Morgunblaðið - 13.05.2021, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 13.05.2021, Qupperneq 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta 544 5151tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Sérhæfð þjónusta fyrir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun og förum með bifreiðina í skoðun Þjónustuaðilar IB Selfossi VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Harpa er bæði heimavöllur og heimssvið. Við viljum gera íslenskri tónlist hátt undir höfði og jafnframt fá hingað erlent listafólk og hljóm- sveitir sem eru á heimsmælikvarða,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir for- stjóri Hörpu, en í dag eru liðin 10 ár frá vígslu tónlistar- og ráðstefnu- hússins. Það sá það auðvitað enginn fyrir að vígsluafmælið yrði í miðjum heimsfaraldri. Hvernig verður haldið upp á þessi tímamót? „Við byrjuðum strax árið 2019 að undirbúa afmælishaldið og velta fyrir okkur hvernig væri best við hæfi að halda upp á þennan áfanga. Það komu fram alls kyns skemmti- legar hugmyndir sem komnar voru í góðan farveg snemma árs 2020 þegar kófið skall á. Auðvitað gerðum við okkur enga grein fyrir því, frekar en nokkur annar, að það væri fræðilegur möguleiki að við yrðum enn að glíma við miklar takmarkanir þegar kæmi að vígsluafmælinu. Við höfum í þessu, eins og í öllu öðru, þurft að endurskoða plönin mjög reglulega,“ segir Svanhildur og tekur fram að draumurinn hafi verið að geta haft opið hús á vígsludeg- inum með tilheyrandi lífi og fjöri. Harpa er hjartað „Við sáum hins vegar að það væru ekki forsendur til þess að vera með þá viðburði sem við hefðum helst viljað á sjálfum vígsludeginum, þrátt fyrir að allt gangi nú svo vel í sótt- vörnum og bólusetningum. Við minnumst því þessara tímamóta með öðrum hætti, s.s. með yndislegu afmælislagi sem 10 ára börn hafa samið fyrir Hörpu og frumflutt er í kvöld af kornungum músíköntum í sjónvarpsþætti um afmælið á RÚV. Okkar fókus verður í staðinn allur settur á galopið hús á Menningar- nótt,“ segir Svanhildur og bendir á að Menningarnótt sé einn af þremur afmælisdögum Hörpu. „Sá fyrsti er 4. maí þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt opnunartónleika sína í húsinu, síðan er það 13. maí þegar Harpa var formlega vígð og loks er það Menningarnótt þegar gler- hjúpur Ólafs Elíassonar var vígður með fyrstu ljósaverkunum,“ segir Svanhildur og bendir á að í tilefni vígsluafmælisins hafi Ólafur Elías- son gefið Hörpu 12 ný ljósaverk á glerhjúpinn. „Allt árið 2021 birtist nýtt guð- dómlega fallegt verk fyrsta hvers mánaðar,“ segir Svanhildur og tekur fram að ljósaverkin séu einn tíu afmælispakka sem ætlunin er að opna á afmælisárinu. „Það er of snemmt að ljóstra upp um innihald allra pakkanna, en ég get þó nefnt að við erum að skipu- leggja mjög spennandi verkefni í samstarfi við við önnur tónlistarhús í Evrópu í gegnum samtökin ECHO. Við stefnum þannig að tónleikaröð með ungum stjörnum sem hefst í samstarfi við Jazzhátíð Reykjavíkur í haust. Annar afmælispakki felst í þeim breytingum sem nú standa yfir á húsnæði Hörpu á jarðhæðinni og víðar um húsið. Við hlökkum til að frumsýna þær breytingar á Menn- ingarnótt þegar dyrnar verða loks opnaðar upp á gátt, eftir að hafa frá október aðeins verið opnaðar í tengslum við viðburðarhald,“ segir Svanhildur og vísar þar til þess að þá muni tveir nýir veitingastaðir verða opnaðir í húsinu, verslun og upplifunarrými fyrir börn og fjöl- skyldur. „Við erum að færa miðasöl- una og búum til skemmtilega mót- töku með gestastofu á nýjum stað. Það er að koma inn ný stór verslun, þannig