Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
vfs.is
SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
EIN RAFHLAÐA
+ öll verkfæri fyrir garðinn, heimilið og bílskúrinn
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Afurðaverð á markaði
18. maí 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 333,84
Þorskur, slægður 348,97
Ýsa, óslægð 310,31
Ýsa, slægð 303,54
Ufsi, óslægður 79,54
Ufsi, slægður 136,46
Gullkarfi 136,59
Blálanga, slægð 240,32
Langa, óslægð 215,87
Langa, slægð 114,69
Keila, óslægð 54,69
Keila, slægð 73,56
Steinbítur, óslægður 37,67
Steinbítur, slægður 98,25
Skötuselur, slægður 301,09
Grálúða, slægð 11,00
Skarkoli, slægður 261,97
Þykkvalúra, slægð 461,62
Langlúra, óslægð 193,00
Sandkoli, óslægður 163,00
Sandkoli, slægður 173,00
Bleikja, flök 1.464,79
Regnbogasilungur, flök 3.176,00
Gellur 651,00
Grásleppa, óslægð 22,19
Hlýri, óslægður 79,00
Hlýri, slægður 137,04
Hrogn/langa 21,00
Lúða, slægð 698,50
Lýsa, óslægð 37,38
Lýsa, slægð 71,60
Rauðmagi, óslægður 9,74
Skata, slægð 36,90
Stóra brosma, slægð 40,00
Undirmálsýsa, óslægð 65,61
Undirmálsýsa, slægð 147,00
Undirmálsþorskur, óslægður 159,74
Undirmálsþorskur, slægður 160,80
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Veður hefur leikið við strandveiði-
sjómenn og fara því veiðar vel af
stað. Á fyrstu tveim vikum strand-
veiðanna lönduðu strandveiðibátar
1.306 tonnum sem er 12,04% af þeim
11.100 tonnum sem veiðunum hefur
verið ráðstafað, en alls hafa 557
bátar fengið úthlutað strandveiði-
leyfi. „Það er einkennilegt að þurfa
að hafa áhyggjur af því þegar vel
fiskast,“ svarar Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands smá-
bátaeigenda (LS), spurður hvort
hann hafi áhyggjur af því að veið-
arnar nái ráðstöfuðu magni áður en
strandveiðitímabilinu lýkur.
„Til að tryggja sátt um strand-
veiðar verður að setja í lög að þær
megi stunda í 48 daga án þess að
hafa áhyggjur af því hvort veiðist 10
eða 15 þúsund tonn,“ segir hann.
Á strandveiðum má hver bátur
landa að hámarki 650 kíló af slægð-
um afla í þorskígildum talið í hverri
veiðiferð. Í annarri viku strandveiða
voru 190 skip sem lönduðu 9.351
kílói umfram leyfilegt magn og var
um 60% af umframaflanum landað á
svæði A, en ágóði af sölu þeirra fiska
rennur í ríkissjóð. Miðað við 297
króna meðalverð á fiskmörkuðum
aðra viku veiðanna runnu tæpar 2,8
milljónir til ríkissjóðs.
Dregst af heildarafla
„Í alltof mörgum tilfellum, því
miður, hefur mönnum ekki tekist að
passa upp á að afli fari ekki yfir
leyfilegan skammt. Þó þessi afli
myndi ekki tekjur hjá sjómönnum
þá telst hann inni í heildarafla
strandveiða og skerðir því hlut
þeirra sem eru alltaf réttum megin,“
segir Örn um umframafla strand-
veiðibátanna. „Auðvitað er það ekki
á færi nema snillinga að koma með
að landi eftir daginn 774 kg af úr-
valsþorski, þar sem tekst að veiða þá
stærð sem mest eftirspurn er eftir.“
Þá segir framkvæmdastjórinn að
LS hafi lagt áherslu á að strand-
veiðisjómönnum verði veitt aukið
svigrúm og að heimilað verði að færa
hluta af afla yfir á næsta róður.
„Vel hefur verið tekið í þessa til-
lögu hjá Fiskistofu og er hún nú til
skoðunar í sjávarútvegsráðuneytinu.
