Morgunblaðið - 15.05.2021, Side 30

Morgunblaðið - 15.05.2021, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021 ✝ Björg Lára Jónsdóttir fæddist á Lækj- arbakka í Ólafsvík 13. mars 1935. Hún lést 29. apríl 2021 á Dvalarheimilinu Jaðri. Foreldrar hennar voru hjónin Ingveldur Lárens- ína Guðný Helga- dóttir, f. 3.7. 1894 í Ólafsvík, d. 13.6. 1958, og Jón Thorberg Jóhann- esson, f. 30.11. 1885 á Ytrafelli í Dalasýslu, d. 30.8. 1936. Systkini Bjargar Láru voru Helga Rósa Ingvarsdóttir, f. 2.6. 1915, d. 3.2. 1996, Jóhannes, f. 31.12. 1918, d. 9.8. 1936, og Hallveig Kristólína ljósmóðir, f. 9.10. 1921, d. 12.10. 1977. Björg Lára giftist hinn 28. september 1958 Kristjáni Helga- syni, f. 15.9. 1934. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Thorberg Kristjánsson vélstjóri, f. 20.9. 1904, d. 9.9. 1976, frá Ytra- Skógarnesi og Petrína Kristín Jónsdóttir, f. 13.8. 1909, d. 22.3. 2002, ólst upp á Hellnum. Afkom- endur Bjargar Láru og Kristjáns eru: 1) Helgi, f. 1958 kvæntur dætur þeirra a) Hugrún, f. 1983, sambýlismaður Guðmundur Ró- bert Guðmundsson, b) Tinna, f. 1988, eiginmaður Sveinn Ingi Ragnarsson, synir þeirra Torfi Snær, Hrannar Ingi, Bergur Breki og Kristján Kári, c) Telma Aníka, f. 1989, sambýlismaður Sindri Snær Harðarson, d) Sandra Ýr, f. 1999, sambýlis- maður Sindri Frostason. Björg Lára lauk landsprófi frá gagnfræðaskóla Austur- bæjar. 18 ára gömul var hún síð- asti farkennari Fróðárhrepps. Hún fór í Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Síðan heimavinnandi og sinnti uppeldi barna sinna. Kennari við Barna- og unglinga- skólann í Ólafsvík í mörg ár, síð- ast sem stuðningskennari. Starf- aði einnig í versluninni Hvammi og í versluninni Þóru í Ólafsvík. Björg Lára var virk í starfi Kvenfélags Ólafsvíkur, Lions- klúbbsins Ránar og í slysavarna- deildinni Sumargjöf, auk þess sem hún var dyggur stuðnings- maður Víkings Ólafsvík og sótti leiki liðsins víða um land. Þau hjónin ferðuðust víða um landið og um heiminn bæði á landi og á legi. Útför Bjargar Láru verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 15. maí 2021, klukkan 14. Streymt verður frá útförinni: https://youtu.be/YK9OOy6ub_8 Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Oddnýju Björgu Halldórsdóttur, f. 1956, dóttir þeirra Helga Björg, f. 2000. Fyrir átti Oddný Björg Birg- ittu, f. 1978, eig- inmaður hennar er Högni Baldvin Jóns- son, synir þeirra Jón Oddur, Baldvin Þór og Vilberg Kári. 2) Jóhannes, f. 1959, börn hans a) Andri, f. 1983, barnsmóðir Sigríður Helgadótt- ir, b) Olga Kristín, f. 1983, barns- móðir Lilja Jónína Héðinsdóttir, hennar börn eru Aþena Lilja og Baltasar Sölvi, c) Marteinn, f. 1996, barnsmóðir Ruth Snædahl Gylfadóttir, fyrrv. eiginkona. 3) Lára, f. 1961, gift Þorsteini Ólafs, f. 1957, börn þeirra a) Þór Steinar, f. 1985, sambýliskona Elva Hrönn Eiríksdóttir, sonur hennar Róbert Logi, b) Björg Magnea, f. 1988, sambýlismaður Liam McIllhatton, c) Kristján Már, f. 1993, sambýliskona Ást- rós Óskarsdóttir. Fyrir átti Þor- steinn dótturina Elínu Birgittu, f. 1980, d. 1996. 