að gestir fá að sjá ný rými opnast á jarðhæðinni. Opnaður verð- ur nýr inngangur við suðvestur- hornið sem tengist Reykjastræti sem tengir Hörpu yfir á Hafnartorg. Allt eru þetta breytingar sem stuðla að því að gera svæðið að frábærri miðstöð menningar, upplifunar og þjónustu þar sem Harpa er hjartað. Við erum þannig að fara inn í næstu tíu árin alveg í nýju samhengi við miðborgina sem er mjög jákvætt. Harpa er mikill segull ein og sér, en samspilið við starfsemina sem er að byggjast upp í kring fela í sér mörg skemmtileg tækifæri,“ segir Svan- hildur. Hún rifjar upp að í könnun sem gerð var skömmu áður en kófið brast á hafi komið fram að yfir 90% höfuðborgarbúa höfðu sótt Hörpu heim síðustu tólf mánuði áður en könnunin var gerð. Upplifun fyrir börn „Þar kom einnig fram að viðhorf svarenda gagnvart Hörpu var mjög jákvætt og ljóst að húsið nýtur mik- illar velvildar. Við viljum teygja okk- ur enn lengra til hópa sem ekki hafa verið fastagestir hingað til og einnig viljum við leggja aukna áherslu á að Harpa sé opið og fjölskylduvænt hús. Frá haustinu 2018 höfum við haft það að markmiði að leggja aukna áherslu á þjónustu við börn og fjölskyldur og viljum gera enn betur í þeim efnum. Við erum að vinna með frábærum samstarfs- aðilum að hugmyndum um sérstakt rými fyrir fræðslu og upplifun fyrir börn sem tengist tónlist. Það yrði einstakur staður í borginni þótt víð- ar væri leitað. Það verður reyndar ekki tilbúið á Menningarnótt, en vonandi fljótlega í haust. Þarna mun Maxímús Músíkus eiga heima og þar gefst tækifæri til að kynnast undra- heimi hljóðfæranna. Við erum að vinna þetta verkefni með frábærum samstarfsaðilum, s.s. Sinfóníu- hljómsveit Íslands, aðstandendum Maxa, Vísindasmiðjunni, Gagarín og hönnunarhópnum Þykjó.“ Telur þú að Harpa hafi staðið und- ir þeim væntingum sem gerðar voru til hússins þegar það var vígt? „Ég held að Harpa hafi staðið undir væntingum að því leytinu til að hún hefur gjörbreytt landslaginu og öllum möguleikum, ekki síst fyrir íslenskt tónlistarfólk. Auk þess sem tilkoma svona húss, sem er á heims- mælikvarða hvað varðar aðstöðu, þjónustu og tækni og er listaverk í sjálfu sér, hefur gert það mögulegt að fá hingað alþjóðlega listamenn og hljómsveitir ásamt alþjóðlegum mik- ilvægum viðburðum á öllum sviðum sem hefðu annars ekki komið til Íslands. Ég held að þetta sé gríðar- lega mikilvægt. Þannig er Harpa í senn heimavöllur og heimssvið. Í því samhengi má nefna viðburði San Francisco-ballettsins, Budapest Festival Orchestra og Berlínarfíl- harmóníunnar, einleikara, stór- söngvara og stjórnenda að ógleymd- um öllum stjörnunum úr heimi hryntónlistar sem komið hafa fram í Hörpu á síðustu árum. Borgartorg undir þaki Það er ekkert launungarmál að reksturinn hefur verið þungur alveg frá upphafi. Allt sem því hefur fylgt hefur gert það að verkum að húsið hefur kannski ekki alltaf náð að upp- fylla hlutverk sitt með eigin dag- skrá. Það hafa ekki verið fjármunir til að sinna því eins og metnaður fólks hefur staðið til. Vegna þess hvað fjárhagsstaðan hefur á köflum verið erfið hafa möguleikarnir á því að taka inn í húsið alls kyns ókeypis viðburði og starfsemi einnig verið takmarkaðri en maður hefði viljað. En það breytir samt ekki því að í þessu húsi eru haldnir 1.200-1.400 viðburðir á ári, bæði stórir og smáir af öllum tegundum. Ég held að Harpa hafi uppfyllt þær væntingar mjög vel að verða samkomustaður og félagsheimili þjóðarinnar. Þetta er einstakt hús að því leytinu til að þetta er eins og hálfgert borgartorg undir þaki. Hér eru í opnum rýmum haldnir matarmarkaðir, skákmót, björgunardagurinn og bókamessa sem og borgarhátíðir sem draga að sér tugþúsundir gesta. Svona við- burðir eru almennt ekki haldnir í húsum af þessu tagi. Harpa sem fjöl- nota hús hefur reynst mjög vel að mínu mati,“ segir Svanhildur og tek- ur fram að krúnudjásn Hörpu sé auðvitað Eldborg. „Með sínum ein- staka og fallega hljómburði sem hef- ur reynst frábærlega vel og á sinn þátt í því hversu fallega Sinfóníu- hljómsveitin hefur vaxið og dafnað á umliðnum árum.