Morgunblaðið - 15.05.2021, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
✝
Hildur Krist-
jánsdóttir
fæddist á Akureyri
12. maí árið 1945.
Hún lést á Húsa-
vík 28. apríl 2021.
Foreldrar Hildar
voru þau Ása
Helgadóttir og
Kristján Pálsson.
Systkini Hildar
eru Sigrún Krist-
jánsdóttir, Áslaug
Kristjánsdóttir, Helga Krist-
jánsdóttir, Páll Kristjánsson og
Arnar Helgi Kristjánsson.
Eftirlifandi maki Hildar er
Hjálmar Vigfússon, fæddur á
Húsavík 1.6. 1944.
Saman eiga þau soninn Krist-
ján Önund Hjálmarsson.
Kristján Önundur er giftur
Hólmfríði Egilson.
Börn þeirra eru Hilmar Þór
Egilson kvæntur Önnu Sigríði
Björnsdóttur, börn
þeirra eru Elmar
Már og Sóldís Katr-
ín.
Sigurgeir
Kristjánsson, í sam-
búð með Dögg Rún-
arsdóttur, barn
þeirra er Sebastian
Skuggi.
Sóldís Diljá
Kristjánsdóttir, í
sambúð með Gunn-
ari Sigurðssyni.
Að loknu skyldunámi hélt
Hildur til náms í einn vetur á
Laugarvatni og eftir það á
Kvennaskólann á Laugum.
Lengst af vann hún sem tal-
símavörður hjá Símstöðinni á
Húsavík en við póstafgreiðslu
síðustu árin í starfi.
Útförin fór fram í kyrrþey
þann 8. maí 2021 frá Húsavík-
urkirkju.
Það er með sorg í hjarta sem
ég set á blað nokkrar minn-
ingar um elsku systur mína.
Hildur ólst upp á Flateyri
fram á unglingsár hjá föðurafa
og –ömmu, Áslaugu og Páli.
Það var tilviljun að Hildur
ílengdist hjá þeim. Pabbi var
vélstjóri á togara frá ÚA og þá
var oft siglt með aflann til Hull
eða Grimsby, mamma fór með í
eina slíka ferð og fór þá Hildur
til afa og ömmu í pössun. Eftir
heimkomu báðu afi og amma
um að fá að hafa Hildi aðeins
lengur og fékk hún að vera að-
eins lengur og aðeins lengur.
Við erum þrjár systurnar
sem erum nær hver annarri í
aldri og Hildur elst. Hildur
kom öll sumur heim til okkar
og var dugleg að splæsa á okk-
ur Sigrúnu, t.d. var keyptur
einn sjeik á Didda bar og hon-
um skipt í þrjá hluta.
Mamma er frá Ísafirði og fór
mjög oft með okkur Sigrúnu
vestur. Gústi frændi var vél-
stjóri á Heklunni eða Esjunni
og bauð mömmu og okkur alltaf
flottu káetuna sína á leiðinni og
við upplifðum okkur eins og við
værum á lystisnekkju.
Ég fór oft til Flateyrar þar
sem elsku Áslaug amma stjan-
aði við okkur alla daga, klæddi
mig í fallega kjóla sem Hildur
var vaxin upp úr og setti slaufu
í hárið. Mér þótti ekki leið-
inlegt að vera fín. Afi hafði
útbúið dúkkuhús handa Hildi
sem var gamalt stýrishús af
gömlum báti sem hann hafði
átt. Við systur lékum okkur
mikið þar enda var allt alvöru;
kakó, sykur, hveiti o.s.frv. Á
kvöldin færði amma okkur allt-
af kvöldsnarl í drifhvítt rúmið,
þetta var lífið.
Við vorum fimm systkinin
heima á Akureyri í umsjá
mömmu og pabbi alltaf á sjón-
um. Svo liðu árin, Hildur fór í
skóla á Laugarvatni og síðan í
Húsmæðraskólann á Laugum
ásamt Sigrúnu. Þar var ungur
Húsvíkingur að sniglast í
kringum Hildi og endaði það
með hjónabandi. Hildur og
Hjalli hafa alla tíð búið á Húsa-
vík og eignuðust þau soninn
Kristján.