4) Olga, f. 1963, gift Torfa Sigurðssyni, f. 1963, Yfir mömmu ríkti friður og ró þegar hún æðrulaus kvaddi þetta líf. Mamma var á öðru ári þegar faðir hennar lést, þremur vikur eftir að Jóhannes bróðir hennar fórst með Erninum GK. Amma og afi voru þá stödd í Gröf í Breiðuvík þegar fréttir bárust um það í út- varpinu að öll áhöfnin hefði farist. Fengu þau lánaða hesta og var maður fenginn til að fylgja afa og ömmu með mömmu bundna við sig yfir Egilsskarðið til Ólafsvík- ur. Engir styrkir eða bætur voru í boði á þessum tíma og atvinnu- ástand erfitt. Amma varð að vinna mikið og því annaðist Rósa langamma mömmu virka daga og nætur en amma um helgar. Þessi tími var mömmu minnisstæður en einnig sá dagur er hún flutti aftur að Lækjarbakka með brúðuna sína í fanginu ásamt litlum kistli. Þá var Helga systir mömmu trúlofuð Oli- ver Kristjánssyni og ákveðið var að þau myndu hefja búskap hjá ömmu og mamma kæmi til þeirra. Þetta var gæfuspor fyrir móður mína, þarna eignaðist hún góða fjölskyldu sem reyndist henni alla tíð sem bestu foreldrar og systk- ini. Mamma var afburðanámsmað- ur og þráði að læra meira eftir skólagönguna í Ólafsvík. Rósa langamma fór suður til Reykja- víkur með einkunnaspjald mömmu og útvegaði henni skóla- vist í Austurbæjarskóla þaðan sem hún lauk landsprófi. Hún kom mömmu fyrir hjá Kristjönu dóttur sinni og fjölskyldu á Freyjugötu 10a í Reykjavík. Mik- ill kærleikur myndaðist milli mömmu og Freyjugötufjölskyld- unnar. Mamma minntist þess einnig að á þessum árum hefði hún rekist á vin sinn Kristján í Bankastrætinu en seinna áttu þau eftir að verða hjón. Aðeins 18 ára gömul var mamma fengin til að kenna í Fróðárhreppi og var hún síðasti farkennari hreppsins. Veturinn 1955/56 fór mamma í Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Þar eignaðist hún margar góðar vinkonur sem héldu góðu sam- band alla tíð. Þegar börnin stálpuðust hóf mamma að kenna við Barna- og unglingaskólann í Ólafsvík. Þar eignaðist hún marga vini, bæði meðal samstarfsfólks og nem- enda. Mamma og pabbi ferðuðust víða. Hún sigldi með pabba á Hvalvíkinni um heimsins höf og upplifði meðal annars að festast í hafís. Þau fóru á heimsþing Lions, sigldu niður Rín og Mósel auk fleiri ferða. Minnisstæð er jóla- og áramótaferð fjölskyldu minnar með mömmu og pabba í Dómin- íska lýðveldið. Félags- og líknarstörf voru mömmu í blóð borin þar sem hún var virkur þátttakandi. Þá var mamma dyggur stuðningsmaður Víkings Ó. sem heiðraði minningu hennar á dögunum með því að leika með sorgarbönd í bikarleik í knattspyrnu. Það var falleg stund. Mamma fylgdist náið með af- komendum sínum í námi, leik og starfi fram á síðasta dag. Hún lýsti upp umhverfi sitt með bros- inu sínu, hlátri, jákvæðni og rétt- sýni. Foreldrar mínir bjuggu alla tíð í Ólafsvík með fólkinu sem þau unnu svo heitt og vildu hvergi annars staðar vera. Síðastliðið ár bjuggu þau á Dvalarheimilinu Jaðri. Þar leið þeim vel og fékk mamma þar umönnun af alúð og ást til hinsta dags. Hún kvaddi lífið þakklát. Ég kveð þið elsku mamma með þínum orðum: „mikið hefur lífið verið gott“ með þér. Meira á www.mbl.is/andlat Þín Lára. Elsku mamma er fallin frá. Þú sem áttir gott og hamingjuríkt líf. Þú vildir öllum vel og varst góð- mennskan uppmáluð. Fjölskyldan skipti þig mestu máli og þú vildir að við systkinin höguðum okkur sómasamlega í lífinu og værum