Morgunblaðið - 15.05.2021, Síða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
Fyrir víst/For Sure er heiti sýningar
sem verður opnuð í Verksmiðjunni á
Hjalteyri í dag, laugardag, klukkan
14. Er þetta sú fyrsta í sýningaröð
ársins í Verksmiðjunni.
Listamennirnir sem eiga verk á
sýningunni eru þau Kristina Lind-
berg, Klængur Gunnarsson, Olof
Marsja, Lars Dyrendom, Logi Leó
Gunnarsson, Ksenia Yurkova,
Johannes Wahlström og Maria
Safronova Wahlström sem jafn-
framt er sýningarstjóri.
Í texta sem fylgir Fyrir víst úr
hlaði segir: „Sýningin Fyrir víst
hættir sér ofan í dýpi hins óþekkta,
og fer djarflega inn á áður ókann-
aðar slóðir. Að minnsta kosti hefur
enginn kannað þessar slóðir af fús-
um og frjálsum vilja. Til að rannsaka
hver við erum og hvað við erum. Nei,
ekki með naflaskoðun í leit að okkar
„innra sjálfi“ heldur einhverju mun
óhugnanlegra. Rannsakandi augna-
ráð listamannsins, stundum truflað
af fjörfiski, eða er þetta blikk,
kannski blik, eða er jafnvel eitthvað
fast í auganu, í okkar eigin sam-
félögum, í samofinni tilvist okkar, í
leit að mörkum þess samfélagskima
sem við tilheyrum og þaðan geta
þeir dregið upp mynd af inntakinu.
Næstum eins og hvalur hefði gleypt
þig og þú sért beðinn um að lýsa
hvalnum innan frá, en þó án þess að
þú hafir í raun verið gleyptur þar
sem þú hefur alltaf verið innan í
hvalnum, og þig grunar að þetta
hvala-dæmi sem fólk er alltaf að tala
um hafi strandað fyrir.“
Sýningar Verksmiðjunnar á
Hjalteyri hafa vakið mikla og verð-
skuldaða athygli á undanförnum ár-
um en starfsemin hefur meðal ann-
ars hlotið Eyrarrósina, sem framúr-
skarandi menningarverkefni á
landsbyggðinni. Verksmiðjan er
opin þriðjudaga til sunnudaga
klukkan 14 til 17. Vegna sóttvarna er
hámarksfjöldi gesta í húsinu á hverj-
um tíma 50 og er grímuskylda.
Djarflega ofan í dýpi
hins óþekkta á Hjalteyri
- Fyrsta sýning
ársins opnuð í
Verksmiðjunni
Sýnendur Sýningarstjórinn Maria Safronova Wahlström og listamennirnir
Logi Leó Gunnarsson og Klængur Gunnarsson í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
„Með þig hjá mér – Þorsteinn
Gylfason í tali og tónum“ er heiti
tónleika sem verða haldnir í
Norðurljósasal Hörpu á morgun,
sunnudag, klukkan 16 og eru þeir á
dagskrá tónleikaraðarinnar Sígild-
ir sunnudagar.
Söngvararnir Hallveig Rúnars-
dóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og
Oddur Arnþór Jónsson koma fram
ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanó-
leikara. Munu þau heiðra minningu
Þorsteins Gylfasonar, heimspek-
ings og ljóðaþýðanda, með flutningi
á ljóðum hans og ljóðaþýðingum.
Þorsteinn var mikilvirkur þýðandi
og þýddi fjölda ljóða og heimspeki-
verka. Þorvaldur Gylfason, bróðir
Þorsteins, mun á milli atriða flytja
stuttar sögur af og eftir Þorstein.
Tónleikarnir eru styrktir af Styrkt-
arsjóði Ruthar Hermanns, Tónlist-
arsjóði og Menningarsjóði FÍH.
Þorsteinn Gylfason í tali og tónum
Morgunblaðið/Jim Smart
Prófessor Tónlistarfólkið heiðrar minningu
Þorsteins Gylfasonar þýðanda með meiru.
„Karólína vef-
ari“ er yfirskrift
sýningar um
Karólínu Guð-
mundsdóttur
sem opnuð verð-
ur á Árbæjar-
safni í dag, laug-
ardag, klukkan
15. Sýningin er
samstarfsverk-
efni Borgar-
sögusafns og Heimilisiðnaðarfélags
Íslands og byggist á rannsóknum á
vegum Borgarsögusafns.
