Morgunblaðið - 20.05.2021, Page 1

Morgunblaðið - 20.05.2021, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 0. M A Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 118. tölublað . 109. árgangur . Lægra verð - léttari innkaup FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ TILBOÐ GILDA 20. ! 24. MAÍ 42% AFSLÁTTUR Grillsneiðar Fjallalamb 1.096KR/KG ÁÐUR: 1.889 KR/KG Vatnsmelóna 194KR/KG ÁÐUR: 259 KR/KG Grísabógsneiðar í Alabamamarineringu 599KR/KG ÁÐUR: 1.198 KR/KG 50% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR BRAUT BLAÐ Í SÖGU ÚRVALS- DEILDARINNAR RÓMANTÍSKT BÚNINGADRAMA Á STOCKFISH FORFEÐURNIR VORU VESTUR- ÍSLENDINGAR VALGEIR TÓNSKÁLD 54 MYNDLISTARSÝNING 12ÍBV-VALUR 52 Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, funduðu í Hörpu í gærkvöldi. Var þetta fyrsti fundur ráðamanna ríkjanna frá því Joe Bid- en tók við embætti forseta í Banda- ríkjunum, en hann er haldinn í tilefni fundar Norðurskautsráðsins sem nú fer fram á Íslandi og markar endalok formennsku Íslands í ráðinu. „Það er ekkert leyndarmál að okk- ur greinir á um ýmis mál,“ sagði Blinken í viðurvist blaðamanna áður en fundur hófst. Hann sagði að bandarísk stjórn- völd sæktust eftir fyrirsjáanleika og stöðugu sambandi við Rússa, sem væri ríkjunum og heimsbyggðinni fyrir bestu. Á mörgum sviðum fara hagsmunir Bandaríkjanna og Rússlands saman, sagði Blinken, og nefndi sem dæmi kórónuveirufaraldurinn, kjarnorku- mál Norður-Kóreu og Írans og stöð- una í Afganistan. Bandaríkin myndu þó alltaf verja hagsmuni sína og bandamanna sinna ef Rússar beittu sér með ógnandi hætti. Í ræðu sinni þakkaði Lavrov Blinken fyrir að leggja til að þeir myndu funda á Ís- landi. Samskipti Bandaríkjanna og Rússlands hafa farið versnandi á liðnum misserum og minntist Lavr- ov á það óbeint. „Allir skilja stöðuna þegar fundur utanríkisráðherra tveggja aðildarríkja, á jaðri fundar Norðurskautsráðsins, vekur svona mikla athygli,“ sagði Lavrov, sem talaði rússnesku en naut liðsinnis túlks. Blinken hefur verið hér á landi síð- an á mánudag, en Lavrov kom til landsins síðdegis í gær. Áður en fundur þeirra hófst snæddu þeir félagar kvöldverð í Hörpu ásamt Guðlaugi Þór Þórðar- syni utanríkisráðherra og öðrum utanríkisráðherrum frá ríkjum Norðurskautsráðsins. Gæddu ráð- herrarnir sér þar á íslenskum þorski og súkkulaði- og karamelluskyri. Ráðherrafundur í Hörpu - Allir skilja stöðuna þegar fundur á Íslandi vekur svo mikla athygli, segir utan- ríkisráðherra Rússlands - Ágreiningur ekkert leyndarmál, segir sá bandaríski AFP Sætaval Utanríkisráðherrarnir komu sér fyrir við fundarborðið eftir að hafa heilsast frammi fyrir blaðamönnum og ljósmyndurum í ráðstefnuhúsinu. Saman Lavrov kom til landsins síðdegis í gær. Blinken var þegar mættur. _ Bátasmiðjan Rafnar hefur samið um smíði báta, eftir hönnun stofn- andans Össurar Kristinssonar, í samtals sex löndum. Nú síðast náð- ust samningar um smíði bátanna í Bandaríkjunum, Hollandi og Tyrk- landi. Þegar hafa bátarnir verið smíðaðir í Grikklandi og Englandi, auk Íslands. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Rafnar segir verkefnið í Tyrklandi spennandi. »4 Ljósmynd/Gríska landhelgisgæslan Bátur Smíðin fer fram víðar en á Íslandi. Bátasmiðjan Rafnar gerir strandhögg Andrés Magnússon andres@mbl.is Íslenskur læknir, sem búsettur er í Ísrael, skammt frá Gaza-svæðinu, hefur að mestu þurft að hafast við í sprengjubyrgi undanfarna tíu daga vegna linnulítilla eldflaugaárása hryðjuverkasamtakanna Hamas. „Þetta er ömurlegt ástand,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið í dag. Ingibjörg Íris Davíðsdóttir er bú- sett í strandbænum Ashkelon, um 10 km norður af Gaza, en á bænum hef- ur dunið um fjórðungur eldflauga frá Gaza, ein aðeins um 200 metrum frá heimili þeirra, og eyðileggingin, dauði og limlestingar miklar. »16 Eldflaugar Þessa mynd tók eigin- maður Ingibjargar Írisar í gær af eldflaugum frá Gaza yfir Ashkelon. Íslenskur læknir í ná- grenni Gaza

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.