“ Í viðtali við mig sem birtist hér á síðum blaðsins haustið 2019 sagðir þú að finna þyrfti raunhæfan rekstr- argrundvöll Hörpu til framtíðar og tókst fram að þú vonaðir að allir sem að húsinu koma væru sammála um kominn væri tími til að leiðrétta og endurskoða rekstrarmódel Hörpu. Hvernig hefur þessu miðað fram? „Samtal okkar og samstarf við eigendur Hörpu, ríki og Reykjavík- urborg, hefur verið einstaklega gott. Þegar kófið skall á vorum við komin ágætlega á veg með að skoða lausnir og leiðir í því að gera reksturinn og starfsemina þannig að það styðji betur við hlutverk Hörpu. Það er mín sannfæring að markmiðið með Hörpu sé að skapa verðmæti alla daga og í víðasta skilningi. Þá erum við að tala um menningarleg, efna- hagsleg og samfélagsleg verðmæti. Harpa er að þjóna samfélaginu með öllum þessum mismunandi við- burðum. Þegar kófið skall á gjör- breyttust allar forsendur og við- fangsefnið varð annað. Eins og aðrir í sambærilegri starfsemi höfum við verið að róa ákveðinn lífróður. En eigendurnir hafa staðið mjög vel með okkur í gegnum þetta og fyrir það erum við þakklát. Þannig kom á síðasta ári inn hlutafjáraukning til þess að standa straum af mjög brýn- um umbótaverkefnum í viðhaldi á húsnæðinu þar sem lýsing er t.a.m. uppfærð og orkunýting bætt. Auk þess sem okkur var gert kleift að ráðast í fyrrnefndar breytingar. Við erum núna að horfa fram á bjartari tíð og vonandi að komast hraðar út úr þessu erfiða ástandi en nokkur þorði að vona. Við finnum það dag- lega hvað hjólin eru farin að snúast hraðar, skynjum aukna bjartsýni og aukið þor viðburðahaldara sem hafa endurtekið þurft að fresta við- burðum. Nú er fólk farið að treysta því betur að það sé ákveðinn fyrir- sjáanleiki og hægt sé að fara af stað af krafti síðsumars.“ Hvernig verður staða Hörpu eftir önnur 10 ár þegar húsið fagnar 20 ára vígsluafmæli sínu? „Ef þetta síðasta ár hefur kennt okkur eitthvað þá er það að það er gjörsamlega gagnslaust að reyna að spá í það hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég held að þessi heims- faraldur hafi kennt okkur ótrúlega margt, s.s. sveigjanleika, æðruleysi og að finna jákvæð tækifæri í hverju sem á dynur og starfsfólk Hörpu hefur staðið sig frábærlega í því. Ég er líka sannfærð um að eftir kófið munum við enn betur kunna að meta menningu, listir og samverustundir. Við finnum svo sterkt næringuna sem felst í því að koma saman, gleðj- ast saman og upplifa saman, sem er auðvitað kjarninn í allri starfsemi Hörpu, hvort sem það er á tón- leikum, fræðslustund eða viðskipta- ráðstefnu. Í þessu felast svo mikil verðmæti og ég held að Harpa, eins og önnur samkomuhús, muni njóta góðs af og eflast til framtíðar,“ segir Svanhildur. Morgunblaðið/Eggert „Félagsheimili þjóðarinnar“ - „Harpa er bæði heimavöllur og heimssvið,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu - 10 ár eru í dag liðin frá vígslu tónlistar- og ráðstefnuhússins - Fagnað verður á Menningarnótt Bjartsýn Svanhildur Konráðsdóttir (þriðja frá hægri í fremstu röð) ásamt hluta þeirra starfsmanna sem starfa í Hörpu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.