Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 2

Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 60+ meðGunnari Svanlaugs 13. október í 3 vikur Tenerife Verð frá kr. 299.900 AUKAFERÐ! Uppselt í ferðirnar 22. og 29. september Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson Hólmfríður María Ragnhildardóttir Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga flugfélag- ið Play þangað til félagið hafi sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi. Þetta kemur fram í ályktun sem miðstjórn ASÍ samþykkti í gær en þar segir að flugfélagið ætli að bjóða lægri flugfargjöld með því að greiða starfsfólki sínu lægri laun en þekkist á íslenskum vinnumarkaði. Hvetur ASÍ einnig lífeyrissjóði og aðra fjár- festa til að sniðganga félagið. „Við stígum mjög fast til jarðar og það er ekkert alveg sjálfsagt mál að miðstjórn [ASÍ] hvetji fólk til að snið- ganga fyrirtæki eða fjárfesta, sem sýnir hvað við lítum þetta gríðarlega alvarlegum augum. Þetta eru ein mestu undirboð sem við höfum séð á íslenskum vinnumarkaði í langa tíð,“ sagði Drífa Snædal, framkvæmda- stjóri ASÍ, við mbl.is. Vinnubrögð ASÍ með ólíkindum „Vinnubrögð ASÍ í þessu máli eru með ólíkindum. Forseti ASÍ hefur hvorki leitað til okkar né þegið boð um að koma og kynna sér málið. Hann hefur ekki heldur leitað til stéttarfélagsins sem um ræðir, Ís- lenska flugstéttafélagsins (ÍFF). Við erum algjörlega orðlaus yfir þessum vinnubrögðum. Að sjálfsögðu munum við leita réttar okkar í þessu máli,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir kveðst nýlega hafa lesið í Viðskiptablaðinu, sem greinilega hafði kjarasamning keppinautarins undir höndum, að Play muni borga hærri laun en Icelandair og umfram það sem lífskjarasamningurinn kveð- ur á um. Það gangi þvert gegn því sem miðstjórn ASÍ fullyrðir. Birgir segir margt beinlínis rangt í yfirlýsingu miðstjórnarinnar. Þannig sé fullyrt að Play hafi skilað óund- irrituðum kjarasamningi til ríkis- sáttasemjara en það sé rangt. „Ég veit að stéttarfélagið sem um ræðir, ÍFF, skilaði kjarasamningi til ríkis- sáttasemjara. Sá samningur, sem er vinnustaðasamningur í eðli sínu, hef- ur verið undirritaður. Hins vegar vildi stéttarfélagið leita lögfræðiálits um hvort rétt væri, með tilliti til per- sónuverndar, að skila undirritunar- síðunni með nöfnum þeirra einstak- linga sem skrifuðu undir samninginn. Henni var því haldið eftir. Ég held að ASÍ og forseta þess sé fullkunnugt um það, en það er snúið út úr því og það látið líta tortryggilega út,“ sagði Birgir. „Mér virðist tilgangur ASÍ mögu- lega vera sá að gæta hagsmuna Flug- freyjufélags Íslands (FFÍ) sem á að- ild að ASÍ og neyða okkur til að gera kjarasamning við FFÍ sem hefur ekki leitað eftir samningum við okkur,“ sagði Birgir. Ósæmandi yfirlýsing Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að ekkert hafi heyrst frá ASÍ þegar FFÍ samdi ítrekað við flugfélagið WOW um mun lægri laun vegna flugfreyja en sama stéttarfélag gerði kröfu um gagnvart Icelandair. ASÍ hafi stutt þá samninga FFÍ. „Ádeila ASÍ virðist ekki beinast bara að launakjörum heldur því hvaða stéttarfélag semur um þau.“ Hann segir þessa atlögu að Play þeim mun sérkennilegri í ljósi orða forseta ASÍ um mikilvægi þess að vinna gegn atvinnuleysi, en fyrir- tækið bjóði störf í geira sem sé hart leikinn eftir heimsfaraldur og virði þær reglur sem gilda á vinnumark- aði. „Það líður vart sú vika að verka- lýðsforkólfar stígi ekki fram og hvetji lífeyrissjóði og fjárfesta til að snið- ganga fyrirtæki. Til allrar hamingju hljóta yfirlýsingar þeirra litlar und- irtektir. Þessi yfirlýsing er ASÍ ósæmandi með öllu,“ segir Halldór og bætir við að fullyrðingar Drífu um launakjör í kjarasamningi Play standist enga skoðun. „Annaðhvort byggjast þær á misskilningi eða vís- vitandi rangtúlkun. Nú þegar er búið að hrekja dæmalausar fullyrðingar forsetans um lægstu laun á íslenskum vinnumarkaði og forseti ASÍ hlýtur að draga þessi ummæli til baka og biðjast afsökunar á þeim.“ Flugfélagið Play verði sniðgengið - Miðstjórn ASÍ segir að Play stundi undirboð á vinnumarkaði og bjóði lægri laun en þekkist þar - Forstjóri flugfélagsins mótmælir því og segir vinnubrögð ASÍ í þessu máli hafa verið með ólíkindum Drífa Snædal Birgir Jónsson Íslendingar sem komnir eru á ald- ursskeiðið 65 til 74 ára eru stórtæk- ari notendur netsins en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum Evrópu. Nýr samanburður Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á netnotkun fólks á þessum aldri yfir þriggja mánaða tímabil á seinasta ári leiðir í ljós að 98% 65-74 ára Íslendinga sögðust hafa notað netið á þeim tíma. Danir (94%), Svíar (91%) og Lúxemborgarar (91%) í þessum ald- urshópi koma næstir í röðinni. Net- notkun eldri borgara í nokkrum öðrum Evrópulöndum er til muna minni. Aðeins fjórðungur eldri íbúa Búlgaríu, 28% Króata og 33% Grikkja notuðu netið. Netnotkun 65-74 ára á Íslandi og í Evrópu* Hlutfall (%) þeirra semnotuðu Internetið á 3jamánaða tímabili árið 2020 Ís la nd D an m ör k Sv íþ jó ð Lú xe m bo rg B re tla nd H ol la nd Fi nn la nd N or eg ur Ír la nd Þý sk al an d B el gí a Sp án n E S B -m e ð a lt . Au st ur rík i Íta lía Pó lla nd Po rt úg al G rik kl an d Kr óa tía Ty rk la nd B úl ga ría 98 94 91 91 90 90 88 85 78 76 73 70 61 57 45 43 39 33 28 27 25 Heimild: Eurostat Eiga metið í netnotkun Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Eigendur jarðarinnar Hrauns hófu í gær að innheimta gjald á bílastæð- inu við gönguleiðina að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Fram kemur á skiltum, sem sett hafa verið upp á nokkrum stöðum á veginum sem liggur að bílastæðinu, að það kosti 1.000 krónur að leggja bíl á stæðinu í heilan dag. Eftirlit með gjaldskyldunni er þó ekki hafið. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi A. Jónssyni, sviðsstjóra hjá Um- hverfisstofnun, hefur þessi gjald- taka á bílastæðinu ekki komið til kasta stofnunarinnar. Kveðst hann ekki eiga von á að stofnunin muni skoða lögmæti hennar. Ólafur segir að Umhverfisstofnun hafi unnið út frá þeirri meginafstöðu að ekki eigi að skerða almannarétt með gjald- töku en óskað hafi verið eftir skýrari afstöðu löggjafans varðandi heim- ildir landeigenda til að taka gjald fyrir valkvæða þjónustu. Gestir á svæðinu í gær tóku gjald- inu vel. „Mér finnst það bara sjálf- sagt af þeim að láta okkur borga fyr- ir að nota svæðið sitt. Ætli þetta sé ekki bara eins og að leggja í bíla- stæði í Reykjavík?“ sagði Grétar Karlsson sem var að leggja af stað í göngu að gosinu. Gosið í tvo mánuði Tveir mánuðir voru í gær liðnir frá því eldgosið hófst og hefur kviku- flæði frá því heldur farið vaxandi, er tvöfalt meira nú en í upphafi en er samt fremur lítið miðað við mörg önnur gos. Á vef Jarðvísindastofnunar Há- skóla Íslands í gær segir að þetta gos sé um margt frábrugðið þeim gosum sem hafi orðið hér á landi undanfarna áratugi. Flest gosin hafi átt upptök í kvikuhólfum undir meg- ineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli virðist þessu vera nokkuð öðruvísi farið og svo sé að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði miklu um kvikuflæðið. Engin leið sé á þessari stundu að segja til um hve lengi gosið muni vara eða hvort hraunrennslið muni halda áfram að aukast. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gjaldskylda Ferðamenn velta vöngum yfir því hvernig greiða eigi bílastæðagjald sem nú er farið að innheimta. Ferðamenn taka bílastæðagjaldi vel - Tveir mánuðir frá því eldgosið í Fagradalsfjalli hófst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.