Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
✝
Þuríður Gísla-
dóttir fæddist
í Reykjavík 28.
ágúst 1946. Hún
lést á Landakoti 5.
maí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Jóna Unn-
ur Ágústsdóttir, f.
30. júní 1925, d.
17. október 2002
og Gísli Árnason
Johnsen, f. 18.
október 1916, d. 8. janúar
1964. Fósturfaðir Þuríðar var
Rögnvaldur Ólafsson, f. 18. júlí
1917, d. 24. nóvember 1994.
Bræður Þuríðar eru sam-
mæðra Ólafur Rögnvaldsson, f.
4. september 1954 og samfeðra
Karl Gíslason Sævar, f. 9. des-
ember 1938, d. 19. apríl 2017.
Þuríður ólst upp í Mávahlíð
Rögnvaldur Örn, f. 13. sept-
ember 1971, giftur Kristínu
Björgu Árnadóttur, f. 1974.
Börn Rögnvaldar frá fyrra
hjónabandi eru Selma, f. 1998
og Róbert, f. 2002. Móðir
þeirra er Jóna Björg Olsen, f.
1972. Börn Kristínar eru
Amalía, f. 1999, Arnór, f. 2003,
Aldís, f. 2008. 3) María Björk,
f. 20. desember 1980, gift
Sveini Jóhannessyni Kjarval, f.
1977.
Þuríður fluttist ung að ár-
um til Reykjavíkur og bjó á
höfuðborgarsvæðinu alla tíð,
síðustu árin í Hallakri 3,
Garðabæ. Hún vann ýmis störf
um ævina til dæmis í Mat-
ardeildinni í Hafnarstræti,
Klúbbnum, Happdrætti Há-
skólans auk þess að vera mat-
ráður bæði í leik- og grunn-
skóla.
Útför Þuríðar fer fram frá
Lindakirkju 20. maí 2021
klukkan 13.
á Snæfellsnesi hjá
ömmu sinni og
afa, Þuríði Þor-
steinsdóttur, f.
1899 og Ágústi
Ólasyni, f. 1897,
til sex ára aldurs
en þá fluttist hún
til Hellissands til
móður sinnar og
fósturföður.
Þann 24. maí
1969 giftist Þur-
íður Jóni Magnússyni, f. 30.
október 1947, d. 16. júlí 2010.
Börn þeirra eru: 1) Arnar, f.
14. nóvember 1969, giftur
Helgu Þórdísi Gunnarsdóttur,
f. 1970. Börn þeirra eru
Brynjar Ísak, f. 1995, giftur
Aðalbjörgu Guðmundsdóttur,
f. 1996, Arndís Björk, f. 2001
og Hilmar Jökull, f. 2003. 2)
Mig langar að segja nokkur
orð um elskulega móður mína
sem lést eftir erfið veikindi á fal-
legri vornótt með alla fjölskyld-
una hjá sér. Mamma var alltaf
harðdugleg og ég man að ég
skildi aldrei á mínum unglings-
árum allan þennan dugnað, alltaf
var unnið frá morgni til kvölds og
helst um helgar líka. Ég skildi
þetta allt seinna þegar ég áttaði
mig á því að mamma og raunar
pabbi líka gerðu þetta til þess að
veita okkur systkinum eins gott
líf og var hægt. Enda fengum við
frábært uppeldi og okkur skorti
aldrei neitt. Alltaf var stuðningur
við misgáfulegur ákvarðanir sem
við tókum og við hvött áfram.
Mamma fylgdist sérstaklega
vel með mér á framhaldsskólaár-
unum og ég gat alltaf treyst á að
það yrði tekið á móti mér þegar
ég kom heim eftir langar nætur
við skemmtanahald. Við mamma
áttum það sameiginlegt að halda
með sama liðinu í Englandi og á
ég margar minningar um það
hvernig við ötuðumst í Arnari
bróður með gengi hans liðs.
