Morgunblaðið - 13.05.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Eðlilega er uggur í fólki vegna
þeirrar miklu eldhættu sem er í
Skorradal. Við getum lítið gert ef
gróðureldar koma upp. Börn okkar
og barnabörn hafa verið hjá okkur
löngum stundum í sveitinni en eins og
sakir standa í núverandi ástandi er-
um við tvístígandi með allt slíkt,“ seg-
ir Rannveig Ásbjörnsdóttir.
Há tré skyggja og eru eldsmatur
Síðastliðin 23 ár hafa Rannveig og
Stefán Carlsson eiginmaður hennar
átt sumarhús í Skorradal og eytt þar
löngum stundum. Nú komin á eftir-
laun höfðu þau hugsað sér að dveljast
enn meira í húsinu, en vegna að-
stæðna þessara er framtíðin óljós.
„Við eyðum nánast öllum okkar
tíma í Skorradal,“ segir Rannveig.
„Þegar við byggðum húsið okkar sem
er í landi Dagverðarness var hér að-
eins birkikjarr. Síðan þéttist byggðin
og fólk gróðursetti aspir, lerki og
grenitré. Við höfum verið mótfallin
því, en talað fyrir daufum eyrum.
Þessi háu tré eru mikill eldmatur og
skyggja líka á útsýnið. Við sjáum til
dæmis ekki lengur til vesturs á Snæ-
fellsjökul, eins og lengi var mögu-
legt.“
Viðbragðsáætlun verði kynnt
Rannveig segir sérstakt áhyggju-
efni hve takmarkaðar flóttaleiðir séu
úr Skorradal. Leiðin upp úr dalnum
innanverðum frá Fitjum, Línuvegur-
inn svonefndi, sem liggi að Uxa-
hryggjaleið sé illfær fólksbílum. Mik-
ilvægt sé að bera ofan í veginn og
setja ræsi. Til þess ætti Skorradals-
hreppur að hafa svigrúm, sbr. fast-
eignagjöldin sem sumarhúsaeigend-
ur greiða. Þá mætti gjarnan kaupa
klöppur og skylda eigendur allra
sumarhúsa til að hafa þær tiltækar
utandyra. Þá telur Rannveig nauð-
synlegt að kynna vel þá viðbragð-
sáætlun sem almannavarnir og fleiri
létu gera á sínum tíma vegna hættu á
gróðureldum í Skorradal.
Fjögurra ára gömul áætlun
Áætlunina, sem er frá 2017, má
finna með einfaldri leit á Netinu. Þar
er að finna lýsingar á fyrirkomulagi
björgunarstarfs og þar eru sömuleið-
is tillögur í öryggisátt. Uppsetning
vökvunarkerfis sem færi í gang í
þurrkatíð, að útbúin verði auð svæði
milli skógarreita, styrking vega og
greið vatnsöflun er þarna tiltekið.
Nokkur, en ekki öll þau atriði, sem
þarna eru tíunduð hafa komist í fram-
kvæmd. Rannveig segir þörf á því að
kynna áætlunina fyrir dalbúum, og
æfa viðbrögð við vá. Sakir þess að
fjögur ár séu frá gerð áætlunarinnar
gæti líka þurf að uppfæra efnið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sumarhúsafólk Stefán Carlsson og Rannveig Ásbjörnsdóttir eiga sér sælureit í landi Dagverðarness í Skorradal.
Gróðureldar ógn og
Skorrdælir uggandi
- Tvístígandi að leyfa barnabörnunum að koma í heimsókn
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sveitarstjóri Sveitarfélagsins
Skagafjarðar er vongóður um að það
takist að ná utan um hópsýkingu
kórónuveirunnar í héraðinu og hægt
verði að koma lífinu í eðlilegri farveg
á mánudag. Í fyrradag greindust
tveir með veiruna og hafa þá alls ell-
efu greinst, allir á Sauðárkróki. Í
gærmorgun voru 345 í sóttkví á
Norðurlandi vestra, meginhlutinn á
Sauðárkróki, og fjöldi fólks er auk
þess í sjálfskipaðri sóttkví.
Þeir sem greindust með kórónu-
veiruna í fyrradag tengjast hópsýk-
ingunni og voru báðir í sóttkví.
„Það er eðlilegt að fólk sé að grein-
ast núna. Það er verið að setja hópa í
sóttkví út frá þeim sem greinast og
þá þarf að líða ákveðinn tími áður en
fólk fer í sýnatöku. Meðganga veir-
unnar er þannig,“ segir Sigfús Ingi
Sigfússon sveitarstjóri.
Enginn af þeim ellefu sem greinst
hafa með kórónuveiruna er alvarlega
veikur, að því er sveitarstjórinn best
veit.
Samstaða um aðgerðir
Þegar veiran fannst fyrst var
ákveðið að grípa til harðra aðgerða
til að reyna að kveða hana niður á
stuttum tíma. Mörgum vinnustöðum
og skólum var lokað og samfélagið
sett í hægagang. „Það var ákveðið
áfall þegar þetta kom upp og fólk var
óttaslegið. Allir hafa hins vegar verið
samstíga um að taka skuli hart á
móti til að ná strax utan um smitleið-
ir,“ segir Sigfús.
Margir eru skimaðir þessa dagana
og um helgina verður framhaldið
ákveðið, hvort samfélagið verður
opnað á mánudag og þá hvernig. Sig-
fús kveðst bjartsýnn á að það verði
hægt en tekur fram að ef smit komi
upp utan sóttkvíar geti það sett strik
í reikninginn.
Allir sem hafa greinst eru búsettir
á Sauðárkróki. Héraðið er eitt at-
vinnu- og þjónustusvæði og mikill
samgangur á milli íbúa í sveitinni og
kaupstaðnum. Í gærmorgun var 281
íbúi á Sauðárkróki og næsta ná-
grenni í sóttkví og 24 í sveitunum í
kringum Varmahlíð. Hinir dreifast
um allt Norðurland vestra nema
hvað enginn íbúi á Skagaströnd og
nágrenni er í sóttkví.
Missa lítið úr skóla
Grunnskólum verður slitið um
næstu mánaðamót, að venju. Óskar
Björnsson, skólastjóri Árskóla á
Sauðárkróki, segir að ekki hafi verið
ákveðið hvort skólinn starfi lengur
vegna þeirra daga sem tapast hafa í
faraldrinum. Segir hann að skóla-
hald í næstu viku ráðist af skimunum
meðal starfsfólks á morgun. Ef hægt
verði að byrja með hreint borð á
mánudag hafi aðeins tapast þrír
skóladagar í vikunni því frí er á
uppstigningardag og starfsdagur
var fyrirhugaður á morgun. Þá sé
mikið um vorferðir og útikennslu og
ekki tapist eins mikið úr kennslu og
annars hefði orðið.
Stefnt að aflétt-
ingu eftir helgi
- 345 í sóttkví í Skagafirði - 11 smit
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sigfús Ingi
Sigfússon
Óskar G.
Björnsson
Sauðárkrókur Sundlaugin er mann-
auð eins og önnur íþróttamannvirki.
„Gróðureldar kvikna oftast af
mannavöldum, en eru sjaldnast vilja-
verk,“ segir Pétur Pétursson,
slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnes-
sýslu. „Öll járnsmíðavinna felur í sér
hættu og eins ef kveiktur er útield-
ur, svo sem í arni, grilli eða slíku.
Við þurfum því öll að vera vakandi
fyrir þessari vá, sem væntanlega
mun haldast áfram næstu daga. Veð-
urspár gera ekki ráð fyrir rigningu,
nema þá svo óverulegri að engu
breytir.“
Vegna hættu á gróðureldum gildir
nú óvissustig á Suður- og Vestur-
landi hjá almannavarnadeild Ríkis-
lögreglustjóra og slökkvilið eru við
öllu búin. Fundir eru haldnir dag-
lega og staðan metin. Á Suðurlandi
er hættan á eldi í gróðri talin einna
mest í uppsveitunum, það er Þing-
vallasveit, Laugardal, Biskupstug-
unum og Grímsnesi. Þar eru víð-
feðmir skógar með miklum eldsmat
og í rjóðrum þeirra eru sumarhús.
Alls eru sumarhús í Árnessýslu allri,
uppsveitunum þar með talið, 6.130
eða um 40% allra slíkra bygginga
sem á landinu öllu eru um 14.570.
Morgunblaðinu barst ábending
frá lesanda sem vakti athygli á eld-
hættu sem glerbrot geta skapað.
Skíni sólin á gler geti myndast mikill
hiti sem kunni að leiða af sér sjálfs-
íkveikju. Pétur kveðst aðspurður
kannast við svona mál, en telur
þessa hættu ekki mikla. Árvekni
með eld skipti mestu og einmitt þess
vegna hafi viðvörunarorð verið höfð
uppi síðustu dægur. sbs@mbl.is
Hættustig
vegna
hættu á
gróðureldum
Gróðureldar á Suðvesturlandi
Korpúlfsstaðavegur og
Laugarnes í Reykjavík
Hvaleyrarvatn
Vatnsleysuströnd
Hjalladalur í Heiðmörk
Guðmundarlundur í Kópavogi
Merkurhraun á Skeiðum
Við Hæðarenda og
Kolgrafarhól í Grímsnesi
Hættan helst áfram
Baðinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Tímabundin opnunartími
vegna Covid–19
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga 11–15