Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 0. M A Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 118. tölublað . 109. árgangur . Lægra verð - léttari innkaup FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ TILBOÐ GILDA 20. ! 24. MAÍ 42% AFSLÁTTUR Grillsneiðar Fjallalamb 1.096KR/KG ÁÐUR: 1.889 KR/KG Vatnsmelóna 194KR/KG ÁÐUR: 259 KR/KG Grísabógsneiðar í Alabamamarineringu 599KR/KG ÁÐUR: 1.198 KR/KG 50% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR BRAUT BLAÐ Í SÖGU ÚRVALS- DEILDARINNAR RÓMANTÍSKT BÚNINGADRAMA Á STOCKFISH FORFEÐURNIR VORU VESTUR- ÍSLENDINGAR VALGEIR TÓNSKÁLD 54 MYNDLISTARSÝNING 12ÍBV-VALUR 52 Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, funduðu í Hörpu í gærkvöldi. Var þetta fyrsti fundur ráðamanna ríkjanna frá því Joe Bid- en tók við embætti forseta í Banda- ríkjunum, en hann er haldinn í tilefni fundar Norðurskautsráðsins sem nú fer fram á Íslandi og markar endalok formennsku Íslands í ráðinu. „Það er ekkert leyndarmál að okk- ur greinir á um ýmis mál,“ sagði Blinken í viðurvist blaðamanna áður en fundur hófst. Hann sagði að bandarísk stjórn- völd sæktust eftir fyrirsjáanleika og stöðugu sambandi við Rússa, sem væri ríkjunum og heimsbyggðinni fyrir bestu. Á mörgum sviðum fara hagsmunir Bandaríkjanna og Rússlands saman, sagði Blinken, og nefndi sem dæmi kórónuveirufaraldurinn, kjarnorku- mál Norður-Kóreu og Írans og stöð- una í Afganistan. Bandaríkin myndu þó alltaf verja hagsmuni sína og bandamanna sinna ef Rússar beittu sér með ógnandi hætti. Í ræðu sinni þakkaði Lavrov Blinken fyrir að leggja til að þeir myndu funda á Ís- landi. Samskipti Bandaríkjanna og Rússlands hafa farið versnandi á liðnum misserum og minntist Lavr- ov á það óbeint. „Allir skilja stöðuna þegar fundur utanríkisráðherra tveggja aðildarríkja, á jaðri fundar Norðurskautsráðsins, vekur svona mikla athygli,“ sagði Lavrov, sem talaði rússnesku en naut liðsinnis túlks. Blinken hefur verið hér á landi síð- an á mánudag, en Lavrov kom til landsins síðdegis í gær. Áður en fundur þeirra hófst snæddu þeir félagar kvöldverð í Hörpu ásamt Guðlaugi Þór Þórðar- syni utanríkisráðherra og öðrum utanríkisráðherrum frá ríkjum Norðurskautsráðsins. Gæddu ráð- herrarnir sér þar á íslenskum þorski og súkkulaði- og karamelluskyri. Ráðherrafundur í Hörpu - Allir skilja stöðuna þegar fundur á Íslandi vekur svo mikla athygli, segir utan- ríkisráðherra Rússlands - Ágreiningur ekkert leyndarmál, segir sá bandaríski AFP Sætaval Utanríkisráðherrarnir komu sér fyrir við fundarborðið eftir að hafa heilsast frammi fyrir blaðamönnum og ljósmyndurum í ráðstefnuhúsinu. Saman Lavrov kom til landsins síðdegis í gær. Blinken var þegar mættur. _ Bátasmiðjan Rafnar hefur samið um smíði báta, eftir hönnun stofn- andans Össurar Kristinssonar, í samtals sex löndum. Nú síðast náð- ust samningar um smíði bátanna í Bandaríkjunum, Hollandi og Tyrk- landi. Þegar hafa bátarnir verið smíðaðir í Grikklandi og Englandi, auk Íslands. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Rafnar segir verkefnið í Tyrklandi spennandi. »4 Ljósmynd/Gríska landhelgisgæslan Bátur Smíðin fer fram víðar en á Íslandi. Bátasmiðjan Rafnar gerir strandhögg Andrés Magnússon andres@mbl.is Íslenskur læknir, sem búsettur er í Ísrael, skammt frá Gaza-svæðinu, hefur að mestu þurft að hafast við í sprengjubyrgi undanfarna tíu daga vegna linnulítilla eldflaugaárása hryðjuverkasamtakanna Hamas. „Þetta er ömurlegt ástand,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið í dag. Ingibjörg Íris Davíðsdóttir er bú- sett í strandbænum Ashkelon, um 10 km norður af Gaza, en á bænum hef- ur dunið um fjórðungur eldflauga frá Gaza, ein aðeins um 200 metrum frá heimili þeirra, og eyðileggingin, dauði og limlestingar miklar. »16 Eldflaugar Þessa mynd tók eigin- maður Ingibjargar Írisar í gær af eldflaugum frá Gaza yfir Ashkelon. Íslenskur læknir í ná- grenni Gaza
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.