Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 49

Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 ✝ Marta Böðv- arsdóttir fædd- ist 14. september 1931 á Óðinsgötu 20b. Hún andaðist 3. maí 2021 á Dval- ar- og hjúkrunar- heimilinu Fella- skjóli, Grundar- firði. Foreldrar Mörtu voru Böðvar Gísla- son húsa- og hús- gagnasmiður, f. 7.3. 1874, d. 5.5. 1943, og Signý Bjarnadótt- ir, f. 9.3. 1893, d. 23.3. 1975. Systkini samfeðra: Egill Þor- steinn, f. 16.4. 1905, d. 7.8. 1987, Sighvatur Elís Pétur, f. 11.10. 1909, d. 16.2. 1978, og Jó- hanna Irma, f. 7.11. 1915, d. 26.11. 1990. Systkini sammæðra: Laufey Valbjörg, f. 17.1. 1914, d. 10.10. 1996, Kristín, f. 29.12. 1916, d. 11.1. 2009, og Haraldur, f. 2.2. 1918, d. 5.6. 1998. Barnsfaðir Mörtu var Baldur Guðmundsson, f. 11.4. 1929, d. 21.3. 2016. Þeirra sonur Böðvar Guðmundur, f. 25.6. 1948, d. 8.3. 2006, kvæntur Gerði Jensdóttur. Börn þeirra: Grét- fjögur börn. b) Sigurður, f. 27.10. 1957, kvæntur Dagnýju Jeremíasdóttur. Börn þeirra: Hugrún Dögg, á eitt barn, og Davíð, á tvö börn. Marta byrjaði ung að vinna sem þerna, fyrst á Hótel Skjald- breið og síðar á Hótel Borg. Eftir að þau Hinrik slitu sam- vistir réð hún sig sem ráðskona að Naustum í Eyrarsveit. Fljót- lega kynntist hún seinni eigin- manni sínum Þorkeli, en hann var þá bóndi á Akurtröðum í sömu sveit. Bjuggu þau þar myndarbúi þar til hann lést. Seinni hluta árs 1970 fór Marta að sækja vinnu inn í Grund- arfjörð, starfaði hún alla tíð við fiskverkun, fyrst hjá Soffaníasi Cecilssyni, síðar í Hraðfrysti- húsi Grundarfjarðar og lauk svo starfsferli sínum hjá Sæ- fangi (nú G. Run.). Marta var mikið í félagsstarfi og var virk- ur félagi í Kvenfélaginu Gleym- mér-ei og í Félagi eldri borgara í Grundarfirði. Einnig var hún í mörg ár í Kirkjukór Grundar- fjarðarkirkju og seinna í Kór eldri borgara. Útför Mörtu verður gerð frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 13. maí 2021, klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana verður útförinni streymt á vef- slóðinni: https://youtu.be/fcFdLY4lt4 Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat ar, á tvö börn, Signý Marta, á fjögur börn og tvö barnabörn, og Haukur, á tvö börn. Fyrri eig- inmaður Mörtu var Hinrik Helgi Finns- son, f. 25.4. 1931, d. 8.6. 2002. Þeirra synir: a) Már, f. 29.11. 1949, kvænt- ur Jóhönnu Guðrúnu Giss- urardóttur. Börn þeirra: Rakel, á tvö börn, Óðinn, á þrjú börn, og Bryndís, eignaðist fjögur börn, þrjú eru á lífi, eitt barna- barn. b) Finnur Magni, f. 13.1. 1953. Fyrri eiginkona hans: Ólöf Guðmundsdóttir. Börn þeirra: Lóa Dís, á eitt barn, og Hinrik Elvar, á eitt barn. Seinni eiginkona hans: Jónheiður Guð- rúnardóttir Haralds, á tvo syni og þrjú barnabörn. Seinni eiginmaður Mörtu: Þorkell Gunnarsson, f. 8.8. 1924, d. 8.3. 1993. Þeirra synir: a) Þorkell Gunnar, f. 14.3. 1956, kvæntur Olgu Sædísi Einars- dóttur. Börn þeirra: Selma Rut, á þrjú börn, og Þorkell Máni, á Það er með söknuði sem við kveðjum móður og tengdamóð- ur en þá er líka gott að rifja upp gleðistundir sem voru margar og ylja minningar um þær okkur um hjartarætur. Líf- ið er ekki alltaf dans á rósum og því kynntist Maddý snemma á ævinni er hún missti föður sinn aðeins níu ára gömul. Hafði sá atburður mikil áhrif á hana enda voru feðginin mjög náin og var hún mikil pabba- stelpa. Faðir hennar var mikill hagleiksmaður, lærður húsa- og húsgagnasmiður og fékk Maddý þennan hagleik í arf frá honum. Hún var listakona í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, allt lék það í höndum hennar. Hún hafði yndi af allri handavinnu og eru til eftir hana margir listilega vel gerðir hlutir sem við munum njóta áfram. Eftir að leiðir Maddýjar og Hinna skildi réð hún sig sem ráðskona að Naustum í Eyrarsveit og tók Finn með sér, var hann þá um 1½ árs. Það voru mikil viðbrigði fyrir unga borgarkonu að koma í sveitina þar sem hún var vön öllum nútímaþægindum sem borgarbúar voru aðnjótandi á þeim tíma, í sveitina þar sem allt var upp á gamla tímann og rifjaði hún það oft upp í góðu tómi. En þessi ráðning hennar varð heldur betur örlagavaldur í hennar lífi. Hér kynntist hún seinni manni sínum, Þorkeli bónda á Akurtröðum, og hófu þau sameiginlegan búskap með blandað bú. Hennar hlutverk var mestmegnis innivinnan og var það gert af miklum mynd- arskap og vel tekið á móti gest- um og gangandi. Þegar tók að hægjast um og synirnir að mestu uppvaxnir byrjaði Maddý að sækja atvinnu utan heimilis. Ekki var úr mörgu að velja þar sem Grundarfjörður var og er sjávarpláss svo fiskvinnsla varð fyrir valinu. Nú var ekki til bíll á heimilinu á þessum tíma en Finnur átti skellinöðru og þá skellti hún sér bara fyrir aftan hann og saman þutu þau til vinnu og heim á hverjum degi en þegar skólabíllinn byrjaði að ganga fékk hún far með honum. Seinna tóku hjónin bílpróf og fengu sér Volkswagen-bifreið sem bætti ferðamáta þeirra til muna. Við andlát Þorkels treysti Maddý sér ekki til að búa ein í sveitinni og festi kaup á litlu raðhúsi í Grundarfirði, en hún fór oft og dvaldi í sveitinni sinni, sérstaklega á vorin og sumrin þegar hún var að passa æðarvarpið og safna dún. Síð- ustu æviárin dvaldi Maddý í íbúð er var byggð fyrir eldri borgara hjá Dvalarheimilinu Fellaskjóli og þegar heilsan bil- aði flutti hún inn á heimilið og naut umönnunar og hjúkrunar þess góða fólks er þar vinnur. Færum við þeim kærar þakkir fyrir. Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu Þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason) Finnur og Jónheiður. Í dag kveðjum við tengda- móður mína, sem var mér eins og önnur móðir. Við náðum strax vel saman, þegar ég kom rétt rúmlega 17 ára gömul fyrst að Akurtröðum, með Gunna mínum. Við höfum brallað mikið saman í gegnum tíðina, búið saman, unnið saman, eldað sam- an, prjónað saman, ferðast sam- an, sungið saman og bara verið mjög góðar vinkonur. Maddý var listakona, lista- verkin sem hún lætur eftir sig í hannyrðum eru einstök, stórar og litlar ísaumsmyndir, hekluð rúmteppi, prjónaðir dúkar og margt fleira. Á vorin gat hún varla beðið eftir því að komast út í garð, að hlynna að blómum og trjám, gróðursetja, setja nið- ur kartöflur og rækta græn- meti. Hún gaf sig að þeim verk- efnum sem hún var með þá stundina. Það var góður tími þegar við vorum með ferðaþjónustu á Þórdísarstöðum og Akurtröð- um, þá var Maddý alveg í ess- inu sínu, henni fannst svo gam- an að taka á móti fólki og vildi allt fyrir það gera. Henni fannst alltaf svo leiðinlegt að hafa ekki lært að tala ensku svo hún gæti spjallað við fólkið, en einhvern veginn komst allt til skila og allir fengu matarást á henni. Maddý fannst alltaf gaman þegar fólk kom saman, henni fannst einstaklega gaman að syngja í góðra manna hópi, og að fara á tónleika með henni var yndislegt, að sjá upplifunina og gleðina hjá henni. Það hefur alltaf verið stór barnahópur í kringum hana, fyrir utan strákana hennar, voru alltaf krakkar í sveit á Ak- urtröðum í lengri og skemmri tíma. Þegar barnabörnin komu til sögunnar fóru þau að koma í sveit á sumrin, sum á hverju sumri. Börnin okkar Gunna, Selma Rut og Þorkell Máni, voru svo heppin að fá að alast upp í nágrenni við ömmu og afa. Eftir að Þorkell féll frá flutti Maddý út í Nes, eins og sagt er í framsveitinni þegar farið er í Grundarfjörð, og bjó sér fallegt heimili á Sæbólinu og síðar í íbúðum aldraðra á Hrannar- stígnum. Henni fannst alltaf gaman að hafa fallegt í kringum sig. Síðustu tvö árin hefur hún verið á Dvalarheimilinu Fella- skjóli, og notið góðrar umönn- unnar þar. Hún var alltaf svo þakklát starfsfólkinu og vil ég þakka fyrir einstaka hlýju og umhyggju sem tengdamóðir mín fékk á Fellaskjóli, sérstak- lega síðustu mánuði. Þakklæti er mér efst í huga nú þegar við kveðjum, ég á eftir að sakna stundanna sem við átt- um saman, í spjalli, söng og lestrarstundum, en ég veit að Maddý er komin á góðan stað þar sem Þorkell og Böðvar hafa tekið á móti henni. Ég læt hér fylgja hluta af uppáhaldslagi hennar, Liljunni eftir Þorstein Gíslason og Skarpheiði Gunnlaugsdóttur. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engi mörg önnur sem glitra og skín. Ég þræti ekki um liti né ljóma, en liljan í holti er mín. Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi, þessi lilja er mín lifandi trú. (Þorsteinn Gíslason) Olga Sædís Einarsdóttir. Margar bestu æskuminning- arnar eru frá yndislegu sveit- inni okkar, Akurtröðum í Eyr- arsveit, hjá ömmu og afa. Á Akurtröðum er fallegasta útsýni í heimi og ævintýraheim- ur að dvelja í; fjöllin, klettarnir, dalirnir, sjórinn, fjaran, vatnið, lækirnir, hólarnir, mógrafirnar, fjósið, hlaðan, fjárhúsið, réttirn- ar, háaloftið, kjallarinn, sólar- lagið, myrkrið, dýrin. Og fólkið okkar. Fyrir börn að vera þarna, stundum í langan tíma og stundum stuttan, var æv- intýri líkast. Mamma og pabbi fóru alltaf í sveitina með okkur systkinin á sumrin og stundum í fríum og um jól og áramót. Þá var alltaf mikið um að vera og mikil gleði. Við fengum að hjálpa til; að taka þátt í heyskap og leika í hlöðunni, halda í eða rýja kind- ur, sækja kýrnar og mjólka eða stússast í fjósinu með afa, fara á hestbak eða í berjamó, skoða fuglalífið og tína æðardún í fjör- unni, baka kökur, elda mat eða stússast í garðinum með ömmu eða fara í heimsókn á næstu bæi. Við hugsum hlýtt til þess tíma. Bílferðin í sveitina var til- hlökkun sem mamma og pabbi áttu þátt í að búa til. Þegar komið var að Vegamótum stytt- ist í að við kæmum í sveitina. Kerlingarskarð, þar voru sagð- ar sögur af tröllum, Berserkja- hraun, þar var stoppað og borð- að nesti, Eyrarsveitin, þar voru taldir upp allir bæirnir, hliðið opnað á Akurtröðum og þá ann- aðhvort fengum við að stýra bílnum hjá pabba eða hlupum að Akurtröðum, þar sem amma og afi tóku á móti okkur með nýbakaða skúffuköku og ískalda mjólk úr fjósinu. Það var gagn- kvæm tilhlökkun og hlýja sem við fundum fyrir. Pabbi var mikill mömmu- strákur og við tókum eftir því systkinin að það var mjög kær- leiksríkt samband þeirra á milli sem smitaðist til okkar og mömmu. Amma var á sautjánda ári þegar hún átti pabba og hann ólst upp hjá móðurömmu sinni í Reykjavík en fór alltaf á sumrin og í öllum fríum í sveit- ina til ömmu, afa og bræðra sinna. Fallega amma okkar gaf mik- ið af sér og var alltaf með