Morgunblaðið - 20.05.2021, Page 52

Morgunblaðið - 20.05.2021, Page 52
FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valur og Breiðablik þurftu svo sannarlega að hafa fyrir sigrum sínum í fjórðu umferð Pepsi Max- deildar kvenna í gærkvöld. Vals- konur lögðu ÍBV í bráðfjörugum leik í Vestmannaeyjum, 4:2, eftir að hafa lent undir snemma, og Breiðablik marði 1:0-sigur á nýlið- um Tindastóls sem héldu marki sínu hreinu á Kópavogsvellinum í 75 mínútur. _ Sandra Sigurðardóttir mark- vörður Vals og íslenska landsliðs- ins braut blað í sögu fótboltans hér á landi í leiknum á Hásteinsvelli. Hún lék sinn 300. leik í úrvals- deildinni en hún er langleikjahæst allra í deildinni frá upphafi. Sandra leikur nú sitt 21. tímabil eftir að hafa byrjað 15 ára gömul í marki Þórs/KA/KS árið 2001. Dóra María Lárusdóttir samherji Söndru í Val er næstleikjahæst en hún lék sinn 255. leik í deildinni í gærkvöld. _ Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði sitt fyrsta deildarmark fyr- ir Val þegar hún jafnaði metin í 1:1. Sigríður er frá Eyjum en hún er næstleikjahæsti leikmaður ÍBV í efstu deild frá upphafi. _ Viktorija Zaicikova, lettneski framherjinn hjá ÍBV, skoraði glæsilegt skallamark snemma leiks. Hún hefur nú skorað þrjú mörk, öll gegn stóru liðunum, Val og Breiðabliki. _ Delaney Baie Pridham skoraði annað mark ÍBV þegar hún minnk- aði muninn í 2:3. Hennar fjórða mark í fyrstu fjórum umferðunum og þau hafa öll komið á Hásteins- velli. _ Bandaríski framherjinn Tiff- any McCarty náði loks að brjóta ís- inn fyrir Breiðablik gegn Tinda- stóli með sigurmarkinu á 76. mínútu. Þriðja mark hennar fyrir Blikana og hún gæti átt eftir að verða þeim dýrmæt í sumar. Fyrr í leiknum höfðu tvö mörk verið dæmd af henni vegna rangstöðu. _ Tindastóll tapaði þar með sín- um fyrsta leik í efstu deild en þær skagfirsku gátu gengið stoltar af velli eftir að hafa staðið af sér stór- sókn Blika nær allan tímann. Breiðablik átti 23 markskot í leikn- um en Tindastóll þrjú. _ Hildigunnur Ýr Benedikts- dóttir var hetja Stjörnukvenna á Akureyri. Hún skoraði sigurmark Garðabæjarliðsins gegn Þór/KA í Boganum, 1:0, í uppbótartíma leiksins og fyrsti sigur tímabilsins var þar með í höfn. _ Arna Sif Ásgrímsdóttir var mætt aftur í vörnina hjá Þór/KA en hún spilaði ekki fyrstu þrjá leik- ina þar sem hún var í láni hjá Glas- gow City í Skotlandi. Selfoss er með fullt hús stiga eftir sigur á Þrótti, 4:3, í Laugar- dalnum og Fylkir og Keflavík skildu jöfn, 1:1, í Árbænum en þeim lauk rétt þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Allt um þessa leiki er að finna á mbl.is/sport/ fotbolti en M-gjöfin úr þeim verður birt í blaðinu á morgun. Sandra braut blað í sögunni Morgunblaðið/Eggert Návígi Murielle Tiernan úr Tindastóli og Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki í baráttu um boltann á Kópavogsvellinum í gærkvöld. - Fyrst til að leika 300 leiki í úrvalsdeildinni þegar Valur lagði ÍBV í bráðfjör- ugum leik í Eyjum - Breiðablik var 75 mínútur að brjóta Tindastól á bak aftur Ljósmynd/Sigfús Gunnar Methafinn Sandra Sigurðardóttir markvörður Vals spyrnir boltanum frá marki sínu í 300. leiknum sínum í deildinni á Hásteinsvelli í gær. 52 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik – Tindastóll ............................ 1:0 ÍBV – Valur............................................... 2:4 Þór/KA – Stjarnan ................................... 0:1 Þróttur R. – Selfoss.................................. 3:4 Fylkir – Keflavík ...................................... 1:1 Staðan: Selfoss 4 4 0 0 12:4 12 Valur 4 3 1 0 7:3 10 Breiðablik 4 3 0 1 15:5 9 Tindastóll 3 1 1 1 3:3 4 Stjarnan 4 1 1 2 3:5 4 Þróttur R. 4 0 3 1 6:7 3 ÍBV 4 1 0 3 8:10 3 Keflavík 4 0 3 1 3:6 3 Þór/KA 4 1 0 3 3:7 3 Fylkir 3 0 1 2 1:11 1 England Everton – Wolves..................................... 1:0 - Gylfi Þór Sigurðsson lék í 86 mínútur með Everton og lagði upp sigurmarkið fyr- ir Richarlison. Crystal Palace – Arsenal ........................ 1:3 - Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik- mannahópi Arsenal. Burnley – Liverpool ................................ 0:3 - Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn með Burnley. Newcastle – Sheffield United ................. 1:0 Tottenham – Aston Villa.......................... 1:2 WBA – West Ham.................................... 1:3 Staðan: Manch. City 37 26 5 6 78:32 83 Manch. United 37 20 11 6 71:43 71 Chelsea 37 19 10 8 57:34 67 Liverpool 37 19 9 9 66:42 66 Leicester 37 20 6 11 66:46 66 West Ham 37 18 8 11 59:47 62 Tottenham 37 17 8 12 64:43 59 Everton 37 17 8 12 47:43 59 Arsenal 37 17 7 13 53:39 58 Leeds United 37 17 5 15 59:53 56 Aston Villa 37 15 7 15 53:45 52 Wolves 37 12 9 16 35:50 45 Crystal Palace 37 12 8 17 41:64 44 Southampton 37 12 7 18 47:65 43 Newcastle 37 11 9 17 44:62 42 Brighton 37 9 14 14 40:44 41 Burnley 37 10 9 18 33:54 39 Fulham 37 5 13 19 27:51 28 WBA 37 5 11 21 34:73 26 Sheffield Utd 37 6 2 29 19:63 20 Ítalía Bikarúrslitaleikur karla: Atalanta – Juventus ................................. 