Morgunblaðið - 20.05.2021, Page 31
31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
Þegar dómstólar
ljúka dómi á sakarefni
dómsmáls ber brýna
nauðsyn samkvæmt
lögum til þess að þeir
beiti öguðum og lög-
mætum sjónarmiðum.
Í 61. gr. stjórnarskrár
okkar segir þannig, að
dómendur skuli í emb-
ættisverkum sínum
fara einungis eftir lög-
unum. Í þessu felst að
dómendum sé óheimilt að láta ólög-
fest huglæg sjónarmið sín eða skoð-
anir hafa áhrif á niðurstöðuna. Það
eru lögin sem eiga að ráða.
Nú er ekki unnt að finna sett
lagafyrirmæli um allt það sem á
kann að reyna við meðferð máls
fyrir dómi. Það breytir ekki kröf-
unni um öguð vinnubrögð. Í lög-
fræði er kennd sú aðferðafræði sem
heimilt er að viðhafa við úrlausn
ágreiningsmála. Sá efniviður sem
heimilt er að beita nefnist rétt-
arheimildir. Þar eru stjórnarskrá
og sett lög efst á blaði, en gæti ekki
slíkra heimilda reynir á beitingu
réttlægri heimilda sem svo eru
nefndar. Meðal þeirra
eru heimildir sem við
köllum eðli máls, for-
dæmi og meginreglur
laga. Þegar reynir á
beitingu slíkra heim-
ilda er dómendum sem
fyrr óheimilt að láta
persónuleg viðhorf
ráða dómum sínum.
Leit að heimildum
þessum og beiting
þeirra verður að vera
hlutlæg og laus undan
persónulegum óska-
lista dómara.
Frá ungum aldri mínum í lög-
fræðinni hef ég leitast við að beita
þessum viðhorfum bæði í kenn-
ingum og framkvæmd. Ég átti til
dæmis fyrir mörgum áratugum í
ritdeilu við einn kennara minna í
lagadeildinni um þetta en hann hélt
því m.a. fram að dómstólar færu
með vald til að setja nýjar laga-
reglur, sem fóru í bága við lög sem
Alþingi hafði sett, og beita þeim síð-
an til lausnar ágreiningsefnis. Frá
þessari deilu segi ég í endurminn-
ingabók minni „Í krafti sannfær-
ingar“, sem út kom á árinu 2014.
Ég hef haldið því fram að dómari,
eða hver sá annar sem í hlut á,
verði að ganga út frá þeirri for-
sendu að einungis ein niðurstaða sé
rétt í því ágreiningsefni sem hann
vill leysa úr. Verkefnið sé að finna
hana. Það geti oft verið flókið og
erfitt en allt að einu sé þetta mark-
mið þess aðila sem úr skal leysa. Ég
reyndi að viðhafa þetta sjónarmið í
starfi mínu sem dómari við Hæsta-
rétt á árunum 2004 til 2012. Leiddi
það til þess að ég skrifaði fleiri sér-
atkvæði en aðrir dómarar á þessu
tímabili.
Flestir hinna dómaranna töldu
sig hafa rýmri heimildir í dóms-
starfinu. Reglulega gætti dæma um
úrlausnir þeirra sem bersýnilega
voru andstæðar efni þeirra réttar-
heimilda sem þeim bar að mínum
dómi skylda til að beita. Stundum
blasti við að þeir væru að beita hug-
lægum vildarsjónarmiðum, þó að
samdar væru forsendur sem ætlað
var að fela þetta.
Merkilegt viðtal birtist í útvarps-
þætti Kristjáns Kristjánssonar
fréttamanns, „Sprengisandi“, sl.
sunnudag. Þar var talað við einn
fyrrverandi starfsbræðra minna í
réttinum, Eirík Tómasson. Hann
lýsti í viðtalinu vinnubrögðum sem
tíðkuðust í Hæstarétti þegar tekin
var afstaða til sakarefnis dómsmál-
anna. Hann gerði að vísu allt of
mikið úr því að dómarar kæmu vel
undirbúnir til þess verks sem fyrir
lá. Oft var það því miður ekki svo.
Það sem hins vegar skipti mestu
máli í ræðu Eiríks var lýsing hans á
viðleitni hópsins til að ná samkomu-
lagi um niðurstöðuna og forðast
sératkvæði. Lýsti hann því hvernig
dómendur gáfu eftir á sjónarmiðum
sínum og sömdu við hina um niður-
stöðuna. Að þessu leyti var lýsing
hans rétt, enda má sjá dæmi á
löngu árabili um að sumir dómar-
anna skiluðu aldrei sératkvæðum.
