Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 Með sár í hjarta þarf ég að kveðja í dag mág minn, vin, minn fremsta Sigga P. Siggi P. var ynd- islegur drengur og það að taka hitting með honum var í raun alltaf lífsreynsla. Þegar ég hitti hann í fyrsta sinn eftir að ég og Inga P. fórum að draga okkur saman kveið ég fyrir að hitta bróður Ingu því hann var auðvitað aðalmaðurinn og árið er 1988, þrefaldur Íslands- meistari í golfi. En auðvitað eftir fyrstu kynni í sirka fimm mínútur fannst mér ég vera bara nokkuð góður þar til Siggi P. spurði mig með hvaða liði ég héldi í ensku … úff það var högg; hann í þessu Man.Utd-rugli og ég í Liverpool. Upp frá þessu var vinátta okkar og virðing að eilífu og alltaf gaman að hitta Sigga P., sérstaklega þeg- ar Manjú tapaði. Siggi P. var mikil fyrirmynd og hvað ég er stoltur að hafa átt þig sem mág, vin og gleðigjafa sem mun hjálpa mér endalaust. Lífið er svo mikið hugarfar og þegar talað var við Sigga P. um hvað þyrfti til þess að ná árangri í íþróttum og/eða í lífinu sjálfu þá var hann með svör við öllu því og líka með þetta ótrúlega keppnis- skap sem hann bar með sér og það var endalaust. Minning lifir um góðan mann sem ég elskaði endalaust og bar gríðarlega mikla virðingu fyrir. Elsku Guðrún mín og fjöl- skylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Takk Siggi P. Valtýr Reginsson. Hún var þung fréttin sem barst okkur GR-ingum nýlega. Sigurður Pétursson, Siggi Pé, er látinn. Ég hygg að fáir í golfhreyfingunni hafi verið jafn vel kynntir og Siggi Pé. Hann var goðsögn í íslensku golfi. Hann varð Íslandsmeistari 1982, 1984 og 1985. Þá varð hann klúbbmeistari Golfklúbbs Reykja- víkur 1981 og 1983 og á aukinheld- ur fjöldann allan af öðrum afrek- um í golfíþróttinni. Titlarnir fjölmörgu voru auðvit- að skýr ástæða þess hve vel hann var kynntur í golfhreyfingunni, en alls ekki sú eina. Sem golfkennari bar hann öðrum fremur ábyrgð á fyrsta vorinu í íslensku golfi. Hann ól upp marga af okkar bestu leik- mönnum og kenndi þeim allt um íþróttina fögru. Golfbúð Sigga Pé í Grafarholtinu er líka ofarlega í minningunni. Í seinni tíð var það svo farar- stjórn og golfkennsla erlendis sem kynnti Sigga Pé enn frekar fyrir kylfingum. Á Spáni undi hann sér vel og þar var hann hrókur alls fagnaðar. Allir töluðu vel um Sigga Pé sem komu heim úr þeim ferð- um. Fyrir hönd Golfklúbbs Reykja- víkur vil ég votta eiginkonu hans, börnum og aðstandendum öllum mína dýpstu samúð. Megi minning Sigurðar Péturssonar lifa og hann hvíla í friði. Björn Víglundsson formaður. Þegar ég frétti að Sigurður Pét- ursson vinur minn væri fallinn frá kom upp mikil undrun, síðan doði sem ég gat ekki skilið en síðan tómleikinn sem yfirtók mig með tárum. Hugurinn fór á fullt þar sem minningar um Sigga Pé tóku að ryðjast fram hver af annarri í langri vináttu sem aldrei féll skuggi á. Sigurður Pétursson ✝ Sigurður Pét- ursson fæddist 29. júní 1960. Hann lést 19. apríl 2021. Útför hans fór fram 12. maí 2021. Okkar fyrstu kynni voru einkenni- leg en ég þurfti að stugga við þér og þínum vinum af vell- inum í Grafarholti þar sem Árbæjar- gengið var að gera óskunda. Ekki leið á löngu þar til þú varst tekinn í sátt og byrj- aðir að vinna á vell- inum með mér, þú 15 ára og ég 19. Við sáum um flat- arsláttinn á VW-bjöllunni góðu og vorum alltaf á milli 12. og 14. brautar þegar Fríða mín kom rölt- andi yfir holtið á leið í vinnu í golf- skálanum hjá móður minni Agnesi Haraldsdóttur sem sá um veit- ingasöluna. Skutlaði ég henni upp í golfskála og á meðan sást þú um sláttinn. Þarna var lagður grunn- ur að sambúð okkar Fríðu sem stendur nú enn eftir 45 ár, takk Siggi minn. Efnilegur varstu í golfinu, við æfðum eftir vinnu og spiluðum mikið saman enda kom fljótt í ljós hversu góður kylfingur þú varst orðinn og með mikið keppnisskap. Ég var mjög stoltur af þér þegar við fórum saman í þína fyrstu ferð og nánast allar þínar landsliðs- ferðir á þínum ferli þar til þú gerð- ist atvinnumaður í golfi. Margar góðar minningar eru úr öllum þessum ferðum og væru þær efni í bók. Sem dæmi NM-ferðin til Finnlands þar sem við misstum okkur í grínbúðinni og var spaugið allsráðandi með alls konar dóti sem við notuðum til að gera grín í meðspilurunum. Grínið hélt áfram í fluginu heim og endaði það með lófataki flugfreyjanna þegar við gengum frá borði. Já það var alltaf stutt í spaugið með þér. Góð minning þegar við áhugamenn kepptum á HM at- vinnukylfinga í Evrópuriðli á Ír- landi. Þar náðum við öðru sæti og rétti til að spila á lokamótinu á Ítalíu. Einnig fórum við saman til Spánar þegar reyna átti við at- vinnumennskuna og þú stóðst þig frábærlega enda einn okkar allra besti kylfingur en ævintýrið okkar stóð yfir í þrjá mánuði. Við störf- uðum seinna meir saman þegar ég var liðstjóri landsliða hjá GSÍ og með þig sem kennara í landsliðs- ferðum. Mikil gleði þegar þú náðir loksins holu í höggi í fyrsta sinn þegar við vorum að spila saman á Spáni. Síðan frábær ferð árið 2017 til Rye á Englandi með Sigurði Hafsteinssyni og Peter Salmon, þar sem gamlar golfhefðir voru hafðar í heiðri. Vorkenndir þú mér eftir þessa ferð og vildir að ég fengi mér nýrri kylfur. Þú komst til mín í fyrra með nokkrar kylfur sem þú vildir að ég prófaði enda ekki sáttur við það að rúlla mér upp þar sem ég lék með yfir tutt- ugu ára gömlum kylfum. Viku áð- ur en þú fórst í þína lokagolfferð komstu svo með restina af settinu úr þínu vopnabúri og sagðir þegar ég vildi borga að eina greiðslan væri nokkrir hringir saman í sum- ar. Þarna er góðmennsku þinni rétt lýst. Einhver bið verður á næsta hring hjá okkur Siggi minn en hann verður eflaust á frábærum stað. Ég votta Guðrúnu, börnum, tengdabörnum og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Ragnar Ólafsson. Okkur félagana langaði að minnast vinar okkar, félaga og „mentors“, Sigurðar Péturssonar, í örfáum orðum. Fréttir af andláti hans langt fyrir aldur fram voru óvæntar og sárar en urðu til þess að draga fram í huga okkar ótal góðar minningar um skemmtileg- ar stundir í samneyti við Sigga Pé, eins og hann var ávallt kallaður. Við kynntumst allir Sigga Pé í kringum 1980 þegar við vorum ungir og upprennandi kylfingar í unglingastarfi Golfklúbbs Reykja- víkur. Þá var Siggi einn albesti kylfingur landsins og fyrir okkur var hann hetjan. Aðalmaðurinn. Hann var sá sem við allir litum upp til og reyndum að líkjast og læra af. Hann vann marga Íslands- meistaratitla og fjölda annarra titla og inni á vellinum var hann ótrúlega flottur – hæfileikaríkur, einbeittur og með gríðarlegt keppnisskap. Utan vallar var hann einnig tilkomumikill og þar hafði hann mestu áhrifin á okkur. Hann var skemmtilegur og hress og hafði alltaf skemmtilegar sögur að segja. Það sem var mikilvægast fyrir okkur var að hann hafði raun- verulegan áhuga á okkur og fram- gangi okkar og þróun sem ungir kylfingar og vildi gera það sem hann gat til hjálpa okkur að verða betri. Hann gaf sér tíma til að spila og æfa með okkur og gaf okkur góð ráð. Stundum sat hann með okkur fyrir mikilvæg golfmót og hjálpaði okkur að hugsa upp og undirbúa leikskipulagið fyrir kom- andi keppni. Hann hafði góða nær- veru og þessar stundir með honum skiptu okkur miklu máli og eru okkur ógleymanlegar. Eftir því sem árin liðu og við fórum að keppa í meistaraflokki ásamt Sigga Pé og öðrum afrekskylfing- um þjóðarinnar, þá var Siggi samt