1:2 Danmörk Úrslitakeppnin: Köbenhavn – Midtjylland ....................... 4:2 - Mikael Anderson kom inn á hjá Midtjyll- and á 80. mínútu. _ Midtjylland 57, Bröndby 55, Köbenhavn 55, AGF 48, Nordsjælland 43, Randers 37. Svíþjóð B-deild: Helsingborg – Norrby............................. 0:2 - Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Helsingborg en var rekinn af velli á 68. mínútu. Noregur B-deild: Raufoss – Aalesund ................................. 4:2 - Davíð Kristján Ólafsson var varamaður hjá Aalesund og kom ekki við sögu. Start – Jerv............................................... 2:4 - Jóhannes Harðarson þjálfar Start. Hvíta-Rússland BATE Borisov – Sputnik Rechitsa ........ 2:1 - Willum Þór Willumsson fór af velli hjá BATE strax á 8. mínútu. 4.$--3795.$ Umspil karla Undanúrslit, fyrsti leikur: Fjölnir – Kría ........................................ 20:27 Víkingur – Hörður...................... (ekki lokið) Meistaradeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Flensburg – Aalborg........................... 33:29 - Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Flensburg. - Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. _ Aalborg áfram, 55:54 samanlagt. París SG – Kiel...................................... 34:28 _ París SG áfram, 63:59 samanlagt. Þýskaland Bergischer – Melsungen..................... 23:25 - Arnór Þór Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Bergischer. - Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð- mundsson er þjálfari liðsins. Staða efstu liða: Kiel 51, Flensburg 51, Rhein-Neckar Lö- wen 42, Magdeburg 40, Göppingen 38, Füchse Berlín 34, Melsungen 32, Wetzlar 32, Lemgo 29, Bergischer 29, Leipzig 29, Erlangen 26, Stuttgart 26. Frakkland Umspil, 1. umferð, fyrri leikur: Dijon – Nancy....................................... 27:29 - Elvar Ásgeirsson skoraði 2 mörk fyrir Nancy. %$.62)0-# Liverpool steig stórt skref í áttina að sæti í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld með því að sigra Burnley, 3:0, á Turf Moor. Roberto Firmino braut ísinn með marki rétt fyrir hlé og miðvörðurinn Nathaniel Phillips skoraði í byrjun síðari hálfleiks. Alex Oxlade-Chamberlain bætti þriðja markinu við undir lokin. Fyrir lokaumferðina í ensku úr- valsdeildinni er Chelsea með 67 stig, Liverpool 66 og Leicester 66 en Liverpool fór uppfyrir Leicester á markatölu. Tvö þessara liða kom- ast í Meistaradeildina, eins og stað- an er núna. Liverpool á heimaleik við Crystal Palace í lokaumferð- inni, Leicester á heimaleik við Tott- enham og Aston Villa útileik við Chelsea. _ Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Everton gegn Wolves í gær, 1:0, en Richarlison skoraði markið í byrjun síðari hálfleiks. Everton á því enn von um að ná Evrópusæti í lokaumferðinni. AFP Sigur Liverpool fagnar marki Alex Oxlade-Chamberlain í Burnley. Þrjú mörk í Burnley og Liverpool í fjórða sætið BREIÐABL. – TINDASTÓLL 1:0 1:0 Tiffany McCarty 77. M Áslaug Munda Gunnlaugsd. (Breiðabliki) Karitas Tómasdóttir (Breiðabliki) Andrea Rán Hauksdóttir (Breiðabliki) Tiffany McCarty (Breiðabliki) Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki) Dominique Bond-Flasza (Tindastóli) Bryndís Rut Haraldsdóttir (Tindastóli) Kristrún María Magnúsdóttir (Tindast.) Amber Kristin Michel (Tindastóli) Dómari: Guðmundur Friðbertsson – 7. Áhorfendur: 263. ÞÓR/KA – STJARNAN 0:1 0:1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 90. MM Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) Chanté Sandiford (Stjörnunni) M Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Colleen Kennedy (Þór/KA) Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni) Heiða Ragney Viðarsdóttir (Stjörnunni) Hildigunnur Ýr Benediktsd. (Stjörnunni) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 9. Áhorfendur: Um 100. ÍBV – VALUR 2:4 1:0 Viktorija Zaicikova 14. 1:1 Sigríður Lára Garðarsdóttir 23. 1:2 Lillý Rut Hlynsdóttir 44. 1.3 Sjálfsmark 47. 2:3 Delaney Baie Pridham 61. 2:4 Bergdís Fanney Einarsdóttir 84. MM Annie Williams (ÍBV) M Hanna Kallmaier (ÍBV) Viktorija Zaicikova (ÍBV) Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV) Sólveig Larsen (Val) Mary Alice Vignola (Val) Lillý Rut Hlynsdóttir (Val) Dóra María Lárusdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Sigríður Lára Garðarsdóttir (Val) Dómari: Óli Njáll Ingólfsson – 7. Áhorfendur: 164. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.