Dómarnir voru byggðir á samkomu-
lagi, þar sem einhverjir í hópnum
féllust á að beita ekki þeim rétt-
arheimildum sem þeir töldu eiga við
til að finna rétta niðurstöðu og féll-
ust á að fljóta með öðrum sem töldu
að standa ætti að málum á annan
veg og þá hugsanlega fyrst og
fremst í þágu niðurstöðu sem þeir
töldu æskilega. Líkti hann þessu við
samninga á vettvangi stjórnmála.
Ég upplifði það svo að þessi
vinnubrögð leiddu til agaleysis við
dómsýsluna. Það var eins og dóm-
endur færu að trúa því að þeim
væri miklu meira heimilt en stjórn-
arskrá og meginreglur leyfðu.
Þannig urðu til dómsniðurstöður
sem engan veginn stóðust. Hef ég
skrifað um ýmsar þeirra og þá jafn-
an rökstutt nákvæmlega hvað fór
úrskeiðis.
Ég hef kvartað yfir því að gagn-
rýni minni hafi aldrei verið svarað
af þeim sem að verki stóðu. Nú hef-
ur Eiríkur Tómasson, einn úr hópn-
um, rofið þögnina og staðfest rétt-
mæti þess sem ég hef lýst. Hafi
hann þökk fyrir.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Það sem hins vegar
skipti mestu máli í
ræðu Eiríks var lýsing
hans á viðleitni hópsins
til að ná samkomulagi
um niðurstöðuna og
forðast sératkvæði.
Lýsti hann því hvernig
dómendur gáfu eftir í
sjónarmiðum sínum og
sömdu við hina um
niðurstöðuna.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi
dómari við Hæstarétt.
Samningar um dómsniðurstöður
„Heimskautasvæðið
hefur meiri áhrif á
veðurfar og vistkerfi
jarðarinnar en fólk al-
mennt ímyndar sér.
Þar mætast kaldir og
heitir hafstraumar og
knýja hringrás heims-
hafanna, þar myndast
heilu veðurkerfin og
þar er að finna eina
virkustu uppsprettu
lífkeðjunnar,“ var
skrifað í ritið Við ystu sjónarrönd í
tilefni af lokum fyrsta for-
mennskutímabils Íslands í norð-
urskautsráðinu. Mikið vatn hefur
runnið til sjávar síðan þá, í bók-
staflegri merkingu. Ummerki
loftslagsbreytinga eru hvergi sýni-
legri en á norðurslóðum, þar sem
hitastigið hefur hækkað þrefalt
meira en heimsmeðaltalið á síð-
ustu áratugum. Nú þegar öðru for-
mennskutímabili Íslands í norður-
skautsráðinu er að ljúka má full-
yrða að áhuginn hafi aldrei verið
meiri á þessu víðfeðma svæði sem
umheimurinn áleit
lengi aðeins frosna
auðn.
Eitt skýrasta dæm-
ið um þennan áhuga
er aukið vægi norð-
urskautsráðsins á al-
þjóðasviðinu. Ráðið,
sem fagnar 25 ára af-
mæli í ár, er tvímæla-
laust mikilvægasti
samráðsvettvangurinn
um málefni svæðisins.
Í dag fer ráðherra-
fundur þess fram, þar
sem ég afhendi Sergei
Lavrov utanríkisráðherra Rúss-
lands formennskukeflið. Á for-
mennskutímabilinu hefur Ísland
lagt áherslu á fjögur meginsvið:
málefni hafsins, loftslagsmál og
endurnýjanlega orku, fólk og sam-
félög á norðurslóðum og loks
sterkara norðurskautsráð. Þótt
heimsfaraldur hafi vissulega sett
strik í reikninginn hefur for-
mennska Íslands undanfarin tvö ár
gengið afar vel. Tekist hefur að
laga starf ráðsins að breyttum að-
stæðum og fjölmargir fundir hafa
verið færðir á fjarfundaform.
Þannig var alþjóðleg vísinda-
ráðstefna um plastmengun í hafi,
sem íslenska formennskan efndi
til, haldin með fjarfundasniði í
mars síðastliðnum, svo dæmi sé
nefnt.