ykkur pabba til sóma. Þú kenndir okkur heiðarleika og umhyggju fyrir öðru fólki, hugsa ekki bara um eigin hag heldur hafa heildar- hagsmuni að leiðarljósi. Alla ævi notaðir þú hvorki áfengi né tóbak. Því var það svolít- ið skondið að Verslunin Þóra, sem seldi barnaföt og þú vannst hjá, skyldi fá vínsöluleyfi í Ólafsvík. Mér er alltaf minnisstætt þegar ég, sonur þinn, fór í mína fyrstu verslunarferð í „Ríkið“ í Ólafsvík og þú varst að afgreiða. „Hvað get ég gert fyrir þig Helgi minn?“ spurðir þú, og ég svaraði: „Ég ætla að fá tvær kippur af bjór.“ Þá sagðir þú: „Er ekki ein nóg, Helgi minn.“ „Jú, mamma.“ Þegar ég bjó í Ólafsvík starfaði ég mjög mikið í kringum Víking Ólafsvík. Að halda uppi starfi fótbolta- liðsins var hugsjón. Þetta var sjálfboðavinna sem unnin var með glöðu geði. Það þurfti að merkja völlinn, þrífa búningsklefana fyrir og eftir leiki og það þurfti líka að þvo keppnisbúningana. Ég tók oftast búningana heim og mamma þvoði þá. Hún var farin að segja við mig fyrir leikina að muna eftir að taka búninga með heim. Síðan eftir þvott mátti sjá þá hanga á snúrunum fyrir utan húsið. Þetta gerði hún í yfir 10 ár. Hún studdi Víking Ó alla tíð og mætti á alla leiki sem hún gat, íklædd Víkings- trefli og Víkingsderhúfu. Stjórn Víkings Ó tók eftir þessu og færði henni og pabba blómvönd fyrir einn leikinn í Pepsídeildinni fyrir nokkrum ár- um fyrir góðan stuðning. Félagið hélt svo áfram að sýna henni virð- ingu og eftir lát mömmu spilaði Víkingur Ó með sorgarbönd í bik- arleik gegn Þrótti R, í leik sem vannst, til minningar um hana. Ég kalla þennan leik „leikinn hennar mömmu“. Við fjölskyldan vorum og erum hrærð og þakklát félag- inu sem hún dáði fyrir þennan heiður og virðingu sem það sýndi henni. Og ég vil nota tækifærið hér og þakka félaginu og þeim sem stóðu að þessu í stjórninni innilega fyrir þetta. Það sem einkenndi uppvaxtar- ár okkar systkinanna var að það var alltaf mikil gleði og samstaða innan heimilisins, lífsgleði og væntumþykja. Allt var gert skemmtilegt. Mamma vildi að við börnin hennar nytum frelsis og heimilið var opið vinum okkar. Mamma vildi frekar gefa af sér en þiggja. Sem dæmi var það von- laust fyrir mig að koma með hangikjöt eða þess háttar yfir jól- in, því alltaf þegar maður kvaddi þá rétti hún manni sama hangi- lærið og ég kom með og sagði: „Taktu þetta með þér því það er örugglega ekkert til í ísskápnum heima hjá þér þegar þú kemur suður.“ „Nei, mamma, þetta átt þú.“ „Láttu ekki svona drengur, taktu þetta með þér.“ Og maður tók hangilærið með sér því það þýddi ekki að malda í móinn því mamma var búin að ákveða þetta. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú gafst mér í lífinu. Þín verð- ur sárt saknað. Minningarnar eru margar sem munu aldrei gleym- ast. Þinn sonur, Helgi Kristjánsson. Elsku Björg mín, mikið á ég eftir að sakna þín. Yndislegri tengdamömmu er ekki hægt að hugsa sér. Það var heillastjarna yfir mér þegar ég kynntist honum Helga mínum því það fylgdi hon- um stór, hjartahlý og skemmtileg fjölskylda og þar varst þú í far- arbroddi, heimsborgari, umburð- arlynd, glaðlynd, hjartahlý með mikinn húmor. Þú hafðir lag á því að láta mér finnast ég vera einstök og það var einmitt einn