Mamma ákvað mjög snemma fyr-
ir mig með hverjum ég ætti að
halda þegar hún gaf mér bol úti á
Ítalíu sem var merktur rétta lið-
inu og örlög mín voru ráðin í
þessum efnum, þetta er ég mjög
þakklátur fyrir.
Þar sem ég er miðjubarn tala
systkini mín alltaf um að ég hafi
komist upp með allt, ekki er ég
viss um það en ég og mamma átt-
um í mjög góðu og nánu sam-
bandi alla tíð þótt við værum ekki
alltaf sammála. Mamma var mikil
sjálfstæðiskona og ekkert þýddi
fyrir mig að reyna að vera eitt-
hvað annað. Eitt sinn þegar ég
var að ganga af trúnni ræddum
við þetta fram og til baka sem
endaði með því að nokkrum dög-
um síðar fékk ég símtal frá þing-
manni flokksins. Sá tilkynnti mér
að móðir mín hefði beðið sig að
hringja í mig og tala mig til. Það
tók stuttan tíma en þetta lýsir
henni móður minni vel, hún var
ákveðin og gaf ekkert eftir þegar
henni fannst tilefni til.
Mamma missti pabba frá sér
alltof snemma eða fyrir ellefu ár-
um. Hún fór í gegnum það af
miklum styrk og var okkur systk-
inum mikill styrkur á erfiðum
tímum. Mamma átti sér fallegt
heimili í Garðabæ síðustu árin
þar sem hún undi sér afar vel og á
ég margar góðar minningar um
skemmtilegar stundir þar. Síð-
ustu mánuðirnir voru henni mjög
erfiðir þar sem hvert áfallið rak
annað í veikindunum en á góðum
dögum var alltaf stutt í brosið og
á einhvern ótrúlegan hátt náði
hún að brosa til okkar með sínum
síðasta andardrætti.
En nú er hún farin og án vafa
hefur pabbi tekið vel á móti henni
eftir langa bið. Við munum alltaf
elska þig mamma mín og gera
okkar besta til þess að halda
minningu ykkar á lofti. Ykkar er
sárt saknað.
Þinn sonur,
Rögnvaldur (Röggi).
Tilvera okkar systkinanna
tengist tilvist Melabúðarinnar en
foreldrar okkur kynntust þar við
kjötborðið af öllum stöðum.
Óhætt að mæla með því; þau áttu
frábært hjónaband og helguðu
sig því að veita börnunum þrem-
ur sem best líf. Ég var örverpið
og samband okkar mömmu litað
því.
Fyrsta alvöruminningin mín
er í fanginu á mömmu. Ég var
morgunfúlt barn og sívælandi um
kulda þegar ég var tekin undan
sænginni til að fara á leikskólann.
En mamma hafði lausn á því eins
og öllu, hún átti sjal sem hún
hafði keypt á Ítalíu og sagði sól-
ina vera í því. Alla daga byrjaði
hún á að hjúfra mig að sér í sjal-
inu góða. Síðar gantaðist hún
með að þetta hefði staðið þar til
ég varð fimmtán ára gömul en ég
neita því staðfastlega.
Mamma elskaði að ferðast og
fór víða. Á tíunda áratugnum tók
hún ástfóstri við að ferðast um
Bretlandseyjar. Við pabbi feng-
um engu um þetta ráðið, ár eftir
ár, og varla sá smábær, kastali
eða fish and chips-búlla sem við
könnuðum ekki. Unglingurinn ég
sofandi í aftursætinu með vasad-
iskóið, pabbi undir stýri og far-
arstjórinn hún móðir mín með
þrjú kort á lofti og regluleg varn-
aðarorð um vinstri umferð. Hún
var einn færasti aftursætisbíl-
stjóri sem sögur fara af og hafði
þá staðföstu trú að hún gæti
hægt á bílum með ósýnilegri fót-
bremsu farþegamegin.
Mamma dvaldist í Brighton
árið 1966 og sú dvöl mótaði hana.
