Morgunblaðið - 20.05.2021, Síða 30
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
N
eysla Íslendinga á
áfengi er töluvert undir
meðaltali áfengisneyslu
á hvern mann í 52 ríkj-
um sem nýr samanburður OECD
nær til. Spánn og Ísland eru þó
þau lönd þar sem neysla á áfengi
jókst hlutfallslega mest á árunum
2010 til 2018. Mest á Spáni þar
sem áfengisdrykkja karla jókst
um 4,4 alkóhóllítra á mann og
kvenna um 1,2 lítra, en Ísland
kemur næst í röðinni en þar jókst
neysla karla um 2,5 lítra og
kvenna um 0,8 lítra á þessu tíma-
bili.
Íslendingar 15 ára og eldri
drekka 9,1 lítra af áfengi á ári eða
sem samsvarar tæpum tveimur
flöskum af léttvíni eða 3,5 lítrum
af bjór í hverri viku en áfengis-
neyslan er þó minni hér á landi en
í 33 löndum í samanburði OECD.
Ævilíkur styttast
Viðamikil skýrsla OECD um
neyslu áfengis meðal þjóða og
leiðir til að sporna við skaðlegri
drykkju áfengis var birt í gær.
Þar eru stjórnvöld hvött til frekari
aðgerða til að draga úr áfengis-
neyslu og birtar eru niðurstöður
greiningar á kostnaði og ávinningi
aðgerða sem mælt er með í áfeng-
isvörnum.
Ætla má skv. úttektinni að
ævilíkur verði 0,9 árum styttri á
næstu 30 árum ef drukkinn er
meira en einn til einn og hálfur
drykkur af áfengi að jafnaði á
hverjum degi. Kostnaður sam-
félaga vegna sjúkdóma og slysa af
völdum áfengisdrykkju næmi 2,4%
af heildarútgjöldum til heilbrigðis-
mála á ári og eru afleiðingar
áfengisneyslu umfram þessi mörk
taldar draga árlega úr vergri
landsframleiðslu um 1,6%.
Fram kemur að áfengisneysla
jókst víða um lönd eftir að kór-
ónuveirufaraldurinn reið yfir, sala
á áfengi jókst t.d. um 3-5% í
Bandaríkjunum, Bretlandi og
Þýskalandi og drykkjuvenjur
breyttust, áfengis var oftar neytt
og meira var innbyrt hverju sinni
en áður.
Minni neysla íslenskra ung-
menna en í öðrum löndum
Úttekt OECD staðfestir það
sem áður hefur komið fram að ís-
lenskir unglingar neyta minna af
áfengi en jafnaldrar þeirra í öðr-
um löndum. Er hlutfall 15 ára
ungmenna sem segjast hafa orðið
drukkin tvisvar eða oftar um æv-
ina lægst á Íslandi í öllum aðild-
arríkjum OECD eða 7% bæði
meðal drengja og stúlkna. Til
samanburðar sögðust 37% drengja
í Danmörku og 47% stúlkna hafa
orðið ölvuð tvisvar eða oftar.
Sérkaflar eru í skýrslunni um
stöðu og horfur í einstökum lönd-
um og segir m.a. um Ísland að
28% fullorðinna neyti áfengis í
óhófi eða stundi lotudrykkju (e.
binge drinking) einu sinni eða oft-
ar í hverjum mánuði. Íslenskir
karlar drekka mun meira áfengi
en konur eða 13,9 alkóhóllítra á
ári en konur drekka að jafnaði 4,3
lítra.
Samkvæmt spá OECD stytt-
ast ævilíkur Íslendinga um 0,6 ár
á næstu 30 árum ef áfengis-
drykkja verður að jafnaði meiri en
einn til einn og hálfur lítri á mann
á dag. Áfengisneysla Íslendinga
gæti haft í för með sér að lands-
framleiðslan verði að jafnaði 0,7%
minni en ella fram til ársins 2050
og hið opinbera þyrfti að afla auk-
inna tekna til að mæta kostnaði
vegna afleiðinga áfengisneysl-
unnar um sem svarar rúmlega 13
þúsund kr. skattahækkun á hvern
mann árlega skv. spálíkani OECD.
Eru stjórnvöld hvött til mark-
vissari aðgerða í áfengismálum,
m.a. með skattlagningu á áfengi.
Ef varið verði árlega 354 kr. að
meðaltali á mann í áfengisvarnir
og til annarra fyrirbyggjandi að-
gerða muni það koma í veg fyrir
17 þúsund sjúkdóma og slys af
völdum áfengisneyslu, spara megi
526 milljónir á ári í heilbrigðis-
útgjöldum og fjölga vinnustundum
og auka framleiðni á vinnumarkaði
sem svarar til 218 fullra starfa á
vinnumarkaðinum á ári.
Áfengisneysla jókst
mest á Spáni og Íslandi
Áfengisneysla á Íslandi skv. skýrslu OECD
Áhrif áfengisneyslu á lífslíkur (lækkun í árum)
Áhrif áfengisneyslu á útgjöld til heilbrigðismála (hækkun í %)
1,0
0,8
0,6
0,4
0,2
0
4%
3%
2%
1%
0%
Ísland Ítalía Kanada Japan Bretland Banda-
ríkin
OECD-
meðalt.
Frakkland ESB-
meðalt.
Þýska-
land
Ítalía Japan Frakkland Ísland Canada OECD-
meðalt.
ESB-
meðalt.
Bretland Banda-
ríkin
Þýska-
landHeimild: OECD
28% fullorðinna á Íslandistunda lotudrykkju
einu sinni í mánuði eða oftar
9,1 lítri af hreinumvínanda er meðal-
neysla á hvern íbúa á Íslandi
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Níu þing-mennþriggja
stjórnmálaflokka,
Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks
og Miðflokks, hafa lagt fram og
fengið samþykkta á Alþingi
beiðni um skýrslu frá ríkisend-
urskoðun um starfsemi Sam-
keppniseftirlitsins. Þingmenn-
irnir óska meðal annars eftir því
að dregið verði fram „mat á ár-
angri af eftirlitshlutverki Sam-
keppniseftirlitsins og kannað
hvernig framkvæmd samruna-
mála var“ síðastliðin þrjú ár.
Í greinargerð með skýrslu-
beiðninni segir að eftirlitið þurfi
að vera skilvirkt og málshrað-
inn viðunandi, ekki síst þegar
komi að samruna fyrirtækja.
„Hagsmunir bæði atvinnulífs og
neytenda eru best tryggðir með
því að kaup og sala fyrirtækja
og rekstrareininga gangi skjótt
fyrir sig, séu hafin yfir vafa og
dragi ekki úr virkri samkeppni
á markaði,“ segir þar, og enn-
fremur að löggjöf, reglur og
verklag þurfi að renna stoðum
undir skilvirkari og skjótari
meðferð samrunamála og því sé
þörf á stjórnsýsluúttekt.
Í greinargerðinni er einnig
bent á að atvinnulífið hafi lengi
gagnrýnt málsmeðferðartíma
Samkeppniseftirlitsins í sam-
runamálum og telji brýnt að
hraða ferlinu og lágmarka
kostnað fyrirtækja og atvinnu-
lífs vegna fyrirhugaðra sam-
runa. Í þessu sambandi er í
greinargerðinni farið út í mjög
athyglisverðan samanburð á
ástandinu hér á landi og erlend-
is: „Til samanburðar hefur verið
greint frá því að framkvæmd
samrunamála á vettvangi Evr-
ópusambandsins og í Noregi sé
mun skilvirkari og skjótari en
hér á landi. Aðeins 2-3% til-
kynntra samruna séu að jafnaði
færð í fasa II í Noregi og hjá
Evrópusambandinu, en fasi II
kalli á 90 daga lengri máls-
meðferðartíma, á meðan hlut-
fallið hér á landi hafi að með-
altali verið tæp 44% á tíma-
bilinu 2017-2020. Skortur sé á
skýrum kröfum til Samkeppn-
iseftirlitsins um hvernig rann-
sókn skuli fara fram í fasa I og
að rökstyðja þurfi flutning yfir í
fasa II, ólíkt því sem sjá má í
Evrópusambandinu og í Nor-
egi.“
Þessi skýrslubeiðni er þörf og
verður skýrslan vonandi unnin
af meiri hraða en samrunamálin
hjá Samkeppniseftirlitinu því
að ekkert er ofmælt um hve
íþyngjandi verklag stofnunar-
innar er fyrir atvinnulífið.
En það er fleira sem snýr að
þessari stofnun sem ástæða er
til að taka til skoðunar. Í Við-
skiptaMogganum var í gær birt
grein eftir Björgu Ástu Þórðar-
dóttur, yfirlögfræðing Samtaka
iðnaðarins, sem fjallaði um sam-
keppnisrekstur
opinberra aðila.
Björg Ásta benti á
að ríki og sveitar-
félög hér á landi
störfuðu á sam-
keppnismarkaði: „Fyrirtæki í
eigu ríkis eða sveitarfélaga og
opinberar stofnanir selja þjón-
ustu og vörur í beinni sam-
keppni við fyrirtæki. Hið opin-
bera hefur lengi verið beinn
þátttakandi í íslensku atvinnu-
lífi og spannar samkeppnis-
rekstur hins opinbera nokkuð
breitt svið. Allt frá meðhöndlun
úrgangs til veitingar fjármála-
þjónustu. Enn fremur er form
samkeppnisrekstursins ólíkt og
þykir sumum óljóst hvort í
reynd sé um samkeppnis-
rekstur að ræða. Hér má nefna
ráðgjafarþjónustu ríkis-
stofnana til annarra stofnana,
gegn gjaldi.“
Björg Ásta segir í grein sinni
að opinberum samkeppnis-
rekstri fylgi margar áskoranir
og ljóst sé að með honum þurfi
sérstaklega að fylgjast. Jafn-
ræði sé raskað með niður-
greiðslum, skattaundanþágum,
beinum samningum án útboða
og svo framvegis. „Hér gegnir
Samkeppniseftirlitið lykilhlut-
verki en eftirlitið hefur heim-
ildir til að tryggja að opinber
fyrirtæki niðurgreiði ekki sam-
keppnisrekstur sinn af starf-
semi sem nýtur einkaleyfis eða
verndar,“ segir hún, og vísar í
samkeppnislögin. Svo bætir hún
því við að þessi heimild sé mik-
ilvæg en vannýtt.
Þegar horft er til aðgerða
Samkeppniseftirlitsins, og ekki
síður aðgerðaleysis, má ætla að
þar á bæ sé sérstakur áhugi á
ákveðnum greinum og fyrir-
tækjum en minni eða enginn
áhugi á öðru. Samrunar geta
tekið óheyrilegan tíma og kost-
að mikið fé og fyrirhöfn. Sum
fyrirtæki virðast komast upp
með hvað sem er en önnur hafa
af einhverjum ástæðum lent
undir smásjánni. Þá er augljóst
að sáralítill áhugi er á eftirliti
með opinberum fyrirtækjum,
eins og yfirlögfræðingur Sam-
taka iðnaðarins bendir á. Þó er
það svo að samkeppni stafar
meiri hætta af fyrirtækjum í
eigu hins opinbera en fyrir-
tækjum sem þurfa að standa sig
á markaði og geta ekki leitað í
vasa skattgreiðenda stundi þau
undirverðlagningu eða misnoti
aðstöðu sína með öðrum hætti.
Um leið og vonast má eftir
gagnlegri skýrslu um seinagang
Samkeppniseftirlitsins í sam-
runamálum og fleira sem því
tengist er því ástæða til að
benda á að ekki er síður ástæða
til að skrifa um það skýrslu
hvort stofnunin sinnir í raun því
þýðingarmikla hlutverki sínu að
tryggja að opinber fyrirtæki í
samkeppni misnoti ekki aðstöðu
sína á markaði.
