Morgunblaðið - 15.05.2021, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 5. M A Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 114. tölublað . 109. árgangur .
hekla.is/skodasalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA
ENYAQ iV
RAFMAGNAÐUR
412 til 536 km drægni skv. WLTPVerð frá 5.790.000 kr.
KOMDU OG SKOÐAÐU
Til afhendingar
í maí
HALDA SÍNU
STRIKI Í UND-
IRBÚNINGI
UPPBYGGING
Í VÆNDUM
Í GARÐABÆ
UM 2.300 ÍBÚÐIR 14ÓLYMPÍUMÓTIÐ 41
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Heildarvelta ÁTVR í fyrra fór yfir 50
milljarða og hefur aldrei, í tæplega
hundrað ára sögu ÁTVR, verið svo
mikil. Þetta kemur fram í nýbirtri
árs- og samfélagsskýrslu ÁTVR fyrir
seinasta ár. Ívar J. Arndal forstjóri
ÁTVR segir í formála að afkoman hafi
verið langt umfram áætlun, rekstur-
inn óvenjulegur vegna veirufarald-
ursins, veltuhraðinn verið fáheyrður
og mikið álag á starfsfólki. Með ólík-
indum sé að þetta hafi gengið upp.
Lítrarnir sem fóru í gegnum dreif-
ingarmiðstöð ÁTVR fóru yfir 26 millj-
ónir í fyrra og jókst magnið á árinu
um rúmar fjórar milljónir lítra. Þá var
öllum lagernum í Vínbúðunum velt að
jafnaði tvisvar í mánuði.
Áfengi var selt fyrir 38,4 milljarða á
seinasta ári og jókst áfengissalan um
18,29% á árinu. Þá fékkst um 12,5
milljarður af sölu tóbaks. Viðskipta-
vinirnir voru 5,5 milljónir og jókst sal-
an í öllum flokkum, í léttvíni, sterku
áfengi og bjór. Fyrirtækið hagnaðist
um 1.821 milljón kr., ríkið fékk millj-
arð í arð og hluti ríkissjóðs af brúttó-
sölu ÁTVR í fyrra var 30,8 milljarðar.
Metsala hjá ÁTVR
- Fáheyrður veltuhraði hjá ÁTVR á óvenjulegu ári - Heild-
arveltan fór yfir 50 milljarða - Hagnaðurinn 1.821 milljón
MHeildarvelta ÁTVR fór yfir … »22
Hafist var handa í gærmorgun við að reisa varnargarða við
Nátthaga, utan um hraunið sem rennur úr eldgosinu í Geld-
ingadölum. Fyrst var ráðgert að fylla bara í vestra skarðið á
svæðinu og kláraðist það, en seinna í gær var svo ákveðið að
fylla einnig í það eystra.
Í gær breyttist hraunflæðið frá gosinu og lítur nú út fyrir,
haldi gosið áfram í dágóðan tíma, að mögulega gætu innviðir
á svæðinu verið í hættu, eins og kom fram í tilkynningu al-
mannavarna og greint var frá á mbl.is í gær. »6
Ljósmynd/Ólafur Þórisson
Reisa varnargarða til að varna því að Nátthagi fari undir hraun
Útlit er fyrir að árið 2021 verði sögu-
legt á íslenskum hlutabréfamarkaði
að sögn Magnúsar Harðarsonar, for-
stjóra Kauphallarinnar. Hann segir
að leita þurfi allt aftur til ársins 2000
til að finna sambærilegan áhuga
fyrirtækja á að skrá bréf sín á mark-
að.
Fyrr í þessari viku lauk vel
heppnuðu útboði Síldarvinnslunnar
þegar 6.500 áskriftir bárust fyrir um
60 milljarða króna. Í júní nk. er von
á hlutafjárútboði Íslandsbanka en
stærð útboðsins gæti orðið á bilinu
60-70 milljarðar.
Þá stefnir tölvu-
leikjafyrirtækið
Solid Clouds á
First North-
markað kauphall-
arinnar. Enn
fremur vill flug-
félagið Play safna
20 milljónum
bandaríkjadala,
um 2,5 milljörðum króna, í hlutafjár-
útboði í júní og skrá hlutina á First
North-markaðinn. »20
Stefnir í sögulegt ár
á hlutabréfamarkaði
Magnús
Harðarson