Hún sagði mér að hún hefði farið
út forpokuð lítil kerling en komið
heim víðsýn ung kona. Hún bar
virðingu fyrir unglingamenningu
og hvatti mig alltaf til dáða hvort
sem ég klæddi mig eins og banda-
rískur rappari eða eyddi öllum
peningum í tónleika eða eitthvað
annað gáfulegt. Sama hve seint
ég kom heim af næturbrölti vakti
mamma og beið mín með grill-
samloku og trúnó. Hún var líka
þrjóskari en flestir, eins og þegar
hún vakti heila nótt til að klára
lopapeysu á mig fyrir óvænta
ferð á Þjóðhátíð í Eyjum. Lopa-
peysulaus færi Mæja hennar
ekki.
Mamma gat verið svo hugrökk
að það kom henni í koll. Þannig
fékk hún einu sinni alvarlegt til-
tal frá rannsóknarlögreglumanni
eftir að hafa reynt með handafli
að stöðva tvo stóra grímuklædda
menn frá því að brjótast inn í íbúð
nágranna okkar. Hún fór líka oft-
ar en einu sinni alein á leiki með
Manchester United löngu fyrir
tíma fótboltaferða. Einu sinni
fékk hún bara miða með stuðn-
ingsmönnum hins liðsins svo hún
varð að halda í sér fagnaðarlát-
unum þegar United skoraði. Svo
skellti hún sér á pöbbinn með ein-
hverjum sessunautum eftir leik-
inn.
Síðustu ár var hún órjúfanleg-
ur hluti af heimili okkar Sveins
og dvaldi alltaf hluta vikunnar
hjá okkur. Sú samvera var ómet-
anleg og vonandi gat ég endur-
goldið eitthvað af öllu sem hún
gerði fyrir mig. Ég gæti skrifað
endalaust um elsku bestu
mömmu mína. En í hennar anda
læt ég staðar numið við þessi
minningabrot enda var hún ekki
mikið fyrir að taka lífið of alvar-
lega. Hún var duglegri en flestir,
tryggari en flestir og besta vin-
kona mín. Ég á eftir að sakna
hennar alla daga og hugga mig
við að hún sé komin í ferðalag aft-
ur með pabba sem hún hefur
saknað svo sárt.
María Björk.
Þurý var ekki bara tengda-
mamma heldur mjög góð vinkona
sem ég mun sakna mikið. Hún
var fróðleiksfús og áhugasöm um
flest mannlegt svo maður gat
spjallað við hana um heima og
geima. Hún var mikill húmoristi
og við áttum gott skap saman.
Henni leiddist ekki að bakka mig
skilyrðislaust upp í alls kyns mis-
gáfulegum fíflagangi þegar jafn-
vel hún Mæja mín var farin að
hrista hausinn. Þá gat ég alltaf
leitað úrslitaatkvæðis hjá Þurý
og fengið eitt gott „já auðvitað,
Svenni minn“ með tilheyrandi
glotti.
Þurý vildi allt fyrir alla gera og
var mjög rausnarleg á tíma sinn
og orku. Hún elskaði að gera vel
við fólkið sitt og elda góðan mat.
Ég hef alltaf verið botnlaust ílát
fyrir matvæli en í hvert einasta
skipti sem Þurý sá um borðhaldið
þurfti ég að játa mig sigraðan
þótt hún reyndi alltaf að telja mig
á að borða meira. Í seinni tíð var
það oftar ég sem eldaði fyrir hana
og þá hrósaði hún matreiðslunni í
hástert, jafnvel þegar kosturinn
var ekki merkilegri en pylsur í
brauði. Alvörufélagi.
