Morgunblaðið - 15.05.2021, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
Tíðir sinueld-ar í þurrk-unum und-
anfarnar vikur
sýna hvað lítið
þarf til að bál blossi upp. Um
þessar mundir gildir nú
óvissustig á Suður- og Vest-
urlandi hjá almannavarnadeild
ríkislögreglustjóra og slökkvi-
lið eru við öllu búin. Í Morg-
unblaðinu í fyrradag kom fram
að nú væru haldnir fundir dag-
lega til að meta stöðuna.
Eru áhyggjurnar mestar af
að illa geti farið blossi upp eld-
ur í sumarhúsabyggð á stöðum
á borð við Skorradal, Þing-
vallasveit, Laugardal, Bisk-
upstungur og Grímsnes þar
sem gróður er mikill.
Gróðureldar kvikna yfirleitt
af mannavöldum hér á landi,
þótt eldingar geti einnig valdið
þeim. Vinna við járnsmíðar,
glóð úr útieldi eða af grilli og
jafnvel neisti úr púströri getur
kveikt eld. Er því rík ástæða
til að sýna árvekni.
Í Morgunblaðinu á fimmtu-
dag var rætt við hjónin Rann-
veigu Ásbjörnsdóttur og Stef-
án Carlsson, sem eiga
sumarbústað í landi Dagverð-
arness í Skorradal.
Þar segir Rannveig að mikill
uggur sé í fólki vegna ástands-
ins og þau hjónin séu til dæmis
hikandi við að fá
barnabörn sín í
heimsókn.
Rannveig lýsir
sérstökum
áhyggjum yfir því að flótta-
leiðir úr Skorradal séu tak-
markaðar. Svokallaður Línu-
vegur, sem liggi að
Uxahryggjaleið, sé illfær
fólksbílum.
Ástandið nú er áminning um
að það er mikilvægt að tryggja
að flóttaleiðir séu greiðfærar.
Sumarbústaðir eru sælureitir
fyrir marga. Þar sem sum-
arhúsabyggð er þétt þarf að
gera ráðstafanir þannig að
fólk eigi auðvelt með að forða
sér og einnig búa þannig um
hnútana að eldur breiðist ekki
út fyrirstöðulaust.
Um leið verður að gæta
þess að varúðarráðstafanir
verði ekki of íþyngjandi fyrir
eigendur líkt og við Laug-
arvatn þar sem ákveðið hefur
verið að loka hjólhýsasvæði
vegna þess að öryggi fólks á
svæðinu sé verulega ábóta-
vant út af eldhættu. Þarna
hafa margir átt sinn sælureit
árum saman og verður ekki
hlaupið að því að finna nýjan.
Brýnt er að grípa til að-
gerða sem fyrst. Eins og við
þekkjum gera hamfarir ekki
boð á undan sér.
Tryggja þarf öryggi
og undankomuleiðir}Eldhætta
Það þarf ekki aðhafa mörg orð
um hættuna sem
fylgir eiturlyfjum.
Þau hafa eyðilagt
mörg mannslíf og
valda stórtjóni í samfélaginu.
Skipulögð glæpastarfsemi
þrífst á sölu og dreifingu eitur-
lyfja. Forsenda þessarar ógeð-
felldu glæpastarfsemi er fíknin,
á henni nærast eiturlyfjahring-
arnir og um leið ala þeir á
henni.
Heilbrigðisráðherra hefur
lagt fram lagafrumvarp um að
breyta ákvæðum laga um
ávana- og fíkniefni þannig að
kaup og varsla á takmörkuðu
magni ávana- og fíkniefna verði
heimiluð og verði miðað við svo-
kallaða neysluskammta.
Tilgangurinn er að af-
glæpavæða neyslu fíkniefna.
Deilt hefur verið á þessar fyr-
irætlanir og hafa hörðustu við-
brögðin komið frá lögreglunni.
Í fréttaskýringu Morgunblaðs-
ins var dregið fram að Lög-
reglustjórafélag Íslands teldi
einsýnt að fíkniefnaneysla ung-
menna myndi aukast yrði frum-
varpið að lögum og viðhorf
þeirra til vímuefna yrði jákvæð-
ara. Embætti lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu benti á í
umsögn að yrði frumvarpið að
lögum gætu til að
mynda allir sem
ákærðir yrðu fyrir
vörslu á fíkniefnum
í sölu- og hagn-
aðarskyni borið því
við að um væri að ræða efni til
eigin nota.
Umsagnir um frumvarpið
eiga það þó flestar sammerkt
að taka undir að meðhöndla eigi
vanda vímuefnanotenda á Ís-
landi í heilbrigðiskerfinu frekar
en dómskerfinu.
Það mætti orða það þannig
að þeir séu sjúklingar en ekki
glæpamenn og það sé nógu erf-
itt að losna frá fíkninni þótt af-
plánun refsinga sé ekki bætt
við.
