Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 28

Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva, tölva og dróna Körfur frá 25.000 kr. Startpakkar frá 5.500 kr. og margt fleira Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is Allt fyrir frisbígolf Töskur frá 3.990 kr. Diskar frá 2.500 kr. Fjarlægðarmælir 24.990 kr. St. 28-38 8.995 kr. HUMMEL ACTUS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is „Óvinurinn mun ekki komast fram hjá okkur,“ hrópar foringinn Ívan Glústjenkó, þar sem drifhvít mjöll umlykur nútímalega rússneska her- stöð í hjarta heimskautssvæðisins. Sífellt auðveldara aðgengi að nátt- úruauðlindum og greiðari siglinga- leiðir á þessu svæði hafa dregið að sér alþjóðlega samkeppni, þar sem hagsmunir Rússlands rekast á við hagsmuni annarra þjóða, þar á með- al Bandaríkjanna. Á meðan Rússland leitast við að fullyrða um áhrif sín á norðurslóðum hafa hernaðardeilur aukist til muna á síðustu árum. Líklegt er að spenn- an milli ríkjanna verði til staðar á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem haldinn verður í Reykjavík í dag. Ráðið samanstendur af Rúss- landi, Bandaríkjunum, Kanada, Nor- egi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Blaðamenn AFP heim- sóttu rússneska „norðurslóðasvæð- ið“, sem er nyrsta herstöð þeirra, staðsett á Frans-Jósefslandi, eyja- klasanum í Norður-Íshafi. Herstöðin þekur meira en 14.000 fermetra og var reist þar sem Sovétríkin sálugu höfðu áður fært út kvíarnar. Stöðinni er þannig háttað að hún getur verið næg sjálfri sér í meira en heilt ár og býr yfir nauðsynjum á borð við eigin rafmagnsstöð og vatnshreinsunar- og hitakerfi. Þá er einnig þar að finna heilsugæslustöð, líkamsræktarstöð, kvikmyndahús, gufubað og kirkju. „Eins og geimstöð“ Öll aðstaðan er tengd upphituðum göngum, sem gera hermönnunum kleift að forðast válynd veður, en frostið getur náð meira en fjörutíu gráðum. „Þetta er eins og geimstöð, eini munurinn er sá að við erum ekki á braut um jörðu heldur á norðurslóð- um,“ sagði Ígor Tsjúrkin, hershöfð- ingi og einn af yfirmönnum norður- flota Rússlands, í samtali við blaðamenn AFP. Þrátt fyrir sterka vinda og grimm veður hefur stöðin einnig gríðarlega stóran flugvöll. Notast var við hann þegar rússneski sjóherinn flaug í mars í fyrsta skiptið yfir norðurpólinn, en tvær MiG-31- orrustuþotur lentu þar að fluginu loknu. AFP Ís Herstöðin er á Frans Jósefslandi, eyjaklasanum í Norður-Íshafi. Nútímaleg herstöð í norðri - Hernaðaruppbygging í Norður-Íshafi - Spenna milli Bandaríkjanna og Rúss- lands - Ráðherrafundur í Reykjavík í dag - Herstöð með neðanjarðargöngum Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) samþykktu í gær að opna landamæri sambandsins að nýju fyrir bólusettum ferðamönnum. Sem stendur er bannað að ferðast inn í aðildarríki ESB að undan- skildum nokkrum löndum sem talin eru örugg vegna fárra smita þar. Verslanir, veitingastaðir og hótel verða opnuð á ný nú þegar tak- mörkunum verður aflétt en rekstr- armenn höfðu haft töluverðar áhyggjur af viðskiptum í sumar enda nær ómögulegt að ferðast þegar harðar aðgerðir eru í gangi. Með afléttingu er því vonast til þess að bólusettir ferðamenn fari aftur á stjá í Evrópu með tilheyrandi við- skiptum og verslun. EVRÓPUSAMBANDIÐ AFP Farþegar á flugvelli í Suður-Portúgal. Samþykktu að opna landamæri sín á ný Minnst ellefu þorpsbúar í Kambódíu létust eftir að hafa drukkið eitrað heimabruggað hrísgrjónavín, samkvæmt heilbrigðisyfir- völdum þar í landi. Bann var sett á áfengissölu í Kambódíu fyrir skemmstu í tilraun til að minnka útbreiðslu faraldurs kórónuveiru. Það tók gildi 9. maí sl. og mun standa yfir til 22. maí. Hinir látnu höfðu allir drukkið heimabruggaða vínið við jarðarför hinn 10. maí, sagði yfirmaður heilbrigðissviðs í Kandal-héraði við fréttaveitu AFP. Niðurstöður rann- sóknar á áfenginu sýndu að þar væri að finna mikið magn af etan- óli. KAMBÓDÍA Heimabrugg varð 11 manns að bana Forsætisráðherra Ísraels, Benjam- in Netanyahu, sagði í gær að sprengjuárásir Ísraels á Gaza- svæðinu miðuðu að því að hindra Hamas og önnur samtök víga- manna á svæðinu. Hann útilokaði þó ekki að um tilraun til að „sigra“ ráðamenn íslamista væri að ræða. „Það eru aðeins tvær leiðir til að takast á við þau,“ sagði hann um Hamas í samantekt í Tel Aviv fyrir hóp erlendra sendiherra. „Þú getur annaðhvort sigrað þá, og það er alltaf opinn möguleiki, eða þú getur fælt þá frá, og við er- um þátttakendur núna í kröftugum fælingum en ég verð að segja að við útilokum ekkert.“ Útilokar ekki sigur- tilraun AFP Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.