Þurý var ævintýragjörn,
fannst gaman að ferðast og fór
víða með Jóni í gegnum árin. Hún
dró okkur Mæju líka með í nokk-
ur ferðalög. Við tókum „roadtrip“
með henni og Jóni um allan Flór-
ídaskaga með viðkomu á Lyklun-
um, við heimsóttum með henni
Miðvesturríki Bandaríkjanna,
fórum í sólina á Tenerife og
keyrðum þar um alla eyjuna og
leigðum okkur hús bæði norðan
og sunnan megin til að fá tilfinn-
ingu fyrir sem flestu á stuttum
tíma. Veiðiferðirnar voru ófáar
og þótt hún léti okkur hin um
veiðarnar að mestu naut hún þess
að vera með fjölskylduna á einum
stað og hélt þétt utan um hópinn.
Þurý átti ekki alltaf auðvelt líf
en hún var algjör töffari, stóð
ávallt fast í fæturna og gerði um-
hverfið sitt að betri stað fyrir
aðra. Í raun var hún ótrúleg fyr-
irmynd að því leyti og ég hef
hugsað mikið til þess undanfarið
þegar við höfum setið og farið yf-
ir lífshlaupið hennar. Hún missti
Jón allt of snemma fyrir 11 árum
síðan. Það var gífurlegt áfall en
hún var sterk eins og alltaf, lagð-
ist meðal annars í ferðalög upp á
eigin spýtur og hélt áfram að
skoða heiminn.
Ekki löngu eftir að Jón dó
byrjuðu veikindin að láta á sér
kræla og smátt og smátt missti
hún ýmsa getu og þurfti á meiri
stuðningi að halda, en aldrei
gafst hún upp og vildi alltaf reyna
að hjálpa til þótt hún væri löngu
búin að gera sinn skammt og vel
það. Seinustu árin dvaldi hún hjá
okkur Mæju þrjár nætur í viku
og leit eftir hundinum okkar
henni Tinnu þá daga sem við vor-
um bæði í vinnu. Þær voru miklar
vinkonur enda Þurý einstakur
dýravinur frá barnsaldri. Tinnu
fannst gaman að fá að vera uppi í
gluggakistu og Þurý taldi ekki
eftir sér að sitja þar yfir henni
eins lengi og hana lysti, svo oftast
þegar við komum heim úr
vinnunni biðu þær vinkonurnar
eftir okkur í uppáhaldsgluggan-
um sem virkar ansi tómlegur
þessa dagana.
Sveinn Kjarval.
Elsku tengdamóðir mín er lát-
in og missir fjölskyldunnar mik-
ill. Nú eru þau bæði farin tengda-
foreldrar mínir, en Jón lést fyrir
12 árum. Eftir situr tómarúm hjá
okkur fjölskyldunni. Finnst þau
hafa farið allt of snemma. Ljúfar
minningar ylja og undanfarna
daga hefur verið legið yfir mynd-
um, horft á myndbönd og rifjaðar
upp góðar stundir saman.
Það voru hlýir og hjálpsamir
tengdaforeldrar sem tóku á móti
mér í Ljósheimum fyrir meira en
30 árum og buðu mig velkomna í
fjölskylduna. Við fórum fljótt að
búa, eigandi ekki neitt og þá var
nú gott að eiga þau að. Með öll
spjót úti áskotnaðist okkur hitt
og þetta í búið sem hafði verið í
geymslum hér og þar og svo
hjálpaði hún okkur að sauma
gardínur fyrir alla glugga. Þar
sem engin þvottavél var á heim-
ilinu fyrstu árin sendi Arnar
móður sinni þvottinn vikulega og
fékk hann samanbrotinn og
straujaðan þegar við mættum svo
í sunnudagsmatinn. Brynjar okk-
ar sem við eignuðumst í háskól-
anum fékk smá forskot sem
fyrsta barnabarnið og naut góðs
af því. Samband hans við afa sinn
og ömmu var ljúft. Hann og afi
hans tefldu mikið og fór afi hans
með hann að veiða. Þegar við
eignuðumst svo Arndísi og Hilm-
ar 6 og 8 árum síðar auglýstum
við eftir ömmu til að koma heim
og passa þau áður en þau kæmust
inn i leikskóla. Og viti menn.