Þrátt fyrir ótvíræða kosti fjar-
funda eru mörg mál þess eðlis að
þau er ekki hægt að útkljá á slík-
um vettvangi. Það er mér því mik-
ið ánægjuefni að geta hitt utan-
ríkisráðherra ríkja norðurskauts-
ráðsins augliti til auglitis hér í
Reykjavík. Sú staðreynd að allir
utanríkisráðherrar aðildarríkjanna
mæta til fundarins við þessar að-
stæður sýnir glöggt að ráðið
stendur styrkum fótum á 25 ára
afmælisárinu. Vonir standa til þess
að niðurstöður verkefna sem unn-
in voru í formennskutíð Íslands
verði samþykktar og starfsáætlun
ráðsins undir komandi for-
mennsku Rússlands. Sömuleiðis
eru bundnar vonir við að sam-
þykkt verði fyrsta framtíðarstefna
ráðsins til næstu tíu ára og að
skrifað verði undir svokallaða
Reykjavíkuryfirlýsingu um að
friði, stöðugleika og uppbyggilegri
samvinnu verði viðhaldið á þessu
viðkvæma svæði.
Norðurslóðamálin hafa verið
rauður þráður í íslenskri utan-
ríkisstefnu síðustu misseri enda
snerta þau hagsmuni Íslands með
margvíslegum hætti. Þrjár nýjar
skýrslur bera vitni um þá ríku
áherslu sem við leggjum á málefni
norðurslóða. Í síðustu viku kom út
skýrslan Norðurljós sem fjallar
um efnahagstækifæri á norður-
slóðum. Í mars tók ég við tillögum
þingmannanefndar um nýja norð-
urslóðastefnu. Í byrjun árs kom
einnig út viðamikil skýrsla þar
sem fjallað er um aukið samstarf
Íslands og Grænlands og er hún
umfangsmesta úttekt sem hefur
verið gerð á samskiptum land-
anna. Alþingi fjallar nú um þings-
ályktunartillögu sem byggist á
þeirri skýrslu og samþykkti í gær
þingsályktun um nýja norður-
slóðastefnu. Það eru ánægjuleg
tíðindi.
Ekki þarf að búa yfir miklu
ímyndunarafli til að sjá fyrir sér
áhrif loftslagsbreytinga á norð-
urslóðum. Hlýnun loftslags og
bráðnun íss hefur miklar áskoranir
í för með sér og felur í sér breytta
heimsmynd. Nýjar samgönguleiðir
milli heimsálfa munu opnast og
samfélög og svæði sem áður voru
fjarri færast nær. Ísland er allt
innan þess svæðis sem iðulega er
skilgreint sem norðurslóðir. Við
erum því í lykilstöðu til þess að
marka okkur sérstöðu sem norður-
slóðaríki og til að nýta ýmis tæki-
færi sem felast í auknum áhuga
umheimsins á svæðinu. Þess vegna
þarf Ísland að vera búið undir að
verja hagsmuni sína, stuðla að já-
kvæðum samskiptum ríkja á norð-
urslóðum og grípa tækifæri þegar
þau gefast. Um það er ekki deilt.
Áttavitinn vísar alltaf í norður
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson
Guðlaugur Þór
Þórðarson
» Það er fagnaðarefni
að Alþingi hefur nú
samþykkt þings-
ályktunartillögu um
nýja norðurslóðastefnu
sem byggð er á tillögum
þingmannanefndar.
Höfundur er utanríkis- og
þróunarsamvinnuráðherra.
Síðastliðið ár hefur
verið krefjandi fyrir
okkur landsmenn. Við
þurftum að bregðast
snögglega við óvæntri
ytri ógn, móta við-
bragð við heimsfar-
aldri. Frá upphafi hef-
ur markmið stjórn-
valda verið að tryggja
heilsu, öryggi og af-
komu fólks. Lágmarka
efnahagslegan skaða með stuðningi
við fyrirtæki og grunnstoðir sam-
félagsins. Skapa skjól, en um leið
leggja grunn að öflugri viðspyrnu
fyrir efnahagslífið.
Mikilvægur þáttur við ákvarðana-
töku í slíkum aðstæðum felst í að
hlusta á fólk og rekstraraðila svo
forgangsraða megi aðgerðum með
árangursríkum hætti.