Ég kom mikið með fjölskyld-
una til Húsavíkur í ævintýra-
ferðir, það var farið á skíði,
veiðiferðir, tjaldað í Mývatns-
sveit og oft farið saman í Litlu-
og Stórugjá. Nokkur böllin
sóttum við og þá var stæll á
okkur systrum, síðkjólar, tú-
berað hár og pinnahælar.
Hildur, þessi elska, var mikil
listakona, eldaði besta lærið og
í eftirrétt var skúffukakan
góða. Hún saumaði endalaust
flottar dragtir o.fl. á sig, teikn-
aði og málaði jólakortin sem
hún sendi og þess á milli las
hún, algjör bókaormur. Þau
hjónin tóku alltaf svo vel á móti
okkur, elskuðu börn og hunda.
Við áttum góðar stundir með
ykkur í gegnum árin.
Hvíl þú í friði, kæra systir,
eftir löng veikindi, góða ferð í
draumalandið.
Þín systir,
Áslaug Kristjánsdóttir.
Skarð er fyrir skildi í mínum
systkinahóp. Yndislega, góða
og ljúfa elsta systir mín er
horfin á braut úr þessari jarð-
vist. Ég veit að hún mun eiga
gott brautargengi á nýjum
slóðum ef við trúum því að
maður uppskeri eins og maður
sáir.
Hún fékk ýmsar góðar gjafir
í vöggugjöf svo sem góðar gáf-
ur, listhneigð og ljúfa lund.
Hildur var um margt afar
sérstakur persónuleiki. Í okkar
systkinahópi er stundum mikið
talað og ef við komumst ekki að
þá hækkum við yfirleitt róminn
svo í heyrist. Enn þar skar
Hildur sig úr hópnum, hún
tranaði sér ekki fram en hafði
hins vegar skoðanir en hélt
þeim fyrir sig.
Ástæða þess að hún skar sig
úr er líklega sú að hún ólst upp
í faðmi afa okkar og ömmu sem
áttu heima vestur á Flateyri.
Aðstæður hjá foreldrum okk-
ar voru þannig að þau eign-
uðust þrjár dætur á þremur ár-
um. Afi og amma á Flateyri
buðust til að létta undir með
ungu foreldrunum og taka litlu
sonardótturina tímabundið í
pössun. Örlögin höguðu þessu
þannig að Hildur ólst upp hjá
þeim við gott atlæti til 16 ára
aldurs. Hún kom alltaf í heim-
sókn á sumrin norður til Ak-
ureyrar.
Systur mínar Sigrún og Ás-
laug kunna margar skemmtileg-
ar sögur af þeim þremur þegar
Hildur prinsessan að vestan
kom norður í sína sumardvöl.
Þá var ýmislegt brallað.
Ég er níu árum yngri en
Hildur og í æsku upplifði ég
hana miklu eldri en ég, en það
hvarf með árunum. Það eru ein-
göngu góðar minningar sem ég
á um mína kæru systur. Hún
var víðlesin og fróð og ef mig
vantaði góða bók að lesa var
gott að leita ráða hjá henni með
val á bókum.
Hildur kom oft suður til
lækninga og þá gisti hún oft hjá
okkur Stebba. Þá var oft glatt á
hjalla. Fannar eldri sonur okk-
ar dáðist mikið að frænku sinni
og ekki síst fyrir hvað hún var
klár að teikna. Hann á góðar
minningar frá tveggja vikna
ferð til Húsavíkur þar sem
Hildur, Hjalli og Kristján dekr-
uðu við hann hvern dag.
Þegar ég bjó í Lundi í Sví-
þjóð kom hún í heimsókn til
okkar Stebba, ásamt Sigrúnu
systur sem er næstelst og
mömmu. Á þeim tíma var ég
nýbúin að eignast Arnar yngri
son okkar. Unga mamman var
nú ekki til neinna stórræða við
þessar aðstæður og við hjónin
ákváðum að skipuleggja ferð til
Þýskalands þar sem Stebbi fór
með Hildi og mömmu til Ham-
borgar. Fannar sex ára fékk að
fara með. Lagt var í hann á
Volvóinum okkar með tjald og
annan viðlegubúnað í skottinu.