af þínum eiginleikum að gefa fólki þá til- finningu að hver og einn væri ein- stakur og skipti máli. Þú gafst líka fólki í kringum þig frelsi til að vera það sjálft og barst virðingu fyrir öllum. Aldrei nokkurn tímann heyrði ég þig hallmæla nokkrum manni. Alltaf var stórveisla í Vall- holtinu, lambakjöt með öllu til- heyrandi, vöfflur, pönnukökur, uppháhaldsbrauðið hans Helga og auðvitað hinar vinsælu kleinur. Allir elskuðu kleinurnar þínar. Þú dekraðir við okkur. Það var alltaf erfitt að kveðja eftir góða helgi í Ólafsvík og alltaf var maður send- ur heim með meira en maður kom með vestur. Takk fyrir allt, elsku Björg mín. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig í mínu lífi og mun geyma minn- inguna um þig í hjarta mínu. Blessuð sé minning þín. Oddný Björg Halldórsdóttir. Elsku fallega og góða amma mín. Besta kona í heimi. Ég get varla lýst því í orðum hvað ég á eftir að sakna þín mikið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp með annan fótinn inni á heimili ykkar afa. Þú varst ekki bara amma mín heldur hefur þú alla tíð verið vinkona mín. Við áttum alltaf góðar stundir saman. Við gátum spjallað tímun- um saman, þú gafst mér góð ráð út í lífið, kenndir mér meðal ann- ars að vera jákvæð og tala aldrei illt um aðra. Við spiluðum ótelj- andi skraflleiki og þú hafðir ótrú- lega þolinmæði og nægan tíma fyrir mig, þú sagðir alltaf já við mig þegar ég bað þig um að gera eitthvað með mér. Þú varst þekkt fyrir góða grjónagrautinn og ef mig langaði í pönnukökur þá varstu ekki lengi að bjarga mál- unum. Mér fannst líka svo gaman og koma og hjálpa þér að baka kleinur, fá að skera og snúa og fá svo volga kleinu með ískaldri mjólk. Þá fékk ég svuntu og þú treystir mér fullkomlega fyrir verkinu, þú hlustaðir alltaf á tón- list við kleinubaksturinn og við nutum þess að vera saman. Eftir að þú fórst í liðskiptaað- gerð á hnjánum þegar ég var lítil stelpa nuddaði ég á þér hnén þeg- ar þú varst orðin þreytt í fótunum og þú sagðir alltaf við mig að ég ætti örugglega eftir að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór og þar hafðir þú rétt fyr- ir þér. Við minntumst þess þegar við hittumst síðast á sjúkrahúsinu á Akranesi og þú stakkst fætinum undan sænginni og ég fékk að nudda á þér ilina. Væntumþykjan á milli okkar tveggja var svo mikil, ég bar mikla virðingu fyrir þér og vildi allt fyrir þig gera og það var gagnkvæmt. Oft kom ég með vinkonur mín- ar í heimsókn til þín og við fengum að leika okkur í geymslunni niðri, þar áttir þú til alls konar fatnað og eldhúsdót, dýnur og rimla svo við gátum skipt herberginu upp í nokkur rými og verið í mömmó og búðarleik. Mér fannst svo gott að vera með þér elsku amma, nærvera þín var yndisleg, þú varst jákvæðasta kona sem ég þekki. Ég vildi oft fá að gista hjá ykkur afa og það var alltaf í boði. Þegar ég var yngri fékk ég að heyra söguna þína um andarungana sem þú samdir sjálf og svo söngstu Guttavísur fyrir svefninn. Þú varst líka dásamleg lang- amma og strákunum mínum þykir svo vænt um þig, „gullið mitt“ kallaðir þú okkur og þeir minnast þess. Ég er svo þakklát fyrir að þeir fengu að kynnast ykkur afa svo vel þegar við vorum búsett í Ólafsvík 2013, þá komum við dag- lega