Morgunblaðið - 15.05.2021, Síða 34

Morgunblaðið - 15.05.2021, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021 ✝ Ingvi Óskar Bjarnason fæddist 6. desem- ber 1935 á Arnórs- stöðum, Barða- strönd. Hann lést á heimili sínu 7. maí 2021. Foreldrar hans voru Valgerður Jó- hannsdóttir, f. 21. maí 1897 á Bíldu- dal, d. 2. janúar 1961 á Patreksfirði, og Bjarni Gestsson, f. 28. des. 1894 í Sauð- eyjum á Breiðafirði, d. 21 .des. 1987 á Arnórsstöðum. Þau eign- ur Jóna, fædd 10. mars 1970. 5) Helena Bjarney, fædd 18. des- ember 1973, sambýlismaður hennar er Jón Þór Ingimund- arson. 6) Sólrún, fædd 12. apríl 1981, sambýlismaður hennar er Halldór Halldórsson. Barna- börnin eru 13 og barnabarna- börn eru 9 talsins. Ingvi bjó alla ævi sína á Arn- órsstöðum, að undanskildum vertíðum sem hann var á sjó á sínum yngri árum, til að mynda frá Grindavík. Ingvi og Sigur- björg voru með búskap á Arn- órsstöðum, lengst af kýr eða allt til í kringum 2010. Hann stund- aði sjómennskuna allt til sept- ember á síðasta ári, og þar af grásleppuveiðar í yfir 50 ár samfleytt. Útför Ingva fer fram frá Brjánslækjarkirkju á Barða- strönd 15. maí 2021 klukkan 14. uðust 11 börn. Eiginkona Ingva er Sigurbjörg Jóns- dóttir, fædd 24. júní 1945. Þau giftust 17. september 1964. Börn þeirra eru: 1) Valgerður, fædd 16. ágúst 1963, sambýlis- maður hennar er Bjarni Kristjáns- son. 2) Elín Ingi- björg, fædd 8. maí 1965. 3) Heimir, fæddur 13. apríl 1968, sambýliskona hans er Valdís María Ragnarsdóttir. 4) Sigríð- undir háu hamrabelti … Elsku pabbi valdi sér fallegan morgun í maí til að kveðja. Hann var umvafinn mömmu, ástinni sinni til 63 ára, og nokkrum dætrum. Fyrir utan gluggann skein sól úr austri á vegginn á gamla bænum, þeim sama og hann fæddist og ólst upp í. Á svona morgni hér áður fyrr, og bara síðast í fyrrasumar, hefði hann verið að sigla út með eyjunum í róður eða vitja um grásleppunetin á fallega Tjald- inum sínum. Pabbi var ótrúlega duglegur, kraftmikill, sterkur karakter, skemmtilegur, svolítill sérvitringur, samkvæmur sjálf- um sér, og með mikla réttlæt- iskennd. Mikill náttúruunnandi, sjómaður af lífi og sál og ávallt þakklátur fyrir hvað sjórinn gaf. Honum þótti innilega vænt um landið sem hann ólst upp á, Arn- órsstaði neðri, eða Draumaland- ið eins og við höfum kallað það í seinni tíð. Pabbi hafði gaman af ljóðum og tónlist, og hann hafði fallega söngrödd. Mikið á ég eft- ir að sakna þess að heyra hann taka lagið og spila á munnhörp- una sína. Pabbi var alltaf svo duglegur að gera skemmtilega hluti með okkur krökkunum þegar við vorum lítil. Kenndi okkur útilegumannaleikinn, fór með okkur í landaparís og alls konar fleiri leiki niðri í fjöru, smíðaði báta til að láta fljóta, fjaran var endalaus uppspretta af ævintýrum. Pabbi sagði okkur krökkunum skemmtilegustu sögur í heimi. Eftirminnilegastar eru loft- belgjasögurnar. Þetta voru framhaldssögur sem hann lét viljandi alltaf enda þannig að við biðum spennt eftir næstu sögu- stund, en það gat verið margra daga bið. Pabbi var búinn að kenna mér að lesa áður en ég byrjaði í skóla, við rifjuðum það oft upp, veit ekki hvort okkar var ánægðara með sig! Ótal ljúfar og skemmtilegar minningar hafa komið upp í hug- ann síðustu daga, ein þeirra er frá því við bjuggum enn í gamla bænum, þetta er sennilega vet- urinn 1977-78, og ég er fjögurra ára. Pabbi var að fella gráslepp- unetin fyrir vorið og ég að skot- tast í kringum hann, en fékk líka mjög mikilvægt verkefni; það varð að vera góð músík. Það þurfti auðvitað einhvern til að snúa kassettunum við þegar hliðin kláraðist eða setja nýja spólu í tækið. Ég man að þrjár spólur voru mest spilaðar; Villi Vill, grásleppu-Gvendur og að sjálfsögðu Elvis, sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Þannig týnist tíminn, eins og þú sagðir stundum. Takk fyrir allt pabbi minn. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer. En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. (Megas) Sjáumst í næsta Drauma- landi, Helena Bjarney. Í dag kveð ég einstakan mann sem ég var svo heppin að geta kallað tengdapabba minn. Ingvi var einstakur maður með góða nærveru og var alltaf gott að koma í heimsókn á Arnórsstaði og dvelja hjá Sibbu og Ingva enda bæði mikið eðalfólk með hjarta úr gulli. Sjómennskan var lífið alla hans tíð og hafði hann gaman af að segja sögur frá því hvernig lífið var í gamla daga. Merkileg þykir mér sú frásögn þegar hann sagði okkur Heimi frá því að árið 1962 hefði hann og félagi hans frétt að það vantaði mann á síldarbátinn Stuðlaberg NS 102. Hann mætti niður að bryggju ásamt vini sínum þar sem þeir voru að leita sér að plássi saman en þeir þurftu þó frá að hverfa þar sem einungis var þörf á ein- um bátsmanni í næsta túr. Þeir héldu því leit sinni að plássi áfram. Í þeirri ferð sem Stuðla- berg fór næst hvolfdi skipinu og fórust allir skipverjarnir, þar á meðal afi minn heitinn. Ingvi var yndislegur afi og nutu börn okkar Heimis góðs af. Þær eru ófáar stundirnar sem hann gaf sér tíma til að spila, lesa eða keyra um með þau á dráttarvélinni og almennt kenna þeim handtökin í sveitinni. Minningarnar eru ótalmargar og er það með mikilli sorg í hjarta sem við fjölskyldan kveðj- um í dag elsku tengdapabba sem verður minnst og saknað um ókomna tíð. Ég er nokkuð viss um að Ingvi dvelji nú rétt hinum megin í næsta draumalandi spilandi á munnhörpu sem hann kunni svo vel. Þín tengdadóttir, Valdís. Ingvi Óskar Bjarnason Elsku mamma, takk fyrir þær góðu stundir sem við áttum, veit þú elskaðir okk- ur börnin þín meira en allt í heiminum. Þú varst alltaf tilbú- in að gefa frá þér sama hvað, hvort sem það var síðasta krón- an þín eða síðasta flíkin þín. Þannig varstu gerð, falleg að innan sem utan. Þú varðst amma mjög ung en þér þótti það „cool“ eins og þú sagðir sjálf. Á þínum batavegi sem þú varst á veit ég að ömmuhlut- verkið hefði verið þitt aðal verkefni. Sárt er að hugsa til þess að þú fórst frá okkur allt of snemma og áður en þér gafst tækifæri til að vera þessi töff- araamma. Sárt að vita að þú eigir ekki eftir að eldast með okkur og fékkst ekki að njóta Fanney Jóna Jónsdóttir ✝ Fanney Jóna Jónsdóttir fæddist 21. ágúst 1972. Hún lést 10. apríl 2021. Útför Fanneyjar Jónu fór fram frá Siglufjarðarkirkju 24. apríl 2021. þess á þínum bata- vegi og upplifa það sem þú beiðst spennt eftir að gera og fara að njóta lífsins loks- ins. Sárt hefur ver- ið að heyra hversu erfitt lífið var þér síðustu ár. Vildi óska þess að ég hefði getað verið þér til stuðning og hjálpað þér að láta ekki neinn skemma fyrir þér. Að vita að það er enginn séns að fá þig aftur, engin mamma til að leita til, engin amma fyrir börnin mín er ósanngjarnt. Að vita ekki enn í dag hvað kom nákvæmlega fyr- ir þig og vita þessa sögu á bak við þig er sárt. Þú varst á upp- leið, þú varst búin að standa þig eins og hetja. Þú ætlaðir þér svo margt og þinn tími að fara var klárlega ekki þessi. Elsku mamma mín, það er svo endalaust sárt að þurfa að kveðja þig núna. Hvíl í friði, ég elska þig. Þín Sandra og Embla ömmusnúlla. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS SIGURÐSSON hagfræðingur, varð bráðkvaddur á heimili sínu 25. apríl. Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju fimmtudaginn 20. maí klukkan 13. Kristrún B. Jónsdóttir Áslaug Magnúsdóttir Sacha F. Tueni Sigurður R. Magnússon Regína Rist Friðriksdóttir Gunnar Ágúst Thoroddsen Marlena Piekarska Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Ástkær faðir minn, sonur og bróðir, BIRGIR RAGNARSSON, lést 26. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Júlía Birgisdóttir Ragnar Jónsson Kristrún Ragnarsdóttir Gerður Kristinsdóttir Hrönn Kristinsdóttir Sigfús Kristinsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN KRISTÍN ÞÓRSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 11. maí. Páll Þorsteinsson Þór Elfar Helgason Pálína Mjöll Pálsdóttir Skúli Sigurðsson Guðrún Hulda Pálsdóttir Brynhildur Nadía, Harpa Rán, Eyvindur Páll, Sindri Fannar og Kristófer Þór Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN ÁRMANN SIGURÐSSON, Birkigrund 21, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 18. maí klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á UMF Selfoss og Hjartaheill. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á promynd.is/denni Guðrún Jóna Guðbjartsdóttir Bryndís Sveinsdóttir Hreinn Jónsson Magnús Gísli Sveinsson Linda Björg Perludóttir Kristín Sveinsdóttir Andrés G. Ólafsson Guðbjartur Örn Einarsson Sóley Einarsdóttir Bergljót Einarsdóttir Guðjón Birkisson afabörn og langafabörn Elsku mamma mín, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, ELÍN GÍSLADÓTTIR, áður til heimilis í Hamrahlíð 23, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold Garðabæ mánudaginn 19. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þóra Elín Guðjónsdóttir Jón Rúnar Backman Ernst Guðjón, Elín Rúna og Jón Þór Backman og fjölskyldur Jóhanna Sigurðardóttir Ragnhildur og Elín Guðmundsdætur og fjölskyldur langömmubörn og langalangömmubarn Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, tengdadóttir og mágkona, EDDA ÞÖLL HAUKSDÓTTIR, Tangabryggju 18, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans miðvikudaginn 5. maí. Útför fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 19. maí klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis þeir nánustu vera viðstaddir. Útförinni verður streymt á streyma.is/utfor. Sálmaskrá verður aðgengileg á vefslóðinni. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Eddu er bent á dóttur hennar, Heru Lind, kt. 171119-2000 / 0515-18-002477, Ljósið eða Kraft. Haraldur Þór Sveinbjörnsson Hera Lind Haraldsdóttir Hera Sveinsdóttir Kristján Gunnarsson Arinbjörn Hauksson Lára Sigríður Lýðsdóttir Sveinbjörn Þór Haraldsson Inga Björk Sveinbjörnsdóttir Ágúst Heiðdal Friðriksson Berglind B. Sveinbjörnsd. Steinar Valur Ægisson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆVAR ÖRN BJARNASON, Holtsgötu 47, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 8. maí. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju miðvikudaginn 19. maí klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/saevarorn Anna Bjarnadóttir Rúnar Örn Sævarsson Karen Sævarsdóttir Alexander Friðriksson Elmar Örn Sævarsson Daníel Örn Sævarsson Anna Jórunn Sigurgeirsdóttir Sævar Þór Alexandersson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.