Morgunblaðið - 13.05.2021, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
É Ó
Glide Step
Verð: 14.995.-
Stærðir: 36 - 41
Arch fit Flex
Verð: 13.995.-
Stærðir: 36 - 41
Arch Fit Refine
Verð: 14.995.-
Stærðir: 36 - 41
Glide Step
Verð: 14.995.-
Stærðir: 36 - 41
SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS
SKECHERS
withArchFit withMemory
Foam
withMemory
Foam
withArchFit
Architectural Digest
póstar reglulega á fa-
cebook-síðu sinni nokk-
urra ára gamalli grein
um tíu best hönnuðu
byggingar í heimi.
Harpa, innblásin af ís-
lenskri náttúru, er listuð
fyrst. Rauðglóandi
hraun flæðir úr gígnum.
Það breytist í storknað
basalt. Umkringt
stuðlabergi sem kristallast hefur í
munstri glerhjúps. Þetta er andi tón-
leikasalarins Eldborgar og með sama
hætti er hægt að lýsa söl-
unum Norðurljósum,
Silfurbergi og Kaldalóni.
Í glerhjúpnum baðar sig
svo stuðlabergið í litrófi
sem mælt var sérstak-
lega í heilan sólarhring á
sumarsólstöðum á
Reykjanesi.
Í nýrri markaðsher-
ferð Hörpu er sterkur
keimur af sumarlitum og
munstri glerhjúpsins. Ég
gat ekki annað en glott
smá því það var ekki
nema nokkrum vikum áður sem ég
nefndi þessa uppgötvun mína um litróf
hjúpsins við aðila sem ég vissi að væri
um það bil að kynna hugmyndir sínar
að nýrri markaðsherferð. Snertinguna
við hönnunarheim Hörpu væri samt
spennandi að þróa enn frekar með til
dæmis kynningu frá Ólafi Elíassyni
sjálfum um upplifun hans á húsinu öllu
í tilefni af tíu ára afmæli þess.
Það hefur verið fróðlegt og
skemmtilegt að lesa og greina hina
stuttu en flóknu sögu Hörpu, sem og
að hugsa um framtíð hennar. Eins
spennandi og arkitektúr hússins er, þá
er arkitektúr dagskrár og dagskrár-
gerðar enn meira spennandi. Tón-
leikahald er jú forsprakki og tilgangur
þess. Svo mikla athygli vakti hönn-
unin, staðsetningin og tónlistarflóra
Íslands að European Concert Hall
Organisation fundaði í Hörpu í apríl
2019 þar sem forstjórar og fulltrúar
u.þ.b. 20 helstu tónleikahúsa Evrópu
sáu fram á mögulegt samstarf í tón-
leikhaldi á vettvangi alþjóðlega skap-
andi hagkerfisins. Grundvallar-
forsenda ECHO er aftur á móti að
meðlimir standi fyrir verulegum eigin-
viðburðum. Í raun eru því miður engir
eiginviðburðir í Hörpu. Heimsókn
þessara forstjóra var þar með á röng-
um forsendum.
Eins og ég nefndi í fyrri grein, Mik-
ilvægustu tækifæri Hörpu, eru góð
samskipti við alþjóðamarkaðinn, sem
og innanhúss, grundvallaratriði í að
halda draumnum um bjarta framtíð á
lofti. Harpa, Sinfónían og Óperan eru
hið fullkomna þríeyki til að stuðla að
veldisvexti tónlistarlífsins almennt
með því að slá á rétta strengi og
mynda sterkan samhljóm í kjarna-
starfsemi hússins. Við óskum Hörpu
innilega til hamingju með tíu ára af-
mælið og horfum til bjartari fram-
tíðar tónlistarlífsins, svo hlusti englar
guðs í Paradís.
Snert hörpu mína
Eftir Gunnar
Guðjónsson
Gunnar Guðjónsson
» 10 ára afmæli
Hörpu. Staðan
og framtíðin.
Höfundur er rekstrarstjóri
og fv. aðstoðarmaður forstjóra
Raab&Böhm Artists.
gunnar.gudjonsson@icloud.com
Í störfum mínum í og
nálægt stjórnmálum
hef ég ítrekað glaðst yf-
ir því hve góðu fólki Ís-
land býr yfir og hvílíku
grettistaki fólkið lyfti
sem byggði upp landið
svo við getum notið alls
þess sem hér er. Ég hef
líka séð að stjórnmál
skipta raunverulegu
máli og hvernig á þeim
er haldið. Þess vegna hef ég ákveðið
að bjóða mig fram í 3.-4. sæti í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
nú í vor.
Mér finnst mikilvægt að fólk sem
íhugar að styðja mig viti hvar ég
stend og í hvaða átt ég tel að stjórn-
málin eigi að stefna.
Frelsið er höfuðforsenda
Ég trúi því einlægt að fólk eigi að
vera frjálst til að feta sína eigin leið að
hamingjunni. Í mínum huga þýðir
það að hið opinbera eigi ekki frekar
en aðrir að hafa skoðanir á eða af-
skipti af lífi fólks nema rík ástæða sé
til. Það krefst umburðarlyndis og
virðingar gagnvart ólíkum skoðunum
og lífi annarra almennt. Frelsismál;
einstaklingsfrelsið, skoðanafrelsi,
frelsi í atvinnulífinu, kynfrelsi og
tjáningarfrelsi hafa verið mér hug-
leikin og verða áfram forsendur og
mælikvarði alls sem ég geri.
Við eigum að standa með at-
hafnasemi og uppbyggingu
Okkur hefur alltaf gengið best þeg-
ar sköpunarkraftur fólks fær að njóta
sín. Ríkið býr ekki til peninga. Það er
fólk sem skapar atvinnu og ávinning-
inn sem verður til af henni. Það eru
hugmyndir fólks og krafturinn sem
býr í því sem þoka samfélaginu
áfram. Hlutverk stjórnmálanna er að
skapa gott umhverfi fyrir samkeppn-
ishæft atvinnulíf, nýsköpun og hug-
myndir. Öflugt efnahagslíf er mikil-
vægasta forsenda þess að við getum
gert það sem okkur ber
skylda til; tryggja tæki-
færi og menntun, hlúa
að þeim sem þurfa að-
stoð og tryggja þeim
sem eldri eru verð-
skuldað áhyggjuleysi.
Réttarríkið er
grunnur að réttlátu
samfélagi
Stjórnmál eiga að
vera yfirveguð, lausna-
miðuð og skynsöm.
Staðreyndir og heildarhagsmunir
eiga að vera í forgrunni þegar við tök-
um ákvarðanir. Lýðræðið og réttar-
ríkið eru grunnur alls sem við byggj-
um á og ég hef raunverulegar
áhyggjur af því að tækifæris-
mennska, óskhyggja og hrópkeppnir
geti dregið niður okkar almennt góða
samfélag. Afleiðingarnar eru van-
traust, skyndilausnir og hentistefnu-
réttlæti sem gagnast engum þegar
upp er staðið. Við eigum að vera
óhrædd við að taka umræðu um nýjar
nálganir, en við eigum að gera það af
festu og á grundvelli þess ágæta kerf-
is sem við höfum byggt.
Þegar kemur að því að standa vörð
um frelsið, réttarríkið og athafnasemi
fólks hefur engum flokki tekist betur
upp en Sjálfstæðisflokknum. Þess
vegna hef ég helgað Sjálfstæðis-
flokknum krafta mína síðustu ár og
mun halda áfram að gera.
Stjórnmál skipta máli
Eftir Hildi
Sverrisdóttur
» Það skiptir máli
hvernig á stjórn-
málum er haldið. Því hef
ég ákveðið að bjóða mig
fram í 3.-4. sæti í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík.
Hildur Sverrisdóttir
Höfundur er 1. varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
suður, aðstoðarmaður ráðherra og
frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Öryggishlutverk Út-
lendingastofnunar.
Réttur til alþjóðlegrar
verndar hér á landi
gildir ekki hafi um-
sækjandi framið alvar-
legan (ópólitískan)
glæp áður en honum
var veitt viðtaka sem
flóttamanni. Sama á
við ef skynsamlegar
ástæður eru til að álíta
umsækjanda hættulegan öryggi rík-
isins. Hér á landi er sérstakri stofn-
un, Útlendingastofnun, falið það
hlutverk að framfylgja lögum um
útlendinga. Kærunefnd útlendinga-
mála úrskurðar svo í málum þeirra
sem sætta sig ekki við niðurstöður
Útlendingastofnunar. Svo er að sjá
sem kærunefnd útlendingamála líti
á lögin sem viðmið sem ekki þarf
endilega að fara eftir. Og ef Rósa
Björk Brynjólfsdóttir stofnar að-
gerðahóp gegn úrskurðunum, þá
gilda orð hennar framar lögum.
Hér var manni nýlega veitt hæli af
kærunefnd útlendingamála vegna
þess að hann er meðlimur í öfga-
samtökum! Ég hygg það vera ein-
stakt í heiminum. Vonandi mun það
ekki hafa slæmar afleiðingar sem
þó er rík ástæða til að óttast.
Afleiðingar andvaraleysis Út-
lendingastofnunar
Morðið í Rauðagerði hefur að
vonum vakið mikla athygli. Ekkja
fórnarlambsins vakti athygli á að sá
sem játað hefur verknaðinn búi hér
í andstöðu við lög. Mikil er ábyrgð
Útlendingastofnunar ef svo er og
ég hef enga ástæðu til að efa.
Útlendingastofnun hefur haft næg-
an tíma til að bera af sér sakir.
Fyrir aðeins þremur árum var
lettnesk kona myrt með hroðaleg-
um hætti hér á landi. Lengi vel fóru
málavextir mjög hljótt.
Ástæðan var ráðgáta;
nú eða þá ekki. Hvað
sem öðru líður er dag-
ljóst að morðinginn
hefði aldrei átt að fá
stíga hér til jarðar.
Hann var dæmdur of-
beldismaður fyrir al-
varlega glæpi framda í
Evrópu. Þessi erlenda
kona varð, eða öllu
heldur orðspor hennar,
að þola umfjöllun sem
var til háborinnar
skammar og að ýmsu mjög mis-
jöfnu látið liggja um persónu henn-
ar. Vonandi slapp fjölskyldan við
vitneskju um þetta tal. Útlend-
ingastofnun var því miður alveg
sleppt við alla gagnrýni eins og nú
fer fram vegna morðsins í Rauða-
gerði. Og af hverju Samfylkingin
áttar sig ekki líkt og margir systur-
flokkarnir í Evrópu er óskiljanlegt.
Leyndarhyggja kærunefndar
útlendingamála
Af einhverjum sökum er kæru-
nefnd útlendingamála í mun að við-
halda leynd um starfsemi sína.
Nefndin skal að jafnaði birta úr-
skurði sína, eða eftir atvikum út-
drætti úr þeim, sem fela í sér efn-
islega niðurstöðu á aðgengilegan og
skipulegan hátt. Stór hluti úrskurða
er samt ekki birtur. Ég spurðist
fyrir um þetta hjá nefndinni. Svar
formannsins var svohljóðandi: „Með
orðunum „að jafnaði“ í 7. mgr. 6.
gr. er ljóst að birtingarskyldan er
ekki afdráttarlaus og að stofnuninni
er með því orðalagi eftirlátið nokk-
urt svigrúm til mats á því hvaða úr-
skurði skuli birta. Þá er jafnframt
ljóst að ekki er kveðið á um að úr-
skurðir skuli birtir opinberlega inn-
an tiltekins tíma frá uppkvaðningu
og því hefur stofnunin svigrúm til
að meta hversu fljótt úrskurðir eru
birtir.“ Ekki veit ég hvort formað-
urinn er löglærður, enda þarf þess
ekki. Kærunefndin veit í öllu falli,
að því er virðist, ekkert hvað „að
jafnaði“ þýðir á íslensku. Viðbót-
arrökin voru m.a. þessi: „Við gerð
verklagsreglnanna [sem eru gerðar
án lagaheimildar eða heimildar ráð-
herra] var litið til þess að Rauði
kross Íslands fer með hags-
munagæslu fyrir umsækjendur um
alþjóðlega vernd. Þeir starfsmenn
Rauða krossins sem sinna þessu
starfi hafa því aðgang að um 99% af
efnisúrskurðum á þessu sviði, en
örfáir kærendur hafa falið öðrum
lögmönnum að sjá um hagsmuna-
gæslu gagnvart kærunefndinni.
Markmið opinberrar birtingar um
fyrirsjáanleika og réttaröryggi eru
því mjög vel tryggð að þessu leyti
með þeim aðgangi sem starfsmenn
Rauða krossins hafa að úrskurðum
kærunefndar.“ – Svo mörg voru
þau orð. Kærunefnd útlendinga-
mála lítur sem sé svo á að reglur
sem gilda um birtingu dóma, lög
um persónuvernd og reglur um
birtingu ýmissa úrskurða stjórn-
valda og m.a.s. skýr fyrirmæli út-
lendingalaga séu ekki bindandi og
að úrskurðir Útlendingastofnunar
þurfi ekki sæta opinberri birtingu,
almenning varði þetta engu. – Væri
ekki tilvalið að fá heimild Alþingis,
nú eða a.m.k. ráðherra fyrir þessu
ráðslagi?
Eftir Einar S.
Hálfdánarson »Kærunefnd útlend-
ingamála er í mun að
viðhalda leynd um starf-
semi sína án heimildar
ráðherra. Af hverju
Samfylkingin áttar sig
ekki er óskiljanlegt.
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður og
löggiltur endurskoðandi.
Útlendingastofnun og
kærunefnd útlendingamála