Morgunblaðið - 20.05.2021, Page 10

Morgunblaðið - 20.05.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 arfsmannafatnaður rir hótel og veitingahús Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Njótum íslenska sumarsins TIL LEIGU EYJARSLÓÐ 9 Upplýsingar gefur Ólafur í síma 892 5064 GRANDINN 133m2 „Studio Loft“ til leigu. Húsnæðið er einn salur. Mjög gott útsýni. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tækifæri íslenskra sauðfjárbænda til bættrar afkomu felast aðallega í áframhaldandi hagræðingu í bú- rekstri, hagræðingu í rekstri slátur- húsa og hagkvæmara fyrirkomulagi útflutnings. Aðgerðir sem höfundar skýrslu Landbúnaðarháskóla Ís- lands um afkomu sauðfjárbænda og leiðir til að bæta hana leggja til taka mið af því. Skýrslan var unnin fyrir atvinnu- vegaráðuneytið og kynnt í gær. Höf- undar hennar eru Jóhannes Svein- björnsson og Daði Már Kristó- fersson. Skilaverð 80% hærra í ESB Skilaverð lambakjöts til bænda í Evrópusambandinu var 80% hærra en á Íslandi árið 2020. Tekið er fram í skýrslunni að í þeim Evrópu- löndum þar sem hvað hæst verð er til bænda er framleiðslan lítil, miðað við höfðatölu, og innflutningur tölu- verður. Ástralir, Nýsjálendingar og Írar eru einu sauðfjárræktarþjóð- irnar sem hægt er að skilgreina sem sérhæfðar í útflutningi með til- tölulega lítinn heimamarkað. Öll framleiðslustjórnun, bústjórn og úr- vinnsla afurða er mjög miðuð við að framleiða nákvæmlega það sem er- lendir viðskiptavinir þurfa. Fram kemur að framleiðslukostnaður kindakjöts er hér hærri en í flestum helstu sauðfjárræktarlöndum heims. Í skýrslunni er miðað við að stefnt sé að framleiðslu sem fullnægi þörf- um innanlandsmarkaðar fyrir alla skrokkhluta. Lágmarksframboð miðist því við þann skrokkhluta sem mest eftirspurn er eftir. Það þýðir að flytja þarf út það kjöt sem minnst eftirspurn er eftir innanlands. Bent er á að reynslan hafi ítrekað sýnt að aukinni framleiðslu og út- flutningsþörf fylgi erfiðir tímar í markaðsmálum sauðfjárafurða. Ef stefna eigi að stöðugleika í afkomu bænda og verði til neytenda þurfi að breyta núverandi fyrirkomulagi og taka upp markvissara skipulag á út- flutningi með innbyggðum árang- urshvötum. Skýrsluhöfundar segja að fram- leiðendur búvara víðsvegar í heim- inum þurfi að kljást við óvissu um framboð og eftirspurn og reyni að bregðast við. Markaðsstöðug- leikasjóðir séu ein leið til þess. Lagt sé gjald á alla framleiðslu sem síðan er ráðstafað til að stuðla að stöðug- leika, til dæmis með markaðsstarfi eða með stuðningi við aðgerðir til að efla eftirspurn. Leggja þeir til að slíkur sjóður verði stofnaður hér. Lækka má sláturkostnað Skýrsluhöfundar telja að með fækkun sláturhúsa og hagræðingu í rekstri þeirra mætti lækka slátur- kostnað um 70-100 krónur á kíló. Færa mætti sláturkostnað nær því sem þekkist í samkeppnislöndum með því að dreifa slátrun meira en nú er, einkum með því að auka slátr- un í ágúst og byrjun september til að selja stærri hluta framleiðsl- unnar ferskan, bæði innanlands og utan. Leggja þeir til að þessir mögu- leikar verði greindir. Jafnframt er lýst stuðningi við lagabreytingar sem heimili afurða- stöðvum samvinnu og verkaskipt- ingu í vinnslu og sölu á þeim hluta framleiðslunnar sem flutt er út. Til- gangurinn ætti að vera meiri stöð- ugleiki, bæði í afkomu bænda og verði til neytenda. Mögulegt að hag- ræða í framleiðslu - Mælt með fækkun sláturhúsa og samvinnu við útflutning Skilaverð á dilkakjöti til bænda á Íslandi og í nokkrum Evrópulöndum Meðalverð árið 2020, kr./kg (fallþungi >13 kg) 438 504 567 587 622 691 792 797 800 805 810 829 874 875 878 878 881 894 901 940 975 1.040 Heimild: Rit LbhÍ nr. 142 Rú m en ía Ís la nd Li th áe n Fi nn la nd Le tt la nd Pó lla nd D an m ör k Po rt úg al Ír la nd B el gí a Sv íþ jó ð Íta lía H ol la nd U ng ve rja la nd Ký pu r Au st ur rík i Sl óv en ía Sp án n E S B -m e ð a lt a l Þý sk al an d Kr óa tía Fr ak kl an d 80% hærra skilaverðað meðaltali í löndum ESB en á Íslandi. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Við erum að borga kolefnisgjald því við erum að nota mikla olíu. Við get- um samt gert ýmislegt itl að draga úr menguninni sem olían veldur.“ Þetta segir Gréta María Grétars- dóttir, framkvæmdastjóri nýsköp- unar- og samfélagsábyrgðar hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi. Hún telur að stjórnvöld gætu byggt upp frekari hvata til þess að fyrirtæki sjái hag í því að gera umhverfis- verndarsjónarmiðum hærra undir höfði í starfsemi sinni. Bendir hún á að þótt Brim leiti leiða til þess að fanga kolefni sem verði til vegna út- blásturs skipaflotans komi það ekki til frádráttar kolefnisgjaldi því sem fyrirtækið greiði í tengslum við kaup sín á olíunni. „Hvatarnir eru oft svolítið rangir og ég tengi þetta oft við það að við erum ekki komin lengra í þessum efnum,“ segir Gréta María en hún er gestur í viðskiptahluta Dagmála á mbl.is í dag. Kolefnisspor fisksins Spurð út í hvaða skref fyrirtækið stígi nú til þess að efla umhverf- isvernd á sínum vettvangi segir hún að innan tíðar geti kaupendur afurða Brims fengið útlistað hvert kolefn- isspor þeirra er. Segir hún að í því felist mikið samkeppnisforskot enda hafi komið í ljós að umhverfisáhrif af veiðunum séu hverfandi í sam- anburði við marga aðra matvæla- framleiðslu. Með því að hampa þess- um mælingum muni verða til samkeppnisforskot í heimi sem stóli sífellt meira á sjálfbæra nýtingu auðlinda og lágmörkun neikvæðra áhrifa af rekstri fyrirtækja. Flotinn tengdur í land Gréta María segir að í framtíðinni muni skipaflotinn ganga fyrir hreinni orku í stað olíunnar sem nú er meginorkugjafinn. Enn eigi þó eftir að komast yfir marga tækni- lega þröskulda. Í millitíðinni leiti fyrirtækin tæknilegra lausna til að draga úr losun þar sem það er mögu- legt. Þannig sé fyrirtækið búið að koma upp rafmagns- og heitavatnsteng- ingum í höfnunum í Reykjavík og á Akranesi. Þá sé beðið samþykkis skipulagsyfirvalda á Vopnafirði svo fara megi sömu leið þar. Þessar að- gerðir séu markverð skref í átt til aukinnar umhverfisverndar þótt þau leysi vandann ekki að öllu leyti. Viðtal Gréta María Grétarsdóttir kom í viðskiptahluta Dagmála á mbl.is. Auka þarf hvata til umhverfisverndar - Gréta María hjá Brimi í viðtali Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er væntanlegri lög- bannskröfu ÁTVR á netverslanir sem hafa milligöngu um sölu á áfengi að utan til neytenda hér á landi, sem og höfðun dómsmáls án samráðs við ráðherra sem jafn- framt sé yfirmaður stofnunarinnar. Telur SUS að með þessu sýni ÁTVR fram á fáránleika þess aðstöðu- munar sem sé fyrir hendi á íslensk- um áfengismarkaði og hve langt ríkisstofnunin telji sig geta gengið út fyrir verksvið sitt. Ríkisstofn- unin ÁTVR hafi þar með opinberað þá afstöðu sína að hún líti svo á að henni beri skylda til þess að fara hvort tveggja með löggæslu- hlutverk og samkeppnishlutverk. SUS fagnar lögbannskröfu ÁTVR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.