Amma Þurý sótti um og við tóku
yndislega dýrmæt ár hjá ungun-
um mínum með ömmu heima.
Þvílík forréttindi og gæfa. Þetta
var góður tími. Í framhaldi fluttu
amma og afi svo í hverfið og sóttu
krakkarnir í að fara heim til
ömmu eftir skóla í dekur. Þegar
upp komu veikindi eða frí í skóla
var amma Þurý fyrst manna til
að standa vaktina og minning
krakkanna um ömmu að lesa,
horfa á Friends með þeim og
breiða sængina yfir þau er sterk.
Síðust vikur voru strembar í
veikindum Þuríðar en ósköp var
ljúft að fylgjast með hve börnin
hennar og fjölskyldan var sterk
og stóð vaktina saman.
Ég kveð með hlýju og söknuði
einstaklega trausta og hjálpsama
tengdamömmu. Minningin um
hana lifir.
Með kæru þakklæti fyrir allt,
Helga Þórdís.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Að leiðarlokum er mér þakk-
læti í huga fyrir að taka svo fal-
lega á móti mér og börnunum
mínum þegar við Röggi vorum að
kynnast. Ég þakka fyrir að hafa
átt með henni samleið, þó að ég
hefði sannarlega viljað að sá tími
hefði orðið lengri.
Blessuð sé minning elskulegr-
ar tengdamóður minnar,
Kristín Björg Árnadóttir.
Þuríður Gísladóttir
- Fleiri minningargreinar
um Þuríði Gísladóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Okkar ástkæri
ARNÞÓR INGÓLFSSON,
fv. yfirlögregluþjónn og kirkjuvörður,
lést á Hrafnistu, Hraunvangi í Hafnarfirði,
sunnudaginn 16. maí.
Útför auglýst síðar.
Kristín Snæfells Arnþórsd.
Sigurgeir Arnþórsson Ásdís Gígja Halldórsdóttir
Friðbjörg Arnþórsdóttir Guðmundur Þór Sigurbjörnss.
Margrét Arnþórsdóttir
Elín Inga Arnþórsdóttir
og fjölskyldur þeirra
Okkar ástkæra,
ÁSTA GARÐARSDÓTTIR
frá Fáskrúðsfirði,
lést á Grund fimmtudaginn 6. maí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
föstudaginn 28. maí klukkan 13.
Jóhanna Jakobsdóttir Dennis Magditch
Björg Jakobsdóttir Ómar Eyfjörð Friðriksson
Hjörleifur Jakobsson Hjördís Ásberg
Herdís Jakobsdóttir Guðmundur Ingi Guðmundss.
Hjördís Þóra Hólm Þór Wium
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri eiginmaður, sonur, faðir,
tengdafaðir, afi, bróðir og mágur,
HILMAR ÞÓRARINSSON,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
mánudaginn 10. maí. Útförin fer fram í
kyrrþey að ósk Hilmars.
Birna E. Benediktsdóttir
Þórarinn Guðmundsson Hulda Petersen
Þórarinn Hilmarsson Ásta R. Thorarensen
Benedikt Kjartan Magnúss. Petrea I. Guðmundsdóttir
Karitas María Lárusdóttir Gylfi Einarsson
Edda Þórarinsdóttir Jón Ingi Guðmundsson
Inga Þórarinsdóttir Baldur Bragason
og barnabörn
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur
og frændi,
PÁLL JÓNSSON,
Tröllagili 14, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
fimmtudaginn 13. maí. Útför hans mun fara
fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 25. maí klukkan 13.
Allir velkomnir.
Jón Pálsson Björk Axelsdóttir
Rannveig Jónsdóttir
Þorlákur Axel Jónsson Gunnhildur H. Gunnlaugsd.
Sigurður Pétur Jónsson Inga S. Guðbjartsdóttir
Þorsteinn Styrmir Jónsson
systkinabörn og fjölskyldur