alltaf nálægur til að gefa góð ráð, stappa í okkur stálinu og gefa okk- ur styrk með nærveru sinni. Hverjum og einum okkar fannst hann hafa sérstakt sam- band og tengingu við Sigga. Og þegar við ræðum saman um þess- ar minningar áttum við okkur á að okkur er öllum eins innanbrjósts hvað það varðar. Við vitum líka að fjölmargir aðrir ungir menn sem Siggi Pé hafði samneyti við hafa nákvæmlega sömu sögu að segja. Hann hafði djúp áhrif á okkur alla og við munum sakna hans. Það var alltaf gaman að hitta Sigga Pé á förnum vegi, í golfskál- anum eða á golfvellinum og það er leitt að fá ekki tækifæri til þess aftur. En við erum afar þakklátir fyrir að hafa átt hann sem vin og félaga og fyrir þau jákvæðu áhrif sem hann hafði á okkur og ekki síst fyrir allar þær skemmtilegu og góðu minningar sem við eigum um samverustundir okkar með honum. Kæra Guðrún og fjölskylda. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Eiríkur Guðmundsson Gunnar Sigurðsson Helgi Anton Eiríksson Jón Hafsteinn Karlsson Karl Ómar Karlsson Sigurjón Arnarsson Siggi vinur minn og æskufélagi er farinn á vit forfeðra sinna allt of snemma og eftir sitja ástvinir hans harmi slegnir. Við Siggi kynnt- umst 6 ára gamlir, þá nýfluttir í Árbæinn 1967, gekk á ýmsu í okk- ar fyrstu kynnum til að byrja með en vináttan stóð alltaf upp úr og gerði til síðasta dags. Margt kem- ur upp í minningunni, samferða fyrsta skóladaginn, lentum saman í bekk, sátum saman fyrstu árin, öll uppátækin misgáfuleg eins og gengur hjá ungum drengjum, prófuðum flestallar íþróttir sem voru í boði og kepptum innbyrðis í öllu sem okkur datt í hug, vorum heimagangar hjá hvor öðrum og má segja að við eyddum flestum dögum saman til 15 ára aldurs og í minningunni var alltaf bara gam- an. Tíu ára gamlir fórum við að venja komur okkar í Grafarholtið, fyrst í félagsskap Gumma, stóra bróður Sigga, og síðar með hópi af öðrum Árbæingum sem seinna urðu flestir meðlimir klúbbsins. Þeir voru ekki allir jafn ánægðir með þessa innrás okkar úr Árbæn- um, við skriðum eftir skurðum, óð- um vötn og fínkembdum röffið í leit að kúlum, úr þessu varð líka mikil keppni, hver ætti flestar kúl- urnar og þær bestu. Við byrjuðum líka þetta ár að draga kylfurnar fyrir karlana fyrir smá pening og nesti þegar mótin voru haldin. Það kom snemma í ljós að golfið, já eins og flestar íþróttir, lá mjög vel fyrir Sigga og varð hann snemma langbestur af okkur. Við áttum frábæra daga í Graf- arholtinu næstu sumur og stund- um langt fram á nætur í góðum fé- lagsskap annarra drengja sem voru þarna fyrir í klúbbnum, gist- um í tjaldi nokkrum sinnum, sigld- um á vindsængum í vatninu á 17, spiluðum völlinn öfugt og fleira og fleira. Frjálsræðið var mikið enda aldrei mjög margir í þá daga að spila völlinn í miðri viku. Ég hætti í golfinu að mestu leyti 15 ára og þá dró í sundur með okk- ur Sigga í fyrsta sinn, liðu nokkur ár sem við sáumst mjög lítið. Ca. 4-5 árum seinna hitti ég hann óvænt á Friðþjófsbryggjunni á Eskifirði, hann á loðnubát og ég á síld, þetta voru óvæntir fagnaðar- fundir og þarna var ákveðið að ég myndi koma í heimsókn þegar ég kæmi suður næst, heima hjá hon- um í Skaftahlíðinni, hann kominn með konu og tvö börn, Óla og Pét- ur. Þarna kynntist ég Gunnu konu hans í fyrsta sinn og hefur ekki borið skugga á okkar vináttu síðan. Siggi tók að sér veislustjórn þegar við hjónin giftum okkur og þar var honum vel lýst, tók þetta alvarlega, undirbjó sig með viðtöl- um við okkur og þá sem stóðu okk- ur næst og ekki að spyrja að því, hann rúllaði þessu upp eins og hon- um var einum lagið. Auðvitað var hans líf mikið tengt golfi og var frábært að fylgj- ast með honum allan þann tíma. Hann varð nokkurs