til ykkar og það var alltaf bú- ið að dekka borð og vel tekið á móti okkur, brún skúffukaka fyrir strákana og hjónabandssæla fyrir okkur Svenna. Þú varst svo þol- inmóð og elskuleg, það var gott að koma með börn til þín. Þú varst dugleg að hringja í mig og það var alltaf nóg að tala um og yfirleitt vörðu símtölin í að minnsta kosti klukkustund. Þú sagðir mér fréttir frá Ólafsvík og hlustaðir með miklum áhuga á sögur um strákana og hafðir gam- an af. Það er erfitt að hugsa til fram- tíðarinnar án þín. Í hjarta mínu geymi ég minningarnar um þig og þær munu ylja mér um ókomna tíð. Þín Tinna. Elsku amma. Við erum þakklát fyrir þau forréttindi að hafa átt þig að. Þú gafst okkur svo mikla ást og hlýju og auðvitað kleinur líka, enginn mátti vera svangur. Betri kona hefur ekki gengið á þessari jörðu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Olga Kristín, Aþena Lilja og Baltasar Sölvi. Elsku amma Björg. Það er sárt að þurfa að kveðja þig en ég er þakklát fyrir þau tuttugu ár sem við áttum saman. Þegar ég var barn fannst mér fátt skemmti- legra en að fá að heimsækja þig og afa í Ólafsvík. Þú brostir alltaf svo hlýlega til mín í hvert skipti sem þú sást mig og sagðir með miklu stolti að ég væri duglega og seiga stelpan ykkar afa. Mér þótti og þykir enn ótrúlega vænt um þessi orð. Þú varst einstaklega hjartahlý manneskja sem vildi öll- um vel og ég er heppin að hafa átt þig sem ömmu. Takk fyrir að hugsa alltaf vel um mig og passa líka sérstaklega upp á að ég fengi alltaf poka af heimabökuðum ömmukleinum með mér heim til Reykjavíkur. Ég vildi óska að við gætum búið til enn fleiri minning- ar saman en þær minningar sem ég á mun ég varðveita eins og gull. Hvíldu í friði elsku amma mín. Þú ert að eilífu í hjarta mínu og ég mun alltaf hugsa fallega til þín. Helga Björg Helgadóttir. Elsku amma Björg hefur kvatt okkur eftir 86 áhrifamikil ár á jörðu. Amma var engin venjuleg kona. Hún hefur verið mín fyrir- mynd alla ævi, hvernig hún lifði lífinu jákvæð og brosandi. Það var alltaf opið hús hjá henni og allir velkomnir í heimsókn. Hún kynntist ástinni sinni og bjó til yndislegt líf með afa Didda í Ólafsvík. Þau studdu hvort annað í gegnum súrt og sætt. Aldrei neinar kvartanir, bara áfram gakk með lífið. Afi er mikill ræðukarl og finnst gaman að segja frá og ræða málefni líðandi stundar. Amma var góður hlustandi og tók þátt í umræðum. Ég á margar góðar minningar um ömmu. Amma var meistari í kleinubakstri og ég bað oft um poka af kleinum til að taka með heim til Reykjavíkur þegar þær voru til. Ég geymdi oft pokann í herberginu mínu til að bræður mínir borðuðu ekki kleinurnar frá mér. Amma var líka hrikalega góð í skrafli og ávallt rústaði hún okkur barnabörnunum þegar við spiluð- um saman. Það mátti svo sem bú- ast við því hjá fyrrverandi ís- lenskukennaranum. Amma kom oft á fótboltaleiki hjá mér og bræðrum mínum og hún lét sig helst ekki vanta á leiki með Vík- ingi Ólafsvík. Amma var bindindismann- eskja. Ég man þegar hún sá okkur barnabörnin í einu jólaboðinu með öl í glasi. Þá kom hún til okkar og sagði okkur að við þyrftum ekkert að drekka bjór ef við vildum það ekki. Amma Björg reykti nefni- lega aldrei né smakkaði hún áfengi. Þannig