Morgunblaðið - 13.05.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.05.2021, Qupperneq 14
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Afhjúpun Ari Hallgrímsson, fráfarandi forseti Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, og Ísabella Ronja Benediktsdóttir skólastjórnarfulltrúi. Milli þeirra er listakonan Ólöf Nordal. Ofar er Steinn Jóhannsson, rektor MH. Verkinu er komið fyrir á stað sem átti að vera gróðurreitur framandi jurta, en fær nú ekki síðra hlutverk. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is L istaverkið mun skapa skemmtilega stemningu og andrúm hér, segir Steinn Jóhannsson, rekt- or Menntaskólans við Hamrahlíð í Reykjavík. Þar var í sl. viku af- hjúpað listaverkið Auga, sem er í senn skúlptúr og vatnsbrunnur eft- ir listamanninn Ólöfu Nordal. Verk- inu var komið fyrir við vesturgang skólahússins, sem var reist nokkru fyrir 1970. Ætlun og hugmynd Skarphéðins Jóhannssonar, arki- tekts hússins, var að á þeim stað skyldu ræktaðar innijurtir. Af því varð ekki, en nú þykir fólki í skól- anum sem umræddum vistarverum hafi verið fundið hlutverk við hæfi. Brunnurinn er samspil vatns og ljóss Gerð og uppsetning listaverks- ins góða á sér langan aðdraganda. Árið 2006 var Ólöf Nordal valin til að útbúa listaverk, þá jafnhliða stækkun skólabyggingarinnar. „Verkefninu var ýtt úr vör og listamaðurinn hóf vinnu sína, sem síðan lenti í biðstöð vegna kreppu og breyttrar forgangsröðunar í stjórnkerfinu. En loksins gekk þetta upp og við erum ánægð með útkomuna. Góðir hlutir gerast hægt, er stundum sagt. Satt að segja er nauðsynlegt að í opinber- um byggingum eins og skólum séu listaverk sem auðga andann og gleðja augað,“ segir Steinn. Í vatnsbrunninn geta nem- endur, starfsfólk og aðrir komist í svalandi heilnæma lind. „Verkið er samspil vatns og ljóss,“ segir Steinn. Hann bætir við að fram hafi komið sú hugmynd að inntöku ný- nema í skólann verði þannig háttað að þeir bergi af vatni úr brunninum góða. Slík athöfn geti verið tákn- ræn á ýmsa lund. „Nemendafélagið hefur annast inntökuathafnir þegar nýir nem- endur koma í skólann. Nú felum við stjórn þess að útfæra þessa hug- mynd.“ Efniviður vísinda og lista Ólöf Nordal á að baki langan feril í listinni og er höfundur margra þekktra verka. Þá var hún á sínum tíma nemandi í MH og árið 1981 samdi faðir hennar, Jón Nor- dal tónskáld, tónverkið Heilræða- vísa við þekkta þjóðvísu. Við af- hjúpun listaverksins söng Kór Menntaskólans við Hamrahlíð svo Smávinir fagrir, lag Jóns Nordal við þekkt ljóð listaskáldsins Jón- asar Hallgrímssonar. Í ávarpi sem Ólöf Nordal flutti við afhjúpun Auga vitnaði hún í Gylfaginningu Snorra Sturlusonar, sem er eitt grundvallarrita nor- rænnar goðafræði. Þar er sagt frá tilurð fjötursins Gleipnis sem var gerður úr sex byggingarefnum, sem öll eru falin í Auga. „Ekkert þeirra er í raun til sem skilgreint efni, hvorki áþreif- anlega né óáþreifanlega, heldur er þetta það sem liggur á milli hlut- anna og sem við kunnum ekki ennþá að sjá og greina. Þetta er efniviðurinn sem vísindi og listir nýta til að finna nýjar lendur og hulda heima. Óðinn þurfti að fórna auga sínu fyrir vísindin úr Mímis- brunni því fyrir speki og mannvit, þarf að færa fórnir,“ sagði Ólöf. Listakonan gerði einnig að um- talsefni að myndverkið væri í gryfju sem ætluð hefði verið undir innijurtir, sem fyrr segir. „Frátek- inn reitur til að rækta. En úr því varð ekki og því hefur rýmið staðið autt í meira en hálfa öld. Ég ákvað að taka upp þráðinn þar sem arki- tektinn skildi við og rækta í gróðurreitnum æsku landsins með nægu tæru vatni og dagsljósa- birtu.“ Auga afhjúpað Lind! Langþráð listaverk í lærdómssetri. Samspil vatns og ljóss í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Fórnir fyrir mannvit og speki, segir listakonan Ólöf Nordal. Listaverk nauðsyn í opinberum byggingum. 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar& sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Sláttutraktorar 40 ár á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.