Karólína Guðmundsdóttir vefari
lærði iðn sína í Kaupmannahöfn
snemma á síðustu öld. Hún var ein
þeirra fjölmörgu sem tóku þátt í
endurnýjun og uppbyggingu hand-
verks á fyrri hluta 20. aldar. Kar-
ólína fæddist á Þóroddsstöðum í
Grímsnesi árið 1897 og þekkti því
ullarvinnsluferlið í þaula, alin upp
við hannyrðir og handverk hvers
konar og kunni að nýta sér jurtir til
að lita band. Karólína vann við
vefnað í rúm 50 ár, fyrst sem ein-
yrki en síðar sem atvinnurekandi
og fyrirvinna. Hún kenndi einnig
hannyrðir og var formaður Heim-
ilisiðnaðarfélags Íslands um tíma.
Verk Karólínu vefara á Árbæjarsafni
Karólína
Guðmundsdóttir
Tónlistartvíeykið Teitur og Ingi-
björg, þ.e. Teitur Magnússon og
Ingibjörg Elsa Turchi, treður upp
á Lækjartorgi í dag kl. 13.30 á
vegum Borgarbókasafnsins. Tón-
leikar Teits og Ingibjargar fara
fram við gróðurhúsið á torginu
þar sem starfsmenn safnsins hafa
kynnt starfsemina síðustu tvær
vikurnar.
Teitur Magnússon sendi fyrstu
sólóplötuna frá sér árið 2014, plöt-
una 27, og fylgdi henni eftir með
plötunni Orna fjórum árum síðar.
Bassaleikarinn og tónskáldið Ingi-
björg Elsa Turchi hefur leikið
með mörgum af þekktustu
tónlistarmönnum þjóðarinnar, m.a.
Bubba Morthens, Stuðmönnum og
Emilíönu Torrini og gaf í fyrra út
plötuna Meliae sem valin var plata
ársins hér í Morgunblaðinu og
hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin
sem plata ársins í flokki djass-
tónlistar og einnig fyrir upp-
tökustjórn.
Teitur og Ingibjörg á Lækjartorgi
Samspil Teitur og Ingibjörg halda tónleika.
Vortónleikar Kammerkórs Sel-
tjarnaneskirkju verða haldnir í
kirkjunni í dag, laugardag, kl. 17
og bera þeir yfirskriftina Eilíft ljós.
Er þar vísað til þess að „nú sé
betra ljós fram undan og betri
tímar í vændum þegar búið verður
að bólusetja nánast alla Íslendinga
við Covid-19“, eins og segir í til-
kynningu.
Á efnisskránni eru meðal annars
kórverk m.a. eftir Georgy Sviridov,
Ola Gjelo, Arvo Pärt, Sergei
Rachmaninoff og Billy Joel og einn-
ig íslensk tónverk, m.a. eftir Báru
Grímsdóttur, Hauk Tómasson og
Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur.
Stjórnandi kórsins er Friðrik Vign-
ir Stefánsson, organisti Seltjarnar-
neskirkju. Aðgangur er ókeypis.
Eilíft ljós í Seltjarnarneskirkju
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tónleikastaður Seltjarnarneskirkja.
Söngkonan Mjöll
Hólm leiðir sam-
söng í Hannesar-
holti á morgun,
sunnudag, kl. 14
ásamt Hörpu
Þorvaldsdóttur.
Mjöll kom fyrst
fram á tón-
leikum fjórtán
ára að aldri, á
vegum Svavars Gestssonar í
Austurbæjarbíói árið 1959. Hún
hefur sungið með ýmsum hljóm-
sveitum í gegnum tíðina og gefið
út plötur.
Mjöll og Harpa
leiða samsöng
Mjöll Hólm
Einar Lars Jóns-
son opnar í dag
ljósmyndasýn-
ingu í Gallerí
Grásteini á
Skólavörðustíg
4. Myndirnar
segir hann flest-
ar óhlutbundnar
þar sem litir,
áferð og form
leiki stórt hlut-
verk. „Þetta eru nærmyndir af nátt-
úru en sumar eru mannanna verk.
