Morgunblaðið - 20.05.2021, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
Fáðu þér
margskipt
gleraugu og
frí sólgler í
sama styrk
í kaupbæti
Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð
Við kynnumst tveimur spennandi löndum með sína framandi
menningarheima og mikla náttúrfegurð, sem lætur engann ósnort-
inn. Kynnumst hinum æva gömlu höfuðborgum Yerevan og Tblisi,
förum upp í Kákassufjöllin, skoðum ævagömul klaustur, virki og
kirkjur. Komum við í vínhérað og smökkum á víni heimamanna.
Röltum um gamlan heilsubæ,
förum í bað í æva gömlu bað-
húsi, göngum eftir hengibrú.
Ekki má gleyma fólkinu sem
tekur okkur fagnandi en íbúar
beggja landa eru einstaklega
gestrisnir og kynnumst við
þeim. Við erum í ævintýri
sem er við allra hæfi.
Síðumúli 13 - 108 Reykjavík | Strandgata 29,
2 hæð, 600 Akureyri, sími 588 8900
info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Perlur Kákasusfjalla, hlið Evrópu að
Miðausturlöndum og Asíu
Forn menning, heillandi mannlíf, hrífandi saga
og stórkostleg náttúra
Georgía og Armenía
10.-20. september 2021
Innifalið er flug, hótel, fullt fæði í
Georgiu og Armeniu, allar
skoðunarferðir, ísl. farastjóri
ásamt heimamanni og aðgangur
þar sem við á.
Verð á mann í 2ja manna herbergi
er 348.700 kr. Takmarkaður fjöldi.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
„Bíddu, ég þarf aðeins að skjótast,“
var hið fyrsta sem Ingibjörg Íris
Davíðsdóttir læknir sagði í viðtali við
Morgunblaðið síðdegis í gær, en í
bakgrunninum hófst gaulið í
loftvarnasírenunum. Það var ekki í
eina sinnið sem það gerðist meðan á
viðtalinu stóð og hún þurfti að forða
sér inn í sprengjubyrgið á heimilinu
með fimm ára son sinn.
Ingibjörg Íris býr ásamt eigin-
manni sínum, sem einnig er læknir,
og syni í strandbænum Ashkelon við
Miðjarðarhaf, aðeins um 10 km frá
Gaza-svæðinu, sem hvað mest er í
fréttum þessa dagana vegna
sprengjuregnsins þaðan á byggðir í
Ísrael og hernaðaraðgerða Ísraela
gegn Hamas, en hundruð manna
liggja í valnum,
langflestir á
Gaza-svæðinu.
Tæpur fjórð-
ungur eldflaug-
anna frá Gaza
hefur lent í
Ashkelon og vald-
ið miklu tjóni,
dauða og limlest-
ingum, en ein
lenti aðeins 200
metrum frá heimili hennar.
„Maðurinn minn er ennþá á vökt-
um, en ég er eins og flest fólk bara
heima, nálægt sprengjuskýli, því við
höfum ekki nema kannski 15 sek-
úndur til þess að komast í skjól,“
segir Ingibjörg Íris. „Þetta er ekk-
ert líf, miklu verra en var í kórónu-
faraldrinum. Maður kemst ekki einu
sinni út úr húsi með barnið, það er
útgöngubann og enginn úti á götum
nema sjúkrabílar og slökkviliðs-
bílar.“
Hún segir að hún komist þó út í
búð þegar þurfi og að þar sé enn nóg
af mat og vatni. „En maður þarf að
hlaupa með veggjum þangað og allt-
af reyna að sjá hvert hægt er að
komast í skjól ef þarf.“
Ingibjörg Íris segir að það sé stutt
síðan fjölskyldan hafi flutt í blokk og
því sé hún fegin núna. „Hér er al-
mennilegt sprengjubyrgi útbúið í
barnaherberginu og við erum mjög
mikið þar. Íbúðin okkar er líka vel
staðsett í byggingunni, hún snýr í
norðvestur, undan sprengjuregninu
frá Gaza, þannig að við erum tölu-
vert öruggari fyrir vikið.
Við reynum að gera eins gott úr
þessu og við getum heima, en það er
erfitt og þetta er ömurlegt ástand.
Við erum hrædd og líður ekki vel
þegar sírenurnar fara af stað eða við
heyrum sprengingar nær eða fjær.
Við látum samt ekki á því bera gagn-
vart drengnum og reynum að stappa
í hann stálinu,“ segir hún.
Afstaða Ingibjargar Írisar til
átakanna er blendin.
„Ég er á móti stríði og þetta
mannfall er hræðilegt,“ segir hún.
„Staðreyndin er samt sú að við
óbreyttir borgarar í Ísrael erum
undir árás frá Hamas og ég er þakk-
lát fyrir að Ísrael nýti rétt sinn til
þess að verja okkur eftir bestu getu.
Ég treysti þeim til að gera það eins
mannúðlega og hægt er í stríði, en
Hamas gerir þeim það vissulega
mjög erfitt fyrir með því að koma
bækistöðvum sínum og vopna-
geymslum fyrir meðal almennra
borgara í Gaza.“
AFP
Árás Eldflaugar frá Gaza-svæðinu lýsa upp næturhimininn yfir Ashkelon, en um 80-90% þeirra
er grandað af loftvarnakerfi Ísraela, sem kallað er Iron Dome upp á ensku eða „Járnhvelfingin“.
AFP
Afleiðingar Slökkviliðsmenn í strandbænum Ashkelon í Ísrael, þar sem Ingibjörg Íris á heima,
slökkva eld í bíl, sem varð fyrir eldflaug frá Gazasvæðinu.
„Þetta er ömurlegt ástand“
- Íslenskur læknir skammt frá Gaza lýsir umsátursástandi í barnaherberginu
- Halda mest til í sprengjubyrgi í íbúðinni - Þakklát fyrir loftvarnakerfið
Ingibjörg Íris
Davíðsdóttir
Hryðjuverkasamtökin Hamas,
sem fara með völd á Gaza-
svæðinu, hófu að skjóta eld-
flaugum á Ísrael fyrir tíu dögum,
en Ísraelsher svaraði af hörku.
Ísraelsher telur að meira en
4.000 eldflaugum hafi verið
skotið af Hamas-liðum frá Gaza-
svæðinu undanfarna tíu daga, en
áætlar að eldflaugavarnakerfi
sitt, „Járnhvelfingin“, grandi um
80-90% þeirra á flugi. Þá hafi
um 250 flaugar bilað og fallið til
jarðar á Gaza-svæðinu sjálfu og
vafalaust valdið nokkru mann-
tjóni.
Hamas segir að alls hafi 227
manns fallið á Gaza, allt óbreytt-
ir borgarar, þar af mörg börn, en
Ísraelsher segist hafa fellt um
160 hermenn Hamas. Til þessa
hafa 12 manns fallið Ísraels-
megin og hundruð særst.
Mannskæð
tíu daga átök
HERNAÐUR UM GAZA