Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 SVIÐSLJÓS Andrés Magnússon andres@mbl.is Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa gefið út Vegvísi um viðspyrnu ferðaþjónustu til 2025, sem kynntur verður á næstu dögum. Í vegvísinum eru dregnar saman helstu áherslur SAF um starfsumhverfi atvinnu- greinarinnar og tillögur að aðgerð- um stjórnvalda, sem samtökin telja nauðsynlegar til að flýta viðspyrnu hennar, styðja við endurreisn ís- lensks efnahagslífs og takmarka nei- kvæð og langvarandi samfélagsleg áhrif heimsfaraldursins hér á landi. Segja má að þar birtist á sinn hátt innlegg Samtaka ferðaþjónustunnar til þjóðmálaumræðu í aðdraganda al- þingiskosninga, þar sem fyrirsjáan- legt er að efnahagsleg endurreisn eftir ládeyðu og atvinnuleysi plág- unnar verði efst á baugi hjá öllum framboðum. Mætti sennilega kalla vegvísinn kosningastefnuskrá ferða- þjónustunnar, sem setji málefni hennar á dagskrá. Efnahagsviðreisnin og ferðaþjónustan Stjórnvöld hafa raunar ekki dreg- ið dul á það að hinar kostnaðarsömu efnahagsaðgerðir til þess að lina kór- ónukreppuna kalli á snarpa viðreisn í efnahagslífinu, bæði hvað varðar at- vinnulíf og ríkisfjármál. Þar mun ferðaþjónustan gegna lykilhlutverki, eins og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra hefur talað mjög af- dráttarlaust um, hún ein sé líkleg til þess að reisa sig af þeim krafti sem þarf til þess að snarauka verðmæta- sköpun og færa björg í bú. Þetta kemur raunar einnig skýrt fram í fjármálaáætlun ríkisstjórnar- innar fyrir 2022-2026, þar sem sagt er berum orðum að öflug endurreisn íslensks efnahagslífs eftir kórónuvei- rufaraldurinn velti á hraðri við- spyrnu ferðaþjónustunnar. Af þeim ástæðum blasir við að það hversu hratt verðmætasköpun ferðaþjónustu fyrir samfélagið getur vaxið veltur ákaflega á því hvernig rekstrarumhverfi og samkeppnis- hæfni ferðaþjónustu verður háttað á endurreisnartímabilinu næstu fjög- ur ár, en það er nákvæmlega það, sem SAF horfa til með vegvísinum. Árangursmælaborð til að sjá hvernig miðar Í tengslum við fyrrgreindan veg- vísi hafa SAF birt sérstakt árang- ursmælaborð sem sýnir ýmis mæl- anleg markmið tengd viðspyrnunni og framtíðarsýn ferðaþjónustunnar um hvað þurfi að gerast fram til árs- ins 2025 til þess að ná tilsettum markmiðum. Viðspyrnan helst í hendur við framgang markmiða stefnuramma um ferðaþjónustu til 2030, sem var mótaður í samvinnu Samtaka ferða- þjónustunnar og stjórnvalda haustið 2019. Aðalmarkmið stefnurammans eru að íslensk ferðaþjónusta verði „leiðandi í sjálfbærri þróun, hún sé arðsöm og samkeppnishæf atvinnu- grein sem starfi í sátt við land og þjóð. Þá skuli stefnt að því að ferða- þjónusta stuðli að bættum lífskjör- um og hagsæld á Íslandi og að hún sé þekkt fyrir sjálfbæra þróun, gæði og einstaka upplifun.“ Þetta eru að sönnu metnaðarfull markmið, en þegar litið er til þeirra mælanlegu, tölulegu markmiða, sem ferðaþjónustunni eru sett, má sjá að þau eru vel raunhæf. Jafnvel hófsöm, eins og sjá má af því að miðað er við að 2025 verði neysla ferðamanna á Íslandi loks meiri en 2019. Í mælaborðinu er þó alls ekki að- eins horft til hinna efnahagslegu þátta, þó þeir séu að sönnu veiga- miklir. Þar er einnig litið til afstöðu og ánægju heimamanna, hvernig ferðamönnum líði með upplifunina hér á landi og eins til umhverfis- þátta, enda skiptir miklu máli að sú gullgæs laskist ekki í meðförunum. Til mikils að vinna Engum blöðum er um það að fletta að viðspyrnan veltur mjög á ákvörð- unum stjórnvalda um starfsumhverfi ferðaþjónustu og það er ástæða þessarar vinnu SAF í aðdraganda kosninga. Ákvarðanir núverandi rík- isstjórnar á næstu mánuðum og fyrstu ákvarðanir nýrrar ríkisstjórn- ar í haust munu skipta sköpum um það hvort hraðri viðspyrnu og nauð- synlegri verðmætasköpun verður náð í ferðaþjónustu á næstu árum og þar af leiðandi efnahagslífinu í heild. Það varðar samfélagið allt, en í ný- legri skýrslu KPMG um þróun starfsumhverfis ferðaþjónustunnar kemur fram að eftir því sem við- spyrna ferðaþjónustu dregst á lang- inn eykst samfélagslegur kostnaður. Hröð viðspyrna ferðaþjónustunnar er því ekki aðeins grundvöllur nauð- synlegrar aukningar í verðmæta- sköpun, til að vinna upp tap kórónu- kreppunnar, heldur einnig grundvöllur þess að komið verði í veg fyrir enn frekari samfélagslegan kostnað af völdum hennar. Þar er til mikils að vinna og allt undir. Ferðaþjónustan kynnir mælaborð - Samtök ferðaþjónustunnar kynna Viðspyrnuna – vegvísi til 2025 - Sérstakt árangursmælaborð um hvernig miðar - Háleit markmið en vel raunhæf - Eins konar kosningastefnuskrá ferðaþjónustunnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heitt Eldgosið í Geldingadölum hefur verið ferðaþjónustunni mikil lyftistöng og svo gæti orðið næstu misseri og ár. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, þar sem horft er til bættrar sam- keppnishæfni, minni sértækrar gjaldtöku, einföldunar regluverks og til- litssemi Seðlabanka við útflutningsgreinar. Markaðssetning ferða- þjónustu erlendis, m.a. til vetrarferðamennsku. Úrvinnsla skuldavanda með frestun opinberra gjalda, Beinu brautinni og fjár- festingarsjóði. Eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi. Árangurs- ríkari stjórnsýsla ferðamála með uppskiptingu atvinnuvegaráðu- neytis og öflugri Ferðamálastofu. Gagnaöflun, úrvinnsla og rannsóknir, hjá Hagstofu og víðar. Fágætis-, heilsu- og hvata- ferðaþjónusta örvuð með markaðssetningu, endurgreiðslukerfi vsk. og opnari vinnumarkaði. Efling atvinnutækifæra á landsbyggðinni með hvötum og atvinnuþróun. Fræðsla og hæfni auki gæði og verð- mætasköpun. Uppbygging áfangastaða með skipulegri og sam- ræmdari hætti, þar sem ýtt er undir frumkvæði sveitarfélaga. Efling innanlandsmarkaðar með framlengdri ferðagjöf, tryggari sam- göngum og álagsdreifingu á vetrum. Ellefu meginþættir viðspyrnu VEGVÍSIR UM VIÐSPYRNU – VIDSPYRNAN.IS arfsmannafatnaður rir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Ferðumst innanlands í sumar Aðalsafnaðarfundur Garðasóknar 2021 Aðalsafnaðarfundur Garðasóknar verður haldinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju, fimmtudaginn 20. maí kl. 17.00 Á dagskrá eru venjuleg aðalsafnaðarfundarstörf. Safnaðarmeðlimir eru hvattir til að sækja fundinn. Farið verður eftir gildandi fjöldatakmörkunum vegna Covid-19 og því mega að hámarki 150 fullorðnir einstaklingar sitja fundinn (börn fædd 2015 eða síðar eru undanskilin). Fundarfólk er hvatt til að virða 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila. Sóknarnefnd Garðasóknar. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.