Þótt nú sjáist til sólar framlengdi
ríkisstjórnin nýlega ýmsar stuðn-
ingsaðgerðir fyrir fólk og fyrirtæki,
enda hefur ástandið
varað mun lengur en
flestir gerðu ráð fyrir í
fyrstu. Í þeirri vegferð
létum við þessi sjón-
armið ráða för. Að
framlengja og rýmka
úrræði sem við sáum
og heyrðum að skiluðu
árangri.
Lausnir sem virka
Eitt þeirra úrræða
sem hafa nýst fjölda
fyrirtækja undanfarna
mánuði eru viðspyrnustyrkir. Í vor
bárust hins vegar ábendingar um að
þröskuldurinn væri of hár, þannig að
einhver fyrirtæki sem sannarlega
þyrftu stuðning féllu á milli. Við réð-
umst því í að lækka tekjufallsmörkin
og höfðum breytinguna afturvirka,
til að grípa örugglega þá sem þurftu.
Úttekt séreignar nýttist mörgum
heimilum til að brúa bilið í fyrra, en
sérstök heimild þess efnis rann út
um áramótin. Bent var á að enn væri
full þörf á slíku úrræði, svo við fram-
lengdum gildistímann og nú verður
hægt að nýta heimildina út árið
2021.
Þrátt fyrir stóraukna bjartsýni í
atvinnulífinu og mikinn viðnáms-
þrótt fyrirtækja er enn víða þörf á
auknu svigrúmi. Við tryggðum því
áframhaldandi greiðsludreifingu
opinberra gjalda fyrir rekstraraðila
sem á þurftu að halda, í allt að 48
mánuði. Áfram mætti lengi telja, en
ný, framlengd og rýmkuð úrræði eru
á annan tug.
Séreign nýtist áfram inn á lán
Utan þess sem beinlínis snýr að
heimsfaraldrinum er mikilvægt að
sömu sjónarmið ráði för í öllum okk-
ar störfum. Að við leggjum áherslu á
lausnir og aðgerðir sem skila raun-
verulegum árangri.
Í þeim anda mælti ég nýlega fyrir
frumvarpi um framlengda heimild til
að ráðstafa séreignarsparnaði skatt-
frjálst inn á húsnæðislán. Heimildin
rynni ella út í sumar, en hún hefur
nýst um 60 þúsund Íslendingum.
Með leiðinni hefur fólki verið gef-
inn kostur á að nýta aukasparnað
skattfrjálst til að létta af sér skuld-
um og auka fjárhagslegt svigrúm.
Heimilin hafa þegar nýtt tugi millj-
arða í þessu skyni og eftirspurnin
eftir framlengingu verið mikil. Með
breytingunni er tryggt að þetta
verði hægt áfram.
Bjartari tímar
Þegar við stöndum á lokametrum
baráttunnar við heimsfaraldur er
gott að líta um öxl og spyrja sig;
hvað gekk vel, hvað mátti gera betur
og hvernig getum við lært af reynsl-
unni? Í því samhengi er ánægjulegt
að sjá að margt hefur sannarlega
gefist vel. Kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna jókst í fyrra, þrátt fyrir allt,
og innlend eftirspurn dróst aðeins
lítillega saman. Mikillar bjartsýni
gætir nú í atvinnulífinu, ánægja
mælist með aðgerðir stjórnvalda og
fleiri fyrirtæki sjá fram á að fjölga
starfsfólki en fækka.
Okkur hefur tekist að brúa bilið
fyrir svo marga. Bólusetningar
ganga vel og við sjáum fram á bjart-
ari tíma með frekari tilslökunum á
samkomutakmörkunum.
Um þetta hefur okkar stefna snú-
ist og um þetta mun hún áfram snú-
ast. Að láta verkin tala. Að vera
djörf og ákveðin, hafa trú á tækifær-
um og möguleikum þjóðarinnar,
sýna þrautseigju og sækja kraft í
samstöðuna. Það skiptir aldrei
meira máli en í sterkum mótbyr.
Við erum skref fyrir skref að kom-
ast út úr kófinu. Nú birtir til að nýju.
Verkin tala
Eftir Bjarna
Benediktsson
Bjarni Benediktsson
»Mikillar bjartsýni
gætir nú í atvinnulíf-
inu, ánægja mælist með
aðgerðir stjórnvalda
og fleiri fyrirtæki sjá
fram á að fjölga starfs-
fólki en fækka.
Höfundur er fjármála- og
efnahagsráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins.