Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 20.05.2021, Qupperneq 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Fjöldi áhugaverðra og verð- launaðra kvikmynda er á dagskrá Stockfish að þessu sinni og hér verða nokkrar nefndar. The Man Who Sold His Skin er háðsádeila eftir leikstjórann Kaouther Ben Hania og fjallar um Sam Ali, hvatvísan ungan mann frá Sýrlandi sem flúið hefur til Líb- anons. Hann leyfir heimskunnum listamanni að húðflúra bakið á sér og hefur það ófyrirséðar afleið- ingar. Pinocchio eftir ítalska leik- stjórann Matteo Garrone er sögð nýstárleg nálgun á hið sígilda æv- intýri um spýtustrákinn Gosa sem öðlast líf fyrir töfra, skapara hans og föður til mikillar undrunar og gleði. Beginning eftir Dea Kulum- begashvili er georgísk-frönsk og segir af árás öfgamanna á Votta Jehóva í litlum bæ. Á sama tíma hrynur heimur Yönu, eiginkonu leiðtoga Jehóva-samfélagsins, sem upplifir innri átök gagnvart eigin löngunum og þrám, eins og því er lýst í tilkynningu frá Stock- fish. La Llorona eftir leikstjórann Jayro Bustamante er frá Gvate- mala og er henni lýst svo: „Ég skýt ef þú grætur voru síðustu orðin sem hljómuðu í eyrum Ölmu og barna hennar þegar þau voru myrt í borgarastyrjöld Gvatemala. Þrjá- tíu árum síðar er ábyrgðarmaður þjóðarmorðanna, Enrique hers- höfðingi, leiddur fyrir rétt og lát- inn svara til saka. En þegar rétt- arhöldin eru dæmd ógild leysist vofa La Llorona úr læðingi þar sem hennar týnda sál vafrar um heim hinna lifandi með þeim afleiðing- um að Enrique heyrir óp hennar um nætur.“ Sun Children er írönsk kvik- mynd eftir leikstjórann Majid Ma- jidi og fjallar um Ali, 12 ára dreng, og þrjá vini hans. Þeir sjá fyrir fjöl- skyldum sínum með íhlaupaverk- um og smáglæpum en dag einn er Ali treyst fyrir því að sækja fjár- sjóð sem er falinn neðanjarðar. Promising Young Woman hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta frum- samda handrit fyrr á árinu og var hún gagnrýnd í Morgunblaðinu og hlaut fjórar stjörnur af fimm. Í henni segir af ungri konu sem á harma að hefna. Heildardagskrá Stockfish má finna á stockfishfestival.is. Kvikmyndaveisla í Bíó Paradís VERÐLAUNAMYNDIR Á STOCKFISH-HÁTÍÐ Gosi Úr Pinocchio eftir Matteo Garrone. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Valgeir Sigurðsson, tónskáld og upptökustjóri með meiru, gaf fyrir um tveimur mánuðum út plötuna Kviku sem er sjálfstætt verk en þó byggð á tónlist sem hann samdi við kvikmyndina Malá ríša eftir slóvak- íska leikstjórann Peter Magát, eða Little Kingdom eins og hún heitir á ensku. Mynd þessi er frá árinu 2019 og var frumsýnd í Slóvakíu það ár en er nú komin í Bíó Para- dís og á dagskrá Stockfish-kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í dag. Á vef hátíðarinnar (stockfish.is) segir um myndina að hún sé róm- antískt búningadrama þar sem sögusviðið er þorp í Slóvakíu árið 1944 í seinni heimsstyrjöldinni. „Ung stúlka að nafni Eva vinnur í verksmiðju sem er í eigu hrokafulls vel efnaðs manns að nafni Bar. Hennar áætlun er að láta lítið fyrir sér fara og lifa af þar til eig- inmaður hennar mun snúa aftur úr stríðinu. En daginn sem eig- inmaður hennar snýr aftur er allt breytt,“ segir þar. Valgeir er ekki eini Íslending- urinn sem kom að gerð myndar- innar því einn framleiðenda hennar er Sæmundur Norðfjörð. Kúgara- og ástarsaga „Hún er að megninu til fram- leidd og gerð í Slóvakíu,“ segir Valgeir um myndina og að fólk af ýmsu þjóðerni hafi komið að gerð hennar. „Það er til dæmis írskur handritshöfundur og leikarar alls staðar að. En leikstjórinn og fram- leiðendurnir eru frá Slóvakíu.“ Valgeir segir um efni myndar- innar að einn alvaldur sé í þorpinu sem hafi samið við vopnaframleið- endur um sína verksmiðju. „Hann þarf að halda því gangandi og fólkið í þorpinu er undir hæl hans upp á að hafa vinnu. Þetta er kúgarasaga öðrum þræði og svo ástarþríhyrningur og -ferhyrn- ingur,“ segir Valgeir. Tungumál myndarinnar er enska sem Valgeir segir dálítið óvenjulegt fyrir evrópska kvik- mynd en ástæðan líklega sú að leikararnir eru af ólíkum þjóð- ernum. Valgeir segir annan leikstjóra hafa upphaflega átt að leikstýra myndinni og að á tímabili hafi ekki litið út fyrir að hann myndi semja tónlist við hana. Þegar nýr leik- stjóri tók við keflinu fór verkefnið að líta betur út og þráðurinn var tekinn upp að nýju. Spurður út í stærðargráðu myndarinnar segir Valgeir að hún sé sjálfstætt framleidd, evrópsk og líti afar vel út. „Þeir eiga mikið af settum og búningum frá þessum tíma þannig að þetta er mjög raunverulegt allt saman og mynd- in lítur út fyrir að vera flott per- íóda sem er, hugsa ég, flókið og dýrt að gera,“ segir Valgeir. Tónlist á óræðum tíma Valgeir er beðinn um að lýsa tónlist sinni við myndina. „Per- íódan kallaði á að tónlistin væri á svolítið óræðum tíma, hún hjálpar sögunni og persónunum og það sem hún átti að gera var að skýra dramað. Þetta er dálítil flækja, undirferli og svik og hver er hvað svolítið þannig að tónlistin styður við þá frásögn. Ég gat unnið með stórri hljómsveit og kór og í raun- inni gat framleiðslan skaffað það sem þurfti til að gera epíska um- gjörð. Það var auðvitað líka skemmtilegt, að fá dálítið frjálsar hendur og stuðning til að skila því verki sem mér fannst myndin kalla á og það sem þeir voru að biðja um. Myndin er að vinna svo- lítið upp fyrir sig í skala, þetta er stór lítil mynd eða lítil stórmynd,“ útskýrir Valgeir. Tónlistina vann hann að miklu leyti í stúdíói sínu í Breiðholti, Gróðurhúsinu, og upptökur með hljómsveit og kór fóru fram í Sló- vakíu. „Þetta var ótrúlega þægi- legt miðað við að verið var að vinna í fjarlægð, þetta komst allt mjög vel til skila,“ segir Valgeir og hann hafi líka blandað við raf- tónlist og leik minni hljómsveita og stakra hljóðfæraleikara. Gott flæði og fyrirkomulag Tónlistina samdi Valgeir við fyrsta klipp af kvikmyndinni sem hann fékk sent til sín. Á meðan hann vann að tónlistinni var haldið áfram að klippa myndina. „Leik- stjórinn kom hingað og við unnum saman í að finna út úr því hvaða hlutverki tónlistin ætti að gegna, hvar hún ætti heima og svo skildi hann þetta í rauninni eftir í mín- um höndum,“ segir Valgeir. – Þetta hefur þá verið þægilegt fyrirkomulag? „Já, já, þetta var bara gott flæði og menn kannski orðnir vanir því að vinna svona milli landa og örugglega enn þá meira eftir síð- asta ár,“ svarar Valgeir. Morgunblaðið/Eggert Í Gróðurhúsinu Valgeir Sigurðsson tónskáld í hljóðveri sínu í Breiðholti. Hann hefur komið víða við í tónlist. Rómantík Úr kvikmyndinni Little Kingdom sem sýnd er á Stockfish. „Stór lítil mynd eða lítil stórmynd“ - Valgeir Sigurðsson samdi tónlist við slóvakísku kvikmyndina Little Kingdom sem sýnd er á Stock- fish-kvikmyndahátíðinni sem hefst í dag - Íslenskur meðframleiðandi og alþjóðlegur leikarahópur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.