Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Afreksíþróttafólkið okkar er besta landkynning sem við eigum. Svo ég tali nú ekki um forvarnar- og lýðheilsustarfið sem þetta fólk vinnur, bæði með- vitað og ómeðvitað. Djöfull fór það í taugarnar á mér þegar ég sá að Eurovision- fararnir hefðu fengið forgang í bólusetningu fyrir ferðalag sitt til Rotterdam, rúmlega tveimur og hálfum mánuði eftir að sótt- varnalæknir hafði gefið það út að ekki væri hægt að velja fólk eftir mikilvægi í bólusetningar. Undanfarnar vikur hef ég fengið til mín mjög áhugavert íþróttafólk sem var eða er að gera frábæra hluti í sínum grein- um í ítarlegt spjall í frétta- og menningarlífsþátt Morgunblaðs- ins sem heitir einfaldlega Dag- mál. Meirihluti þeirra er íþrótta- fólk í einstaklingsíþróttum og öll eiga þau það sameiginlegt að þurfa að berjast í bökkum til að geta stundað sína íþrótt. Af hverju hugsum við svona illa um íþróttafólkið okkar? Á Ís- landi eru atvinnuleysisbætur fyr- ir marga sem hafa engan áhuga á því að vinna, bæði erlenda og íslenska ríkisborgara. Þá hefur listafólk hér á landi verið í áskrift að listamannalaunum ár eftir ár. Hvort þetta fólk hefur skilað af sér einhverri áþreifanlegri vinnu hef ég ekki hugmynd um, ég hef allavega ekki orðið neitt sér- staklega var við það í sumum til- fellum. Það er allri þjóðinni til heilla ef íþróttafólkið okkar nær góðum árangri úti í hinum stóra heimi og það sýndi sig kannski best á EM 2016 í knattspyrnu. Nú er mál að stjórnmálamenn hér á landi beiti sér af alvöru fyrir því að styrkja íþróttafólkið og íþróttahreyfinguna okkar. Fólk á að geta stundað sína íþrótt af kappi, líkt og í löndunum í kring- um okkur, án þess að þurfa að lifa á morgunkorni heilu og hálfu vikurnar. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: KA-heimilið: KA – FH .............................. 18 Coca Cola-bikar karla, 1. umferð: Ásvellir: Haukar – Selfoss ........................ 20 KNATTSPYRNA 3. deild karla: Fellavöllur: Höttur/Huginn – Einherji ... 19 Í KVÖLD! Úrslitakeppni karla 8-liða úrslit, annar leikur: Þór Ak. – Þór Þ..................................... 93:79 _ Staðan er 1:1 KR – Valur ............................................ 84:85 _ Staðan er 1:1. Umspil kvenna Undanúrslit, fyrsti leikur: Njarðvík – Ármann .............................. 67:42 ÍR – Grindavík ...................................... 68:83 Spánn Zaragoza – Tenerife ........................... 60:91 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig fyrir Zaragoza og tók eitt frákast á 10 mín- útum. Gran Canaria – Valencia .................... 92:86 - Martin Hermannsson skoraði 4 stig fyrir Valencia, átti 4 stoðsendingar og tók 2 frá- köst á 21 mínútu. NBA-deildin Umspil Austurdeildar: Boston – Washington ....................... 118:100 Indiana – Charlotte .......................... 144:117 _ Boston er komið í úrslitakeppnina og Washington leikur við Indiana um síðasta sætið í Austurdeildinni. 57+36!)49, KÖRFUBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Einvígi Þórsliðanna tveggja í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta er orðið hnífjafnt því Akureyrar-Þór lagði Þorlákshafnar- Þór í öðrum leik liðanna á Akureyri í gærkvöld, 93:79. Staðan er 1:1 og því ljóst að ein- vígið fer allavega í fjóra leiki og sunnanmenn þurfa að koma aftur norður. Eftir jafna baráttu í fyrri hálfleik tóku Akureyringar völdin. „Heima- menn voru töluvert betri og mun hittnari í seinni hálfleik og þeir sigldu góðum sigri í land,“ skrifaði Einar Sigtryggsson m.a. í grein sinni um leikinn á mbl.is. _ Srdan Stojanovic skoraði 21 stig fyrir Akureyringa, Ivan Aur- recoechea var með 17 stig og 12 frá- köst, Dedrick Deon Basile skoraði 17 og átti 8 stoðsendingar og Ohouo Guy Landry Edi var með 14 stig og 9 fráköst. _ Callum Lawson skoraði 21 stig og var með 13 fráköst fyrir Þorláks- hafnarbúa. Styrmir Snær Þrast- arson skoraði 20 stig og tók 9 frá- köst og Larry Thomas skoraði 20. Leikar berast nú til Þorláks- hafnar á ný þar sem liðin mætast í þriðja skipti á sunnudagskvöldið. Fjórði leikurinn verður á Akureyri næsta miðvikudag og ef kemur til oddaleiks fer hann fram í Þorláks- höfn föstudagskvöldið 28. maí. _ Valur sigraði KR í spennuleik í Vesturbænum, 85:84, og jafnaði metin í 1:1 en honum lauk þegar blaðið var að fara í prentun. Sjá allt um leikinn á mbl.is/sport/korfubolti. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Öflugur Srdan Stojanovic var stighæstur Akureyringa og sækir hér að körfu Þorlákshafnarbúa í leiknum á Akureyri í gærkvöld. Akureyringar jöfnuðu metin - Einvígi Þórsara minnst fjórir leikir FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálf- ari íslenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, var orðaður við þjálf- arastarfið hjá danska úrvalsdeildarfélaginu OB í dönskum fjölmiðlum í gær. Dönsku miðlarnir Sport Fyn og Tipsbladet greindu frá því að Arnar hefði verið einn þriggja þjálfara sem forráðamenn OB vildu fá til þess að þjálfa liðið og sagði í umfjöllun Sport Fyn að einhverjar viðræður hefðu átt sér stað milli Arnars og danska liðs- ins. Þar var því einnig slegið fram að landsliðsþjálfarinn, sem tók við karla- landsliðinu í desember á síðasta ári, myndi þjálfa OB samhliða starfi sínu hjá KSÍ, en Andreas Alm var ráðinn þjálfari OB á dögunum og mun taka formlega við liðinu hinn 18. júní. „OB fékk ráðningarskrifstofu til þess að taka saman nokkra kandídata fyrir starfið,“ sagði hinn 43 ára gamli Arnar í samtali við Morgunblaðið. „Ég veit ekki hversu mörg nöfn þeir settu nákvæmlega niður á blað, hvort þau voru fimm, tíu eða fimm- tán, en þessi nafnalisti var svo lagður fyrir klúbbinn. Forráðamenn OB fóru svo strax í að ræða við þá sem þeim leist vel á. Ég er samningsbundinn Knatt- spyrnusambandi Íslands og því kem- ur bara beiðni frá þeim inn á borð til KSÍ. Það er bara þannig í knatt- spyrnuheiminum að ef menn eru samningsbundnir þá þarf að hafa samband við vinnuveitendur þess að- ila fyrst. Ég ræddi þetta svo bara við Guðna Bergsson [formann KSÍ] og Klöru Bjartmarz [framkvæmdastjóra KSÍ] og þessu var svo bara vísað aftur til föðurhúsanna. Þetta voru bara týp- ískar þreifingar sem áttu sér stað og komu til vegna þessarar ráðning- arskrifstofu í Danmörku,“ sagði Arn- ar. Stoltur í starfi Arnar stýrði sínum fyrstu móts- leikjum sem þjálfari liðsins í lok mars á þessu ári í undankeppni HM. „Það kom aldrei til tals að ég væri að fara taka við OB. Ég er nýbyrj- aður í mjög skemmtilegu verkefni hjá KSÍ sem ég lít fyrst og fremst á sem langtímaverkefni. Þetta er spennandi starf sem ég er í hjá KSÍ þannig að það kom aldrei til greina að ég væri að fara í einhverjar viðræður í Dan- mörku. Ég er bæði stoltur og ánægður að vera landsliðsþjálfari Íslands í fót- bolta og það er ýmislegt sem þarf að huga að þar. Það eru spennandi tímar fram undan hjá landsliðinu og ég hlakka til að halda starfi mínu áfram í Laugardalnum.“ Arnar hefur verið búsettur í Belgíu undanfarna áratugi þar sem hann hefur m.a stýrt Cercle Brugge og Lokeren. „Það er gaman fyrir alla ein- staklinga þegar tekið er eftir þeirra störfum. Þetta er fyrst og fremst já- kvæð athygli, sem er ánægjulegt. Á sama tíma er maður búinn að vera það lengi í fótboltanum að mað- ur veit og þekkir að þetta er daglegt brauð, svona þreifingar það er að segja,“ bætti Arnar við í samtali við mbl.is. Íslenska landsliðið leikur þrjá vin- áttuleiki um og eftir næstu mán- aðamót, gegn Mexíkó í Arlington í Texas 30. maí, Færeyjum í Þórshöfn 4. júní og Póllandi í Poznan 8. júní. Arnar ætlaði að tilkynna hóp fyrir þessa leiki í gær en varð að fresta því fram eftir vikunni þar sem margt er ekki enn komið á hreint varðandi ferðir leikmanna milli landa og hverj- ir komast í leikina. „Við getum farið yfir þetta allt saman þegar við höld- um blaðamannafundinn, vonandi síð- ar í vikunni,“ sagði Arnar um stöðuna á landsliðsvalinu. Þetta kom aldrei til greina - Arnar Þór var einn þriggja þjálfara sem OB í Danmörku hafði augastað á Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Undankeppni HM er hafin og Arnar Þór Viðarsson er á leið með íslenska landsliðið í þrjá vináttulandsleiki um og efstir mánaðamótin. Snæfríður Sól Jórunnardóttir náði í gær besta sæti Íslendings á EM í sundi í 50 metra laug í Búdapest til þessa. Hún keppti í 200 metra skriðsundi og kom í mark á 2:01,31 mínútu, sem er um 8/10 úr sekúndu frá Íslandsmeti hennar. Hún endaði í 28. sæti og var innan við sekúndu frá því að komast í undanúrslit. Kristinn Þórarinsson keppti í 100 metra baksundi. Hann var nokkuð frá sínu besta, synti á 58,24 sek- úndum, og lenti í 56. sæti. Dadó Fenrir Jasmínuson keppir einn Ís- lendinganna á EM í dag. Snæfríður nærri undanúrslitum Ljósmynd/Hörður Oddfríðarson EM2021 Snæfríður Sól Jórunnar- dóttir í lauginni í Búdapest. Arnar Guðjónsson, þjálfari meist- araflokks karla, hefur gert nýjan samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og mun stýra liðinu næstu þrjú árin. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Stjörnunnar. Þar er einnig greint frá því að Hlynur Bæringsson, Ægir Þór Steinarsson, Gunnar Ólafsson, Tómas Þórður Hilmarsson og Arn- þór Freyr Guðmundsson séu allir samningsbundnir félaginu á næsta keppnistímabili. Arnar var ráðinn til Stjörnunnar sumarið 2018. kris@mbl.is Litlar breytingar fyrirsjáanlegar Morgunblaðið/Hari Garðabær Arnar er með langan samning við Stjörnuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.