Hamborg var skoðuð í nokkra
daga, mamma var leiðsögumað-
urinn þar sem hún var afar vel
að sér í sögu borgarinnar og
talaði auk þess þýsku. Hildur
naut þessarar ferðar einstak-
lega vel, hún hafði nefnilega
ferðast meira í gegnum bækur
og sjónvarp en í raunveruleik-
anum.
Nú leggur þú upp í langferð,
elsku systir mín, takk fyrir allt
sem þú gafst af þér til mín og
minna. Þín verður minnst með
mikilli hlýju um mörg ókomin
ár.
Elsku fjölskylda, Hjalli,
Kristján, Hólmfríður og börn.
Megi kraftur almættisins um-
vefja ykkur.
Helga systir.
Kex kex, var það sem Hildur
systir sagði eitt sinn við okkur
bræður þegar við sátum úti á
verönd í Dýrafirði á ættarmóti.
Við hlógum bara, vissum
ekkert hvað hún átti við með
þessu sérkennilega háttarlagi.
Þetta reyndist svo vera syk-
urfall hjá okkar elskulegu syst-
ur.
Við höfum hlegið að þessu
atviki hvert skipti sem hittum
Hildi og hún hristi jafnan höf-
uðið og hló að heimsku bræðr-
anna.
Hildur bjó á Húsavik og
vann á símanum.
Óhætt er að segja að okkur
bræðrum þótti systir okkar
klárust í öllum heiminum þegar
kom að starfinu hennar.
Hún sat við risastórt stjórn-
borð með ótal snúrum sem hún
þurfti að færa til og tengja svo
að fólkið í sveitinni gæti talað
saman,
nú eða jafnvel hafa samband
við ættingja um allt land, ég
tala nú ekki um útlönd en það
þurfti að sérpanta.
Á yngri árum var mikið verið
hjá Hildi og Hjalla á Húsavik
og leið manni eins og heima hjá
sér hjá þeim heiðurshjónum.
Við Stjáni vorum alla daga í
endalausum ævintýraferðum og
alltaf eitthvað að bralla, ég
hugsa oft til baka til þessa tíma
sem við fengum að alast upp,
nánast engin takmörk voru
okkur sett og maður kom bara
heim þegar hungrið var farið
að segja til sín.
Nú síðustu ár hafa samskipti
okkar við Hildi systur verið
með minna móti vegna veikinda
hennar, síðast hittumst við í
páskagleði fyrir nokkru síðan
en það var okkur mikils virði að
skála við hana Hildi svo glaða
og ánægða og þannig ætlum við
að muna hana stóru systur okk-
ar.
Samúðarkveðja til þín
Hjálmar minn.
Kveðja,
Arnar og Páll.
Í dag kveðjum við mína
kæru systur og mágkonu sem
látin er eftir margra ára veik-
indi.
Við höfum átt langa samleið
auk þess að vera systur því við
eigum sama brúðkaupsdag,
giftum okkur hinn 6. júní 1965
og áttum því 55 ára brúðkaups-
afmæli sl. sumar.
Hildur var alin upp hjá föð-
urömmu okkar og -afa fram á
unglingsár að hún kom til Ak-
ureyrar þar sem foreldrar okk-
ar og fimm systkini hennar
bjuggu. Það var mér, Sigrúnu,
sérstakt ánægju- og gleðiefni
þegar Hildur kom, við áttum
svo margt sameiginlegt.
Það var alltaf svo gaman að
vera nálægt Hildi. Hún var vel
lesin og listræn og hafði svo
skemmtilegt skopskyn og
skemmtilega sýn á lífið og þess
lystisemdir og ekki spillti fyrir
að hafa manninn hennar, þann
kómiker, nálægt. Við systur
vorum á Húsmæðraskólanum á
Laugum í Reykjadal veturinn
1961-1962. Þar hitti hún Hjálm-
ar Vigfússon frá Húsavík sem
seinna varð eiginmaður hennar.
Fyrsta sameiginlega lang-
ferð okkar eftir útilegu- og
veiðiferðir var fyrsta ferð okk-
ar til Ísafjarðar árið 1964 þar
sem móðurforeldrar okkar
systra bjuggu og til Flateyrar
þar sem föðuramma okkar og
föðurbróðir og hans fjölskylda
áttu heima.