Markmiðið með frumvarpinu
er göfugt og í raun má segja að
nú þegar sé unnið í anda þess
að því leyti að í löggæslu er ekki
lagt kapp á að hafa hendur í
hári neytenda og refsa þeim,
heldur áhersla lögð á að stöðva
sölu og dreifingu. Áður en svo
róttækar breytingar eru gerðar
á lögunum er rétt að fara ræki-
lega ofan í saumana á þeim. At-
hugasemdir lögreglunnar gefa
tilefni til að hafa áhyggjur af að
breytingin gæti orðið til þess að
við tækjum skref aftur á bak í
fíkniefnamálum og það væri af-
leit niðurstaða.
Áhöld um af-
glæpavæðingu
fíkniefna}
Skref aftur á bak?
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
V
eirufaraldurinn og sam-
komutakmarkanir höfðu
mikil áhrif á rekstur ÁTVR
á seinasta ári. Afkoma árs-
ins og söluaukningin fór langt fram úr
öllum áætlunum og veltuhraðinn var
fáheyrður, eins og Ívar J. Arndal, for-
stjóri ÁTVR, orðar það í formála ný-
útkominnar árs- og samfélagsskýrslu
ÁTVR fyrir árið 2020.
Á árinu fór heildarveltan yfir 50
milljarða og hefur aldrei, í tæplega
hundrað ára sögu ÁTVR, verið svo há.
Ívar segir að álagið á starfsfólkið hafi
aukist mikið þegar ljóst varð að veit-
ingahús og barir voru meira og minna
lokaðir, og sala í Fríhöfnina á Kefla-
víkurflugvelli lagðist að mestu af.
Beita hafi þurft öllum ráðum til þess
að ráða við ástandið.
Álagið var einna mest í
dreifingarmiðstöð ÁTVR. Veltuhrað-
inn jókst um 20%. „Þegar leið á sum-
arið fór reksturinn að þyngjast og
álagið að aukast. Með ótrúlegu átaki
og samvinnu allra tókst að láta starf-
semina ganga upp við þessar erfiðu
aðstæður. Lítrarnir sem fóru í gegn-
um dreifingarmiðstöðina á árinu fóru
yfir 26 milljónir og jókst magnið á
árinu um rúmar fjórar milljónir lítra,“
segir Ívar. Öllum lagernum var velt á
innan við níu dögum að meðaltali yfir
árið en fram kemur að meðalbirgðir í
dreifingarmiðstöðinni eru um 600 þús.
lítrar. „Tölurnar sýna ótvírætt hvað
gekk á og er með ólíkindum að þetta
hafi gengið upp miðað við hvernig
ástandið var,“ segir í formála forstjór-
ans.
Þá fór veltuhraðinn í Vínbúðun-
um yfir 24 að meðaltali á árinu sem
þýðir að sögn hans að öllum lagernum
í verslunum er velt að jafnaði tvisvar í
mánuði sem hann segir að sé fáheyrð-
ur veltuhraði.
5,5 milljónir viðskiptavina
Á seinasta ári komu 5,5 milljónir
viðskiptavina til ÁTVR og fjölgaði um
8,5%. Þeir keyptu alls 26,8 milljónir
lítra af áfengi og var áfengi selt fyrir
38,4 milljarða. Jókst áfengissala
ÁTVR um 18,29% á árinu. Salan jókst
í öllum flokkum, í léttvíni, sterku
áfengi og bjór. Mest var þó aukningin
í sölu á léttvíni eða 26,5%.
Fyrirtækið hagnaðist um 1.821
milljónir kr. í fyrra og einn milljarður
var greiddur í arð í ríkissjóð. Ríkið
nýtur nú sem áður góðs af sölu ÁTVR
auk arðgreiðslunnar og fékk rúmlega
17,5 milljarða í áfengisgjald í fyrra og
6,2 milljarða í virðisaukaskatt. Tób-
aksgjaldið skilaði tæpum sex millj-
örðum og hækkaði á milli ára um 284
milljónir. Hluti ríkissjóðs af brúttó-
sölu ÁTVR á seinasta ári var því sam-
tals tæpir 30,8 milljarðar.
Sala á sígarettum jókst að magni
í fyrra eða um 8,6% en sala neftób-
aksins dróst saman um 44,8% að
magni til frá árinu á undan og fór úr
46 tonnum á árinu 2019 í rúmlega 25
tonn sem seld voru í fyrra.
Fjölmargar upplýsingar um
starfsemi ÁTVR og Vínbúðanna
koma fram í skýrslunum. Þar má m.a.
sjá að fjöldi pantana í vefverslun
ÁTVR á síðunni vinbudin.is þrefald-
aðist á seinasta ári, sem er að stórum
hluta rakið til ástandsins í samfélag-
inu vegna faraldursins. Flestir við-
skiptavinir Vínbúðanna koma í búð-
irnar á föstudögum eða 28% en þó
komu færri viðskiptavinir í lok vik-
unnar en á árinu á undan. Yfir allt ár-
ið heimsóttu flestir viðskiptavinir
Vínbúðirnar 30. desember, en þann
dag komu tæplega 44 þúsund en á
venjulegum föstudegi eru þeir nálægt
32 þúsund.
