Morgunblaðið - 15.05.2021, Side 21

Morgunblaðið - 15.05.2021, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021 Kristján H. Johannessen Stefán Gunnar Sveinsson Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu héldu í gær áfram af fullum þunga. Gerði flugher þeirra gríðarmiklar loftárásir á skotmörk tengd hryðjuverkasamtökunum Hamas, en greint var frá því um kvöldmatarleytið að þremur eld- flaugum hefði verið skotið inn í Ísr- ael frá Sýrlandi, en ein þeirra dreif ekki yfir landamærin. Hernaðarsérfræðingar hafa sumir bent á vel heppnaða taktík Ísr- aelsmanna á samfélagsmiðlum. Um miðnætti á fimmtudag sendu þeir frá sér tilkynningu þar sem gefið var í skyn að landhernaður væri hafinn á Gaza. Við það munu margir Hamas- liðar hafa haldið inn í neðanjarðar- göng sem svo urðu skotmörk ísr- aelska flughersins. Tóku alls 160 orr- ustuþotur þátt í árásinni. Þá er einnig talið að fjölmargir Hamas-lið- ar hafi verið drepnir í loftárásinni hvar þeir biðu óvarðir eftir boðuðum landhernaði. Áttu þeir að vera fyrsta vörn Hamas gegn hersveitunum. Engar opinberar tölur lágu fyrir í gær um mannfall í kjölfar loftárásar Ísraelsmanna, en palestínsk yfirvöld segja að 126 manns hafi fallið í heild- ina á Gaza-svæðinu til þessa. Skærur á Vesturbakkanum Skærur komu upp milli ísraelskra her- og lögreglumanna og palest- ínskra mótmælenda á Vesturbakk- anum í gær, en mikil spenna ríkir þar oft á föstudögum, bænadögum músl- ima. Ungir Palestínumenn köstuðu steinum og Molotoff-kokteilum að herliði Ísraela, sem svaraði fyrir sig með skothríð. Sögðu Palestínumenn að ellefu hefðu fallið á Vesturbakk- anum. Eru þetta sögð hörðustu mót- mæli þar frá seinni uppreisn Palest- ínumanna á árunum 2000-2005. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hyggst funda á sunnudag um ástand- ið í Ísrael, en upphaflega átti ráðið að funda í gær, föstudag. Bandaríkja- stjórn kom hins vegar í veg fyrir það, og sökuðu Kínverjar Bandaríkin um að hundsa „neyð“ múslima. Átökin færast í aukana - Þremur eldflaugum skotið að Ísrael frá Sýrlandi - Ellefu látast í óeirðum á Vesturbakkanum - Fjöldi vígamanna felldur í hörðum loftárásum Ísraelsmanna Ferðamenn eru nú aftur farnir að streyma til Grikklands, einkum frá Þýskalandi. Á sama tíma greinast þar um 2.000 kórónuveirusmit á degi hverjum. Ráðherra ferðamála segir brýnt að opna landið aftur en minnst fimmtungur gríska hag- kerfisins er háður komum erlendra gesta. Ferðamenn þurfa að fram- vísa neikvæðu PCR-prófi við kom- una til Grikklands, bólusetningar- vottorði og upplýsingum um dvalarstað. Um fjórðungur Grikkja hefur fengið fyrri bóluefnasprautu. GRIKKLAND Opna landið fyrir ferðamönnum Elisabetta Bell- oni er nýr yfir- maður leyniþjón- ustu Ítalíu (DIS), fyrst kvenna. Var hún skipuð af forsætisráð- herra landsins sem tilkynnti val sitt í gær. Er það breska ríkis- útvarpið (BBC) sem greinir frá skipuninni. Bellooni, sem fæddist árið 1958, hefur víðtæka reynslu úr utanríkis- þjónustunni, var meðal annars sendiherra í Vín og Bratislava. Þá var hún einnig yfir aðgerða- og krísustjórnunarteymi utanríkis- þjónustunnar árin 2004 til 2008. Ítalskir stjórnmálamenn hafa margir fagnað skipuninni. Hefur einn þeirra lýst henni sem hug- rakkri og sterkri konu. ÍTALÍA Kona tekur við leyniþjónustunni Elisabetta Belloni Matvælasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum Matvælasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum HlutverkMatvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við fram- leiðslu og vinnslumatvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra um land allt. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Úthlutunarfé sjóðsins eru 630 milljónir á árinu 2021. OPNAÐ ER FYRIR UMSÓKNIR 14. MAÍOG ER FRESTUR TIL OGMEÐ 6. JÚNÍ 2021 SJÓÐURINN STARFAR SAMKVÆMT LÖGUM UMMATVÆLASJÓÐ, LÖG NR. 31 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á VEFSÍÐUNNIWWW.MATVÆLASJÓÐUR.IS Matvælasjóður hefur fjóra flokka: BÁRA styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni. KELDA styrkir rannsóknaverkefni semmiða að því að skapa nýja þekkingu. AFURÐ styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. FJÁRSJÓÐUR styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri. AFP Höfuðstaður Þjóðvarðliðar stóðu lengi vaktina við þinghúsið eftir ólætin. Majór handtekinn fyrir aðild sína Bandarískur landgönguliði hefur verið handtekinn fyrir að hafa til- heyrt þeim hópi fólks sem ruddi sér leið inn í þinghúsið í Washington DC hinn 6. janúar síðastliðinn. Er hann meðal annars ákærður fyrir líkams- árás og fyrir að hindra gang réttvís- innar. Er það fjölmiðill bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Stars and Stripes, sem greinir frá þessu. Maðurinn sem um ræðir heitir Christopher Warnagiris og hefur hann majórstign í landgönguliðinu. Hann skráði sig til herþjónustu árið 2002 og hefur síðan þá sinnt ófáum verkefnum fyrir herinn, meðal ann- ars í Írak og Afganistan. Í tilkynn- ingu frá varnarmálaráðuneytinu Pentagon segir að engin þolinmæði sé gagnvart öfgastefnu og -hugs- unum í hernum. Málið sé því litið afar alvarlegum augum. Fram kemur í ákæru að Warna- giris hafi rutt sér leið í gegnum röð lögreglu og inn í þinghúsið. Hann hafi svo hjálpað fjölda mótmælenda að komast inn í þingið í gegnum op- inn glugga. Á upptökum öryggis- myndavéla sést svo hvar hann stuggar við lögreglumanni sem reynir að koma í veg fyrir stöðuga inngöngu mótmælenda. khj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.