Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 35

Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 InductionAir Plus tryggir ferskt loft í opna eldhúsinu þínu og gerir gestgjafahlutverkið um leið að leik einum – þökk sé þessu nýtískulega spanhelluborði sem státar af öflugum innbyggðum gufugleypi í miðjunni. siemens-home.bsh-group.com Framtíðin flyst inn. Siemens heimilistæki B S H -s a m st e y p a n e r le y fi sh a fi v ö ru m e rk is í e ig u S ie m e n s A G Þannig fæst alltaf rétta andrúmsloftið Siemens heimilistækin fást hjá Nokkur umræða hefur skapast að und- anförnu um tengsl dómsvaldsins við laga- deildir háskólanna. Í því samhengi vilja undirritaðir benda á nokkur atriði sem hafa fengið litla athygli. Í nýlegu áliti umboðs- manns Alþingis er fjallað um þá óheppilegu stöðu sem upp getur komið vegna aukastarfa dómara í stjórnsýslunefndum, en niðurstöður slíkra nefnda geta sætt endurskoðun dómstóla. Réttilega bendir umboðs- maður á að samkrull dómsvalds og framkvæmdavalds, með þeim hætti sem hér hefur tíðkast, getur orkað tvímælis með tilliti til áskilnaðar um sjálfstæði dómstóla frá öðrum öng- um ríkisvaldsins. Aukastörf dómara kunna þó að vekja frekari spurningar, sem snúa að sjálfstæði annarra en dómstól- anna sjálfra. Árið 1988, á 900 ára af- mæli Háskólans í Bologna, var Magna Charta Universitatum- yfirlýsingin gefin út, sem nú hefur verið undirrituð af 904 háskólum í 88 ríkjum. Háskóli Íslands er á meðal þeirra stofnana sem ritað hafa undir yfirlýsinguna. Yfirlýsingunni var ætlað að undirstrika nokkur grund- vallarviðmið, sem öll ríki ættu að virða í þeirri umgjörð sem starfi há- skóla er búin. Fyrsta grundvallarvið- miðið kveður á um að háskólar séu sjálfstæðar stofnanir þar sem störf við kennslu og rannsóknir skuli vera siðferðislega og þekkingarlega óháð pólitísku og efnahagslegu valdi. Frá sjónarhóli háskólanna eru dómarar og dómstólar gerendur rík- isvalds og teljast því pólitískar valdastofnanir, sem háskólar skuli vera siðferðislega og þekkingarlega óháðir. Skorti á þetta óhæði minnkar geta háskólanna til þess að veita þeim aðhald í gegnum fræðilegar greiningar á dómum og öðrum gjörð- um dómsvaldsins, sem fela í sér með- ferð og beitingu þess ríkisvalds sem þeim er falið. Spurningunni um óhæði háskól- anna gagnvart ráðandi öflum í sam- félaginu var varpað fram með áhuga- verðum hætti í Rannsóknarskýrslu Alþingis, sem gerð var í kjölfar efna- hagshrunsins árið 2008. Þar var m.a. bent á að geta sumra deilda háskól- anna til þess að greina atburði líð- andi stundar í stjórnmála- og við- skiptalífinu með sjálfstæðum hætti hafi verið takmörkuð vegna skorts á sjálfstæði einstakra starfsmanna og deilda frá helstu gerendum í íslensku fjármála- og stjórnmálalífi í aðdrag- anda efnahagshrunsins. Gagnrýn- israddir sem hefðu átt að heyrast úr háskólunum hefðu því ekki hljómað sem skyldi. Á vef dómstólasýslunnar má sjá að dómarar við flesta dómstóla landsins gegna umfangsmiklum aukastörfum við kennslu og rannsóknir við laga- deildir háskólanna, sumir með form- legar akademískar nafnbætur á borð við dósent og prófessor í allt að 49% starfshlutfalli. Að auki hafa dómarar og fyrrverandi dómarar löngum ver- ið kallaðir til við ýmis tilfallandi nefndastörf innan háskólanna, sem hafa með framgang akademískra starfsmanna að gera, svo sem val- nefndir við nýráðningar, dómnefndir við doktorsvarnir, framgangs- nefndir, auk þess sem þeir dómarar sem gegna jafnframt akademískri stöðu geta setið deildarfundi við- komandi háskóladeilda þar sem ýms- ar ákvarðanir eru teknar. Við ofan- greint bætist að dómsvaldið fer með vald til að útdeila ýmsum aukastörf- um til fræðafólks háskólanna og fer með veigamikið vald við val á nýjum dómurum, sem oft koma úr röðum akademískra starfsmanna háskól- anna. Það má því segja að dómsvaldið sé alltumlykjandi í þeim deildum há- skólanna sem sinna kennslu og rann- sóknum í lögfræði. Þessi nánu tengsl gera það hins vegar að verkum að geta viðkomandi deilda til þess að veita dómstólum gagnrýnið aðhald verður minni en ella, enda hefur dómsvaldið í hendi sér ýmis verkfæri til þess að hafa neikvæð áhrif á lífs- viðurværi og starfsframa þess fræðafólks sem innan þeirra starfa. Skortur á aðhaldi háskólanna með dómsvaldinu hefur á síðustu miss- erum komið skýrt fram þegar störf þeirra hafa komist í hámæli opin- berrar umræðu, svo sem í tengslum við reglulega áfellisdóma Mannrétt- indadómstóls Evrópu og umræðu um nálgun dómstólanna á kynferðis- brotamál í tengslum við MeToo- vitundarvakninguna. Fátt fræðafólk hallar máli að dómstólunum í þeirri umræðu og sá einstaklingur sem það hefur þó reglulega gert af ýmsu til- efni mátti nýlega sætta sig við að vera dreginn fyrir öll þrjú dómstigin í meiðyrðamáli höfðuðu af sjálfum forseta Hæstaréttar. Dómstólarnir fara með mikil- vægan anga ríkisvalds og njóta ríku- legs sjálfstæðis frá ytri afskiptum annarra anga ríkisvaldsins. Eftirlit og aðhald með störfum þeirra grund- vallast á gagnsæi í vinnubrögðum þeirra og óheftri lýðræðislegri um- ræðu um störf þeirra. Fræðafólk innan háskólanna er vel til þess fallið að veita slíkt málefnalegt aðhald og því verður að tryggja að það njóti raunverulegs akademísks frelsis til að gera einmitt það. Eftir dr. Bjarna Má Magnússon og dr. Hauk Loga Karlsson » Í greininni er fjallað um tengsl lagadeilda háskólanna við dóms- valdið út frá sjónarhóli akademíunnar. Haukur Logi Karlsson Bjarni Már er prófessor við laga- deild HR. Haukur Logi er nýdoktor við lagadeild HR. bjarnim@ru.is, haukurlk@ru.is Bjarni Már Magnússon Dómstólarnir og akademían

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.