Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
24
Til hamingju - þú hefur fundið happatöluna!
Farðu inn á mbl.is/happatölur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna.
Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland Vaknar á K100 í fyrramálið.
Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að tala þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna.
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
Þegar Landeyjahöfn var opnuð í lok
júlí 2010 voru væntingar Vest-
mannaeyinga miklar um bættar
samgöngur á sjó. Sigling styttist úr
þremur tímum í Þorlákshöfn í 45
mínútur og ferðum fjölgaði úr
tveimur á dag í fimm. Mikil upp-
bygging í ferðaþjónustu var hafin
með von um fleiri ferðamenn til
Eyja. Það var bjart yfir Eyjamönn-
um en fljótlega dró dökk ský upp á
himin.
Byr ræður þótt Eyjamenn vilji
sigla og í tilfelli Landeyjahafnar var
það ölduhæð, meiri sandburður en
gert var ráð fyrir og þáverandi
Herjólfur hentaði ekki. Strax haust-
ið 2010 var ljóst að Landeyjahöfn
var ekki heilsárshöfn að óbreyttu og
næstu haust og vetur var höfnin
lokuð frá hausti fram á vor, mest
fimm mánuði. Með nýju skipi 2019
fóru hjólin að snúast og í vetur hef-
ur nýting verið um 90% sem er það
sem nálægt því sem lagt var upp
með þegar framkvæmdir hófust við
Landeyjahöfn.
Vegagerðin hefur tekið saman
hver munurinn er á nýtingu hafn-
arinnar með nýju og grunnristara
skipi borið saman við gamla Herjólf.
Samanburðurinn er frá 2010 fram í
þennan mánuð en Herjólfur tekur
við af Herjólfi þriðja í ágúst 2019.
Dögum sem fært er í Landeyjahöfn
fjölgar úr 51,4% af heild í 73,1%.
Einnig fjölgar dögum að tiltölu þeg-
ar fært var hluta úr degi í Land-
eyjahöfn úr 5,3% í 10,2%. Í heild
fjölgar dögum í Landeyjahöfn úr
56,7% í 83,3%.
Þegar nýliðinn vetur er borinn
saman við síðasta vetur eru tölur
enn hagstæðari. Veturinn 2019 til
2020 var siglt 257 daga í Landeyja-
höfn auk 34 daga sem siglt var hluta
úr degi. Nýliðinn vetur var siglt 291
dag í Landeyjahöfn auk þess sem 33
daga var siglt hluta úr degi. Nýting
Landeyjahafnar milli ára fer úr
79,7% í 89,7% er mjög svipuð nýtni
og gert var ráð fyrir þegar höfnin
var byggð.
Sanddæling minnkar
Þetta má þakka nýju skipi sem
ristir minna, með meiri stjórnhæfni,
aukinni þekkingu áhafnar á að-
stæðum. „Veturinn í ár var í með-
allagi með tilliti til ölduhæðar,“ seg-
ir Fannar Gíslason, forstöðumaður
hafnadeildar Vegagerðarinnar.
„Dýpkun í vetur, september til maí,
var 236.000 rúmmetrar en með-
altalið þar á undan er um 350.000
rúmmetrar.“
Fannar segir minni djúpristu
nýja Herjólfs einfalda dýpkun tölu-
vert. „Áður þurfti meira dýpi fram-
an við höfnina, mun meira en nátt-
úrulegt umhverfisdýpi við höfnina
sem skiptir máli. Það hefur líka ver-
ið skautað fram hjá því að Land-
eyjahöfn var opnuð sama ár og gaus
í Eyjafjallajökli. Þá komu 100 millj-
ónir rúmmetra niður Markarfljót
sem er einn og hálfan km austan við
Laneyjahöfn. Ströndin færðist utar
og náttúrulegt dýpi í kringum höfn-
ina varð minna. Jafnvægið raskaðist
en líkur eru á að það sé að ná fyrra
horfi,“ segir Fannar.
Vegagerðin vinnur nú að því að
taka saman gögn um Landeyjahöfn
og greina þau áður en næstu skref í
óháðri úttekt á Landeyjahöfn verða
ákveðin. Á þeirri vinnu að ljúka vor-
ið 2022 og þá bætist einn vetur í
reynslubankann.
„Næst er að kanna möguleika á
að bæta nýtingu hafnarinnar enn
frekar og meta hversu umfangs-
mikil sú aðgerð er. Áður en teknar
verða ákvarðanir um einhverjar
breytingar í Landeyjahöfn þurfum
við að skilja aðstæðurnar betur en
við gerum í dag. Litlar breytingar á
ytri hafnarmannvirkjum geta rask-
að jafnvæginu og leitt til þess að
höfnin verði verri,“ sagði Fannar
Gíslason.
Nýting Landeyjahafnar um 90% í vetur
- Nýja ferjan ristir minna og hefur meiri stjórnhæfni - Þekking áhafnar á aðstæðum hefur batnað
- Næst á dagskrá er að kanna möguleika á að bæta nýtingu hafnarinnar enn frekar
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Rafmagnsferja Herjólfur á leið út úr Vestmannaeyjahöfn. Þetta er fyrsta
rafmagnsskip á Íslandi og rækilega merkt með snúru og rafmagnskló.
