Morgunblaðið - 20.05.2021, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Skipulagslýsing fyrir nýtt deili-
skipulag á óbyggðu svæði á Vatns-
endahæð er í kynningu á vegum
Kópavogsbæjar. Gert er ráð fyrir
íbúðabyggð á svæðinu, sem alls er
29 hektarar, og liggur suðaustan við
fyrirhugaðan Arnarnesveg á mörk-
um Reykjavíkur og Kópavogs,
Kórahverfis og Hvarfa í Vatnsenda.
Hluti landsins er í eigu ríkisins og
samkvæmt upplýsingum frá
Kópavogsbæ eru viðræður í gangi
við ríkið um kaup á þeim hluta
svæðisins sem er í eigu ríkisins.
Engar tímasetningar liggja fyrir að
svo stöddu.
Vistvænar áherslur
Í lýsingunni segir, að með upp-
byggingu í Vatnsendahvarfi sé stutt
við betri nýtingu á núverandi grunn-
kerfum samgangna, veitna, sam-
félagslegum innviðum og almanna-
þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir
blandaðri byggð, alls 500 íbúðum, og
er markmiðið að móta hverfi með
vistvænum áherslum. Þar af verði
um 200 íbúðir byggðar eða bygging
hafin árið 2030, að því er segir í
hönnunarforsendum deiliskipulags.
Enn fremur er gert ráð fyrir svæð-
um fyrir samfélagsþjónustu, litlu
verslunar- og þjónustuvæði og opn-
um svæðum.
Í aðalskipulagstillögu, sem er í
vinnslu, er gert ráð fyrir leikskóla á
miðju skipulagssvæðinu. Ekki er
komin tímasetning á hvenær hann
verður byggður. Einnig er gert ráð
fyrir skóla, kirkju eða annarri starf-
semi á þéttbýlisuppdrætti. Áætlað
er að börn hverfisins geti sótt skóla
m.a. í Vatnsendaskóla, þar til nýr
skóli verður byggður í Vatnsenda-
hlíð. Gera þarf ráð fyrir að stækka
þurfi Vatnsendaskóla, segir í skipu-
lagslýsingu.
Gömul útvarpsstöð og möstur
Efst í Vatnsendahvarfi er land í
eigu ríkisins 7,5 hektara að flatar-
máli. Unnið er að samkomulagi um
kaup Kópavogs á þessu landsvæði,
segir í skipulagslýsingu. Taka þarf
tillit til eignarhalds við gerð deili-
skipulags fyrir svæðið svo hægt sé
að byggja svæðið í áföngum. Á
Vatnsendahæðinni er gamla Út-
varpsstöðin en Minjastofnun Íslands
og húsafriðunarnefnd hafa fjallað
um sögulegt gildi byggingarinnar og
bent á mikilvægi þess að varðveita
húsið. Húsið er eftir Guðjón Sam-
úelsson húsameistara og er friðað.
Fram kom í samtali við Þórhall
Ólafsson, framkvæmdastjóra Neyð-
arlínunnar, í Morgunblaðinu í fyrra-
haust að húsið yrði rifið, enda væri
það ónýtt. Þá hafði Neyðarlínan ný-
verið tekið við mannvirkjum á
Vatnsendahæð eftir að sendibúnað-
ur RÚV þar var fluttur á Úlfarsfell,
en húsið er í eigu ríkisins. Þórhallur
sagði í samtalinu að GSM-sendir
yrði áfram á svæðinu en stefnt væri
að því að stóru fjarskiptamöstrin
yrðu tekin niður á þessu ári.
Íbúðabyggð skipulögð á Vatnsendahæð
- Heildarsvæðið 29 hektarar - Alls um 500 íbúðir - Ríkið á 7,5 hektara - Unnið að samkomulagi
Skipulagssvæði
Íbúðahverfi, með bland-
aðri byggð einbýlishúsa,
raðhúsa og fjölbýlishúsa
Fyrirhuguð byggð á
Vatnsendahæð
Loftmyndir ehf. Elliðavatn
Vatnsenda-
hæð
B R E I Ð H O L T
H V Ö R F
K Ó R A R
REYK JAV Í K
KÓPAVOGUR
B re i ð h o l t s b r a u t
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Byggingasvæði Möstur og gamalt
útvarpshús á Vatnsendahæð.
Útivistarskór
SMÁRALIND
www.skornir.is
• Leður
• Vatnsheldur
• Vibram sóli
Verð 26.995
Netverslun
wwwskornir is. .