Heildarvelta ÁTVR
fór yfir 50 milljarða
Sala í Vínbúðunum og fjöldi viðskiptavina
Fjöldi viðskiptavina í Vínbúðunum stærstu daga ársins 2020, þúsundir
Heildarsala áfengis í Vínbúðunum í milljónum lítra 2013-2020
30
25
20
15
40
30
20
10
0
2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
22.maí 29.maí 31. júlí 23. desember 30. desember
Heimild: ÁTVR
18,7
26,8
22,7
21,9
19,6
38,5 38,2 37,5
42,9 43,8
Meðalfjöldi á föstudegi, 31,9
Starfsfólk Vínbúðanna er þjálf-
að í að spyrja viðskiptavini um
skilríki en á hverju ári er farið í
hulduheimsóknir þar sem við-
skiptavinir á aldrinum 20-24
ára fara í búðirnar og skila svo
niðurstöðum um hvort þeir
þurftu að framvísa skilríkjum.
Árangur hulduheimsókna í fyrra
var 78%, töluvert undir mark-
miðinu sem er 90%. Fram kem-
ur að í veirufaraldrinum lækkaði
hlutfall þeirra sem voru spurðir
um skilríki en síðustu mánuði
ársins varð árangurinn betri.
ÁTVR hefur hvatt viðskipta-
vini til að draga úr notkun ein-
nota burðarpoka. Í fyrra voru
tæplega 66 þúsund fjölnota-
pokar seldir. Er hlutfall þeirra
sem kaupa einnota poka komið
niður í 24%. 1,3 milljónir ein-
nota poka voru seldar á árinu.
78% árangur
yfir árið
SKILRÍKJAEFTIRLIT
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
F
ramtíðina þarf að skapa núna.
Þetta Covid-ár hefur heldur betur
reynt á okkur öll, með misjöfnum
hætti þó. Verkefnin hafa breyst,
vinnustöðum verið lokað og störf-
um fækkað. En fram undan er uppbygging og
það er vor í lofti. Við þurfum að hafa kjark til að
styðja á réttum stöðum við uppbyggingarferlið
og við það fólk og fyrirtæki sem nauðsynlega
þurfa á því að halda. Þannig þarf pólitískan
kjark og útsjónarsemi til að fara í sértækar að-
gerðir sem skila sér margfalt til framtíðar.
Samfylkingin kynnti í vikunni aðgerðapakka
í sex liðum sem ætti að koma til framkvæmda
núna í sumarbyrjun. Þessar aðgerðir snúa
flestar að því að koma atvinnuleitendum aftur
til starfa, búa til hvata hjá fyrirtækjum að ráða
til sín fólk, en einnig að grípa þá sem hafa um
lengri tíma verið án atvinnu. Einnig leggjum við til
skemmtilegri sumarmánuði fyrir okkur öll í samstarfi við
listafólk víða um land sem hefur misst grundvöll tekna
sinna síðustu mánuði vegna samkomutakmarkana. Tón-
listarfólk og sviðslistafólk hefur misst sínar tekjur í rúm-
lega heilt ár og við því þarf að bregðast með öllum til-
tækum ráðum. Okkar tillaga er að farið verði í
styrkveitingar án tafar til viðburðahalds um allt land,
þannig að allur almenningur fái notið tónleika og leiksýn-
inga á bæjarhátíðum og um alla borg. Einfalt og skjótvirkt
umsóknarkerfi fyrir skemmtilegra sumar.
Önnur tillaga sem ég vil vekja sérstaka athygli á varðar
þá sem hafa verið í atvinnuleit undanfarna
mánuði. Við leggjum til að veittur verði tíma-
bundinn skattaafsláttur fyrir þá sem koma aft-
ur til starfa eftir atvinnuleysi. Leiðin er einföld
í framkvæmd því hún felur í sér tvöföldun per-
sónuafsláttar í jafn marga mánuði og viðkom-
andi var án atvinnu. Þetta er ekki ósvipað og
þekkist í fyrirtækjarekstri þar sem þau geta
nýtt sér tap undanfarins árs á móti hagnaði
þessa árs. Þannig getur sá sem missti vinnuna
nýtt sér tekjufallið af liðnu ári sem viðbót-
arpersónuafslátt í jafn marga mánuði og tekju-
fallið varði.
Tekjufall í kjölfar uppsagnar getur leitt til
langvarandi alvarlegs fjárhagsvanda. Slíkur
fjárhagsvandi sem velt er á undan fjölskyldum
árum saman leiðir til aukins kostnaðar um allt
kerfið. Það að fjárfesta með þessum hætti í
fólki og fjölskyldum mun borga sig upp fyrr en ella og að-
ferðin er einföld í framkvæmd. Slík tímabundin hækkun á
ráðstöfunartekjum fyrir þá sem urðu fyrir tekjufalli
gagnast strax og þannig getur fólk í þessari stöðu greitt
hraðar niður þær skuldir sem safnast hafa upp í því ástandi
sem verið hefur.
Að leggja fyrirtækjum og einstaklingum tímabundið lið
nú þegar við erum að koma okkur upp úr áfallinu er skyn-
samleg og góð fjárfesting til framtíðar. Við skulum sýna
hugrekki og framkvæma hratt og vel. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Framtíðin er björt, ef við þorum
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen