Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 40
Á laugardaginn verður heldur betur
heitt í kolunum í Helgarútgáfunni
en þá verður sérstök þriggja stiga
stórveisla hjá þeim Einari Bárðar,
Önnu Möggu og Yngva Eysteins.
Þríeykið ætlar að bregða undir
sig betri fætinum og koma sér fyrir
í húsnæði Máls og menningar á
Laugavegi og gera allt vitlaust því í
ár eru 20 ár frá mesta afreki Ís-
lendinga á Parken, heimavelli
Dana.
Af því tilefni og af því að loka-
keppnin fer fram í Rotterdam á
laugardag verður ansi mikið Euro-
stuð í Máli og menningu en meðal
þeirra gesta sem kíkja í heimsókn
Það verður af nægu að
taka hjá þeim Einari
Bárðar, Önnu Möggu og
Yngva Eysteins í Helg-
arútgáfunni á laugardag-
inn þegar þau verða í
beinni útsendingu frá
húsnæði Máls og menn-
ingar á Laugavegi.
eru Kristján Gísla og Gunni Óla
sem voru í ferðinni frægu með Ein-
ari.
En þá er ekki allt upp talið því
nokkrar af skærustu Euro-
stjörnum okkar Íslendinga koma í
heimsókn, fá sér Lavazza og bresta
kannski í söng.
Jóhanna Guðrún, Birgitta Hauk-
dal, Sigga Beinteins, Friðrik Ómar
og Jogvan mæta en Karl Örvarsson
verður á flyglinum og leikur nokkur
vel valin lög með gestunum.
Þá líta þau Einar, Anna Magga
og Yngvi í kringum sig og fá til sín
kaupmenn og veitingafólk í mið-
borginni sem er að springa út eftir
vetur og veiru og við það að komast
í dúndrandi gír.
Hlustaðu á Helgarútgáfuna í
beinni útsendingu á K100 laug-
ardaginn 22. maí á milli 9 og 13.
Euro-stjörnur taka
lagið í Helgarútgáfunni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigga Beinteins
Mætir í Helgarútgáf-
una á laugardaginn.
Ljósmynd/Aðsend
Jóhanna Guðrún Sló
heldur betur í gegn þegar
hún tók þátt í Eurovision.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
Lifandi
píanótónlist
öll föstudags- og
laugardagskvöld
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Borðapantanir í síma 558 0000
eða á www.matarkjallarinn.is
TAKE AWAY
25% afsláttur
af sérstökum Take Away matseðli ef þú sækir
Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
gildir ekki með öðrum tilboðum.
SÓLGLERAUGU
frá Aspinal of London
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Dj Dóra Júlía
dorajulia@k100.is
Kramhúsið í miðbæ Reykjavíkur hef-
ur löngum verið þekkt fyrir fjölbreytt
og skemmtileg námskeið og dans-
gleðin verið í fyrirrúmi. Nadia Semic-
hat starfar sem verkefnastjóri og
danskennari þar og stýrir meðal ann-
ars námskeiðinu Hips Don’t Lie.
Ásamt því hefur hún unnið sem
uppistandari, dansari í Reykjavík Ka-
barett og sjálfstætt starfandi hand-
ritshöfundur. Ég spjallaði aðeins við
Nadiu um það sem fram undan er en
dans hefur svo sannarlega haft mót-
andi áhrif á líf Nadiu og hefur hún
dansað frá því hún man eftir sér.
„Ég hugsa að ég hafi komið dans-
andi út úr mömmu minni strax við
fæðingu. Mamma mín og systir voru
duglegar að kynna mér tónlist alls
staðar að úr heiminum. Þær voru
báðar í afró í Kramhúsinu og ég fór
oft með að horfa á. Ég fór svo sjálf að
æfa dans í Kramhúsinu þegar ég var
unglingur og fékk að prófa alls kyns
stíla úr mörgum heimshornum og hef
eiginlega verið límd við Kramhúsið
síðan þá,“ segir Nadia.
Nadia hannaði námskeiðið sitt
Hips Don’t Lie sérstaklega til að losa
um stirðleika í mjöðmum. Hún segir
hugmyndina hafa komið til sín þegar
hún var búsett í New York í handrits-
námi. Ásamt náminu var hún í dans-
tímum í afrískum dansskóla og jóga.
„Mig langaði til þess að hanna
hresst námskeið þar sem megin-
áherslan eru dansæfingar við
skemmtilega tónlist til þess að losa
um hömlur og stirðleika í skandinav-
ískum mjöðmum. Ég blanda því sam-
an ýmsum dansstílum eins og afró,
afrobeat, dancehall, magadansi og
salsa,“ segir Nadia og þetta hljómar
eins og mikið fjör!
Nú í júní verður hún með fjögurra
vikna námskeið í Kramhúsinu og
hægt er að skrá sig á www.kramhus-
id.is. Hún segist einnig bjóða upp á
„drop in“-tíma í maí á mánudögum og
miðvikudögum fyrir þá sem vilja
prófa. Um að gera að losa mjaðm-
irnar og gera það á svona skemmti-
legan hátt!
„Hugsa að ég hafi
komið dansandi út
úr mömmu minni“
Hip’s don’t lie Nadia hefur verið
umkringd dansi frá barnæsku.