var amma ekki að banna eða skamma heldur benda á það sem hún taldi geta farið bet- ur. Ég held að besta minningin mín sé ekki einhver einn dagur eða atvik heldur allar minningarn- ar samanlagðar. Oft munum við ekki eftir öllum einstökum minn- ingabrotum heldur frekar hvernig okkur leið á hverjum tíma og amma Björg lét mér alltaf líða eins og ég væri svo elskuð. Tíð ummæli frá henni voru: „Gullið hennar ömmu sinnar“, „jiiiiiiiiii en hvað það er gaman að sjá þig“ og „hvað eru börnin að gera?“ (sagt í hvert einasta skipti sem hún opn- aði jólagjöf frá afkomendum sem við hlógum oft að). Amma Björg skilur svo sann- arlega eftir sig afkomendur sem nutu þeirra forréttinda að fá að njóta þess að eiga hana að. Takk fyrir að sýna mér hvernig á að elska og lifa. Ég mun alltaf elska þig. Þín nafna, Björg Magnea Ólafs. Sumar manneskjur bæta alla þá sem auðnast sú gæfa að kynn- ast þeim og þannig manneskja var Björg Lára Jónsdóttir. Á sjöunda ári í lífi mínu hagaði ófyrirséð atburðarás því svo til, að ég var lent án fyrirvara og án for- eldra minna vestur í Ólafsvík, í skammdegi á miðjum skólavetri eftir óvænt ferðalag um alllangan veg. Enginn 6 ára bekkur var í boði þar vestra og var því ákveðið að setja mig í bekk með frænkum mínum, sem voru bæði árinu eldri og höfðinu hærri. Hafi ég kviðið fyrsta skóladeg- inum vék sá kvíði fljótt þegar ég hitti fallega nýja kennarinn minn, hana Björgu. Brosandi eins og sól- in sjálf breiddi hún út faðminn og bauð mig velkomna í bekkinn sinn og tók mig þar með undir sinn verndarvæng frá fyrstu stundu. Svo spurði hún mig hvort ég kynni að stafa. Stafa? Hvað var nú það? Nei við lærðum ekki svoleiðis í Afríku, þaðan sem ég kom. Við tengdum bara saman hljóð og sungum svo orðin saman öll í kór. „Það er allt í lagi,“ sagði hún þá, „þú kennir okkur hinum hvernig þú syngur stafina í kór á útlensku og svo lærum við saman hvernig á að stafa og lesa á íslensku. Ég er alveg viss um að það mun ganga vel.“ Var ég orðin fluglæs á ís- lensku fyrr en varði. Örlögin höguðu því svo til að rúmum áratug síðar varð svo lán- söm að fá hana Björgu fyrir tengdamömmu mína um 12 ára skeið. Upp úr stendur sá tími er við bjuggum saman tvær í heila vertíð á heimili þeirra hjóna í Brú- arholtinu. Mennirnir báðir á sjó á fjarlægum slóðum. Þann vetur áttum við Björg óteljandi innihaldsríkar samveru- og gæðastundir. Allar samræður við hana voru gefandi og innilegar og var oft hlegið dátt, því skop- skynið var aldrei langt undan hjá Björgu, sem var mikill húmoristi á sinn einstaka hátt. Í okkar góðu sambúð fóru fram ýmsar matargerðartilraunir, auk þess sem bakaðar voru kökur fyr- ir kökubasara og styrktarsam- komur. Björg var snillingur í bakstri. Slegist var um kaniltert- urnar hennar sem voru jafnan mikill fengur fyrir basarinn. „Kemur hún Björg með kanil- terturnar,“ sögðu konur og menn og svo var allt saman uppselt á augabragði. Mér eru líka einkar minnis- stæðar þjóðlífs- og mannlýsingar hennar af uppvaxtar- og æskuár- unum og daglegu lífi eins og það var á fyrri tíð. Þá hún var þátttak- andi í uppbyggingu Ólafsvíkur úr fátæku þorpi í myndarbæ. Einnig voru áhugaverðar frá- Björg Lára Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.