hug- ann hjá fólkinu sínu, hún spurði frétta af okkur og síðar afkom- endum okkar og var áhugasöm um hvernig þeim vegnaði. Hún lagði ást við hannyrðir sínar og prjónaði mikið á afkomendur sína. Það segir margt um lífið á Akurtröðum og fjölskylduna sem óx í kringum ömmu og afa að í mörg ár hafa amma, strák- arnir hennar og fjölskyldur þeirra komið árlega saman á Akurtröðum í lok júní hvert sumar. Þá eru fagnaðarfundir og hefur þessi árlegi hittingur tengt okkur afkomendur þeirra betur saman. Við kveðjum nú yndislega ömmu sem við systkinin og fjöl- skyldur okkar munum alltaf búa að því að hafa átt að. Signý Marta Böðvarsdóttir. Nú þegar ég kveð Maddý á Akurtröðum minnist ég konu sem hafði yndi af söng og fal- legu handverki, konu sem var sístarfandi, gerði það sem þurfti að gera á heimilinu, vann mörg ár í fiski en hafði samt tíma til að sinna handavinnu sem margir nutu góðs af. Hún var hjálpsöm kona og alltaf tilbúin að leiðbeina manni, gagnrýndi líka en aldrei þannig að það særði mann. Tilbúin að deila góðum uppskriftum og á ég tvær góðar uppskriftir frá henni, fallega handskrifaðar á blað sem ég geymi vel. Lagtert- ur og niðursoðnar rauðrófur sem eru enn notaðar fyrir jólin og stundum oftar. Ég minnist hennar á manna- mótum og í ferðalögum sem við sveitungarnir fórum í alltaf til í að syngja og gleðjast og eru tvö lög sem hún hafði sérstakt dá- læti á mér minnisstæð: „Hvar ertu vina“ og „lagið úr Rauðu myllunni“. Hún söng þau af mikilli innlifum með sinni tæru og fallegu rödd. Hún var falleg kona með með skemmtilegt tif- andi göngulag, sérstaklega fal- legt bros og spékoppa. Eftir að hún hætti að vinna og bjó í Grundarfirði var ég í heimilishjálp hjá henni í nokkur ár. Það var lærdómsríkur tími og skemmtilegur, hún var oft að rifja upp gamla tímann og sagði manni margar sögur um hvern- ig lífið hefði verið á árum áður, t.d fannst mér borgarbarninu skrýtið að rétt fyrir 1960 hafi ekki verið rafmagn á hverjum bæ og minntist hún þess að það kom til þeirra rétt fyrir jólin og var beðið með bakstur og þrif þangað til það var komið. Oft þegar ég mætti til hennar var einhver skemmtilegur „diskur“ í spilaranum því hún hafði mikla ánægju af að hlusta á skemmtileg lög og söng þá með. Það var ýmislegt gert á þess- um tíma þó það tilheyrði kannski ekki alveg því sem ég „átti“ að gera. Fyrir jólin sátum við stundum við eldhúsborðið og pússuðum silfrið, bráðnauð- synlegt í jólaundirbúningnum, hengja upp jólaseríu, hjálpa henni í tölvunni eða hún var að sýna mér myndir sem hún hafði fengið sendar, oft flettum við líka gömlu myndaalbúmunum, þrifin urðu bara skemmtilegri á eftir. Hún var alltaf með eitt- hvað á prjónunum, lopapeysur eða ungbarnaföt og allt þar á milli. Eitt sinn var hún að prjóna peysu á væntanlegt langömmubarn, farin að nálgast áttrætt, þá fann hún villu neðst á bolnum og hún nærri hálfnuð, átti hún að rekja þetta upp eða eins og ég sagði „bara láta sem hún sæi þetta ekki“, en nei, hún rakti þetta upp og byrjaði upp á nýtt. Svona var vandvirknin hennar upp á hundrað. Ég kveð góða konu, Maddý á Akurtröðum, með þessum texta sem var kallaður Þjóðsöngur Eyrsveitunga og ómaði oftar en ekki í stofunni hjá þeim. Ég heyri rödd hennar í hug- anum. Kvöldið er fagurt, sól er sest og sefur fugl á grein. Við skulum koma vina mín og vera saman ein. Ég þekki fagran lítinn lund, hjá læknum upp við foss. Þar sem að gróa gullin blóm, þú gefur heitan koss (I.