Ragno
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK HÖNNUN
Útskriftar-
tilboð
Útskriftar-
tilboð
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það eru átján íbúar eftir í húsinu
sem verða bara á götunni ef ekkert
gerist,“ segir Þórdís Guðnadóttir,
talsmaður íbúa við Suðurhellu 10 í
Hafnarfirði.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
á dögunum rennur 60 daga frestur
sem eigendum húsnæðisins var gef-
inn til að rýma það út um næstu
mánaðamót. Í húsnæðinu eru ósam-
þykktar leiguíbúðir á millilofti sem
er ekki að finna á teikningum. Gerð-
ar hafa verið athugasemdir við bú-
setu í húsinu og atvinnustarfsemi.
Þórdís segir að staðið hafi til að fá
umrædda hæð samþykkta sem at-
vinnuhúsnæði en ekki sé eining með-
al eigenda. Átta eignarhlutar eru í
húsinu og eigandi eins þeirra hefur
neitað að skrifa undir deiliskipulags-
breytingu sem er forsenda þess að
hægt sé að skila inn teikningum af
efri hæðinni til bæjaryfirvalda.
„Með því að neita að skrifa undir
er hann að stoppa alla framþróun á
svæðinu,“ segir Þórdís. Hún segir
jafnframt að umræddum eiganda
hafi verið gerð tilboð um að kaupa
eignarhlut hans sem hann hafi ítrek-
að hafnað.
Þórdís segir það mikla synd ef
ekki fáist lausn á málinu því húsnæð-
ið sé vel úr garði gert. „Þó þetta séu
ekki íbúðir þá er húsnæðið til fyrir-
myndar. Hér eru brunavarnir í góðu
lagi, brunakerfi er beintengt við Ör-
yggismiðstöðina og hér eru flótta-
svalir. Bærinn virðist ekki setja sig
upp á móti því að búið sé í vinnustof-
um.“
Hún segir að 35 íbúar hafi flutt úr
húsnæðinu á liðnum mánuðum en
þeir sem eftir eru hafa ekki getað
fundið sér annað húsnæði. „Þeir
finna sér ekki húsnæði og eiga þess
ekki kost að flytja inn á aðra. Ég
held að margir íbúanna ætli ekkert
að fara um mánaðamótin. Þeir hafa
ekkert annað.“
Engin lausn fyrir
íbúa á Suðurhellu
- Óeining um deiliskipulagsbreytingu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Biðstaða Nú búa átján manns í
ólöglegu húsnæði við Suðurhellu 10.
Morgunblaðið fékk ábendingu um
mann, sem fengið hafði boðun í Mod-
erna-bólusetningu 21. apríl, sem
hann þáði, og svo í seinni sprautu 17.
maí, sem hann fór einnig í án nokk-
urra vandkvæða, þótt hann yrði raun-
ar var við nokkrar aukaverkanir.
Á milli þessara tveggja bólusetn-
inga voru hins vegar aðeins liðnir 26
dagar en ekki 28, eins og Moderna
mælir fyrir um að þurfi að vera til
þess að hljóta hámarksvernd gegn
kórónuveirunni. Maðurinn uggði ekki
að sér, enda var hann aðeins að hlíta
boðun og hafði enga ástæðu til annars
en að ætla að það væri allt eftir
kúnstarinnar reglum og ekki í að-
stöðu til þess að efast um að rétt væri
að þeirri bólusetningu staðið. Þegar
hann svo reyndi að sækja um bólu-
setningarvottorð að tilskildum tíma
liðnum var honum hins vegar neitað
um það á þeim forsendum að of
skammt hefði liðið á milli bólusetn-
inganna, eins og sjá má á myndinni
hér til hliðar.
Morgunblaðið sneri sér til land-
læknisembættisins, sem staðfesti að
þetta hefði ekki verið eins og vera
bæri og að það hefði verið leiðrétt.
Ferlinu hefði verið breytt í Heilsu-
veru, þannig að bilið þyrfti aðeins að
vera 25 dagar en ekki 28, eins og það
var áður. Maðurinn ætti því að geta
sótt sitt vottorð án vandræða.
Þá var fram tekið að fólk gæti
fengið handgert bólusetningarvott-
orð hjá sinni heilsugæslustöð ef eitt-
hvað væri óvenjulegt við bólusetn-
ingu þess.
Of stutt milli bólusetninga
- Heilsuvera gat ekki gefið út bólusetningarvottorð vegna
of lítils bils milli bólusetninga - Hefur verið leiðrétt
Skjáskot Skilaboðin til mannsins.