Morgunblaðið - 15.05.2021, Qupperneq 39
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
þrjá áratugi og fer á hverjum degi út
að hjóla eða í göngutúra. Hann varð
Íslandsmeistari með Old Boys Vík-
ingum árið 1984.
„Ég ætla að byrja afmælisdaginn á
að fara í smá skokk og um hádeg-
isbilið ætlum við hjónin að fara með
börnunum og barnabörnum í Guð-
mundarlund og njóta dagsins með
þeim.“
Fjölskylda
Eiginkona Sturlu er Ingibjörg
Haraldsdóttir, f. 20.1. 1953, viður-
kenndur bókari hjá Birgisson. Þau
gengu í hjónaband 20.9. 1975 og eru
búsett í Garðabæ. Foreldrar Ingi-
bjargar voru hjónin Haraldur Þor-
steinsson, f. 23.5. 1923, d. 5.10. 2010,
húsasmiður, og Aðalheiður Sigurðar-
dóttir, f. 21.12. 1925, d. 9.5. 2010, hár-
greiðslukona, saumakona og hús-
freyja í Reykjavík.
Börn Sturlu og Ingibjargar eru: 1)
Andri Þór, f. 27.2. 1984, varðstjóri í
fangelsinu á Hólmsheiði. Maki: Þur-
íður Sverrisdóttir, f. 16.7. 1984, með-
eigandi og framkvæmdastjóri
Reykjavík Roasters, búsett í Garða-
bæ. Börn: Bríet Katla, f. 2010, Jörfi, f.
2014, Björt, f. 2015, og fjórða barnið
er væntanlegt í maí; 2) Guðrún Arna,
f. 17.4. 1987, lögfræðingur hjá Um-
boðsmanni skuldara. Maki: Skapti
Örn Ólafsson, f. 8.12. 1980, upplýs-
ingafulltrúi Samtaka ferðaþjónust-
unnar, búsett í Garðabæ. Börn:
Sturla Hrafn, f. 2018, og Elísabet
Stella, f. 2020; 3) Baldvin, f. 9.4. 1989,
fjármálastjóri Stjörnunnar. Maki:
Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir, f.
3.5. 1988, sérfræðingur hjá Lands-
bankanum, búsett í Garðabæ. Börn:
Dagur Hrafn, f. 2007, Matthildur, f.
2014, og Ingibjörg Lovísa, f. 2018.
Systkini Sturlu eru Leifur Þor-
steinsson, f. 29.4. 1949, líffræðingur;
búsettur í Reykjavík, og Áshildur
Þorsteinsdóttir, f. 6.12. 1952, hús-
móðir, búsett í Mosfellsbæ.
Foreldrar Sturlu voru hjónin Guð-
rún Sveinsdóttir, f. 24.7. 1912, d. 10.4.
2008, húsmóðir, og Þorsteinn Ketils-
son, f. 3.1. 1914, d. 3.8. 2007, verka-
maður. Þau voru lengst af búsett í
Reykjavík.
Sturla
Þorsteinsson
Guðlaugur Guðmundsson
bóndi í Gröf og á Fossi
Sigríður Ólafsdóttir
húsfreyja í Gröf í Ytri-hrepp og á Fossi
Ketill Guðlaugsson
bóndi á Fossi
Margrét Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Fossi í Ytri-hrepp, Árn.
Þorsteinn Ketilsson
verkamaður í Reykjavík
Þorsteinn Þorsteinsson
bóndi í Brekku og Breiðamýrarholti
Guðlaug Stefánsdóttir
húsfreyja í Brekku í Biskupstungum og
Breiðamýrarholti í Gaulverjabæjarsókn, Árn.
Sveinn Jakobsson
bóndi í Dalskoti
Guðrún Ögmundsdóttir
húsfreyja í Dalskoti
Sveinn Sveinsson
bóndi í Dalskoti og Stóru-Mörk
Guðleif Guðmundsdóttir
húsfreyja í Dalskoti og Stóru-Mörk, Vestur-Eyjafjöllum
Guðmundur Jónsson
bóndi í Vatnahjáleigu syðri
Ólöf Pétursdóttir
húsfreyja í Vatnahjáleigu syðri í Austur-Landeyjum
Úr frændgarði Sturlu Þorsteinssonar
Guðrún Sveinsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
BIRGIR PÓFAR NÝJU SIÐVILLULEITINA.
„DRÍFÐU ÞIG! HÚN KEMUR HEIM EFTIR
TÍU MÍNÚTUR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera bæði
sigurvegarar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
DÆS ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ
SÍMAFUNDINUM MÍNUM
ÞAÐ AÐ VINNA HEIMA ER
HROÐALEGT
ÞÚ VARST VIKU OF SEINN Á
LEIÐINNI HEIM!
ÞÚ MISSTIR AF AFMÆLINU
MÍNU! KRAKKARNIR BÖKUÐU
KÖKUOG ÉG GEYMDI SNEIÐ
HANDA ÞÉR SEM NÚ ER GÖMUL
OG ÞURR!
ÉG DÝFI SNEIÐINNI
BARA Í KAFFI!
ÞAÐ ER
ALLT Í
LAGI! ÉG
GET BÆTT
ÚR ÞVÍ!
HVERNIG?
ÞAÐ ER LÍTILMANNLEGT AÐ SLÍTA
ÁSTARSAMBANDI MEÐ TÖLVUPÓSTI– MEIRA
AÐ SEGJA FYRIR ÞIG. ERTU ALVEG VISS?
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Á gæsafjöður glöggt má sjá.
Gilja milli liggur sá.
Varpar ljósi veg þinn á.
Víst þig höggi ljósta má.
Eysteinn Pétursson svarar:
Með fjöðurstaf mega færir rita.
Finna má stafi milli gilja.
Í sólstöfum má ég veg minn vita,
en veina ef stafshögg á mér bylja.
Hér kemur lausn Helga Þorláks-
sonar:
Fjaðurstaf á fugli sá,
finnast stafir giljum hjá,
stafar geislum stíginn á,
stafshögg heldur vont að fá.
Helgi R. Einarsson er aftur kom-
inn í Mosfellsbæinn eftir vel heppn-
aða sauðburðarferð til Vopna-
fjarðar og lausnin því á lausu.
Fjöðurstafur styrkur er.
Stafur milli gilja.
Sólstafir á himni hér.
Högg frá stafnum bylja.
Guðrún B. svarar:
Fjöðurstafinn stolt ég fann
á stafnum milli gilja.
Geislastafur gaflinn rann
gróf högg stafs að dylja.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una svona:
Á gæsafjöður greini staf.
Gilja milli staf ég sá.
Geislastafnum geislar af.
Greiða högg þér stafur má.
Þá er limra:
Bjartur var baráttuglaður
og blés á allt samvinnuþvaður,
ei studdist við staf
og standandi svaf,
enda sannur sjálfstæðismaður.
Og síðan ný gáta eftir Guðmund:
Morgunsólin gegnum gler
geisla hlýja sendir mér,
rykaður á ról ég fer,
til reiðu frá mér gátan er:
Tíðum þessi vatni veitir.
Víða fréttir ber um sveitir.
Miði sendur einatt yður.
Útgjalda mun vera liður.
„Karlmennskuímyndin hvað?“
spyr Ósk Þorkelsdóttir:
Karlanna ímynd er hálfgert hjóm
og hæpið að sé til bóta
að hafa örlítið hengiblóm
hangandi milli fóta.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Allt finnur sinn
stað um síðir