Ýmislegt þarfnast
skoðunar hjá Sam-
keppniseftirlitinu}
Skýrsla um eftirlit
H
lutverk stjórnmálamanna er að
bæta samfélagið. Styrkja inn-
viðina og skapa grundvöll fyrir
einstaklinginn að blómstra á
eigin forsendum og uppfylla
drauma sína í leik og starfi.
Þegar stjórnarsáttmálinn var undirritaður
í nóvemberlok 2017 voru markmiðin háleit og
metnaðarfull. Núna, 1.267 dögum síðar, er
verkefnalistinn svo til tæmdur þrátt fyrir
orkuna, tímann og peningana sem hafa farið í
baráttuna við Covid-19.
Í mennta- og menningarmálum hafa kerf-
is- og réttindabætur verið áberandi. Við höf-
um aukið faglegt sjálfstæði kennara, fjölgað
starfstækifærum með einföldun leyfisbréfa-
kerfis, fjölgað kennaranemum og sýnt stétt-
inni þá virðingu sem hún á skilið, m.a. með
ómældu samráði í öllu helstu málum.
Við höfum lagt aukna áherslu á læsi, gefið út ný
matsviðmið í 4. og 7. bekk og lagt grunninn að nýju
námsmati í stað samræmdra prófa. Við höfum sett af
stað verkefni sem miða að þörfum drengja í skólakerf-
inu og hafið vinnu við aðalnámskrá leikskóla.
Grundvallarbreytingar hafa verið gerðar á verknáms-
kerfinu. Iðnmenntaðir hafa nú sama rétt og bók-
menntaðir til háskólanáms og skipulagi vinnustaðanáms
hefur verið breytt. Jákvæðari viðhorf, grundvallar-
kerfisbreytingar og markvisst kynningarstarf hefur
aukið mjög áhuga fólks á starfsnámi af ýmsu tagi og að-
sóknin er fordæmalaus!
Við höfum aukið jafnrétti til náms með nýjum
Menntasjóði námsmanna, hækkun á framfærslu-
viðmiðum, beinum fjárstuðningi við foreldra
í námi, 30% afskrift höfuðstóls námslána við
námslok og afnámi ábyrgðarmannakerfisins.
Breytingarnar leiða til miklu betri fjárhags-
stöðu að námi loknu, sem auðveldar fólki
skrefin út í hefðbundið fjölskyldulíf.
Við fjölguðum starfslaunum listamanna,
veittum fleiri verkefnastyrki, rekstrarstuðn-
ing við sjálfstætt starfandi og menningar-
tengd fyrirtæki. Fyrstu sviðslistalögin eru
orðin að veruleika og Sviðslistamiðstöð er að
komast á laggirnar. Við lögfestum starfsemi
Íslenska dansflokksins, stofnuðum list-
dansráð, breyttum skipan og hlutverki Þjóð-
leikhúsráðs og erum að móta framtíðar-
umgjörð um óperustarf í landinu. Við
mótuðum fyrstu kvikmyndastefnuna, stækk-
uðum kvikmyndasjóð og veittum fé til sjón-
varpsþáttagerðar. Við settum lög um stuðning við út-
gáfu bóka á íslensku, sem hefur nú aukist um tugi
prósenta.
Fjárveitingar til háskóla og framhaldsskóla hafa aldr-
ei verið hærri, tækjakostur verkmenntaskóla hefur ver-
ið endurnýjaður og stuðningur við símenntunarmið-
stöðvar aukinn. Vísinda- og rannsóknasjóðir hafa
stækkað um helming og vinna vegna máltækniáætlunar
er á fleygiferð.
Verkefnin úr stjórnarsáttmálanum eru flest afgreidd,
en ný taka við innan skamms. Róttækar umbætur hafa
átt sér stað og meginmarkmiðið er að bæta samfélagið
okkar.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Staðan hefur aldrei verið betri
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen