Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Fimmtudaginn 20. maí 2021 kl. 16.30 1. Fundur settur 2. Skýrsla stjórnar 3. Gerð grein fyrir ársreikningi 4. Tryggingafræðileg úttekt 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt 6. Önnur mál Ársfundur SL lífeyrissjóðs 2021 Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Hægt verður að senda spurningar á meðan á fundinum stendur á tölvupóstfangið sl@sl.is DAGSKRÁ Reykjavík 20.05.2021 Stjórn SL lífeyrissjóðs Fundurinn er rafrænn og verður streymt, sjá slóðina www.sl.is Ef sóttvarnarreglur leyfa, eru fundargestir velkomnir á fundarstað á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík Það er von að Wuhan-veiran setjimenn í uppnám hvenær sem hún er nefnd. Seinast komst í há- mæli að Anthony Fauci, æðsti mað- ur bandarískra sóttvarna, hefði í mörg ár látið dæla ógrynni fjár í rannsóknarstofuna frægu í Wuhan! - - - Það þótti mörg-um grun- samlegt og sögðu nú enn erfiðara en áður að treysta áróðurstilburðum Heilbrigðisstofnunar Sþ um að Kína hefði hvergi komið nærri upp- hafi faraldursins. - - - En stofnunin hefur í samráði viðWuhan-mannskapinn ríghald- ið í leðurblökukenninguna! Leð- urblökunni er kennt um að hafa upp á eigin spýtur sett veröldina á hliðina og borið ábyrgð á dauða milljóna manna! Kenningin um leð- urblökuna þykir nægjanlega biluð til að hægt sé að fá fjöldann til að trúa henni. - - - Á hverju einasta hausti er gamlagóða flensan sögð leggja upp frá Kína án atbeina leðurblök- unnar. Hundruð milljóna veikjast og milljónatugir veikburða deyja. Enginn hefur þó stöðu grunaðs eft- ir áratuga árásir. Ekki einu sinni leðurblaka. - - - Fauciar um allan heim virðastsætta sig við að stundvísasta veira sögunnar mæti í vesturhluta heims hvert haust með afleitum af- leiðingum. - - - Kannski er kominn tími til aðþeir ræði þetta mál í bæj- arstjórn Kópavogs. Eða er það rangminni að Wuhanborg hafi ver- ið vinabær Kópavogs í tæpa tvo áratugi? Rannsóknarstofan í Wuhan. Vinabæir taki á málinu strax STAKSTEINAR Jónína Michaels- dóttir, rithöfundur og blaðamaður, lést á Landakoti 17. maí, 78 ára gömul. Hún fæddist í Reykjavík 14. janúar 1943 og ólst þar upp. For- eldrar hennar voru Michael Sigfinnsson, leigubílstjóri og sjó- maður, og Valborg Karlsdóttir hús- freyja. Jónína bjó á Gufu- skálum, Snæfellsnesi fyrstu búskaparár sín en flutti árið 1976 til Hafnarfjarðar og bjó þar til æviloka. Hún var blaðamaður hjá Vísi 1977-1980, framkvæmdastjóri sam- takanna Viðskipti og verslun 1980- 1983 og vann við markaðsráðgjöf í Iðnaðarbanka Íslands 1983-1986. Jónína var aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra 1987- 1988. Hún var formaður Bók- menntakynningarsjóðs og kynnti ís- lenskar bókmenntir víða erlendis. Jónína vann lengi sjálfstætt við markaðsmál og ritstörf. Bækur eftir Jónínu eru Líf mitt og gleði, æviminningar Þuríðar Páls- dóttur óperusöngkonu, Eins manns kona, minningar Tove Engilberts, Mér leggst eitthvað til, sagan af Sesselju Sig- mundsdóttur og Sól- heimum, Milli sterkra stafna: fólkið hjá Eim- skip, Karólína, líf og list Karólínu Lárus- dóttur listmálara, Áhrifamenn, Dagur við ský, fólk í íslenskri flugsögu, auk fjölda bókarkafla, tímarits- greina og pistla. Einn- ig tók hún viðtöl við þekkta einstaklinga í sjónvarpsþátt- unum Maður er nefndur. Jónína gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hún sat meðal annars í skipulagsnefnd og var formaður fræðslu- og útbreiðslunefndar um tíma. Einnig sat hún í fram- kvæmdastjórn, miðstjórn og flokks- ráði Sjálfstæðisflokksins. Eftirlifandi eiginmaður Jónínu er Sigþór Jón Sigurðsson kerfisfræð- ingur. Þau eignuðust þrjú börn: Michael (f. 1962) viðskiptafræðing, Björn (f. 1966) matreiðslumeistara og Þórunni (f. 1969) leikstjóra og söngkonu. Barnabörnin eru tíu og barnabarnabörnin þrjú talsins. Andlát Jónína Michaelsdóttir rithöfundur Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hinn nýi dráttarbátur Faxaflóa- hafna, Magni, er á heimleið og er væntanlegur til Reykjavíkur á morg- un, föstudag. Magni hefur verið til viðgerða í Hollandi í tæpt ár. Magni kom nýr til Reykjavíkur- hafnar 27. febrúar 2020 og var þar með öflugasti og fullkomnasti drátt- arbátur landsins en kaupverð báts- ins var tæplega 1.200 milljónir króna. Fljótlega kom þó í ljós að ekki var allt með felldu varðandi virkni bátsins. Upp komu alvarlegir ágallar sem reynt var að vinna bót á af fulltrúum Damen, sem smíðaði bát- inn, og sendir voru til Íslands. „Sökum aðstæðna vegna heims- faraldurs ásamt því hversu alvarleg- ir ágallar höfðu komið fram var tekin sú ákvörðun að sigla Magna til Hol- lands 9. júlí 2020, þar sem aðstæður voru taldar betri þar til þeirra við- gerða sem þörf var á,“ segir í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna. Hefur dráttarbáturinn verið þar í viðgerð síðan en Damen lánaði í staðinn dráttarbátinn Phoenix á meðan viðgerð fór fram. Magni hélt af stað laugardaginn 15. maí sl. frá Rotterdam til Reykja- víkur. Fimm manna áhöfn á vegum Damen siglir Magna heim en sama áhöfn mun síðan sigla Phoenix til Rotterdam. Við afhendingu á Magna í Reykjavík mun byrja tveggja ára ábyrgðartímabil Damen á bátnum, þar sem fulltrúi fyrirtækisins mun koma nokkrum sinnum á ábyrgðar- tímabilinu til eftirlits auk þess sem olíusýni verða tekin og greind með reglubundnum hætti að forskrift Damen. sisi@mbl.is Magni á heimleið eftir viðgerðina Ljósmynd/Faxaflóahafnir Nýi Magni Loks á heimleið eftir við- gerðina í Hollandi, sem tók tæpt ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.