Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 44
Grillaðar pítsur, gleði og sól – uppskrift að frábærum degi. En hvernig
ætli sé best að þrífa pítsasteininn sem best, til að vera ekki alltaf að
grilla gamlar matarleifar? Það þarf nefnilega að þrífa steininn vel til
að pítsan nái stökkleika sínum sem best á grillinu. Og eins og við vit-
um, þá má alls ekki setja slíka steina í uppþvottavél, né baða þá upp úr
mikilli sápu.
Skref eitt
Sjáðu til þess að steinninn sé alveg kaldur áður en þú byrjar. Dragðu
fram plastspaða eða sambærilegt áhald úr plasti (annað skemmir stein-
inn) – og skrapaðu stærstu óhreinindin burt.
Skref tvö
Blandaðu saman matarsóda og vatni og berðu á með mjúkum rökum
klút. Reyndu að bera á blettina með hringlaga hreyfingum.
Skref þrjú
Ef það er eitthvað sem situr ennþá fast skaltu setja steininn inn í kald-
an ofn og stilla á 250°C. Þegar steinninn er orðinn heitur ættir þú að ná
að skrapa restina af. Munið þó að það koma alltaf til með að vera ein-
hverjir blettir sem sitja eftir – það er fullkomlega eðlilegt. Og passið að
skrapa ekki of fast!
Forðist alltaf sterk hreinsiefni á steininn, mjög heitt vatn og beitta
hluti, þá ætti steinninn að halda áfram að færa ykkur ekta ítalskar pítsur
af grillinu.
Ljósmynd/Colourbox
Grill Pítsasteinar eru algjör skyldueign fyrir alvöru grillara.
Svona þrífur þú
pítsasteininn
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
First
11.995.- / St. 19-26
Vnr.: E-754381
SP1 Lite
10.995.- / St. 19-26
Vnr.: E-724121
ECCO UNGBARNASKÓR
GÆÐI FYRIR FYRSTU SKREFIN
SP1 Lite
11.995.- / St. 19-26
Vnr.: E-724101
SP1 Lite
10.995.- / St. 19-26
Vnr.: E-724111
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
Allir M E Ð M B L . I S O G H A G K A U Pgrilla
Kjúklingavængir eru í miklu uppá-
haldi hjá flestum grillurum og mat-
gæðingum landsins enda mikil
kúnst að búa til góða vængi. Þegar
það tekst vel er útkoman iðulega
veisla fyrir bragðlaukana þar sem
margslungið bragð dansar tangó á
tunginni … eða svo gott sem. Hér
voru grillaðir vængir en að auki
vorum við með bringur sem við
skárum niður í strimla og mariner-
uðum á sama hátt og vængina. Út-
koman var upp á tíu því vængirnir
voru frábærir en fyrir þá sem elska
bragðið en nenna ekki að naga sig
máttlausa var bringukjötið hrein-
asta unun. Kornbrauðið var
skemmtileg tilraun sem kom á óvart
og undirrituð hefði aldrei trúað því
hvað það er gott á bragðið. Gráð-
ostasósan var svo hreint ekki venju-
leg og er nánast hægt að fullyrða að
hér sé ein besta gráðostasósa allra
tíma á ferðinni.
Kjúklingavængir
Kjúklingabringur
Famous Dave’s Roasted Chicken
Country Seasoning
Sweet Baby Ray Buffalo
Wing Marinade
Famous Dave’s Sweet & Zesty BBQ
18% sýrður rjómi
majónes
Saint Agur Blue Cheese
sellerí
gulrætur
Famous Dave’s Signature
Spicy Pickles Spears
Famous Dave’s Corn Bread Mix
Byrjið á því að skera framan af
vængjunum og skera bringurnar
niður. Setjið í skál og kryddið vel.
Setjið því næst vel af buffalo-
sósunni yfir og blandið vel saman.
Ekki er verra ef kjúklingurinn fær
að bíða þannig einhverja stund.
Á meðan skal setja innihaldið úr
maísbrauðsblöndunni í skál og bæta
eggi, mjólk og vatni við samkvæmt
leiðbeiningum á umbúðum. Hrærið
og setjið í múffuform. Bakið sam-
kvæmt leiðbeiningum.
Setjið jöfn hlutföll af osti, majón-
esi og sýrðum rjóma í skál og
blandið saman.
Skerið niður sellerí og gulrætur
og setjið í skál.
Grillið því næst kjúklinginn í um
það bil 15 mínútur. Penslið rausn-
arlega með BBQ-sósu og snúið
reglulega á grillinu.
Grillaðir kjúklingavængir
með bestu gráðostasósunni