Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
Afreksíþróttafólkið okkar
er besta landkynning sem við
eigum. Svo ég tali nú ekki um
forvarnar- og lýðheilsustarfið
sem þetta fólk vinnur, bæði með-
vitað og ómeðvitað.
Djöfull fór það í taugarnar á
mér þegar ég sá að Eurovision-
fararnir hefðu fengið forgang í
bólusetningu fyrir ferðalag sitt
til Rotterdam, rúmlega tveimur
og hálfum mánuði eftir að sótt-
varnalæknir hafði gefið það út að
ekki væri hægt að velja fólk eftir
mikilvægi í bólusetningar.
Undanfarnar vikur hef ég
fengið til mín mjög áhugavert
íþróttafólk sem var eða er að
gera frábæra hluti í sínum grein-
um í ítarlegt spjall í frétta- og
menningarlífsþátt Morgunblaðs-
ins sem heitir einfaldlega Dag-
mál. Meirihluti þeirra er íþrótta-
fólk í einstaklingsíþróttum og öll
eiga þau það sameiginlegt að
þurfa að berjast í bökkum til að
geta stundað sína íþrótt.
Af hverju hugsum við svona
illa um íþróttafólkið okkar? Á Ís-
landi eru atvinnuleysisbætur fyr-
ir marga sem hafa engan áhuga
á því að vinna, bæði erlenda og
íslenska ríkisborgara. Þá hefur
listafólk hér á landi verið í áskrift
að listamannalaunum ár eftir ár.
Hvort þetta fólk hefur skilað af
sér einhverri áþreifanlegri vinnu
hef ég ekki hugmynd um, ég hef
allavega ekki orðið neitt sér-
staklega var við það í sumum til-
fellum.
Það er allri þjóðinni til heilla ef
íþróttafólkið okkar nær góðum
árangri úti í hinum stóra heimi
og það sýndi sig kannski best á
EM 2016 í knattspyrnu. Nú er
mál að stjórnmálamenn hér á
landi beiti sér af alvöru fyrir því
að styrkja íþróttafólkið og
íþróttahreyfinguna okkar. Fólk á
að geta stundað sína íþrótt af
kappi, líkt og í löndunum í kring-
um okkur, án þess að þurfa að
lifa á morgunkorni heilu og hálfu
vikurnar.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
KA-heimilið: KA – FH .............................. 18
Coca Cola-bikar karla, 1. umferð:
Ásvellir: Haukar – Selfoss ........................ 20
KNATTSPYRNA
3. deild karla:
Fellavöllur: Höttur/Huginn – Einherji ... 19
Í KVÖLD!
Úrslitakeppni karla
8-liða úrslit, annar leikur:
Þór Ak. – Þór Þ..................................... 93:79
_ Staðan er 1:1
KR – Valur ............................................ 84:85
_ Staðan er 1:1.
Umspil kvenna
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Njarðvík – Ármann .............................. 67:42
ÍR – Grindavík ...................................... 68:83
Spánn
Zaragoza – Tenerife ........................... 60:91
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig
fyrir Zaragoza og tók eitt frákast á 10 mín-
útum.
Gran Canaria – Valencia .................... 92:86
- Martin Hermannsson skoraði 4 stig fyrir
Valencia, átti 4 stoðsendingar og tók 2 frá-
köst á 21 mínútu.
NBA-deildin
Umspil Austurdeildar:
Boston – Washington ....................... 118:100
Indiana – Charlotte .......................... 144:117
_ Boston er komið í úrslitakeppnina og
Washington leikur við Indiana um síðasta
sætið í Austurdeildinni.
57+36!)49,
KÖRFUBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Einvígi Þórsliðanna tveggja í átta
liða úrslitum Íslandsmóts karla í
körfubolta er orðið hnífjafnt því
Akureyrar-Þór lagði Þorlákshafnar-
Þór í öðrum leik liðanna á Akureyri í
gærkvöld, 93:79.
Staðan er 1:1 og því ljóst að ein-
vígið fer allavega í fjóra leiki og
sunnanmenn þurfa að koma aftur
norður.