Samanburður á siglingum Herjólfs III og IV
Herjólfur III* Herjólfur IV**
Fjöldi daga Hlutfall Fjöldi daga Hlutfall
Landeyjahöfn 1.523 51,4% 469 73,1%
Þorlákshöfn 1.165 39,3% 88 13,7%
Landeyjahöfn og Þorlákshöfn 93 3,1% 53 8,3%
Landeyjahöfn (1/2 dagur) 65 2,2% 12 1,9%
Þorlákshöfn (1/2 dagur) 67 2,3% 12 1,9%
Engar ferðir (veður) 38 1,3% 6 0,9%
Engar ferðir (annað) 14 0,5% 2 0,3%
Samtals 2.965 642
*Frá 2010 til 2019. **Frá ágúst 2019 til maí 2021
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
Brynjar Smári Unnarsson var skip-
stjóri þegar blaðamaður brá sér í ferð
með Herjólfi frá Eyjum til Land-
eyjahafnar fyrir skömmu. Veður gott,
lítill sjór og skilyrði til siglinga eins
góð og þau geta orðið við Suðurströnd
Íslands. Brynjar Smári er ánægður
með nýtt skip og segir að vel hafi
gengið að sigla í Landeyjahöfn í vetur
og vor. Hann hefur samanburðinn því
hann var um tíma skipstjóri á þeim
gamla.
„Munurinn er mjög mikill, stjórn-
hæfnin meiri og djúpristan mun minni
á þeim nýja,“ segir Brynjar sem segir
margt hafa hjálpast að í vetur. „Hann
var góður veðurfarslega og sand-
burður minni en við höfum átt að venj-
ast. Það voru smá vandræði með
sandburð á tímabili í vetur, en þá
sigldum við eftir flóðatöflu á meðan
var verið að dýpka sem tók ekki lang-
an tíma. Á þeim gamla hefði verið siglt
í Þorlákshöfn við þessi skilyrði.“
Frá því Landeyjahöfn var tekin í
notkun síðsumars 2010 hefur sand-
burður verið helsti þröskuldurinn.
„Það er miklu minni sandburður en
verið hefur síðustu ár og það kom okk-
ur smá á óvart þegar haftið kom í vet-
ur. Þar sem sandburðurinn veturinn á
undan var líka mjög lítill. Eitt er líka,
við höfum lært betur á nýja skipið og
þekkjum orðið betur aðstæður í og við
höfnina.“
Margir höfðu efasemdir um að nýr
Herjólfur stæðist kröfur um sjóhæfni
en reyndin er önnur. „Mér finnst hann
betra sjóskip en sá gamli og ég held að
flestum finnist það þegar siglt er til
Þorlákshafnar einnig. Hann er 15
mínútum lengur á leiðinni en sá gamli
en ég held að það pæli fáir í því af því
flestum líður vel um borð“ sagði
Brynjar Smári.
Stór Þjóðhátíð gangi allt eftir
Árin 2017 til 2020 var farþegafjöldi
með Herjólfi, svipaður en heldur upp
á við. Árið 2017 eru farþegar 344 þús-
und, árið 2018 eru þeir 338 þúsund og
356 þúsund árið 2019. Fjöldinn datt
niður á síðasta ári í 247 þúsund far-
þega.
Hörður Orri Grettisson, fram-
kvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir
fækkunina á síðasta ári í samræmi við
það sem við mátti búast en hann er
bjartsýnn á framhaldið. „Farþegar
með Herjólfi fyrstu fjóra mánuði árs-
ins eru um 50.000 sem er það mesta
sem við höfum séð á þessum árstíma.
Það má þakka fleiri siglingadögum í
Landeyjahöfn og nýju skipi. Gangi
væntingar um tilslakanir sóttvarna
eftir sé ég ekki annað en að fram und-
an sé gott sumar hjá okkur,“ segir
Hörður. Nefnir hann stóra viðburði
sem laða að sér margt fólk. Knatt-
spyrnumót ungmenna, sjómannadag-
inn, Goslokahátíð og síðast en ekki síst
Þjóðhátíð. „Einhverjar takmarkanir
verða fyrri part sumars en standist
væntingar eigum við eftir að sjá stóra
Þjóðhátíð í ágúst,“ sagði Hörður.
Herjólfur hentar vel fyrir höfnina
- Mun betra sjóskip en sá gamli - Hefur flutt um 50 þúsund farþega fyrstu fjóra mánuði ársins
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Í brúnni Brynjar Smári Unnarsson skipstjóri í brúnni ásamt stýrimönnunum Valgeiri Arnórssyni og Ingibjörgu
Bryngeirsdóttur. Gamla stýrið heyrir sögunni til og nú er skipinu stjórnað með stýrihnöppum og stýripinna.
Það þótti djarft þegar ákveð-
ið var að keyra nýjan Herjólf
á rafmagni en dæmið hefur
gengið upp. Það er mun
ódýrara auk minni umhverf-
isáhrifa, sem skiptir ekki
síður máli. Hleðsluturnar eru
bæði í Vestmannaeyjum og
Landeyjahöfn og tekur hálf-
tíma að hlaða rafhlöður
skipsins sem siglir á raf-
magni einu saman báðar
leiðir.
Nýi Herjólfur er tvíorku-
skip sem gengur fyrir raf-
magni og olíu þegar á þarf
að halda. „Okkur reiknast til
að orkukostnaður lækki um
allt að 70% á siglingunni á
milli Vestmannaeyja og
Landeyjahafnar,“ segir Hörð-
ur Orri Grettisson fram-
kvæmdastjóri og bætir við:
„Ekki er hægt að nýta raf-
orkuna þegar siglt er til Þor-
lákshafnar, enda mun lengri
sigling.“
Orkusparn-
aður og já-
kvæð áhrif
RAFMAGN Í HERJÓLFI