Var það stórskemmtileg ferð
okkar á Willys 46. Vegirnir um
Vestfirði eru ekki góðir í dag
en eru þó hátíð hjá vegunum
þar í þá daga, enda tók það 12
klst. að aka frá Akureyri til Ís-
fjarðar. Þar sáum við fyrstu og
einu járnnámu sem til er á Ís-
landi, það ég best veit, en ekki
var talið arðbært að vinna járn
úr námunni.
Fyrsta sameiginlega ferð
okkar til útlanda var farin árið
1973, sérstaklega eftirminnileg
og skemmtileg fyrsta ferð eins
og reyndar allar okkar ferðir
og samverustundir. Það var ný
reynsla að fara til útlanda. Inn
í líf ungra hjóna blandaðist
eins og gengur barnauppeldi
og húsbyggingastúss, alvaran
knúði dyra og það varð að
bregðast við henni svo að til-
veran færi ekki á hliðina.
Hin síðari ár hefur heilsu
Hildar hrakað svo að ekki hef-
ur verið um mikil ferðalög að
ræða. Hún hefur tekið því
áfalli með stillingu og æðru-
leysi og ekki borið sín veikindi
á torg. Síðasta ár hefur verið
með sérstökum hætti, sem hef-
ur leitt af sér meiri einangrun
sakir heilsu hennar en annars
hefði verið.
Elsku systir og mágkona,
þín er og verður sárt saknað,
við vitum að það verður vel
tekið á móti þér í Sumarland-
inu.
Elsku Hjalli, Kristján og
fjölskylda aðrir ættingjar og
vinir, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi góður Guð
vernda ykkur og styrkja í erf-
iðleikum ykkar.
Sigrún Kristjánsdóttir
og Jónas Stefánsson.
Það er vordagur en samt er
kalt. Ég sit við gluggann og
horfi á snjókornin falla til jarð-
ar. Eftir langvarandi veikindi
hefur vinkona mín og ná-
grannakona til margra ára
kvatt þetta líf. Og allt í einu
rifjast upp svo hlýjar og
skemmtilegar stundir sem við
áttum saman í Árholtinu -
fluttum á svipuðum tíma í hús-
in okkar og bara gatan á milli.
Börn í öllum húsum og mikill
leikjakliður í hverfinu. Hún var
hjálpsöm, greiðvikin og mikil
húsmóðir og bar heimili hennar
vott um það. Hún fór ekki í
margar langferðir en ef Hjalli
hennar skrapp í golf tíndi hún
ber í Kötlunum á meðan og oft
renndu þau í Aðaldalshraun –
fundu skjólgóðan stað og tóku
upp nesti. Hún var snillingur í
að búa til ævintýri úr litlu hlut-
unum! Hún var fædd á Ak-
ureyri en fór mjög ung til Flat-
eyrar til föðurömmu sinnar og
afa og ólst þar upp við gott at-
læti. sagði hún mér ýmislegt
frá þeim árum með hlýju og
bros í augum, svo greinilegt
var að þaðan átti hún góðar
minningar. Árið 1962 kom hún
norður og fór í húsmæðraskól-
ann að Laugum og þann vetur
hitti hún verðandi eiginmann
sinn Hjálmar Vigfússon og hófu
þau búskap á Húsavík. Hildur
var greind kona og víðlesin.
Voru það hennar bestu stundir
að lesa góða bók. Hjálpsemi
hennar og Hjalla þegar erfið-
leikar steðjuðu að í mínu lífi
voru ómetanlegir málning – á
litlu íbúðinni og jólaboð á að-
fangadagskvöld meðal annars.
Símtölin hennar flesta morgna
á tímabili, með hvatningu og
kaffibolla, gleymast ekki.
Elsku vinkona mín, ég gæti
skrifað svo langt erindi um alla
þína kosti.
Mig langar aðeins að þakka
þér allar góðu samverustund-
irnar sem við áttum saman við
spjall með kaffi eða „sól í glasi“
og héldum reyndar stundum að
við hefðum leyst lífsgátuna!
Hryggur hrærist strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi
skyggir veröldina
eftir harða hildi
horfin ertu vina.
Klukkur tímans tifa
telja æfistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi.
Ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson)
Ég votta öllum aðstandend-
um dýpstu samúð.
Jónasína Arnbjörnsdóttir.
Anton Tjekov, rússneska
skáldið, sagði eitt sinn að allt
ætti að vera fallegt við okkur
mannkynið.
Hafði hann þó aldrei hitt vin-
konu mína Hildi Kristjánsdótt-
ur sem kvödd var frá Húsavík-
urkirkju. En draumsýn hans
um mannkynið endurspeglaðist
um flest í henni. Falleg var hún
á velli, falleg röddin hennar og
fallegt það sem hún hugsaði og
tók sér fínlega fyrir hendur.
Falleg voru fötin hennar sem
hún saumaði mörg hver sjálf,
fallegt hennar umhverfi og fal-
legur maðurinn hennar hann
Hjálmar og fallegt þeirra sam-
band.
Í tuttugu ár bjuggum við í
sömu götu, stukkum hvor til
annarrar í kaffi og sígó, lán-
uðum hvor annarri bækur,
mösuðum um þær og annað,
hlógum mikið, þögðum líka. Á
haustin fórum við í berjamó.
Mér finnst núna í minning-
unni að það hafi alltaf verið sól
á þessum stundum og ilmur af
blómum og lyngi, sem það var
auðvitað ekki. En einhvern veg-
inn var Hiddí, einsog hún var
kölluð, lagið að láta sólargeisla
brjótast í gegnum dimm ský.
Kæri Hjálmar, Kristján og
fjölskylda, mikill er missir ykk-
ar. En fallegt fólk fer ekki
langt, á meðan sólin skín á okk-
ur er það með í för.
María Kristjánsdóttir
Hildur
Kristjánsdóttir
Ásta „amma“
kom fyrir tuttugu
árum inn í líf litlu
fjölskyldunnar á
Sunnuflöt. Jökull
hafði þá ekki heilsu til að fara í
hefðbundna dagvistun og hið
Ásta Jónína
Gunnlaugsdóttir
✝
Ásta Jónína
Gunnlaugs-
dóttir fæddist 15.
janúar 1949. Hún
lést 30. mars 2021.
Útförin fór fram
19. apríl 2021.
daglega púsl við
nám og störf for-
eldranna var dálít-
ið flókið. Ásta
svaraði auglýsingu
okkar í Morgun-
blaðinu og varð
strax eins og ein af
fjölskyldunni. Jök-
ull braggaðist vel
og náði góðri
heilsu og þegar
Björn kom í heim-
inn, tveimur árum síðar, þá
kom ekki annað til greina en að
Ásta „amma“ myndi annast
hann líka fyrstu skrefin. Ásta
annaðist drengina af mikilli ást-
úð og umhyggju og reyndist
fjölskyldunni afar dýrmæt.
Samstarfið ílengdist og þegar
drengirnir voru komnir í skóla
var Ásta áfram þátttakandi í
okkar daglega lífi. Hún tók á
móti drengjunum eftir skólann
og aðstoðaði við heimalærdóm-
inn og allt fótboltastússið, gít-
aræfingar Björns og fór líka
með Dimmu í sína göngutúra.
Stundum skrapp hún í bakaríið
og sótti snúða eða dekraði við
drengina á einn eða annan hátt.
Hún kom ef drengirnir voru
heima vegna veikinda eða
skólafría og einfaldaði líf for-
eldranna til muna sem gátu
sinnt sínum störfum, vitandi af
drengjunum í góðum og örugg-
um höndum. Svo ekki sé nú
minnst á aðstoð við uppeldi og
mannasiði eins og að raða skón-
um og hengja upp úlpuna þegar
heim var komið. Ástu þótti for-
eldrarnir stundum svolítið sof-
andi í uppeldinu og ekkert var
eðlilegra en að veita aðstoð sem
ávallt var gert af nærgætni og
virðingu.
Elsku Ásta „amma“, okkar
innilegustu þakkir fyrir sam-
veruna og við munum geyma
með okkur dýrmætar minning-
ar. Fjölskyldunni sendum við
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og þökk fyrir að hafa
fengið að njóta vináttu hennar
og umhyggju.
Erla, Geir, Jökull Elí
og Björn Víkingur.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512