Eftir jafna baráttu í fyrri hálfleik
tóku Akureyringar völdin. „Heima-
menn voru töluvert betri og mun
hittnari í seinni hálfleik og þeir
sigldu góðum sigri í land,“ skrifaði
Einar Sigtryggsson m.a. í grein
sinni um leikinn á mbl.is.
_ Srdan Stojanovic skoraði 21
stig fyrir Akureyringa, Ivan Aur-
recoechea var með 17 stig og 12 frá-
köst, Dedrick Deon Basile skoraði
17 og átti 8 stoðsendingar og Ohouo
Guy Landry Edi var með 14 stig og 9
fráköst.
_ Callum Lawson skoraði 21 stig
og var með 13 fráköst fyrir Þorláks-
hafnarbúa. Styrmir Snær Þrast-
arson skoraði 20 stig og tók 9 frá-
köst og Larry Thomas skoraði 20.
Leikar berast nú til Þorláks-
hafnar á ný þar sem liðin mætast í
þriðja skipti á sunnudagskvöldið.
Fjórði leikurinn verður á Akureyri
næsta miðvikudag og ef kemur til
oddaleiks fer hann fram í Þorláks-
höfn föstudagskvöldið 28. maí.
_ Valur sigraði KR í spennuleik í
Vesturbænum, 85:84, og jafnaði
metin í 1:1 en honum lauk þegar
blaðið var að fara í prentun. Sjá allt
um leikinn á mbl.is/sport/korfubolti.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Öflugur Srdan Stojanovic var stighæstur Akureyringa og sækir hér að
körfu Þorlákshafnarbúa í leiknum á Akureyri í gærkvöld.
Akureyringar
jöfnuðu metin
- Einvígi Þórsara minnst fjórir leikir
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálf-
ari íslenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu, var orðaður við þjálf-
arastarfið hjá danska
úrvalsdeildarfélaginu OB í dönskum
fjölmiðlum í gær.
Dönsku miðlarnir Sport Fyn og
Tipsbladet greindu frá því að Arnar
hefði verið einn þriggja þjálfara sem
forráðamenn OB vildu fá til þess að
þjálfa liðið og sagði í umfjöllun Sport
Fyn að einhverjar viðræður hefðu átt
sér stað milli Arnars og danska liðs-
ins.
Þar var því einnig slegið fram að
landsliðsþjálfarinn, sem tók við karla-
landsliðinu í desember á síðasta ári,
myndi þjálfa OB samhliða starfi sínu
hjá KSÍ, en Andreas Alm var ráðinn
þjálfari OB á dögunum og mun taka
formlega við liðinu hinn 18. júní.
„OB fékk ráðningarskrifstofu til
þess að taka saman nokkra kandídata
fyrir starfið,“ sagði hinn 43 ára gamli
Arnar í samtali við Morgunblaðið.
„Ég veit ekki hversu mörg nöfn
þeir settu nákvæmlega niður á blað,
hvort þau voru fimm, tíu eða fimm-
tán, en þessi nafnalisti var svo lagður
fyrir klúbbinn. Forráðamenn OB fóru
svo strax í að ræða við þá sem þeim
leist vel á.
Ég er samningsbundinn Knatt-
spyrnusambandi Íslands og því kem-
ur bara beiðni frá þeim inn á borð til
KSÍ. Það er bara þannig í knatt-
spyrnuheiminum að ef menn eru
samningsbundnir þá þarf að hafa
samband við vinnuveitendur þess að-
ila fyrst.
Ég ræddi þetta svo bara við Guðna
Bergsson [formann KSÍ] og Klöru
Bjartmarz [framkvæmdastjóra KSÍ]
og þessu var svo bara vísað aftur til
föðurhúsanna. Þetta voru bara týp-
ískar þreifingar sem áttu sér stað og
komu til vegna þessarar ráðning-
arskrifstofu í Danmörku,“ sagði Arn-
ar.
Stoltur í starfi
Arnar stýrði sínum fyrstu móts-
leikjum sem þjálfari liðsins í lok mars
á þessu ári í undankeppni HM.