Annars reynir LS eftir fremsta
megni að höfða til betri vitundar
manna að hlíta þeim reglum sem
gilda um veiðarnar. Passa upp á að
veiða ekki umfram það sem leyfilegt
er. Vissulega getur það verið erfitt í
einstaka tilfellum, því menn vilja jú
alltaf ná skammtinum og þrír vænir
fiskar sem bíta á í lok róðurs leiða
oft til umframafla. Að því leyti
myndi pörunin koma til móts við
menn.“
821
460
313
220 220 218 212
170
134 130 125 124 117 115 112 109 109 105 101 100
Umframafli eftir löndunardegi
Umframafli eftir svæðum
Bátar með yfir 100 kg í umframafla
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
Kaja
ÞH-66
Hólmi
ÞH -56
Hróð-
geir
hvíti
NS-89
Bára
NS-125
Fram
GK-616
Garpur
SH-601
Hanna
SH-505
Muggur
SH-505
Glaður
SH-226
Skvetta
SK-90
Már
SK-90
Mjölnir
BA-111
Lóa
KÓ-177
Mar-
grét
ÍS-151
Siggi á
Bakka
SH-228
Ibbi
SH-375
Snúlli
SH-95
Stína
BA-115
Hepp-
inn
ÍS-74
Ingi-
björg
SH-174
Mánud.
10.maí
Þriðjud.
11.maí
Miðvikud.
12.maí
A B
C
D
Strandveiði-
svæðin
Umframafli í annarri viku strandveiða
A: 5.555 kg
B: 2.272 kg
C: 1.044 kg
D: 480 kg
3.351
kg umfram-
afli alls
190
bátar
alls
2.378 kg
2.959 kg
4.014 kg
Níu tonna umframafli í
annarri viku strandveiða
- LS leggur til að heimilt verði að færa afla milli róðra
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Um 80% af sýningarbásum á al-
þjóðlegu sjávarútvegssýningunni
Icelandic Fisheries Exhibition (Ice-
Fish) eru bókuð, en hún mun fara
fram í Fífunni í
Kópavogi 15. til
17. september.
Upphaflega var
gert ráð fyrir að
halda sýninguna,
sem haldin er á
þriggja ára fresti,
í fyrra en vegna
kórónuveiru-
faraldursins var
ákveðið að fresta
sýningunni um
eitt ár. Gestir sýningarinnnar árið
2017 voru 13.621 talsins.
„Við gerum ráð fyrir að sýningin
fari fram í september. Flest bendir
til þess að í Evrópu verði byrjað að
gefa út Covid-vegabréf í sumar og
samkvæmt áætlunum Íslands verður
landið opnað í lok júní. Þannig að
þetta er allt að ganga samkvæmt
áætlun, en við verðum að taka tillit til
kórónuveirunnar eins og allir aðrir,“
segir Marianne Rasmussen Coulling,
framkvæmdastjóri IceFish. Spurð
hvort hægt sé að búast við sambæri-
legum gestafjölda og 2017 svarar
hún: „Ég væri mjög auðug ef ég vissi
hvað gerist fram í tímann, en við höf-
um aukið markaðssetninguna miðað
við það sem við höfum áður gert. Sér-
staklega á samfélagsmiðlum. Við er-
um að gera okkar ýtrasta til að ná
sambærilegum árangri og fyrri ár.“
Þá segir Rasmussen-Coulling tölu-
verðan áhuga á sýningunni bæði hér
á landi og erlendis. „Það verða marg-
ir nýir sýnendur sem hafa ekki verið
áður. Við erum í fyrsta sinn með
spænskan skála. Það verða meðal
annars nýir sýnendur frá Frakk-
landi, Litháen og Tyrklandi. Eins og
hefðbundið er verða skálar frá Fær-
eyjum, Noregi og Danmörku,“ segir
Rasmussen-Coulling.
Þá bendir hún á að hliðarafurðum
verður veitt sérstök athygli og verð-
ur afmarkað svæði á sýningunnni
sem er sérstaklega lagt undir þetta
svið, auk þess verður sérstakt mál-
þing haldið um hliðarafurðir. „Þar
sem Ísland er frumkvöðull á þessu
sviði hef ég tekið eftir sérstökum
áhuga á þessum þætti sýningar-
innar,“ útskýrir Rasmussen Coull-
ing.
Morgunblaðið/Ómar
Gestagangur Margir hafa sótt sýninguna í Fífunni í gegnum tíðina.
Mikill áhugi á sjáv-
arútvegssýningunni
- 80% sýningarbása á IceFish bókuð
Marianne Ras-
mussen-Coulling