Túlkun þeirra er opin, allt sem þarf
er hugmyndarflug,“ skrifar Einar.
Allt sem þarf er
hugmyndaflug
Einar Lars
Jónsson
Af ásettu ráði er titill útskriftarsýn-
ingar BA-nema í arkitektúr, hönnun
og myndlist og MA-nema í hönnun
og arkitektúr við Listaháskóla
Íslands sem opnuð verður í dag í
Listasafni Reykjavíkur í Hafnar-
húsi. Sýna BA-nemarnir útskriftar-
verk sín í námi í myndlist, vöruhönn-
un, fatahönnun og grafískri hönnun
og MA-nemarnir útskriftarverk í
hönnun og arkitektúr.
Sýningarstjórar eru Birgir Örn
Jónsson, Signý Þórhallsdóttir og
Una Björg Magnúsdóttir og segir í
texta þeirra um sýninguna á vef
skólans að það að finna hugmyndum
sínum farveg sé óvissuferðalag sem
krefjist hugrekkis og áræðis.
„Leiðin er sjaldnast vel stikuð og
áfangastaðurinn er á sífelldri hreyf-
ingu, ef hann er yfirhöfuð fyrir
hendi. Þetta gerir ferðina þó þeim
mun æsilegri. Mörk eru þanin og
nýjar slóðir kannaðar. Forvitni, út-
sjónarsemi og einskær ásetningur
nemenda hafa nú leitt þá að þessum
mikilvægu tímamótum, eftir nám
sem hefur veitt þeim fjölbreytt tæki-
færi til að kanna hugmyndir og þróa
færni,“ segir í texta sýningarstjór-
anna.
Segir einnig að sýningin sé upp-
skeruhátíð yfir sjötíu nemenda og
efnistökin því margvísleg og nálgun
hvers og eins einstök. „Hér má finna
ilmandi bókverk, landsliðsbúninga
fyrir nýjar íþróttir, rottu í leit að osti
lífsins, hljóðspegil og fullkomið
augnablik. Eins er fjallað um skynj-
un í geimnum, leitina að ástinni,
myndbirtingu ofhugsunar og leiðir
til að endurnýta gerviefni. Önnur
verk leita að nýjum litheimum, gefa
okkur innsýn inn í sögur sjómanna
og velta upp hugmyndum um nýja
byggð í Viðey,“ segir um einstök
verk.
Efniskennd áberandi
Una Björg Magnúsdóttir hlaut
hvatningarverðlaun Íslensku mynd-
listarverðlaunanna í ár fyrir sýning-
una Mannfjöldi hverfur sporlaust
um stund í Hafnarhúsi og snýr nú
aftur í sinn gamla skóla, LHÍ, sem
sýningarstjóri myndlistarhluta út-
skriftarsýningarinnar. Hún er spurð
hvernig sé að snúa aftur í því hlut-
verki. „Það er bara mjög skemmti-
legt. Ég hef verið tæknimaður á
safninu líka og hef því verið í kring-
um þetta síðustu árin í öðru hlut-
verki. En það er mjög gaman og
maður þarf að minna sig á að þetta
er allt nýtt, að þau eru að gera
margt í fyrsta skipti,“ segir hún um
hlutverkið og nemendur. Verk
þeirra séu ólík og kúnst að púsla öllu
saman í fjölmenna samsýningu.
Una segir sterka efniskennd ein-
kenna verk útskriftarnema í mynd-
listinni að þessu sinni. „Þau taka inn
handverk og það er rosaleg djúsí
efniskennd í gangi sem er mjög
spennandi,“ segir hún og nefnir sem
dæmi blekteikningar, hekl, gyllingu
og steypta skúlptúra. „Það er verið
að sækja í gamla miðla og nota með
nýjum hætti,“ segir Una og að það
sé virkilega spennandi.
helgisnaer@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Uppsetning Útskriftarnemar úr ýmsum deildum voru önnum kafnir við að setja upp verk í Hafnarhúsinu í gær.
Mörkin þanin
- Útskriftarsýning BA-nema í arkitektúr, hönnun og
myndlist og MA-nema í hönnun við LHÍ opnuð í dag