konar þjóðar- eign með vörumerkið „Siggi P“, ætla ég öðrum að gera þeim kafla í lífi hans betri skil. Við Siggi vorum vinir í 54 ár, alltaf gaman að hittast, stundum leið langur tími og stundum styttri, en alltaf sömu gömlu góðu vinirnir. Minningin um góðan mann og félaga á eftir að lifa með mér alla tíð. Elsku Guðrún og fjölskylda, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Christian Þorkelsson (Krissi). Það er skrýtið til þess að hugsa og sjá að samferðarmaður sé lát- inn, þannig leið mér þegar ég sá fréttina á Facebook. Þetta var og er fallegur dagur, en dagurinn var ekki sá sami þar sem einn af mín- um elstu vinum var látinn. Maðurinn sem hér um ræðir er Sigurður Pétursson, sannkallur foringi meðal jafningja. Siggi P. eins og við kölluðum hann í Árbænum var farsæll og af- ar réttsýnn maður á allan hátt. Hann gerði aldrei greinarmun á einum eða neinum. Það voru allir jafnir í hans augum. Ég var rétt tæplega sex ára þegar leiðir okkur lágu saman. Ég að gramsa í ruslahaugum innan um bíldruslur í Árbæjarhverfinu og Siggi og fleiri að leita að golf- kúlum frá Grafarholti og slá þær með steypustyrktarjárni. Mikil ákveðni og mikil vinnusemi, þvílík var orkan. Það var ekki skrýtið að sjá Sigga verða atvinnumann í golfi. Siggi var lögreglumaður og lög- reglumenn verða vart betri. Hann var ávallt fremstur í flokki jafn- ingja, þar sem hann skapaði þann sess að engu skipti hvort menn voru með þrjár eða fjórar stjörnur eða jafnvel enga. Hann starfaði fyrir alla hvernig sem ástandið var. Hann hvatti mig í því að kynn- ast starfi lögreglunnar og starfa af heilindum alla tíð. Ég var tæplega sex ára þegar ég kynntist Sigga P. fyrst. Hann varði mig þá fyrir hrekkjusvínum og mun gera það ávallt áfram um ókomna tíð. Ég bið fjölskyldu og ættingja fyrir sérstakar kveðjur og það voru forréttindi að kynnast Sigga sem og að vinna með honum og Ingu systur hans í lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Hvíl í friði. Sigurður B. Stefánsson, Hraunbæ 172. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hlíðarvegi 41, Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þriðjudaginn 27. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hörður Guðbjartsson Geir Harðarson Valur Harðarson Hrönn Harðardóttir Natalia Zubrytskayaen Kolmar Ilya Kambizson Jelena Rós Valsdóttir Viktor Arman Kambizson Tatjana Snót Brynjólfsdóttir Örn Valsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN H. GEORGSSON, fyrrverandi lögregluþjónn, til heimilis á Hrafnistu DAS, Hafnarfirði, lést 8. maí. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 20. maí klukkan 15. Jón Kr. Sveinsson Katrín Ólafsdóttir Albert Sveinsson Elísabet Guðmundsdóttir Ásmundur Sveinsson Vilborg Benediktsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN BJARNI BJARNASON, Skriðustekk 8, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 6. maí. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Líknarþjónustu Heru og líknardeild Landspítalans. Bestu þakkir um hlýhug og stuðning í gegnum þennan tíma. Unnur Hjartardóttir Bjarni Jónsson Sigrún Svava Valdimarsdóttir Eva Dögg Jónsdóttir Friðrik Þorsteinsson Ellen Björg Jónsdóttir Sindri Egill Ásbjörnsson Kolfinna, Jón Marínó, Benedikt Bjarni, Brynjar Þór, Rakel Eva, Baldur Snær og Arnar Freyr Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSTA SVANHVÍT ÞÓRÐARDÓTTIR, frá Hvammi í Arnarneshreppi, lést á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 8. maí. Þórður Magni Eyfjörð Gíslason Björg Guðrún Gísladóttir Kolbrún Gísladóttir Sif Svavarsdóttir Katrín Guðmunda Einarsdóttir Magðalena Ósk Einarsdóttir tengdabörn og ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.