athygli á
þeirri stöðu sem kæmi upp þegar
Gæslan hefði endurnýjað flugflotann
með nýjum þyrlum. Farið var fram á
að skipulagsyfirvöld mótuðu tillögu til
framtíðar um staðsetningu þyrlu-
sveitarinnar til framtíðar.
Tillögur hafa ekki komið enn frá
borgaryfirvöldum.
Ekki pláss fyrir allar
- Flugskýli Gæslunnar dugar ekki fyrir þyrlur og flugvél
MFlugskýlið rúmar... »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gæslan Nýjasta þyrlan í flotanum.
Skrímslið, stærsti hoppukastali í heimi, er nú ris-
ið við Perluna. Samkvæmt upplýsingum á heima-
síðu Perlunnar var minna Skrímsli við Perluna í
fyrrasumar. Það sem nú er risið er enn stærra
eða heilir 2.000 fermetrar að stærð.
Nýja Skrímslið hefur að geyma risastóra eld-
fjallarennibraut, þrautabraut og barnaland.
Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðgang-
ur takmarkaður til að byrja með við gesti á
grunnskólaaldri, það er 15 ára og yngri. Seldir
verða að hámarki 50 miðar á klukkustund. Regl-
ur verða aðlagaðar þegar fjöldatakmörkunum
verður breytt. Tekið er fram að sé ekki hægt að
hafa opið vegna veðurs, t.d. í mikilli rigningu
eða vindi, þurfi að færa miðann yfir á annan dag.
Aðgangur að sýningunni Undur íslenskrar nátt-
úru í Perlunni er innifalinn og gildir sama dag
og Skrímslið er heimsótt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skrímslið - stærsti hoppukastali í heimi
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
hafa samið Vegvísi um viðspyrnu
ferðaþjónustu til ársins 2025. Þar eru
dregnar saman helstu áherslur SAF
um starfsum-
hverfi grein-
arinnar til fram-
tíðar.
„Endurreisn
efnahagslífsins er
stóra kosninga-
málið í haust,“
segir Jóhannes
Þór Skúlason hjá
SAF. „Ferðaþjón-
ustan er verulega
löskuð þrátt fyrir góða hjálp undan-
farna mánuði. Ef takast á að sigrast á
atvinnuleysinu og auka verðmæta-
sköpun samfélagsins nægilega hratt
þarf að horfast í augu við gallana á
rekstrarumhverfi fyrirtækjanna og
lagfæra þá.“
Hann segir hraða viðspyrnu ekki
koma af sjálfri sér verði rekstrar-
umhverfi og samkeppnishæfni grein-
arinnar látin reka á reiðanum. „En ef
okkur tekst að búa hana til þá vinnur
viðspyrnan fyrir allt samfélagið,“ seg-
ir Jóhannes Þór.
Vegvísinn og árangursmælaborðið
er að finna á vidspyrnan.is en nánar
er um málið fjallað í Morgublaðinu í
dag. »22
SAF kynna
vegvísi og
mælaborð
- Stefna, markmið
og viðspyrna til 2025
Jóhannes Þór
Skúlason
Umsagnir við frumvarp umhverfis-
ráðherra um breytingu á lögum um
hollustuhætti og mengunarvarnir
hafa streymt til umhverfisnefndar Al-
þingis að undanförnu. Þær eru al-
mennt jákvæðar gagnvart því mark-
miði sem breytingarnar miða að en
fjölmargt er gagnrýnt, m.a. óljós
áætlun um kostnað sem þær muni
hafa í för með sér. Félag atvinnurek-
enda segir t.a.m. að tilraun umhverf-
is- og auðlindaráðuneytisins til að
bæta við einhverju kostnaðarmati í
greinargerð frumvarpsins sé mjög í
skötulíki. Eingöngu sé horft á kostn-
að sveitarfélaga, ekki fyrirtækja. „Þá
er mat á verðlagsáhrifum eingöngu
reiknað út frá (afar bjartsýnu) mati á
áhrifum frumvarpsins á kostnað
sveitarfélaga, sem þau eru líkleg til
að velta út í verðlagið með hækkun
þjónustugjalda. Engin tilraun er gerð
til að meta verðlagsáhrif af úrvinnslu-
gjaldi sem leggjast mun á nýja vöru-
flokka eða hækkuðu úrvinnslugjaldi
vegna aukinna kvaða í lögum sem
frumvarpið hefur í för með sér,“ seg-
ir í umsögn FA. »34
FA segir tilraun ráðu-
neytisins í skötulíki