Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerrusmíða
2012
2020
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
Guðrún Björg og Ingimar Örn eiga
fimm börn og vita fátt skemmti-
legra en að hafa nóg fyrir stafni.
Þegar þau misstu vinnuna vegna
kórónuveirunnar nýverið ákváðu
þau að láta gamlan draum vinkonu
sinnar rætast.
„Við erum bæði þrautseig og já-
kvæð og ákváðum að nýta okkur
þetta erfiða tímabil og þann tíma
sem við höfðum til að láta draum
okkar bestu vinkonu rætast. Að
gera lítinn bíl að fallegu smáhýsi á
hjólum.
Fyrir utan bílinn hef ég líka verið
að vinna við ljósmyndirnar mínar og
einnig myndir sem ég geri í grafík.
Ég stefni að því að setja upp vefsíðu
fyrir það innan skamms. Ég er
áhugaljósmyndari sem elska að
taka myndir af dýrum úti í nátt-
úrunni.“
Vildu láta drauminn rætast
Hver er sagan á bak við smá-
hýsið?
„Ford Transit-bíllinn var notaður
sem sendibíll hjá Sóma-samlokum.
Hann var keyptur strípaður að inn-
ann svo við byrjuðum á algjörum
grunni.
Vinkona mín var búin að vera að
fylgjast með „tiny homes“ víðs veg-
ar um heiminn. Það var búinn að
vera draumur hennar í tvö ár að
gera slíkt hið sama. Þegar við hjón-
in misstum vinnuna þá ákváðum við
í samráði við hana að gera þetta
fyrir hana og láta draum hennar
rætast á meðan við biðum eftir því
að fá vinnuna okkar aftur.“
Guðrún Björg og Ingimar Örn
eru þekkt fyrir að vera handlagin.
„Við tókum húsið okkar sem er
40 ára gamalt í gegn og breyttum
því og bættum. Að mestu með því
að lappa upp á það sem fyrir var og
blanda aðeins nýtt með gömlu.
Einnig keyptum við gamalt fellihýsi
sem við tókum alveg í gegn á síð-
asta ári með því að lakka, filma og
fatalita gardínur og fleira. Þar fyrir
utan er ég oft að fara á hina og
þessa staði og hugmyndavinna með
vinum og vandamönnum þeirra hús.
Hvað hægt sé að gera og nýta.“
Smáhýsin þurfa ekki
að kosta svo mikið
Hvernig lýsirðu smáhýsinu og
hvað má gera ráð fyrir að svona
umbreyting kosti?
„Smábíllinn hefur allt sem þú
þarft á litlu heimili. Hita, tengingu
fyrir landrafmagn, sólarsellu, ís-
skáp, vask með rennandi vatni, kló-
sett og olíukyndingu.
Þú í rauninni getur verið hvar
sem er í bílnum og verið eins og
heima hjá þér.
Verðið fer algjörlega eftir því
hversu nýjan bíl þú kaupir þér og
hvort þú getur unnið verkið sjálfur.
Sama á við það sem keypt er inn í
bílinn.
En það er hægt að gera þetta á
verði sem flestir ættu að geta ráðið
við. Fólk fer þær kostnaðarleiðir
sem henta hverjum og einum.“
Er þetta eitthvað sem við Íselnd-
ingar eigum að gera í auknum
mæli?
„Jú, ég myndi mæla með þessu
alla leið fyrir okkur Íslendinga. Þú
getur farið hvert sem er með litla
sæta heimilið þitt með þér.“
Allt sem þarf í smáhýsinu
Hversu flóknar eru svona umbæt-
ur?
„Við byrjuðum á því að einangra
bílinn og setja parket á gólfin. Við
klæddum hann með timbri, tengd-
um rafmagn, settum klósett og að
endingu settum við fallega litla hluti
inn í hann.
Eldhúsinnrétting, vaskur og
blöndunartæki voru keypt í IKEA.
Timbrið í Húsasmiðjunni. Einangr-
unina fengum við í Þ. Þorgríms og
skrúfurnar í Bykó svo eitthvað sé
nefnt.
Sólarsellu, vatnsdælu og raf-
magnsstýringu og lýsingu fengum
við í Rótor. Aðra rafmagnshluti
fengum við í Asco á Akureyri.
Fyrir skreytingar, hillur og smá-
hluti í svona bíla má mæla með
Fakó, Söstrene Grene, Vogue fyrir
heimilið og Álafoss. Síðan er gott að
fá faglega aðstoð og ráðleggingar
hjá Go Campers.“
Gaman að gera
gamalt nútímalegt
Bíllinn verður fyrst og fremst
hlýlegur með fallega lýsingu að
sögn Guðrúnar Bjargar. Eins er
mikilvægt í hennar huga að smá-
hýsið sé skreytt í anda eigandans.
„Ég mæli með því við alla að láta
drauma sína rætast og ef þú ert ein
eða einn og sérð ekki fram á að geta
þetta talaðu þá við vin eða fagaðila
og fáðu þá með þér í verkið. Alveg
eins og við gerðum með fellihýsið
okkar þegar við tókum það í gegn.
Þá bara fórum við í málið og höfum
deilt okkar reynslu með þær breyt-
ingar til þeirra sem eru í sömu pæl-
ingum. Að taka eitthvað gamalt og
setja það inn í nýja tíma er minna
mál en þú heldur.
Stundum er bara nóg að byrja og
að vera duglegur að kalla eftir hjálp
og upplýsingum þegar þess er
þörf.“
Nýttu tímann til
að láta draum vin-
konu sinnar rætast
Guðrún Björg Björnsdóttir flugfeyja og eiginmaður hennar, Ingimar
Örn Karlsson flugmaður, gerðu fallegt smáhýsi fyrir vinkonu sína
þegar þau misstu vinnu sína vegna kórónuveirunnar.
Ljósmynd/Guðrún Björg
Þrautseigja og jákvæðni Guðrún Björg og Ingimar Örn misstu starfið sitt vegna kórónuveirunnar. Þau nýttu tímann og létu draum vinkonu sinnar rætast: Að breyta litlum sendibíl í smáhýsi.