Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 39

Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 BÍLABÚÐ BENNA KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is Bílasala Suðurnesja Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Ib bílar Selfoss Fossnes A Sími: 480 8080 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 NÝ MOKKA 100% RAFMAGN KYNNT Á NÆSTUNNI BIÐIN STYTTIST Virðisaukaskattur á veitingar er 11% á Íslandi og er því við fyrstu sýn fremur lít- ill ávinningur að því að selja veitingar fram hjá kassakerfi, eða með öðrum orð- um að selja veitingar svart, því þessu fylgir óneitanlega umstang og áhætta. Þrátt fyrir til- tölulega lágt skatthlutfall er nokkuð um að þetta sé stundað og er þetta mein í samfélagi okk- ar. Hugsum okkur dæmi um veit- ingamann sem er með 110 millj- óna króna skattskylda veltu og ætti að öllu eðlilegu að vera með launakostnað upp á 40 milljónir. Hvað gerist þegar hann ákveður að stinga undan virðis- aukaskatti af 10 milljónum króna af þessari veltu? Hann hefur nú snuðað sam- félagið um 1,1 milljón í virðis- aukaskatt en situr uppi með 10 óskilgetnar milljónir í höndunum og allt í seðlum. Einhverjum gæti þótt það ansi vel af sér vikið, en málið er ekki svona einfalt því það er ekki hægt að gera hvað sem er með þessa fjármuni. Það er til að mynda ekki hægt að kaupa sér eldhúsinnréttingu eða nýjan bíl með seðlum án þess að það veki eftirtekt, en sölu- aðilar hafa tilkynningaskyldu séu háar upphæðir greiddar með reiðufé og eins er ekki hægt að leggja háar upphæðir inn á reikn- inginn sinn án skýringa. Veitingamaðurinn situr sem sé uppi með fulla vasa fjár sem hann getur ekki nýtt sér með góðu móti. Ein leið sem nokkuð virðist vera stunduð er að velta þessum peningum áfram í svarta hagkerf- inu. Það sem menn gera þá er að ráða til sín í vinnu fólk sem ein- hverra hluta vegna sér sér ekki hag í að vera á launaskrá. Þetta geta verið aðilar í meðlagsskuld, aðilar sem eru án atvinnuréttinda í landinu, aðilar sem þiggja at- vinnuleysisbætur eða mögulega aðrar bætur, svo eitthvað sé nefnt. Báðir aðilar sjá sér hag í þessu fyrirkomulagi, en veitingamaðurinn sleppur við öll launatengd gjöld, auk þess sem hann er að borga langt undir taxtalaunum. Hann þarf ekki að borga lágmarks- útkall, tryggingar- gjald, uppsagn- arfrest, veikindi, orlof, vaktaálag, yfirvinnu, stórhá- tíðartaxta eða aðra umsamda liði sem sannarlega hafa verulegan kostnaðarauka í för mér sér; í stuttu máli hefur hann í raun engar skyldur gagnvart mótaðila sínum, sem er algerlega réttlaus komi eitthvað upp. Starfsmað- urinn verður hins vegar ekki fyrir neinni skerðingu á þeim bótum sem hann þiggur, auk þess sem hann sleppur við að greiða tekju- skatt, sem er umtalsverður á Ís- landi. Niðurstaðan er þá sú, að þegar upp er staðið hafa þessar 10 millj- ónir sem stungið var undan mögulega þrefaldast að verðgildi sem svört laun. Með öðrum orð- um: Í stað þess að hafa þurft að bera launakostnað upp á 30 millj- ónir í uppgefnum launum fara þessar 10 svörtu milljónir í að dekka svarta launakostnaðinn. Þannig að í stað þess að greiða 40 milljónir í laun greiðir hann 10 milljónir uppgefnar auk 10 millj- óna í svört laun. Hagnaður veitingamannsins við þennan gerning er 20 milljónir í ógreidd laun auk 1,1 milljónar sem ekki var greidd í virðis- aukaskatt, alls 21,1 milljón, sem er ágætisávöxtun á því að stinga undan skatti 10 milljónum. Rekstur fyrirtækisins, sem mögulega var í járnum, er allt í einu orðinn þó nokkuð arðbær. Þetta gefur viðkomandi færi á að styrkja rekstur sinn á marg- víslegan hátt. Hann getur til að mynda boðið upp á mun betri þjónustu en aðrir með fleiri starfsmönnum á vakt, eða selt vörur sínar á lægra verði en þeir sem gefa allt upp til skatts, greitt niður öll sín lán, eða bara greitt sér út ríkulegan arð, sem nú er orðinn hvítþveginn. Tap samfélagsins er margþætt. Það verður af 1,1 milljón í virðis- aukaskatt auk skatttekna af upp- gefnum launum. Stéttarfélög fara á mis við ógreidd félagsgjöld, líf- eyrissjóðir á mis við ógreidd ið- gjöld, starfsmennirnir fara á mis við umsamin kjör en keppinautar sem ekki hafa geð í sér til að standa í þessu þurfa mögulega að lúta í gras. Þá er ótalið samfélagslegt og siðferðislegt krabbamein sem fylgir því fyrir launþega að taka þátt í þessu. Órjúfanlegur fylgifiskur svartra viðskipta er reiðufé. Þetta á jafnt við um veitingar sem fíkniefni, vændi og annað það sem ekki þol- ir dagsljósið. Því minna reiðufé í umferð, því erfiðara er að stunda svört viðskipti. Benedikt Jóhannesson fyrrver- andi fjármálaráðherra benti á það á sínum tíma, og hlaut þá bágt fyrir, að það væri í raun engin þörf fyrir 10.000 króna seðilinn. Hann nýttist í raun ekki neinum nema þeim sem væru með óhreint mjöl í pokahorninu. Við sem sam- félag ættum að ganga enn lengra en Benedikt stakk upp á á sínum tíma og miða við að 1.000 króna seðillinn væri verðmesta einingin sem væri í boði sem reiðufé á Ís- landi. Einfaldasta leiðin til að gera þeim erfitt fyrir sem ekki kjósa að taka þátt í að leggja sitt til samfélagsins er einfaldlega að hætta algerlega að nota reiðufé. Að lokum skal það tekið skýrt fram að þessi grein er ekki meint sem áfellisdómur yfir veit- ingamönnum, sem langflestir eru með allan sinn rekstur til fyr- irmyndar. Skattsvik í veitingarekstri og víðtæk áhrif þeirra Eftir Þórarin H. Ævarsson » Veitingamaðurinn situr sem sé uppi með fulla vasa fjár sem hann getur ekki nýtt sér með góðu móti. Þórarinn H. Ævarsson Höfundur er veitingamaður. Fólk á förnum vegi í Suðurkjördæmi víkur gjarnan tali að frum- varpi um miðhálendis- þjóðgarð og þjóðgarðs- stofnun, sem umhverf- isráðherra vill ólmur lögfesta fyrir lok kjör- tímabilsins, og spyr um afstöðu mína til málsins. Svarið er skýrt, ég er algjörlega andvíg áformum um að búa til þetta stjórnsýslubákn sem ætlað er að fara með forræði alls miðhálendisins. Við erum að tala um ríkisstofnun sem á að stjórna umferð og aðgerðum á hátt í 40% flatarmáls Íslands, hvorki meira né minna! Einn af aðstandendum ferða- þjónustunnar í Kerlingarfjöllum vakti athygli á því á dögunum að þar hefðu eigendur og starfsfólk rekstrarins varið þúsundum vinnu- stunda við umhverfis- og nátt- úruvernd á svæðinu með því að tína rusl, leggja og merkja göngu- stíga og göngubrýr, lagfæra sár eftir utanvegaakstur og svo fram- vegis. Nú skal frumkvæðið tekið af þeim sem sinnt hafa þarna land- verndarverkefnum að eigin frum- kvæði og á sinn kostnað og forræði mála flutt suður. Er einhver glóra í því? Þegar betur er að gáð er áform- um um miðhálendisþjóðgarð greini- lega stefnt gegn möguleikum í framtíðinni til að virkja frekar vatnsafl á hálendinu til raforku- framleiðslu. Ef litið er til orku- skipta og spár um mannfjöldaþróun næstu þriggja áratuga má gera ráð fyrir því að tvöfalda þurfi raf- orkuframleiðsluna til að komandi kynslóðir búi við hliðstæð lífsgæði og okkur þykja sjálfsögð nú. Nær fjórðungur útflutningstekna lands- manna byggist á því að nýta græna orku, aflið í vatninu. Eigum við að hafa vit fyrir þeim sem landið byggja að okkur gengnum og ákveða fyrir þeirra hönd að nóg sé komið af því að beisla orku fall- vatna? Auðvitað ekki. Sporin hræða. Ýmsum brá eðli- lega í brún þegar Vatnajökuls- þjóðgarður tók upp á því að skerða almannarétt með því að takmarka aðgengi að Vonarskarði. Nú er talað um að þjóðgarður á hálendinu öllu muni höfða til ferðafólks en samt fylgir ekki sögu hvernig eigi að standa að ferðaþjónustu á svæðinu. Það eru ekki mörg orð um rekstur og rekstraraðila í frumvarpstextanum! Vert er að hafa líka í huga að þeir sem harð- ast ganga fram í baráttu fyrir miðhálendisþjóðgarði hafa lagst gegn því árum saman að stofnvegir á hálendinu séu lagfærðir þannig að teljast megi ökuhæfir að sumar- lagi. Kjarni máls er sá að sjálf um- sýsla miðhálendisins er í góðu lagi og ekki vitað til þess að þar séu slík vandamál uppi að kalli á mið- stýringu og tilheyrandi stofnana- bákn. Forræðinu er áfram best fyr- ir komið hjá sveitarstjórnendum, bændum og fyrirtækjum sem hags- muni hafa af því að ástand hálend- isins sé í jafnvægi. Hugmyndir um þjóðgarðsstofnun falla hins vegar vel að pólitískum hugarheimi fólks sem nærist mest og best á forræð- ishyggju af öllu tagi en það er önn- ur saga. Ég er mjög langt frá slíkri hugsun í tilverunni. Eflum Suðurkjördæmi! Miðhálendisþjóð- garður? – nei, takk Eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur » Við erum að tala um ríkisstofnun sem á að stjórna umferð og að- gerðum á hátt í 40% flatarmáls Íslands. Guðrún Hafsteinsdóttir Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.