„Það kom aldrei til tals að ég væri
að fara taka við OB. Ég er nýbyrj-
aður í mjög skemmtilegu verkefni hjá
KSÍ sem ég lít fyrst og fremst á sem
langtímaverkefni. Þetta er spennandi
starf sem ég er í hjá KSÍ þannig að
það kom aldrei til greina að ég væri
að fara í einhverjar viðræður í Dan-
mörku.
Ég er bæði stoltur og ánægður að
vera landsliðsþjálfari Íslands í fót-
bolta og það er ýmislegt sem þarf að
huga að þar. Það eru spennandi tímar
fram undan hjá landsliðinu og ég
hlakka til að halda starfi mínu áfram í
Laugardalnum.“
Arnar hefur verið búsettur í Belgíu
undanfarna áratugi þar sem hann
hefur m.a stýrt Cercle Brugge og
Lokeren.
„Það er gaman fyrir alla ein-
staklinga þegar tekið er eftir þeirra
störfum. Þetta er fyrst og fremst já-
kvæð athygli, sem er ánægjulegt.
Á sama tíma er maður búinn að
vera það lengi í fótboltanum að mað-
ur veit og þekkir að þetta er daglegt
brauð, svona þreifingar það er að
segja,“ bætti Arnar við í samtali við
mbl.is.
Íslenska landsliðið leikur þrjá vin-
áttuleiki um og eftir næstu mán-
aðamót, gegn Mexíkó í Arlington í
Texas 30. maí, Færeyjum í Þórshöfn
4. júní og Póllandi í Poznan 8. júní.
Arnar ætlaði að tilkynna hóp fyrir
þessa leiki í gær en varð að fresta því
fram eftir vikunni þar sem margt er
ekki enn komið á hreint varðandi
ferðir leikmanna milli landa og hverj-
ir komast í leikina. „Við getum farið
yfir þetta allt saman þegar við höld-
um blaðamannafundinn, vonandi síð-
ar í vikunni,“ sagði Arnar um stöðuna
á landsliðsvalinu.
Þetta kom aldrei til greina
- Arnar Þór var einn þriggja þjálfara
sem OB í Danmörku hafði augastað á
Morgunblaðið/Eggert
Landsliðið Undankeppni HM er hafin og Arnar Þór Viðarsson er á leið með
íslenska landsliðið í þrjá vináttulandsleiki um og efstir mánaðamótin.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir náði í
gær besta sæti Íslendings á EM í
sundi í 50 metra laug í Búdapest til
þessa. Hún keppti í 200 metra
skriðsundi og kom í mark á 2:01,31
mínútu, sem er um 8/10 úr sekúndu
frá Íslandsmeti hennar. Hún endaði
í 28. sæti og var innan við sekúndu
frá því að komast í undanúrslit.
Kristinn Þórarinsson keppti í 100
metra baksundi. Hann var nokkuð
frá sínu besta, synti á 58,24 sek-
úndum, og lenti í 56. sæti. Dadó
Fenrir Jasmínuson keppir einn Ís-
lendinganna á EM í dag.
Snæfríður nærri
undanúrslitum
Ljósmynd/Hörður Oddfríðarson
EM2021 Snæfríður Sól Jórunnar-
dóttir í lauginni í Búdapest.
Arnar Guðjónsson, þjálfari meist-
araflokks karla, hefur gert nýjan
samning við körfuknattleiksdeild
Stjörnunnar og mun stýra liðinu
næstu þrjú árin. Frá þessu er greint
á Facebook-síðu Stjörnunnar.
Þar er einnig greint frá því að
Hlynur Bæringsson, Ægir Þór
Steinarsson, Gunnar Ólafsson,
Tómas Þórður Hilmarsson og Arn-
þór Freyr Guðmundsson séu allir
samningsbundnir félaginu á næsta
keppnistímabili.
Arnar var ráðinn til Stjörnunnar
sumarið 2018. kris@mbl.is
Litlar breytingar
fyrirsjáanlegar
Morgunblaðið/Hari
Garðabær Arnar er með langan
samning við Stjörnuna.