Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 45
Glötuð niðurstaða fyrir 45 ára
gamlan mann
Ég var greindur fyrst með kæfisvefn
árið 2013 en þá hafði það mikil áhrif
á konuna mína vegna þess að hún
átti erfitt með svefn vegna hávaða í
mér á nóttunni. Um það leyti fór ég í
svefnrannsókn hjá Landspítalanum og
greindist með vægan kæfisvefn. Mér
stóð til boða að fá kæfisvefnsvél, sem
ég lét þó aldrei verða af. Þetta háði mér
ekki mikið á þessum tíma, en 10 árum
seinna var þetta farið að hafa meiri áhrif
á mig. Ég vaknaði alltaf þreyttur og
þurfti mjög oft að leggja mig eftir vinnu.
Þó að ég svæfi í 8 tíma eða lengur þá var
ég aldrei úthvíldur.
Í september 2020 urðu svo kaflaskil
í þessu hjá mér. Þá vaknaði ég einn
venjulegan sunnudagsmorgun
þreyttur eins og svo oft áður en
eitthvað var öðruvísi en vanalega. Mér
leið einkennilega og hjartslátturinn
var hraður og óreglulegur. Ég fór á
bráðamóttökuna til að láta kanna þetta
betur og þá kom í ljós að hjartað hafði
farið úr takt (gáttatif), sem endaði með
að ég var svæfður og rafvendur.
Eftir þetta fór ég í skoðun hjá
Gísla Jónssyni vini mínum sem er
hjartalæknir og hann komst að þeirri
niðurstöðu að þetta hefði gerst í svefni
og sendi mig rakleitt í svefnrannsókn.
Niðurstaðan kom mér ekki á óvart.
Staðan hafði versnað og var ég greindur
með kæfisvefn yfir meðallagi eða 30
öndunarhlé á klukkustund.
Í samtali við lækninn minn um hvað
væri til ráða kom fram að hann taldi að
lítið annað væri að gera en að ég myndi
fá svefnvél. Mér fannst þetta nú heldur
glötuð niðurstaða fyrir 45 ára gamlan
mann sem telst í þokkalegu góðu
líkamlegu formi og stundar útivist eins
og hjólreiðar, fjallaskíði, gönguferðir,
hlaup o.fl. Ég tók mér nokkra
klukkutíma í að finnast þetta glatað, en
ákvað svo að gera það besta úr stöðunni.
Ég fékk vél frá Landspítalanum
nokkrum vikum seinna og ákvað ég að
gefa vélinni minni nú bara eitthvað nafn
og ber hún nafnið Loftur. Það varð alger
bylting fyrstu daga okkar Lofts, hann sá
til þess að ég svæfi eins og ungabarn og
á nokkrum vikum áttaði ég mig á því að
ég hafði ekki fengið almennilega hvíld í
mörg ár.
Á þessum 6 mánuðum sem liðnir
eru frá því að ég fékk vélina hef ég
ekki fundið fyrir þörf að leggja mig
seinnipartinn og vakna úthvíldur
alla morgna. En þar sem ég ferðast
mikið vegna áhugamála og vélin frá
Landspítalanum er frekar stór um sig
þá fór ég að skoða hvað væri í
boði og fann út að Stoð
er að selja ferðasvefnvél.
Vélin er ekki mikið stærri
en farsími og einstaklega
meðfærileg. Þetta mun
koma sér mjög vel fyrir
mig fyrir sumarið þar
sem ég eyði flestum
helgum og fríum í að
gista í tjaldi, fjallaskálum
og við alls konar aðstæðu
Ferðavélin mun fá sitt plá
alveg eins og annar búnaður sem ég
nota til útivistar, því að án hennar mun
ég ekki geta verið hér eftir.
Munurinn fellst í stærðinni
AirMini ferðavélin er lítil og meðfærileg
kæfisvefnsvél fyrir þá sem eru á
ferðinni. Vélin veitir sömu meðferð og
vélin á náttborðinu. Þó að vélin sé lítil
er hún mjög öflug og veitir sambærilega
meðferð og kæfisvefnsvél sem fólk notar
heima. Munurinn felst í stærðinni og
því að ekki fylgir með rakabox sem
fylla þarf af vatni. Ferðavélin veitir því
vatnslausa rakameðferð með sérhæfðum
rakafilter.
Ása, framkvæmdastjóri Stoðar er
hjúkrunarfræðingur með mastersgráðu
í svefnrannsóknum. Hún segir einkenni
kæfisvefns koma misjafnlega fram hjá
fólki.
„Kæfisvefn er samheiti yfir einkenni
sem lýsa sér þannig að einstaklingar fá
endurtekin öndunarstopp að næturlagi
og oftast fylgikvilla að degi til, í formi
syfju og þreytu. Sumir þola mjög illa
röskun á svefni vegna öndunartruflana
og lýsa fyrst og fremst svefnleysi, á
meðan aðrir eru mjög syfjaðir á daginn.
Þriðji hópurinn kemur oft seint í
greiningu, en glímir við afleiðingar
kæfisvefns á hjarta- og æðakerfið,
svo sem háþrýsting, hjartasjúkdóma,
gáttaflökt, vélindabakflæði og fleira. Það
er mjög gefandi að upplifa þegar fólk,
sem verið hefur með skert svefngæði
vegna kæfisvefns, fær meðferð við hæfi.
Það hreinlega öðlast nýtt líf og lýsir því
að vera loks úthvílt og orkumikið fyrir
daginn, eins og Ragnar lýsir svo skýrt í
sögu sinni“ útskýrir Ása.
Frelsi með í ferðalagið
Björk Gunnarsdóttir er með BSc.-
gráðu í heilbrigðisverkfræði og er
kæfisvefnssérfræðingur hjá Stoð.
Hún segir stórkostlegt að vera loksins
komin með lausn fyrir þá sem þjást af
kæfisvefni og vilja litla og handhæga
svefnöndunarvél til að ferðast með.
„Þeir sem ferðast mikið vegna vinnu
sinnar eða sér til skemmtunar hafa
verið að kaupa sér vélina. Ég hef lært
að þeir sem eru með kæfisvefn og nota
kæfisvefnsvél, taka ekki í mál að sofa
eina nótt án vélar. Þeir finna strax mun
á sér og eru ómögulegir og úrvinda
ef þeir sleppa vélinni. Því felst mikið
frelsi í því að þurfa ekki að taka með
stærri vélina og rakatækið sem er á
náttborðinu heldur geta kippt litlu
ferðavélinni með í ferðatöskuna.“
Segir Björk.
AirMini ferðavélin er mjög einföld
í notkun. Vélinni fylgir snjallforrit
(app) sem hægt er að sækja í AppStore
eða Playstore og gott að vera búið að
ná í forritið áður en komið er í tíma
til Bjarkar. Einnig þarf fólk að muna
að koma með vélina sína og grímu í
tímann, svo Björk getir stillt ferðavélina
á sömu stillingar og verið er að nota
heima.
Mér leið einkennilega
- hjartslátturinn var hraður og óreglulegur
Stór hluti þeirra sem greinast með kæfisvefn er fólk
á besta aldri, í fullri vinnu og fólk sem ferðast og
stundar áhugamál sín af kappi. Ragnar Hilmarsson
er einn þeirra og deilir hann hér með okkur þeim
kaflaskiptum sem urðu í lífi hans eftir að hann vaknaði
einn morguninn með óreglulegan hjartaslátt og var
greindur með kæfisvefn í kjölfarið.
tjóri Stoðar og Björk heilbrigðisverkfræðingur.
„Loftur sá
til þess að ég
svæfi eins og
ungabarn“,
segir Ragnar
Hilmarsson
eftir að hann var
greindur með
kæfisvefn.
r.
ss
hjúkrunarfræðingur og framkvæmdas
AirMini er minnsta og hljóðlátasta
kæfisvefnsvélin á markaðnum í dag, aðeins
300 grömm og 13,6 sentímetrar á lengd.
„Ferðavélin AirMini er lítil og
meðfærilega kæfisvefnsvél
sem er auðvelt að taka með
í bústaðinn, veiðina,
golfferðirnar, fríið og
vinnuferðir innan lands
og utan.“
Allar nánari upplýsingar og til að bóka þjónustutíma í ráðgjöf er að finna á vefsíðu Stoðar, stod.is