Þ.) Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Sigríður Diljá, Nýjubúð. Marta Kristín Böðvarsdóttir Ég skrifa þessar línur nú til minning- ar um móður mína, Sigríði Kjartans- dóttur Thors, en mamma fæddist á þessum degi 13. maí 1927 og dó þennan sama dag 2020. Það er erfitt að missa foreldri og mikil tímamót í lífinu að tilheyra allt í einu elstu kyn- slóðinni, enginn eftir til að leita að upplýsingum hjá og minning- um um forfeður sína eða löngu liðna atburði. Þegar það er um seinan þyrmir yfir sú hugsun að maður hefði getað nýtt tímann betur, hlustað betur, spurt meira en umfram allt notið samverunn- ar oftar. Að hafa fengið að eiga móður hjá sér sem var líka vinkona og fyrirmynd eru forréttindi. Enn frekar eru það forréttindi að geta minnst hennar með þeirri virð- ingu og ást sem hún kallaði fram. Með sinni fölskvalausu ást, góð- mennsku, virðingu og húmor kallaði mamma fram það besta í sínu samferðafólki. Hún var í mínum huga sveipuð ljósi sem smitaði út til þeirra sem voru í kringum hana. Hún reyndi alltaf að sjá það jákvæða í öðrum en þegar það var henni um megn þá þagði hún eða sagði lítið. En með þögninni tjáði hún oft meira en orðin hefðu gert. Sigga Thors eins og hún var alltaf kölluð ólst upp á kærleiks- ríku menningarheimili með for- eldrum og þrem eldri systkinum. Þar ríkti yfirvegun og ró en þó gleði og mikil virðing fyrir lífinu í öllum sínum margbreytileika. Hún ólst upp við mikið og gott at- læti, leið aldrei skort og var um- vafin hlýju frá góðu fólki. Þessa minntist hún oft með miklu þakk- læti og sagðist hafa fengið bestu foreldra sem nokkur hefði getað óskað sér. Veganestið sem hún ✝ Sigríður Thors fæddist 13. maí 1927. Hún lést 13. maí 2020. Útför Sigríðar fór fram 28. maí 2020. tók með sér frá upp- eldinu var hennar góða lund, víðsýni og virðing fyrir samferðamönnum sínum óháð stöðu eða aldri. Ég er full þakk- lætis fyrir hennar óeigingjörnu ást, hennar stuðning í blíðu og stríðu, hlát- urinn og hvernig hún gat séð hið spaugilega, hvernig hún kynnti mér mátt og fagurfræði lista, hvort sem var tónlist, dans, málaralist eða listin sem upplifa má í fegurð náttúr- unnar, dýra og jurta. Hún naut þessara lista af öllu hjarta eða frekar hún lifði sig inn í fegurð þeirra, varð eitt með henni. Hún tjáði hrifningu sína yfir fegurð- inni með öllu sínu látbragði, ósjaldan grét hún yfir fallegri tónlist eða dansi. Hennar helsta ástríða eftir að hún varð ekkja var að dansa og útfæra jafnvel einfalda dansa á sinn þokkafulla og fallega hátt svo að eftir var tekið. Nú ári eftir að hún kvaddi, há- öldruð, finn ég jafnvel betur en oft áður að ég leita í huganum að hennar leiðsögn og velti fyrir mér hvernig hún myndi bregðast við aðstæðum. Ég finn fyrir brosi hennar, hönd hennar á vanga og heyri hvetjandi rödd hennar. Það er erfitt að kveðja manneskju sem maður elskar út af lífinu og hefur fylgt manni allt lífið, verið svo stór hluti af sigrum mínum og alltaf til staðar þegar verr áraði í lífinu. Aldrei spör á ást sína eða tímann sinn fyrir okkur afkom- endurna, börn og barnabörn. Ég minnist elsku mömmu á þessum afmælis- og dánardegi og óska þess að hennar fallegu eig- inleikar megi lifa áfram, þótt hún hafi kvatt. Blessuð sé minning minnar elskulegu móður, Siggu Thors. Margrét Þórdís Stefánsdóttir Sigríður Thors Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita.Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.