Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is 75 ÁRA Reynir Tómas Geirsson, fyrrverandi prófessor og forstöðulæknir á kvennadeild Landspítalans, fæddist 13. maí 1946 og ólst upp í Reykjavík. Reynir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 og lauk læknaprófi frá Há- skóla Íslands 1973. Hann var læknir á Akur- eyri og Ísafirði 1973-75, en sérhæfði sig í fæð- inga- og kvensjúkdómafræði á Land- spítalanum 1975-77 og í Bretlandi 1977-84, – í Glasgow, Dundee og Lundúnum. Reynir hlaut gullverðlaun í bresku sérfræðilæknisprófunum árið 1981. Frá 1984 vann hann á kvennadeild Landspítalans fram til 2014. Hann lauk dokt- orsprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1986 og var dósent við Edinborgarháskóla 1989-90. Hann varð prófessor við læknadeildina og stjórnandi á kvennadeildinni frá 1994 og tók virkan þátt í uppbyggingu í sínu fagi, ekki síst ómskoðunum og fósturgrein- ingu. Varð forseti læknadeildar og gistiprófessor við erlenda háskóla og heiðr- aður á erlendum og innlendum vettvangi. Hann hefur ritað yfir 200 greinar í fagi sínu og var aðalritstjóri norræna al- þjóðlega tímaritsins í sínu fagi 2007-2014. Hann hefur sinnt dómnefndar- og ráðgjafastörfum fyrir Háskóla Íslands og erlenda háskóla og tekið þátt í marg- víslegu alþjóðlegu samstarfi, bæði á Norðurlöndum, í Bretlandi og fjarlægari löndum. Eftir að Reynir fór á eftirlaun hefur hann stýrt nefndarstarfi fyrir heilbrigð- isráðuneytið í tengslum við uppbyggingu sérnáms lækna, haldið áfram með meistara- og doktorsnema við háskólann, unnið að bókarútgáfu og söguritun, og nú síðasta vetur verið virkur starfsmaður í Covid-símaveri Landspítalans. Foreldrar Reynis voru Elfriede Maria Tómasson, f. Bell, frá Köln í Þýska- landi (d. 2016) og Geir R. Tómasson, tannlæknir í Reykjavík (d. 2018). Reynir á tvo yngri bræður. Reynir kvæntist 21.3. 1971 Steinunni J. Sveinsdóttur, f. 31.7. 1945, d. 28.8.2018, lífeindafræðingi. Dætur þeirra eru Ásta Kristín dýralæknir, gift Justin Parker, og búa þau í Muscat í Óman og eiga son og dóttur, og María, ferðamála- og markaðsfræðingur í Reykjavík, sem er gift Brynjólfi Borgari Jónssyni og þau eiga einnig son og dóttur. Reynir Tómas Geirsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú þarft að læra að notfæra þér betur þá góðu strauma sem leika um þig. Ef þú skrifar markmið þín niður þá rætast þau. 20. apríl - 20. maí + Naut Þeir sem standa þér jafnfætis að per- sónutöfrum, gáfum og kímnigáfu gefa þér orku, kunna að meta verkin þín og hvetja þig til að halda áfram. Taktu af skarið í ásta- málunum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Nú verður ekki lengur hjá því komist að horfast í augu við staðreyndir. Rómantík og daður geta lífgað upp á dag- inn. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það kemur þér skemmtilega á óvart að finna að samstarfsfólk þitt er reiðubúið að hjálpa þér. Treystu víðsýnum félaga fyrir viðkvæmu málefni sem þú þarft að ræða. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Áberandi skortur er á stundvísi hjá þér. Treystu á hæfileika þína og vertu óhrædd/ur að breyta til. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Láttu ekki hugfallast þótt hugmyndir þínar hafi ekki fallið í góðan jarðveg. Nafla- skoðun er nauðsynleg af og til. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú verður að hafa þig í frammi ef þú vilt að aðrir komi til liðs við þig. Horfstu í augu við það sem þú óttast, þá gerast und- ur og stórmerki. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þér vinnst vel og þú stefnir ótrauð/ur að settu marki. Mundu að gæði og magn fara ekki endilega saman. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ert með of mörg járn í eld- inum í einu. Sinntu vinunum betur en þú hefur gert undanfarið. Áhugamál þitt tekur allan þinn aukatíma. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þér er alveg óhætt að njóta þess að þér hefur tekist að ljúka við vandasamt verkefni á tilsettum tíma. Gefðu þér tíma til að njóta lífsins með þínum nánustu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú gerir rétt í því að undirbúa málin vandlega því þá geturðu óttalaus ýtt þeim úr vör og stýrt til sigurs. Einhver á eft- ir að sýna raunverulegan styrk sinn í vissu máli. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Reyndu ekki að beita brögðum til að stjórna öðrum. Löngun þín í sigur gæti slævt dómgreind þína. Reyndu að stilla þig um að kaupa hluti sem þig vantar ekki. nýr á þessum árum. Þegar ég byrja að spila fótbolta 13 ára þá er bara til meistaraflokkur, en svo þegar dóttir mín Greta Mjöll byrjar, þá fer hún í fjórða flokk. En svo eru stofnaðir fleiri flokkar og hún fer afturábak í 6. flokk. Svona var þróunin ör.“ Greta Mjöll varð síðar fyrsta dóttir lands- liðskonu í A-landsliðinu. Hún og Hólmfríður Ósk systir hennar léku báðar með unglingalandsliðum Ís- lands. Ásta lék alls 26 landsleiki og skor- aði í þeim 8 mörk, tók þátt í öllum inu, sem dregið var úr Evrópukeppn- inni 1984 og lagt niður á árunum 1987 til 1992. „Við þurftum alltaf að vera í bar- áttu fyrir tilverurétti okkar, og þegar við unnum ekki ákveðna leiki, þá var sagt: Jæja, þið eruð ekki nógu góðar, og landsliðið var bara lagt niður í nokkur ár. Við þurftum t.d. að berjast fyrir því að keppa í fótboltaskóm því það var sagt að við myndum eyði- leggja grasið. Við vorum eiginlega settar á bekk með yngri flokkum drengja. En kvennaboltinn var svo Á sta Breiðfjörð Gunn- laugsdóttir er fædd 13. maí 1961 á Fæðingar- heimilinu í Reykjavík, bjó í Hafnarfirði í æsku og síðan í Kópavogi frá 7 ára aldri. Hún gekk í Kársnesskóla, síðan í Kópavogsskóla og loks Digranes- skóla. Gagnfræðaskólanám var í Víg- hólaskóla. Ásta stundaði frjálsar íþróttir í Breiðabliki og ÍR, handbolta í Breiðabliki og ÍR og knattspyrnu í Breiðabliki. „Þetta byrjaði allt með að vinur bróður míns var að fara að keppa í Hljómskálahlaupi ÍR. Ég heimtaði að fá að fara með og svo vann ég hlaupið. Eftir það var ég fengin til að æfa frjálsar með ÍR.“ Hún vann ýmis afrek í íþróttum sem barn, setti fjölda aldursflokkameta í mörgum greinum frjálsra íþrótta. Ásta sigraði í þríþraut æskunnar og vann þrenn gullverðlaun á Andrésar Andar-leikunum í Noregi og varð fyrst útlendinga til að sigra þar. Hún var valin í boðhlaupssveit fullorðinna um 13 ára aldur og keppti með A- landsliðinu um hríð. Ásta var afar fjölhæfur íþrótta- maður og stundaði einnig handknatt- leik og knattspyrnu af kappi. Hún er eina íslenska konan sem hefur verið í landsliði í meistaraflokki í þremur íþróttagreinum, en það afrek hafa að- eins unnið þrír Íslendingar. Hún er eina íslenska konan sem valin var knattspyrnumaður ársins á meðan þeirri tign var ekki kynskipt. Hún var einnig fyrsta móðirin til að leika með kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Þegar Ásta var valin í landsliðið í handknattleik minnkaði áherslan á frjálsar íþróttir. En teningunum var fyrst kastað þegar hún var valin í fyrsta landslið kvenna í knattspyrnu. Ásta skoraði í fyrsta landsleik ís- lenskra kvenna, við Skota 1981, í fyrsta leik kvennalandsliðsins í Evr- ópukeppni, við Norðmenn 1982, og í síðasta landsleik sínum, gegn Eng- lendingum í 8 liða úrslitum Evrópu- mótsins 1994. Ásta skoraði sigur- markið á lokamínútu gegn Hollend- ingum 1993, en markið fleytti Íslend- ingum í 8 liða úrslitin. Þetta voru sögulegir tímar hjá kvennalandslið- landsleikjum Íslands á þessum tíma nema tveimur, en þeir voru daginn fyrir og eftir fæðingardag Gretu Mjallar. Ásta varð 10 sinnum Ís- landsmeistari með Breiðabliki og fjórum sinnum bikarmeistari. Hún varð þrisvar markadrottning Íslands- mótsins. Markamet hennar, 154 mörk í 143 leikjum Íslandsmótsins, stóð í 20 ár og met hennar árið 1982, 32 mörk í efstu deild, stóð í 24 ár. Hún skoraði alls 206 mörk í 181 leik með Breiðabliki. Ásta var valin knatt- spyrnumaður ársins, íþróttamaður Kópavogs og var á meðal 10 efstu í vali íþróttamanns ársins árið 1994. Hún var valin í Frægðarhöll Breiða- bliks árið 2015. Ásta starfaði frá unga aldri sem verslunarmaður, m.a. í Síld og fiski og versluninni Ásgeiri. Hún var starfsmaður leikskóla um árabil, starfaði við Íþróttamiðstöð Breiða- bliks, í Smáranum og Fífunni frá 1994, þar af í 17 ár sem rekstrar- og starfsmannastjóri. Árið 2017 flutti hún með eiginmanni sínum á æsku- slóðir hans í Rangárþingi ytra, þar sem þau byggðu sér bæinn Björtuloft í landi Gaddstaða. „Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að enda í sveit. Ég hafði aldrei í sveit verið af því ég hafði ekki tíma í það, allar íþróttakeppnir voru á sumrin. En ég hef ekki séð eftir því eina mínútu að hafa flutt hingað. Ég er með heiminn út um gluggann hjá mér.“ Hún er nú stuðningsfulltrúi við Grunnskólann á Hellu. Áhugamál þeirra hjóna eru hesta- mennska og útivist. Ásta er líka mikil félagsvera og er í gönguhópnum Í Fríðu föruneyti, í tipphópnum Til sig- urs, hestakvennahópnum Hefðarkon- urnar og saumaklúbbnum Fimir lim- ir. Ásta ætlar í borgarferð í tilefni af- mælisins. „Við hjónin förum með dætrum okkar, tengdasonum og börnum, ætlum út að borða og gera ýmislegt skemmtilegt. Enda er Reykjavík heitasta borgin í Evrópu í dag.“ Fjölskylda Eiginmaður Ástu er Samúel Örn Erlingsson, f 12.11. 1959, íslensku- Ásta B. Gunnlaugsdóttir, stuðningsfulltrúi og knattspyrnuhetja – 60 ára Í Björtuloftum Ásta og Samúel Örn með barnabörnunum. Trúði aldrei að ég endaði í sveit Hestakonan Ásta með Ríkharð og Mola, í hestaferð með Hefðarkonum. Ljósmynd/Úr myndasafni KSÍ Markahrókurinn Ásta fagnar sigur- marki sínu gegn Hollendingum 1993. Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.